Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Elsku Ingi
frændi, ég skil ekki
af hverju lífið þarf
að vera svona ósanngjarnt. En
lífið tekur stundum óvæntar
stefnur og leiðir okkur slíkan
veg sem maður hefur ekki stjórn
á. Ég hef þekkt þig frá því ég
fæddist og varst þú ávallt í
miklu uppáhaldi hjá mér. Þú
gafst alltaf mikið af þér og vald-
ir allar tækifærisgjafir af mikilli
kostgæfni. Yfirleitt gafst þú vel
valdar bækur, þér var nefnilega
svo annt um að unga fólkið læsi
sér til gagns. Oftast vöktu bæk-
urnar lukku en stundum ekki,
vegna þess að mig langaði meira
í veraldleg stundarfyrirbæri.
Þegar ég síðan hitti þig spurðir
þú mig alltaf hvort ég hefði haft
gaman af bókinni, og ef ég hafði
ekki lesið hana varð ég hálf-
vandræðaleg. Í seinni tíð hef ég
áttað mig á því hversu mikilvæg-
ar bækur eru börnum og ég varð
spennt fyrir hönd barnanna
minna hvaða bækur þær fengju
að gjöf frá þér. Ég er nefnilega
svo heppin að börnin mín hafa
fengið að kynnast þér. Þú hvatt-
ir mig til þess að stunda tónlist-
arnám og mennta mig vel. Þú
fylltist miklu stolti þegar ég út-
skrifaðist frá hverju skólastigi,
því þér fannst þau öll mikilsverð.
Nú síðast þegar ég fékk leyf-
isbréf sem kennari hafðir þú orð
á því að ég ætti eftir að verða
góður kennari. Á þeim tveimur
árum sem ég hef starfað sem
kennari hef ég oft hugsað:
„Hvað myndi Ingi frændi gera?“
Okkur þótti ákaflega gaman að
tala saman um kennsluna. Ég
hafði ekki síður gaman af því að
heyra sögur frá þínum kennslu-
ferli og að fá að læra af þinni
reynslu var mér mikill heiður.
Ég hlakkaði alltaf til að mæta
í veislur og í heimsóknir vegna
þess að ég vissi fyrir víst að þú
myndir spyrja mig út í lífið og
tilveruna ásamt því að gefa mér
góð og gagnleg ráð. Þú hafðir
nefnilega svo mikinn áhuga á
fólkinu þínu. Þú varst alltaf svo
stoltur af fjölskyldunni þinni og
talaðir óspart um það. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
kveðja þig áður en þú fórst yfir í
draumalandið á spítalanum hinn
29. apríl sl. Það er mér sér-
staklega minnisstætt og í þínum
anda þegar þú skammaðir
hjúkrunarfræðinginn fyrir að
lækka í landsleiknum á móti
Litáen. Síðustu orð mín til þín
voru tilfinningaþrungin þegar ég
sagði við þig með tárin í aug-
unum: „Ingi frændi, ég vil að þú
vitir að mér þykir ofboðslega
vænt um þig, við sjáumst
seinna,“ og þú svaraðir: „Mér
þykir líka vænt um þig Jóhanna
mín.“
Jóhanna M. Þorvaldsdóttir.
Við kveðjum elsku Inga
frænda okkar með sorg og eft-
irsjá. Fyrir ekki svo löngu að-
stoðuðum við hann við flutninga
á Skúlagötuna, þar sem hann
ætlaði að njóta eftirlaunaáranna.
Því miður varð tíminn þar allt of
stuttur og hann var tekinn frá
okkur allt of snemma. Í sorg og
söknuði yljum við okkur við hlýj-
ar minningar og er af nógu að
taka.
Ingi var ömmubróðir okkar.
Valdimar
Ingibergur
Þórarinsson
✝
Valdimar Ingi-
bergur Jón
Oddur Þórarinsson
fæddist 19. október
1950. Hann lést 2.
maí 2021.
Útför Valdimars
fór fram 10. maí
2021.
Hann var mikill
fjölskyldumaður og
naut þess að um-
gangast sína nán-
ustu. Ingi vakti at-
hygli víða. Hann
var hávaxinn og
dimmraddaður, en
hið allra mesta ljúf-
menni. Hann var
virkur í ýmsum fé-
lags- og íþrótta-
störfum, sat í stjórn
Óháða safnaðarins áratugum
saman, var dyggur valsari og
Derbymaður og missti helst ekki
úr leik. Hann var fyrirmyndar-
starfsmaður og vann hjá Sam-
skipum í hátt í fjóra áratugi.
