Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Fyrir okkur sem
börðumst fyrir bygg-
ingu tónlistarhúss,
sem síðar hlaut nafnið
Harpa, er 10 ára af-
mæli byggingarinnar
einkar ánægjulegt.
Það er vel við hæfi að
opinberir aðilar, ríki
og borg, skuli ætla að
gefa Hörpu nýjan
Steinway-konsert-
flygil af bestu gerð í afmælisgjöf
fyrir tilstilli Víkings Heiðars píanó-
leikara. Hann mun fara til Ham-
borgar, þar sem bestu Steinway-
flyglarnir eru framleiddir, til að
velja besta flygilinn í boði.
Þetta minnir mig á að árið 1988
var keyptur nýr flygill af sömu gerð
fyrir Íslensku óperuna og Tónlist-
arfélagið í Reykjavík til að nota í
Gamla bíói (Íslensku óperunni). Ég
átti sjálfur frumkvæðið að þessu, en
gamli flygill Óperunnar var þá
kominn að fótum fram, enda hlotið
illa meðferð, geymdur frammi í
köldu anddyri Gamla bíós.
Ég óskaði eftir frjálsum fram-
lögum almennings og fyrirtækja til
kaupa flygilsins, en hann kostaði
þrjár milljónir króna á þágildandi
verðlagi. Fjáröflunin gekk vel og
voru þeir Halldór Haraldsson og
Jónas Ingimundarson píanóleikarar
beðnir að fara til Hamborgar til að
velja góðan flygil, sem þeir gerðu.
Kom flygillinn til landsins skömmu
síðar og átti eftir að koma að mjög
góðum notum. Haldnir voru vígslu-
tónleikar flygilsins í Gamla bíói og
komu þar fram 13 helstu píanóleik-
arar landsins og hafa aldrei fleiri
píanóleikarar komið fram saman á
tónleikum á Íslandi að ég hygg.
Sérstaklega var ánægjulegt að
vinur minn Rögnvaldur Sigur-
jónsson, sem ekki hafði spilað opin-
berlega í áratugi vegna handar-
meins, samþykkti að vera með og
þótti það svo gaman að hann spilaði
tvö lög á sinn einstaka hátt, glaður
og skælbrosandi. Halldór Haralds-
son spilaði handleggsbrotinn! Þetta
var stórkostleg stund og mætti
endurtaka uppátækið þegar nýi
flygillinn kemur í Hörpu.
Sem eftirmála langar mig til að
segja frá því að alls kyns vandamál
þurfti að leysa fyrir flygilinn í
Gamla bíói. Það var ótækt að
geyma hann frammi í kuldanum í
anddyrinu, hann fór alveg úr still-
ingu og kostaði það mikið fé að
stilla hann fyrir hverja tónleika. Að
auki þurfti að ráða fjóra píanóflutn-
ingamenn til að flytja flygilinn bæði
fyrir og eftir tónleika og kostaði
það enn meira fé. En það var
þröngt í húsinu og erfitt að finna
pláss. Mér datt í hug að það væri
hagstæðast að geyma hann í hljóm-
sveitargryfjunni undir
sviðinu þótt þar væri
þegar þröng á þingi.
En þá fann ég út að
það var falskt gólf í
salnum og fékk ég
smiði til að brjóta tré-
vegginn á bak við
hljómsveitarstjórann.
Kom þá í ljós að þar
var mikið holrúm og
nóg pláss fyrir stóran
flygil undir gólfinu. En
þá var eftir að finna
lausn til að koma flygl-
inum upp á sviðið. Ég leitaði til fyr-
irtækja, sem væru með lausnir um
lyftingu þungra hluta, og svo fannst
eitt, sem var með mjög einfalda
lausn; setja krók í loftið, hengja á
hann togtæki með vír og lyfta upp
flyglinum. En þá var enn eitt
vandamál eftir; flygillinn myndi
hanga í lausu lofti yfir hljómsveitar-
gryfjunni, sem píanóleikarar hefðu
kannski ekki treyst sér til. Þá datt
mér í hug að láta smíða færanlega
tréfleka til að setja yfir gryfjuna
þannig að flygillinn væri hífður upp,
flekarnir settir á sinn stað og flyg-
illinn látinn síga ofan á þá og síðan
ýtt inn á sviðið.
