Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Í hópi flugmanna hefur verið rætt
um efnishrúgu og hindranir á
brautarenda aflagðrar flugbrautar
Reykjavíkurflugvallar. Þeir benda
á að þetta geti skapað hættu þurfi
skyndilega að nauðlenda þarna.
„Svæðið sem um ræðir er ekki
lengur flugbraut og ekki skilgreint
sem slík á kortum. Þarna er um að
ræða aflagt svæði,“ sagði í svari frá
Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fram-
kvæmdastjóra innanlandsflugvalla
Isavia. Hún benti á að Samgöngu-
stofa hefði bannað aðgengi og notk-
un loftfara á jörðu þar. Auk rauðu
og hvítu stólpanna er svæðið merkt
með hvítu X í báða enda sem þýðir
„lokuð/aflögð flugbraut“.
Haugurinn er malbiksfræs sem
er geymt til síðari notkunar og
stendur um 50 metra frá enda-
mörkum svæðisins. gudni@mbl.is
Flugmenn hafa undrast hrúgu og hindranir á aflagðri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli
Ekki
lengur
flugbraut
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar mennta- og menningar-
málaráðuneytisins hafa tekið upp
málefni Keldna við fjármála- og
efnahagsráðuneytið vegna hug-
mynda um að nýta land tilrauna-
stöðvarinnar undir borgarlínu. Lilja
Alfreðsdóttir, mennta- og menning-
armálaráðherra, segir að henni
hugnist ekki þessar hugmyndir.
Heimild hefur verið á fjárlögum í
tvo áratugi til að selja land Tilrauna-
stöðvar Háskóla Íslands í meina-
fræði á Keldum og í samkomulagi
ríkis og sveitarfélags var rætt um að
leggja jörðina inn í félag um bættar
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Hefur þetta orðið til þess að starf-
semin á Keldum
er í gíslingu. Erf-
itt er að fá heim-
ildir til að byggja
þar upp og endur-
nýja. Nú síðast
kom fram í um-
sögn skipulags-
fulltrúa Reykja-
víkurborgar við
fyrirspurn um
leyfi til að byggja
við fiskahús á Keldum að starfsemin
væri víkjandi og rífa þyrfti bygg-
inguna þegar borgin krefðist.
Fer í sókn fyrir starfsemina
Lilja segir að sér hugnist ekki
hugmyndir um að nýta landið fyrir
borgarlínu „enda er starfsemin á
Keldum stórmerkileg og mikilvæg.
Þar er unnið mikið starf sem ekki fer
fram annars staðar á landinu og saga
svæðisins er merkileg fyrir margra
hluta sakir. Keldur eru hluti af Há-
skóla Íslands, vísindasamfélaginu,
og staðsetningin hentar starfsem-
inni.“
Þarfagreining ekki hafin
Segist Lilja hafa fengið þau svör
úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu
að þarfagreining vegna borgarlínu
sé ekki hafin en þegar að því komi
hefjist samráð sem nauðsynlegt sé
til að skipuleggja þetta landsvæði.
„Þá förum við í sókn fyrir starfsem-
ina á Keldum,“ segir Lilja og ítrekar
að svör og þarfagreining þurfi að
fást áður en aðrar ákvarðanir verði
teknar.
Spurð um framtíð starfseminnar á
Keldum segir Lilja nauðsynlegt að
hún verði skýrð sem fyrst.
Ljósmynd/Úr safni Keldna
Keldur Tilraunastöð HÍ í meinafræði hefur verið á Keldum í 73 ár.
- Menntamálaráðherra segir starfsem-
ina að Keldum mikilvæga og merkilega
Lilja
Alfreðsdóttir
Keldnaland fari ekki undir borgarlínu
Hættustig almannavarna vegna
gróðurelda gildir áfram á svæðinu
frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Sam-
kvæmt veðurspá eru norðaustanáttir
fram undan með áframhaldandi
þurrkum.
Undanfarið hefur aðeins verið ein-
hver úrkoma að ráði á Reykjanesi og
færist svæðið því niður á óvissustig.
Úrkoma hefur ekki náð inn á Norð-
vesturland og því færist það svæði af
óvissustigi og upp á hættustig, sam-
kvæmt tilkynningu frá almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra. Sam-
hliða hættustigi almannavarna hafa
slökkviliðsstjórar á Norðurlandi
vestra ákveðið að banna meðferð
opins elds vegna þurrkanna.
Slökkviliðsstjórarnir telja slíkt bann
nauðsynlegt.
Haldinn var stöðufundur við-
bragðsaðila og Veðurstofunnar ný-
verið. Niðurstaða hans var að hætta
á gróðureldum sé að mestu óbreytt,
þrátt fyrir skúraveður víða suðvest-
anlands í fyrradag. gudni@mbl.is
Hættustig vegna
gróðureldahættu
- Reykjanes fært niður á óvissustig
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heiðmörk Stutt er síðan gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk. Talið er að
a.m.k. fimm hektarar af skóglendi hafi brunnið. Erfiðlega gekk að slökkva.