Hann var hláturmildur, blíður
og með eindæmum talnaglöggur
og klár. Af þessum eiginleikum
einkenndist ræðumennska hans.
Ingi hélt oft tilfinningaríkar
ræður í veislum og klökknaði
oftast, sem sýndi þann ljúfa og
góða mann sem hann hafði að
geyma. Ingi var mikill reikn-
ingskúnstner, lagði alla afmæl-
isdaga á minnið og á afmælis-
dögum fengum við systkinin að
vita hve marga daga við hefðum
lifað. Systrum sínum og móður
unni hann heitt og samband
þeirra var náið og einstakt.
Reyndar átti Ingi einstakt sam-
band við alla sína fjölskyldu, en
þrátt fyrir að vera barnlaus
sjálfur átti hann heilan hóp af
frænkum og frændum sem nutu
samverustunda með honum.
Hann var gríðarlega stoltur að
fá nafna þegar bróðir okkar
fæddist og á milli þeirra mynd-
aðist einstakt samband.
Það var alltaf gaman að eyða
áramótunum með Inga frænda.
Honum þótti svo gaman að fara
út með okkur systkinunum að
sprengja flugelda og keypti allt-
af stærsta flugeldapakkann. Það
er ógleymanlegt þegar hann
kallaði alla fjölskylduna út í garð
hjá ömmu og afa því hann ætlaði
að sprengja stærstu tívolíbomb-
una og vildi að allir sæju. Hann
tróð spýtunni á bombunni í tóma
vínflösku, kveikti í og bakkaði
frá. Við biðum öll í kring eftir að
hún tæki á loft en áttuðum okk-
ur svo á því að bomban væri föst
í vínflöskunni. Við reyndum að
flýja inn í hús en á seinustu
stundu náði bomban, með naum-
indum, að fara af stað með vín-
flöskuna fasta við sig, lenti uppi
á þaki og sprakk þar. Sem betur
fer slasaðist enginn og það var
mikið hlegið að þessu. Við systk-
inin minnumst einnig allra góðu
stundanna í Gnoðarvoginum og
margra bústaðarferða, með
hlátri og hlýju.
Ingi var sérlega barngóður og
lét það ekki á sig fá að vera
dreginn út af frænku sinni til að
sippa. Það er afskaplega dýr-
mætt að eiga frænda sem er
alltaf til staðar, mætir stundvís-
lega í öll afmæli, sendir jólakort
árlega. Ingi var sérlega gjaf-
mildur maður og gaf öllum jóla-
gjafir, meira að segja lang-
ömmubörnum systur sinnar.
Það er sárt að kveðja þennan
ljúfling allt of snemma og hann
skilur eftir sig mikið tómarúm í
hjörtum okkar. Áfram lifir
minningin um yndislegan
frænda.
Íris, Signý, Steindór
Ingi og Hólmfríður.
Nú kveðjum við einn af mátt-
arstólpum Óháða safnaðarins til
margra ára með þökkum og
hlýju í hjarta. Valdimar Ingi-
bergur, sem ávallt var kallaður
Ingi, var yfir 30 ár í safnaðar-
stjórn Óháða safnaðarins og
gegndi lengst af starfi gjaldkera.
Ingi var hæglátur maður sem
ávallt var hægt að stóla á. Hann
mætti á alla safnaðarstjórnar-
fundi nema tvo, sem kom til
vegna veikinda. Ingi passaði vel
upp á fjármuni safnaðarins og
eru trúlega fáir söfnuðir sem
geta státað af sömu ráðdeild og
nákvæmni í meðförum fjármuna
og Óháði söfnuðurinn á starfs-
tíma Inga. Við starfslok fyrir
um tveimur árum skilaði Ingi af
sér góðu búi fyrir þá sem tóku
við keflinu.
Það var blik í augum Inga
þegar hann kvaddi safnaðar-
stjórnina og ætlaði að fara að
njóta efri áranna eftir farsælt
ævistarfi. Því miður er ekki öll-
um ætlað að fá að njóta ævi-
kvöldsins. Fljótlega eftir að
Ingi hætti að vinna greindist
hann með þann sjúkdóm sem að
lokum lagði þennan stóra mann
að velli.
Minning um Inga og sam-
starfið við hann mun lifa með
okkur sem fengum að kynnast
honum um ókomin ár.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo vinur kæri vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Safnaðarstjórn Óháða safn-
aðarins sendir fjölskyldu Inga
hugheilar samúðarkveðjur.
