Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 577-1515 • Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil uppbygging og endurnýjun á sér stað við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) á Selfossi og stendur til að auka og bæta heilbrigð- isþjónustuna, efla göngudeild- arstarfsemina og er áhugi á að fá fleiri sér- fræðilækna þar til starfa. Þetta kemur fram í viðtali í Læknablaðinu við Sigurð Böðv- arsson krabba- meinslækni en hann er yfirlæknir göngu- og lyf- lækningadeildar og einnig í starfi framkvæmdastjóra lækninga á HSU. Fram kemur í máli í Sigurðar að Heilbrigðisstofnunin gengur nú í end- urnýjun lífdaga. Fé hafi verið veitt til að stækka starfsemina og sér hann fram á að ný hæð rísi á spítalanum á næstu fjórum árum. „Við viljum einnig rækta sam- bandið við læknadeild og Landspítala til að fá hingað kandídata, lækna- nema og sérnámslækna í lyf- lækningar sem og fólk í öðru heil- brigðisnámi, því hér er hægt að læra góða hluti á öllum sviðum,“ segir Sig- urður í viðtalinu í Læknablaðinu. Spurður nánar út í þetta sagði Sig- urður í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri til umræðu. Sér- námslæknar í heimilislækningum hafi starfað á heilsugæslunni á Sel- fossi og jafnframt unnið á bráða- móttökunni þar og líkað það vel. Þeir þurfa að taka einhverja mánuði í sínu námi á lyflækningadeild og hafa sýnt áhuga á hvort þeir geti verið þá mán- uði á almennu lyflækningadeildinni á Selfossi frekar en á Landspítalanum. „Við höfum verið að ræða þetta við Landspítalamenn og þá sem stjórna heimilislæknaprógramminu og menn virðast bara vera nokkuð jákvæðir, þannig að við vonum að þetta gæti farið í gang á næsta ári,“ segir Sig- urður. Gott samstarf við læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi Að sögn hans hefur HSU í nokkur ár verið í mjög góðu samstarfi við ís- lenska læknanema í Slóvakíu og Ung- verjalandi, sem hafa komið til starfa á Selfossi. Einnig vilji stofnunin eiga gott samstarf við Landspítalann og læknadeildina og bjóða upp á verk- lega kennslu, ekki eingöngu fyrir læknanemana heldur nema í fleiri heilbrigðisgreinum, s.s. hjúkr- unarfræðinema og nema í geislafræði og lífeindafræði o.s.frv. Sá kostur fylgir líka svona sam- starfi að ef nemendur fáist til að koma til starfa á Heilbrigðisstofn- uninni og líkar þar vel þá aukist líkur á að þeir vilji koma aftur til starfa þar að námi loknu. „Við höfum svolítið verið að tala um það á landsbyggðinni að ef við náum fólkinu út á land og kynnum því starfsemina þar, þá er það miklu viljugra til þess að koma til okkar seinna í vinnu og áttar sig á því að heimurinn er ekki bara Landspít- alinn.“ Mikil uppbygging og fólksfjölgun á sér stað á Selfossi um þessar mundir og margt spennandi er í deiglunni, að sögn Sigurðar. Ungt barnafólk hefur flutt á Árborgarsvæðið og eldri borg- arar sem komnir eru á eftirlaun eru stórir hópar sem þurfi á mikilli heil- brigðisþjónustu að halda. Bregðast verði við því og bjóða upp á aukna þjónustu. Spurður hvort skortur sé á lækn- um og mönnunarvandi við að glíma segir hann að Heilbrigðisstofnunin á Selfossi sé tiltölulega vel sett en starfssvæði hennar er stórt og tíu mismunandi heilsugæslustöðvar inn- an svæðisins á öllu Suðurlandi. Þar sé mönnunarvandinn miklu meiri en á Selfossi og sumar lengi átt erfitt með að fá heilsugæslulækna til starfa. Fram kemur í Læknablaðinu að nú er horft til þess hvernig nýtt fjár- hagslíkan sem er verið að innleiða á heilsugæslunni, og svo á sjúkra- húsum landsins á næsta ári, muni efla starfsemina. Gengur það út á að fjár- magnið fylgi sjúklingum og menn fái greitt fyrir það sem þeir gera. Sig- urður kveðst þar sjá fyrir sér spenn- andi breytingu sem gefi m.a. tækifæri til að byggja upp sérfræðiþjónustu á svæðinu. Vilja byggja upp sérfræðiþjónustu - Uppbygging og viðræður um aukna þjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Sigurður Böðvarsson yfirlæknir segir áhugavert að fá læknanema og sérnámslækna í lyflækningum til starfa Morgunblaðið/RAX Selfoss Yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi vill efla þjónustu stofnunarinnar enn frekar. Sigurður Böðvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.