Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Undanfarin tólf ár hef ég verið að horfa á staði og hluti í umhverfinu sem tákna einhvers konar breytingar í tíma. Frá árinu 2018 hef ég verið að fylgjast með leifum af trjám sem koma í ljós núna við rætur Breiðamerkurjökuls. Þetta eru u.þ.b. þrjú þúsund ára gróðurleifar sem hafa verið undir jöklinum og varðveist mjög vel, en við bráðnun jökulsins kemur í ljós allt þetta umhverfi sem hefur verið hulið undir honum,“ segir Bjarki Bragason myndlistar- maður sem opnar einkasýningu sína Samtímis – synchronous, á vegum Listasafns ASÍ í sam- starfi við og í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði, í dag, laugardag. Þar veltir hann fyrir sér tím- anum í stóra samhenginu, tíma mannsins í samanburði við tíma gróðurs og jarðfræði. „Í sýningunni dreg ég línur á milli tveggja trjáa sem ég hef verið að fylgjast með. Ég er að bera tréð undan Breiðamerkurjökli saman við tré sem ég var að fylgjast með í Sagehen- skóginum í Sierra Nevada-fjöllum Kaliforníu. Ég dvaldi þar í gestavinnustofu sem tilheyrir Kaliforníuháskóla í Berkeley, en þetta er til- raunaskógur þar sem vísindafólk notar skóg- inn sem rannsóknarstofu, til að fylgjast með hegðun hans. Þessi skógur var svo gott sem allur höggvinn til grunna í gullæðinu í Kali- forníu á nítjándu öld, en að gullæði loknu spruttu ný tré og þarna eru því mjög fá forn tré. Tré á þessum slóðum geta orðið mörg þús- und ára gömul, dæmi eru um tré sem eru um fimm þúsund ára gömul. Eitt fárra fornra trjáa sem urðu eftir í þessum skógi er aðalviðfangs- efni rannsóknar minnar, en það var ekki höggvið af því það óx skakkt og hentaði ekki í sögunarmyllur. Fyrir um tveimur áratugum féll það loks undan eigin þunga. Í dvöl minni í þessum skógi var ég að skoða þetta tré sem ákveðinn einstakling sem opnar dyr inn í flókið samspil menningar, hagkerfis og lífríkis, og í sýningunni er ég að draga saman tengingar á milli þessara tveggja trjáa á ólíkum stöðum í heiminum, sem hvort á sinn máta opnar vídd inn í tímann. Annars vegar vídd þrjú þúsund ár aftur í tímann hér á Íslandi, hins vegar vídd inn í þau fjögur hundruð ár sem hitt tréð óx í Kali- forníu. Þessi tvö tré opna líka inn í ólíkar ástæður þess að hlutir breytast.“ Handleika, horfa, snerta bæði trén Bjarki segir að á þeim gatnamótum sem nú eru í veraldarsögunni þar sem hröðun eigi sér stað finnist sér áhugavert að pæla í hvernig tíminn líður með mismunandi hætti, á mismun- andi tímabilum. „Það sem gerist í loftslagsbreytingum er að atburðir sem eiga sér stað á stuttum tíma, til dæmis tíminn frá iðnbyltingu, þeir hafa áhrif á kerfi sem vanalega væru miklu hægbreyti- legri. Birkitréð sem kom undan Breiðamerk- urjökli var kannski hundrað ára gamalt fyrir þrjú þúsund árum, en geymist í einhvers konar hylki undir jöklinum og kemur í ljós á svip- uðum tíma og hitt fjögur hundruð ára tréð er að falla í Kaliforníu, en það byrjaði að vaxa á sautjándu öld. Mér finnst áhugavert að skoða þessa skrýtnu stuttu og löngu tíma. Jökullinn er í þúsundir ára að formast en hann gjör- breytist nú með aðeins árs millibili vegna bráðnunar sem er afleiðing hlýnunar jarðar. Við lifum á svo abstrakt tímum.“ Bjarki segist mikið hafa handleikið, horft á og snert þessi tvö tré og skoðað brot úr þeim. „Á sýningunni nálgast ég þetta út frá skúlp- túrískum forsendum. Ég bað líffræðinga að bora kjarna í gegnum leifarnar af stofni trésins í Kaliforníu og ég stækkaði upp hundraðfalt þennan 80 sentimetra kjarna sem er hálfur þverskurður af trénu. Þetta verður til þess að manneskjan minnkar andspænis verkinu. Ég nota ýmsar slíkar aðferðir til að nálgast spurn- ingarnar: Hvenær gerist eitthvað? Hvernig upplifir maður að breyting eigi sér stað? Hvernig getur maður komist í tengsl við að eitthvað hafi gerst fyrir þrjú þúsund árum? Ég nálgast það út frá einni steinvölu sem var graf- in inn í trjábol trésins sem kom undan Breiða- merkurjökli. Tréð hefur grafist undir jarðvegi á sínum tíma og grjótið þrýst sér inn í börkinn, þetta gerist á ákveðnu andartaki sem varðveit- ist í þessum eina steini. Þegar maður horfir á þennan stein þá er hann hlaðinn orkunni af þessu löngu horfna andartaki, þessum árekstri. Þannig reyni ég að beita áhorfi til að skilja. Með þessari sýningu er ég að reyna að skilja hvernig maður getur skilið tímann.