Nú þurfti ekki að stilla flygilinn
mikið fyrir tónleika og enga flutn-
ingamenn. Þetta borgaði sig upp á
einu til tveimur árum og var flygill-
inn mikið notaður á næstu árum.
Hvar hann er núna veit ég ekki, en
við vorum bestu vinir í „den“.
Talandi um flygla þá heyrði ég
sögu um músíkalska sýslumannsfrú
úti á landi, sem fékk bónda sinn til
að kaupa fyrir sig flygil, sem hann
og gerði. En þegar þau fluttu annað
þá var flygillinn skilinn eftir í húsi
þeirra. Eftir nokkra hríð var hann
settur út á tún þar sem hann tók
mikið pláss í húsinu og stóð alveg
ónotaður. Bændum þótti þetta vera
undarlegur gripur og seint og um
síðir opnuðu þeir hann og sáu að of-
an í trékassanum var heljarmikið
tól, sem kannski mætti nýta. Þeir
slógu utan af tólinu og tóku sjálfa
hörpuna upp og var hún notuð sem
plógur í jarðvinnu um alla sveit ár-
um saman.
En mikið væri það gaman ef nýi
flygillinn í Hörpu yrði vígður af
mörgum íslenskum úrvalspíanistum
eins og sá gamli í Gamla bíói.
Eftir Árna Tómas
Ragnarsson
Árni Tómas Ragnarsson
» Það er vel við hæfi
að opinberir aðilar,
ríki og borg, skuli ætla
að gefa Hörpu nýjan
Steinway-konsertflygil
af bestu gerð í
afmælisgjöf.
Höfundur er læknir.
Flygill fyrir Hörpu
Um daginn eða 5.5. 2021 birtist
grein í Morgunblaðinu þar sem ég
skrifaði um áform Hitaveitu Reykja-
víkur, Orku náttúrunnar og Carbfix í
mengunarmálum, með fyrirhugaða
förgunarstöð Coda Terminal við
Straumsvík í huga. Hef ég nú í
hyggju að bæta um betur.
Kolefnisföngun og -förgun eða
KFF, sem er þýðing á hugtakinu
CCS Carbon Capture and Storage,
gengur út á eftirfarandi þætti:
1. Búnað til föngunar á kolsýringi
CO2 í erlendri verksmiðju eða raf-
orkuveri sem notar jarðefnaelds-
neyti.
2. Leiðslukerfi til flutnings á kol-
sýringi frá verksmiðju að vökvagerð-
arstöð á hafnarsvæði,
en sjaldnar með flutn-
ingabílum eða lestum,
sem er áætlað tvöfalt
dýrara.
3. Vökvagerðarstöð
sem frystir kolsýring-
inn og sendir í tanka á
hafnarsvæði.
4. Flutningaskip sem
tekur við kolsýringi frá
tönkunum (-50 °C og 7
bar) og flytur til Ís-
lands. Siglingatími
hvorrar leiðar er fjórir
dagar með eins sólar-
hrings dvöl í höfn við löndun og los-
un. Hringurinn tekur því samtals 10
daga og með þremur skipum er þá
landað í Straumsvík á 3,3 daga fresti.
5. Coda Terminal-blöndunarstöð
og niðurdælingu í berggrunninn við
Straumsvík.
Liðir 3 til 5 voru teknir fyrir í fyrr-
nefndri Mbl.-grein en nú ætla ég að
skoða liði 1 og 2.
Til samanburðar má nefna að með
því að taka aðeins tillit til atriða 3 til
5 var það hugsað eins og í safnstöð
Sorpu, að þeir sem óska eftir að losna
við sorp geta afhent það í greining-
arstöð. Hins vegar ef menn losa sitt
sorp heima við í öskutunnur þá þarf
að sækja það alla leið til neytandans
og aka sorpinu til förgunarstöðvar,
samanber liði 1 og 2.
