Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 lagið, en alltaf stutt í brosið og húmorinn. Pabbi og Óli voru nánir bræður enda stutt á milli í aldri, og síðar í búsetu, þar sem þeir bjuggu báðir með fjölskyldurnar í Breiðholtinu. Óli og fjölskylda í Hólahverfinu og við í Seljahverf- inu. Mér eru minnisstæð gamlárs- kvöldin með fjölskyldu Óla hér á árum áður, í gleði og glaum í Dúfnahólum að fylgjast með flug- eldunum hátt yfir borginni. Systkinin úr Glaumbæ hafa alltaf haldið góðu sambandi og hittast reglulega með fjölskyld- urnar í kringum hátíðisdaga og á ættarmótum. Ófá voru sumrin sem fjölskyldurnar komu saman og tóku þátt í heyskap í Skaga- firðinum, sérstaklega á meðan afi og amma voru á lífi. Nú hefur ver- ið höggvið annað skarð í systkina- hópinn úr Glaumbæ, sem þurfti að kveðja elsta bróðurinn Stefán fyrir tæpum þremur áratugum. Óli var mjög náinn börnunum sínum og fjölskyldum þeirra, og einstaklega stoltur af afkomend- um sínum. Það sást langar leiðir hversu mikill vinskapur var þeirra á milli, og þótt oft væri skotið fast með hárbeittum húm- or leyndi kærleikurinn og virðing- in sér aldrei. Okkar kæri frændi hefur nú fengið hvíld eftir harða og snarpa baráttu við mein sem tók sig upp á síðasta ári. Minningin frá Te- nerife kennir okkur hversu hverf- ult og dýrmætt hvert augnablik er. Einn daginn erum við að skála saman í gleði og þann næsta að kveðja mætan mann. Ég er þakk- lát fyrir öll augnablikin sem við fengum að deila með Óla í þessu lífi. Hann var einstaklega skemmtilegur og góður maður sem verður sárt saknað. Ég veit þó í hjarta mínu að amma, afi og Stefán tóku vel á móti honum hin- um megin. Hvíl í friði elsku frændi. Þang- að til við sjáumst næst þá vona ég að þú sért, með þínum eigin orð- um, „sprækur sem lækur“. Helga Kristín og fjölskylda. Ólafur Gunnarsson er látinn eftir stutt en erfið veikindi aðeins 71 árs að aldri. Óli Gunn eins og hann var oft- ast kallaður af mínu fólki var ekki bara faðir tengdadóttur okkar, tengdafaðir elsta sonar okkar, afi barnabarnanna okkar og vinur okkar Óskars, hann var líka sam- starfsmaður minn nær óslitið frá 2011 en við unnum saman hjá elsta syni mínum Aðalbirni sem rekur byggingarfyrirtækið Kappa ehf. Þótt við Óli værum ekki með skrifstofu á sama stað á landinu þá vorum við nánast í daglegu sambandi enda tæknin til þess í dag. Aldrei bar skugga á okkar samband sem var bæði skemmtilegt og gott enda Óli ná- kvæmnismaður og ekki var látun- um fyrir að fara þótt mikið lægi við. Óli var að hætta að vinna þeg- ar hann veiktist og ætlaði að fara að njóta efri áranna, hann var að sjálfsögðu búinn að koma sínum verkum að mestu frá enda ekki hans stíll að skilja við neitt óklár- að. Við fjölskyldan eignuðumst sælureit í Múlakoti árið 2012, keyptum gamalt hús sem þurfti að taka í gegn frá A-Ö, ekki stóð á hjálpinni frá Óla Gunn, boðinn og búinn flestar helgar og þegar kom að því að þyrfti að slá blettinn (sem var nokkuð stór) lét hann ekki sitt eftir liggja. Þarna eydd- um við fjölskyldan mörgum helg- um saman í vinnu, glens og gríni og barnabörnin okkar Davíð Már og Thelma Lind fengu að njóta þess að vera þarna með báða af- ana sína og auðvitað ömmu líka og gátu snúið þeim um fingur sér. Það eru forréttindi að fá að njóta góðra stunda með stórfjölskyld- unni og ég veit að Óli Gunn verður áfram með okkur í leik og starfi. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um þakka þér, Óli minn, fyrir alla hjálpina og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við Óskar vottum börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Hvíl í friði. Katrín Björg og Óskar. Kveðja frá Sólinni Með söknuði og eftisjá kveðj- um við kæran vin og veiðfélaga, hann Óla Gunnars. Hann skilur eftir sig stórt skarð í hópnum, en það skarð er líka fullt af góðum minningum. Það var árið 1993 að nokkrir starfsmenn af markaðs- sviði Skeljungs fóru saman í Hít- ará. Fyrstu árin var alltaf glamp- andi sól og því ákveðið að nefna klúbbinn Veiðifélagið Sólina. Óli kom fljótlega í hópinn og var með okkur ætíð síðan. Fyrstu árin gekk Óla ekki vel, en loks kom svo fyrsti laxinn sem hann fékk í svokölluðum Tún- strengjum. Þessi lax var þó engin gersemi, selbitinn og vantaði stór- an hluta í annað flakið. Óli var fljótur að reikna út hvað