“ Rannsakar garð afa síns og ömmu Bjarki hefur verið í góðu samstarfi við jarð- fræðinga, fornleifafræðinga og fleira fagfólk í sínum rannsóknum. „Ég vinn mikið á milli greina, bæði í starfi mínu sem myndlistar- maður og í Listaháskólanum sem fagstjóri í myndlistardeild. Ég fæ mjög mikið út úr því samtali, því þetta snýst um að reyna að skilja og opna spurningar. Ég nálgast þetta bæði út frá skynjun og þekkingarleit, upplifun í myndlist er oft sambland fyrri þekkingar og skynjunar og skynfæranna, líkamans.“ Bjarki segir að sýningin á Höfn sé hluti af stærra verkefni, en undanfarin tólf ár hefur hann verið að skoða húsagarð ömmu sinnar og afa í Kópavogi. „Þetta er tveggja parta einkasýningaverk- efni með Listasafni ASÍ, annað verkefnið er hér á Höfn, en hitt verður í Kópavogi og verður áframhald þar sem ég hef verið að nota húsagarðinn sem nokkurs konar rannsóknarstofu í því hvernig tíminn breytir stað. Þessi sýning hér á Höfn sprettur úr því að ég hef verið að reyna að spegla nær- umhverfið í stærra hnattrænu umhverfi. Þetta byrjaði allt með húsagarðinum sem fór í órækt eftir að afi og amma féllu frá, og ég hef notað garðinn sem heildrænt umhverfi þar sem breytingar á persónulegum skala og hnattrænum tengjast. Garðurinn kallast á við tilraunaskóginn í Kaliforníu og þessi per- sónulegi vettvangur þar sem manneskjan speglar sig í heiminum.“ Hornafjörður einn af örlagastöðunum Bjarki segist hafa taugar til Hornafjarðar, hann hafi nokkrum sinnum verið í sveit þar sem krakki. „Ég var stundum í sveit hér hjá Helgu Erlendsdóttur frænku minni myndlist- armanni og hér steig ég mín fyrstu skref í að mála. Helga kenndi mér að mála og þegar ég var tólf ára kynntist ég hér þýsk-dönskum myndlistarmanni, Evelyn Mittman, sem var gestur á hóteli frænku minnar. Evelyn var allan daginn úti að mála, stúdera umhverfi sitt á skipulagðan máta og ég heillaðist af henni, hún sat úti tíu tíma á dag og hafði ferðast um allan heim til þess að horfa á nátt- úruna. Við skrifuðumst á næstu árin og urð- um miklir og góðir vinir og upp frá því ferð- umst við reglulega saman. Evelyn var í raun minn lærimeistari í því að sitja lengi og horfa á viðfangsefni til þess að skynja það. Þessar sumardvalir mínar hér á Hornafirði voru mjög opnandi fyrir mig, þetta er einn af mín- um örlagastöðum og sannarlega er örlaga- mikil fegurð hér. Landið hér er alveg ep- ískt.“ Morgunblaðið/Einar Falur Bjarki „Mér finnst áhugavert að skoða þessa skrýtnu stuttu og löngu tíma,“ segir hann. Tré sem opna vídd inn í tímann - „Ég er að bera tré undan Breiðamerkurjökli saman við tré sem ég var að fylgjast með í Sagehen- skóginum í Sierra Nevada-fjöllum Kaliforníu,“ segir Bjarki Bragason um sýningu sína á Höfn Kaliforníutréð Það var skakkt og var því ekki höggvið í gullæðinu í Sagehen-skóginum og varð 400 ára. Birki Þrjú þúsund ára tréð sem kom undan Breiðamerkurjökli. Images of 2 lives er heiti sýningar ljósmyndarans Einars Sebastians sem verður opnuð í sýningarsalnum Ramskram að Njálsgötu 49 í dag, laugardag, klukkan 17. Verkið sem Einar Sebastian sýn- ir segir hann fjalla um hina enda- lausu spurningu og vangaveltur manneskjunnar um upphafið, endi og hvert maðurinn fer eftir lífið. Útgangspunktur verksins eru tvær sjálfsmyndir af höfundi og lát- ins æskuvinar höfundar, Björns Björnssonar sem lést úr alnæmi ár- ið 1995, 35 ára að aldri, nokkrum vikum áður en lyf við alnæmi kom á markaðinn. Lyf sem gerðu það að verkum að margir úr hópi samkyn- hneigðra vina Björns fengu óvænta lífslínu og lifa enn. Verkin á sýningunni segir Einar sýna einskonar kafla í lífi sem mynda síðan eina heild, sem tengist hugmyndum höfundar um dauðann sem sé einhvers konar byrjun frek- ar en endir. Sýningin mun standa til 6.júní og verður opið frá fimmtu- degi til sunnudags kl. 14 til 19. Ljósmynd/Einar Sebastian Lífskaflar Hluti eins ljósmyndaverks Einars Sebastians á sýningunni. Vangaveltur um upphafið og endinn - Einar Sebastian sýnir í Ramskram Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR Þungar og öflugar undirstöður DVERGARNIR R HNERRIR DURGURJÖTUNN DRAUPNIR ÞJARKUR Þessir dvergar henta vel sem undirstöður þar sem þung og öflug festing er aðalatriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.