Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
EPLAEDIK HEFUR
ALDREI SMAKKAST BETUR!
Útsölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða.
Glúten-og sykurlaust hlaup með
eplabragði sem inniheldur 400mg af
gæða eplaediki í hverjum skammti.
2 hlaup á dag.
NÝTT
LJÚFFENGT
HLAUP
EPLAEDIK
Í TÖFLU-
FORMI
Apple cider frá New Nordic er nú fáanlegt í tveimur útgáfum
Vestmannaeyjar eru mikil fuglaparadís. Þar verpa
margar tegundir sjófugla og bjargfuglakliðurinn er
sinfónía náttúrunnar sumarlangt. Algengustu sjófugl-
arnir eru svartfuglarnir lundi, langvía, teista, stutt-
nefja og álka en líka fýllinn og súlan. Þá verpa í Vest-
mannaeyjum skrofa, stormsvala og sæsvala. Fleiri
tegundir sjófugla sjást oft við Eyjar eins og kjói og
skúmur sem koma aðallega til að ræna eggjum og æti
annarra fugla. Einnig verpa margir mávar, t.d. rita, við
sjávarsíðuna.
Vaðfuglum og spörfuglum hefur verið að fjölga í
Vestmannaeyjum, að því er segir á vefnum heimaslod-
.is. Algengir eru tjaldur, heiðlóa, hrossagaukur og
stelkur. Einnig sjást þar sandlóa, sendlingur og tildra.
Nokkuð er af æðarfugli og grágæs hefur orpið á
Heimaey undanfarin ár. Þykir líklegt að hún sé afkom-
andi aligæsa í Brekkuhúsi suður á Heimaey.
Auk hemafuglanna tylla margir farfuglarnir niður
fæti í Vestmannaeyjum eftir komuna til landsins enda
vorar þar snemma.
Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Vestmannaeyjum,
er mikill fuglaáhugamaður og fylgist vel með fuglalíf-
inu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hann hefur
t.d. fylgst með því í um 70 ár hvenær svartfuglinn sest
fyrst upp í björgin á hverju ári líkt og faðir hans heit-
inn, Jónas Sigurðsson í Skuld, gerði áður. Skráningar
þeirra feðga um komu svartfuglsins ná því yfir vel á
aðra öld.
Við ritun myndatexta var leitað í bók Sigurðar Ægis-
sonar, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin. gudni@mbl.is
Heiðlóa Hún var valin fugl ársins í samkeppni Fuglaverndar í
vor. Lóan er uppáhaldsfugl marga og sannkallaður vorboði.
Spói Hann er vitrastur allra fugla, samkvæmt þjóðtrúnni, og
því gott að treysta „orðum“ hans eða því hvernig hann vellir.
Maríuerla Fuglinn var líklega kenndur við gyðjuna Frigg,
friggjarerla, í heiðni og síðar við Maríu guðsmóður.
Lóuþræll Nafnið bendir til að hann sé í ánauð heiðlóu,
sem er misskilningur, en fuglarnir fylgjast stundum að.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Steindepill Á öldum áður var óttast að steindepill gæti spillt nyt kúa og kinda.
Sandlóa Einnig kölluð t.d. sandmenja. Sandlóan er lítið áberandi og mein-
laus. Þjóðtrúin geymir lítið um hana en hún hefur verið yrkisefni skálda.
Sólskríkja (snjótittlingur) Íslensk tunga geymir margt um snjótittlinginn,
aðallega um að margt megi læra af honum um ókomin veðrabrigði.
Vorkoma í Vestmannaeyjum
Hrossagaukur Gaukmánuður var líklega kenndur við
hrossagaukinn. Hann kemur einna fyrstur vorfuglanna.
- Fjöldi fugla verpir í Vestmannaeyjum eða kemur þar við