heila flakið væri búið að kosta hann. Okkur setti hljóða við að heyra þá upphæð. Eftir það gekk betur hjá Óla og fór svo að hann veiddi stærsta laxinn sem við höfum veitt í Hítará, 93 cm hæng sem hann auðvitað sleppti. Lengst af voru Óli og Steini formaður saman á stöng,og skemmtu sér vel. Þó svo þeir væru búnir að veiða saman í Hít- ará um 20 ár gat Óli alltaf komið með góða tilsögn og ábendingar, t.d. „stattu aðeins ofar, vertu ekki úti í ánni, þú fælir fiskinn, stattu á bakkanum, lengdu í taumnum“ o.s.frv. Þessari tilsögn læddi hann að manni í rólegheitum og ef ekk- ert virkaði og enginn lax kom á land, þá sagði hann gjarnan: „Hvaða aumingjaskapur er þetta hjá þér, maður?“ Í slökun á ár- bakkanum var það oftar en ekki að hann fór að tala um börnin sín, tengdabörn og barnabörn, hann var afskaplega stoltur af þeim öll- um og naut samvistanna við fjöl- skylduna. Óli sagði Alla, þá tilvonandi tengdasyni sínum, að hann væri í mjög flottum veiðiklúbbi sem Alli gæti aldrei komist í, því þar væru aðeins höfðingjar. Þegar svo losn- aði stöng í Sólinni vildi Óli að Alla yrði boðið í hópinn og upp frá því voru þeir saman á stöng. Það var gaman að hitta þá félaga í veiðinni og það var augljóst hver réð ferð- inni. Á einni vaktinni var Óli kom- inn með nokkra laxa á land og var spurður hvort félaginn fengi ekk- ert að veiða. Þá svaraði Óli: „Hann veiðir í 15 mínútur og fær ekkert og ég veiði í 5 mínútur og fæ alltaf fisk.“ Óli var ekki maður margra orða. Öll hans orðræða einkennd- ist af gæðum en ekki magni. Oft þegar við félagarnir sátum að borðum eftir góðan veiðidag þar sem hver talaði upp í annan með skemmti- og grobbsögum kvaddi Óli sér hljóðs og læddi inn hnit- miðuðum gullkornum. Þá sló þögn á hópinn og menn lögðu við hlustir. Við slík tækifæri var svip- urinn á honum nokkuð sem ein- kenndi hann öðru fremur: Kíminn til augnanna og breitt bros út í annað. Óli var allt tíð yfirvegaður og tapaði aldrei kúlinu hvað sem á gekk. Hann varð auðvitað pirrað- ur og reiður eins og gengur, en aldrei hávaði; frekar svona eins og „mjúk harka“ og greinilegt þegar alvaran var á ferðinni. Þá var eins gott að athuga málið. Hann var gegnheill bæði í orðum og gerð- um, þannig verður hans minnst. Við sendum börnum hans, Heiðu og Davíð, og fjölskyldum þeirra, innilegar samúðarkveðjur og kveðjum Óla fullvissir um að Sólarlandið tekur vel á móti hon- um. F. h. Veiðifélagsins Sólar, Þorsteinn Pétursson formaður. Með örfáum orðum langar okk- ur að minnast félaga okkar Ólafs Gunnarssonar, eða Óla Gunn eins og hann var kallaður, frá þeim tíma sem við störfuðum saman hjá Skeljungi. Það var sorglegt augnablik þegar við fréttum að okkar góði félagi væri látinn eftir stutt en erfið veikindi. Óli Gunn var frá- bær vinur og samstarfsfélagi og var einn af þeim sem alltaf var hægt að leita til með alla hluti. Við sem þekktum Óla og unnum með honum að margvíslegum verkefn- um vissum að hann var mikill fag- maður, var nákvæmur og greið- vikinn og að við gátum alltaf reitt okkur á hann. Það sem einkenndi Óla þó einna helst var hans góða nærvera sem var ávallt full af góð- mennsku, gleði og húmor. Við minnumst hans með mikilli hlýju og minningarnar streyma fram af fjölmörgum ógleymanleg- um samverustundum. Á sjöttu hæðinni á skrifstofu Skeljungs á Suðurlandsbraut 4 var venjan að drekka saman fyrsta kaffibollann á morgnana og spjalla, en það var alltaf fastur upptaktur fyrir vinnudaginn sem beið handan við hornið. Þeir sem ekki höfðu lært að drekka kaffi byrjuðu þarna enda ekki hægt að missa af öllum hlátrasköllunum og góðu sögun- um sem voru sagðar í morguns- árið. Óli sagði margar góðar sög- ur enda átti hann fjölmörg áhugamál og var mikill náttúru- unnandi. Við munum eftir sögum úr Skagafirði, um flugið, frá jeppaferðunum og úr veiðinni sem hann stundaði alla tíð. Við þökkum fyrir allt það góða sem Óli Gunn gaf okkur og minn- umst hans með hlýhug og af virð- ingu. Ástvinum öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hvíl í friði, kæri vinur og félagi. Reynir, Guðfinna, Friðrik, Anna Katrín og Gissur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Óli. Takk fyrir allt það góða sem við áttum saman, sofðu vært kæri vinur. Ingibjörg Bryndís Árnadóttir. Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.