Björg Valsdóttir,
formaður safnaðarstjórnar
Í dag kveðjum við Inga, okk-
ar góða vin. Fyrir nokkrum ára-
tugum byrjuðum við félagarnir
að spila innanhússfótbolta sam-
an. Smátt og smátt vatt vin-
skapurinn upp á sig og við fór-
um að hittast fyrir utan
fótboltavöllinn. Eins og gjarnan
gerist í slíkum hópi var galsinn
aldrei langt undan. Á þessum
tíma hafði söngkonan Madonna
gefið út sína fyrstu bók og skilj-
anlega vakti hún athygli okkar
félaganna. Mikið var rætt um
bókina og í framhaldinu festist
nafnið Madonna við hópinn.
Þegar við hættum sjálfir að
spila fótbolta og boltinn fikraði
sig smátt og smátt frá tánum og
upp á miðbik líkamans fórum
við í auknum mæli að hittast yf-
ir leikjum í ensku knattspyrn-
unni. Oftar en ekki heima hjá
Inga, enda gekk Gnoðarvogur
28 alltaf undir nafninu Félags-
heimilið í okkar hópi. Þegar
Ingi flutti varð Skúlagata 40b
auðvitað nýja félagsheimili
Madonnu, en því miður áttum
við allt of fáar stundir þar sam-
an.
Ingi var alla tíð aðaldriffjöð-
ur Madonnu og skal engan
undra þar sem Ingi var mikill
Valsari og ríflega helmingur fé-
lagsmanna Madonnu fylgdi hon-
um þar að málum eða eins og
Ingi hefði orðað það: 62,5% fé-
lagsmanna Madonnu eru Vals-
menn.
Þegar kom að enska boltan-
um vorum við dreifðari. Flestir
fylgdu liðum í úrvalsdeildinni,
en Ingi skar sig úr. Hann var
alla tíð stuðningsmaður Derby.
Án efa þeirra dyggasti stuðn-
ingsmaður hér á landi og þótt
víðar væri leitað. Það skipti
engu máli hvernig gekk hjá
Derby, alltaf stóð Ingi eins og
klettur við hlið þeirra og fylgdi
þeim í gegnum súrt og sætt. En
þannig var Ingi, hann stóð með
sínu fólki og það fengum við fé-
lagarnir í Madonnu að reyna á
eigin skinni.
Félagsskapurinn var honum
ákaflega hjartfólginn og hann
tók þátt í gleði okkar og sorgum
í fullri einlægni. Skiljanlega spil-
aði Derby aldrei stærstu leikina
í enska boltanum en ef tvö lið
annarra félagsmanna áttust við
lét Ingi aldrei uppi með hvoru
liðinu hann stóð. Okkur grunar
þó að hann hafi ekki orðið fyrir
vonbrigðum með úrslit ensku
deildarkeppninnar árið 2020.
Við félagarnir gerðum ýmis-
legt saman. Fórum á veitinga-
staði og jólagleði Madonnu er
ómissandi árviss atburður. Farið
var til London í nokkur skipti til
þess að horfa á fótbolta en við
lofuðum Inga að þegar Derby
kæmist upp í úrvalsdeildina
myndum við allir fara saman á
Pride Park. Nú stendur það upp
á okkur að efna loforðið ef
Derby tekur á sig rögg. Það lít-
ur ekki vel út í augnablikinu en
þegar Ingi lá banaleguna gerði
hann að gamni sínu og sagðist
sjá til þess, hinum megin frá, að
hagur Derby færi að vænkast.
Við erum vissir um að Ingi
stendur við þau orð eins og allt
annað sem hann lofaði að gera.
Eins og fyrr er sagt var Ingi
einlægur stuðningsmaður Vals.
Hann átti sitt sæti á Valsvell-
inum sem enginn þorði að snerta
enda hætta á að Valur tapaði ef
hróflað væri við því. En Ingi var
sanngjarn og sætti sig við tap,
jafnvel á móti KR, ef það var
verðskuldað.
Við félagarnir höfum misst
góðan vin og söknum hans sárt
en minningu hans geymum við í
hjörtum okkar.
Við munum alltaf halda með
Derby!
Félagar í Madonnu,
Áki, Grétar, Óttar,
Sigurjón, Steindór,
Þórarinn og Þórir.
Það er ekki laust við að það
fari um okkur skólasystkinin
þegar við heyrum af andláti
bekkjarfélaga. Við sem vorum
saman í fjögur ár í Kennaraskól-
anum og útskrifuðumst vorið
1972 sjáum nú á bak fjórða fé-
laga okkar. Og við sem erum
fyrst núna að láta af kennslu,
svo næsti kafli í lífi okkar megi
hefjast. Í þetta sinn er það félagi
okkar, Valdimar Ingi.