Kostnaður við kolefnisföngun
Í tiltækum gögnum var leitað eftir
kostnaðarverði fyrir kolsýrings-
föngun og horft sérstaklega til kola-
orkuvera. Áætluð niðurstaða er 40
USD/tCO2 en hafa ber í huga að
breytileiki er töluverður og áætlunin
í lægra lagi miðað við uppgefið
óvissubil. Sjá meðfylgjandi mynd.
Þessi niðurstaða leiðir í ljós að
ólíklegt er að KFF muni nokkurn
tíma ná flugi á heimsmælikvarða og
verði aðeins tekið upp og notað í
samræmi við almenna stefnumörkun
stjórnvalda í hverju landi fyrir sig, í
tengslum við alþjóðlega stefnumörk-
un og heimsmarkmið og ávallt með
hliðsjón af hagkvæmni.
Hér er hvorki tekið tillit til skatt-
lagningar vegna út- eða
innflutnings milli landa
né sértækra ívilnana
t.d. frá stjórnvöldum.
Hliðstæður
Í verkfræðinni í
gamla daga lásum við í
hljóðfræðinni, að til að
losna við hávaða þyrfti
eitt af þrennu: Stöðva
hávaðann á uppruna-
stað, einangra húsið t.d.
með tvöföldu gleri eða
halda fyrir eyrun. Ef
vandamálið er kolsýrumengun frá
kolaraforkuveri þá væri Coda Term-
inal með þá lausn að urða kolsýring-
inn hinum megin við hafið á sama
hátt og að halda um eyrun í tilviki
hljóðmengunar. En í rauninni væri
eina vitið að stöðva ósómann á upp-
hafsstað.
Leið í þessum málum væri að iðju-
verin á upphafsstað, t.d. í Hollandi,
losuðu sinn útblástur út í loftið áfram
eins og hingað til, en lofthreinsunar-
stöð á Íslandi hreinsaði loftið á móti.
Andrúmsloftið væri þannig óbeint
notað sem flutningsmiðill fyrir kol-
sýringinn. Þessi aðferð er nú til
rannsóknar hjá svissneska fyrir-
tækinu Climeworks sem er með
rannsóknaraðstöðu við hliðina á til-
raunaverksmiðju Carbfix á Hellis-
heiði.
Nokkrar staðreyndir
KFF er afskaplega dýr lausn, og
ekki hjálpar að hún er orkufrek.
Til að farga 31 MtCO2/ári hafa ver-
ið reistar nokkrar verksmiðjur í ýms-
um löndum á undanförnum árum, en
hvergi heppnast sem skyldi. Margar
verksmiðjur eru fyrirhugaðar.
Fljótlegasta og öruggasta leiðin til
að minnka kolefnismengun vegna
framleiðslu í raforkuverum sem nota
jarðeldsneyti er að loka þeim hið
snarasta og virkja í staðinn end-
urnýjanlegar orkulindir til að fram-
leiða græna raforku. Sú þróun er nú í
fullum gangi um allan heim, aðallega
með vind- og sólarorkuverum, drifin
áfram af miklu ódýrari lausnum en
þeim sem nota jarðefnaeldsneyti.
Kostnaður við KKF er vissulega
mikill hjá áburðarverksmiðjum og
jarðvarmavirkjunum en enn þá
meiri eða jafnvel miklu meiri hjá
sementsverksmiðjum og kolaorku-
verum, svo dæmi séu tekin.
Erlendar reynslutölur hafa leitt í
ljós að kostnaður við KFF fyrir kol-
arafstöð gæti verið allt að sex sinn-
um meiri en að reisa ný jafnstór
vind- og/eða sólarorkuver ásamt raf-
hlöðum með varaafli til að framleiða
raforku þegar skortur er á vindi eða
sólskini.
Staðhæft hefur verið að með KFF
sé verið að leitast við að lengja að
óþörfu endingartíma gamalla og úr-
eltra raforkuvera sem nota jarð-
efnaeldsneyti og með tilheyrandi só-
un á almannafé.
En hvers vegna Straumsvík? Er
skortur á aðstöðu í heiminum til að
urða kolsýring? Stutta svarið er nei.
Það er alls staðar nóg af stöðum, þar
sem hver notar sína aðferð við förg-
un allt eftir staðháttum. Sá kostur að
senda kolsýring til Íslands til urð-
unar er kostnaðarsamari, en kannski
betri í sumum tilvikum. Þó ætti helst
að urða úrganginn „á staðnum“, að
svo miklu leyti sem kostur er.
Niðurstaða
Líklega er eitthvað til í því að kol-
efnisverð á mörkuðum þyrfti að fara
vel yfir 100 USD/tCOv til að Coda
Terminal-hugmyndin gengi upp.
Kannski er verðið á leiðinni þangað!
Meira um Coda Terminal
Eftir Skúla Jóhannsson
» Athafnir mannanna
losa 43.000 MtCO2/
ári og eldfjöll 200
MtCO2/ári. Förgunar-
stöðvar í heiminum
binda nú 31 MtCO2/ári,
en Carbfix mun binda
3 MtCO2/ári.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Jónas forstjóri kom
til Gunnars einn eft-
irmiðdag á tveggja
manna tal. „Þetta er
athyglisvert sem þú
sagðir okkur í kaffi-
tímanum um sérstakt
frítekjumark atvinnu-
tekna. Ég hafði ekki
hugmynd um hvernig
þessi eldriborgaramál
eru í raun. Ég vildi
helst að þú starfaðir
hjá okkur til áttræðs
ef Guð lofar, eins og
þú segir. Hitt er ann-
að að ef þú af ein-
hverjum ástæðum vilt
eða þarft að hætta að vinna, þá
verður það svo. Þú ert með lengst-
an starfsaldur hjá okkur. Árin eru
orðin 45. Svo lækkaðir þú starfs-
hlutfallið fyrir um fimm árum, þeg-
ar þú byrjaðir að taka
út úr lífeyrissjóðnum
þínum, en vinnur samt
flesta daga fullan
vinnudag. Þetta er fá-
heyrt og við kunnum
að meta svona starfs-
kraft. Ég sló á þessar
tölur sem þú minntist
á og mér reiknast til
að með 100 þúsund
króna mánaðartekjum
frá okkur í framhaldi
af að þú létir af störf-
um, þá lagaðist tekju-
tapið og yrði 75% af
núverandi launum. Við
getum kallað þetta
biðlaun, starfslaun, nefndarlaun eða
eftirlaun, hvað sem hentar. Á með-
an allt leikur í lyndi hjá okkur í
rekstrinum, Gunnar minn, verður
þetta í boði við starfslok. Við ætt-
um kannski að kalla þetta „einka-
tryggingagjald“, því ég veit ekki
betur en við borgum ríkinu rúm 6%
í tryggingagjald, sem á meðal ann-
ars að fara í að greiða þér óskertan
ellilífeyri.“
Gunnar var orðlaus við þetta
tekjutilboð og leit vandræðalegur í
gaupnir sér. Jónas hélt áfram: „Við
skulum hafa þetta skriflegt milli
okkar. Jóna mun njóta þessa áfram
ef þú fellur frá. Ég held að það sé
líka sanngjarnt.“
Á leiðinni heim í landkrúsernum
sínum, sem var kominn á tíma,
varð Gunnari hugsað til Teslu-
draumsins. Ef Grái herinn vinnur
málið, þá kannski. Hann var næst-
um farinn yfir á rauðu ljósi vegna
spenningsins að komast heim og
segja Jónu frá óvænta eftirlauna-
samningnum.
Tómas Láruson
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Óvæntur eftirlaunasamningur
Tómas Láruson