Sum okkar kenndu í upphafi,
en færðu sig síðan í önnur störf.
Það kom fljótlega í ljós að námið
nýttist okkur vel, hvort sem við
fórum áfram í framhaldsnám
eða skiptum um starfsvettvang.
Valdimar Ingi gerðist fljótlega
gjaldkeri hjá skipafélagi og
starfaði þar í áratugi, alltaf trúr
og traustur. Og honum var trúað
fyrir fleiru. Hann var gjaldkeri
Óháða safnaðarins í þrjá áratugi
og lét ekki af því starfi fyrr en
veikindi sögðu til sín.
Það traust sem Valdimar var
sýnt kemur okkur skólasystkin-
unum ekki á óvart. Það er sama
hvert okkar lýsir honum, ætíð er
þess minnst hversu vandaður
maður hann var. Ljúfur, hóg-
vær, prúður og hlýr. Hann sinnti
okkur E-bekkingunum vel,
mætti alltaf á fundi okkar og
fagnaði – og var þar ætíð til fyr-
irmyndar. Við munum eftir hon-
um þar sem hann gengur til
okkar, með sína góðu nærveru,
spyr okkur frétta úr eigin lífi og
talar fallega um skólafélagana.
Við munum sakna Valdimars
Inga þegar við höldum upp á
hálfrar aldar afmæli útskriftar
okkar næsta vor. En því meira
hugsum við til hans og erum
þakklát fyrir meira en hálfrar
aldar vináttu. Hvíl þú í friði,
ágæti félagi.
F.h. E-bekkjarins 1972,
Már Viðar Másson.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug, allar
kveðjurnar og blómin við andlát og útför
ástkærs sonar okkar,
ÞJÓÐBJÖRNS JÓHANNSSONAR,
Háengi 6, Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðríður Hannesdóttir Jóhann Þóroddsson
Valgerður Jóhannsdóttir Saikou Badjie
Rannveig Jóhannsdóttir Sigurbrandur Jakobsson
og fjölskylda
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR,
Stellu,
Garðabraut 10, Akranesi.
Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk Hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða Akranesi og Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands Akranesi fyrir hlýhug og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Viktor Björnsson Díana Bergmann Valtýsdóttir
Helga Björnsdóttir Baldur Bjarnason
Ásdís Gunnarsdóttir
Björn Vignir Björnsson Sigrún Óskarsdóttir
og barnabörnin
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA HALLDÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Birkihvammi 5, Kópavogi,
lést sunnudaginn 9. maí á líknardeild
Landspítalans. Útförin fer fram
frá Garðakirkju fimmtudaginn 20. maí klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins fjölskylda og
nánustu vinir viðstaddir en beint streymi verður frá:
https://youtu.be/JjJ2K_8Hsck
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Bláan apríl,
styrktarfélag barna með einhverfu.
Ágúst Þór Gunnarsson Hólmfríður Sigurðardóttir
Ólafur Sævar Gunnarsson
Hulda Björk Gunnarsdóttir Helgi Valberg
Sigurlaug Gunnarsdóttir Hafsteinn Haraldsson
Gunnhildur Gunnarsdóttir Rannver Eðvarðsson
Valdimar Grétar Gunnarsson Katrín Einarsdóttir
Gunnar Gunnarsson Anna María Bjarnadóttir
barnabörn og langömmubörn
Hjartans þakkir sendum við vinum,
ættingjum og öllum þeim sem sýnt hafa
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
STEINUNNAR GUÐNÝJAR
PÉTURSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Öldrunarheimilinu Hlíð
fyrir hlýju og umhyggju í hennar garð.
Kristinn Jóhannesson Tuula Jóhannesson
Pétur Jóhannesson Berit Jóhannesson
Sigurjóna Jóhannesdóttir
Anna Jóhannesdóttir Ágúst Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi, bróðir,
tengdafaðir og vinur,
MATTHÍAS EYDAL
líffræðingur,
lést miðvikudaginn 5. maí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 19. maí klukkan 11. Streymt verður frá
athöfninni. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat
Bergþóra Vilhjálmsdóttir
Rakel Salóme Eydal Einar Helgi Kjartansson
Marta Eydal Guðmundur Jónsson
Sara Fönn Einarsdóttir
Hrafn Andri H. Eydal, Hinrik Steinn H. Eydal
og Matthías Halldór G. Eydal