Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 4

Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Listar Framsóknar fyrir komandi al- þingiskosningar í Reykjavíkur- kjördæmunum voru kynntir í gær- kvöldi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun sem fyrr leiða lista flokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamála- ráðherra, mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann leiddi áður lista flokksins í Norð- vesturkjördæmi en tilkynnti í vetur að hann hygðist færa sig um set og sækjast eftir að leiða lista í Reykja- vík. Í síðustu nokkrum alþingiskosn- ingum hafa Reykjavíkurkjördæmin ekki verið sterkt vígi fyrir Framsókn og þótti ákvörðun Ásmundar djörf. Í öðru sæti á eftir Ásmundi er Brynja Dan, 35 ára frumkvöðull og framkvæmdastjóri, ásamt því að telj- ast til áhrifavalda. Er Brynja með rúmlega sextán þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Í öðru sæti á listanum í Reykjavík suður er Aðalsteinn Haukur Sverr- isson, framkvæmdastjóri og formað- ur Framsóknarfélags Reykjavíkur. Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrver- andi borgarfulltrúi fyrir Reykjavík- urlistann, er í þriðja sæti í Reykja- vík suður og er Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþrótta- sambands Íslands, í áttunda sæti sama kjördæmis. Önnur kunnugleg nöfn á listum Framsóknar eru Þórunn Svein- björnsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara, í þriðja sæti nyrðra og Helena Ólafs- dóttir, knattspyrnuþjálfari og þátta- stjórnandi, í því tíunda syðra. Í heiðurssætum listanna eru Sig- rún Magnúsdóttir, fyrrverandi ráð- herra og borgarfulltrúi, og Jón Sig- urðsson, fyrrverandi formaður Framsóknar. Ráðherrar leiða - Listar Framsóknarflokks í Reykja- víkurkjördæmunum kynntir í gær Ásmundur Einar Daðason Lilja Dögg Alfreðsdóttir Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bátasmiðjan Rafnar ehf. hefur sam- ið um smíði báta eftir hönnun Öss- urar Kristinssonar, ÖK Hull, í Bandaríkjunum, Hollandi og Tyrk- landi. Nú þegar eru Rafnar-bátar smíðaðir í Grikklandi og Englandi auk Íslands. Rafnar skrifaði nýlega undir samninga við tyrkneska fyrirtækið Aquamarine um framleiðslu, mark- aðssetningu og sölu Rafnar-báta fyr- ir almennan markað. Aquamarine er í Izmir í Tyrklandi og hefst smíði fyrsta Rafnar 1100-bátsins á næstu vikum. Í bátasmiðjunni munu starfa 27 manns til að byrja með. Stefnt er að því að þeim fjölgi eftir því sem framleiðslan eykst. Daníel Freyr Hjartarson, verk- fræðingur og framkvæmdastjóri þróunar hjá Rafnar Maritime, segir að verið sé að stilla upp tækjum og búnaði í 6.000 fermetra bátasmiðju í Izmir sem mun smíða Rafnar-báta. Búið er að senda smíðamót til Tyrk- lands sem bátarnir eru steyptir í. Ís- lenskir starfsmenn Rafnar fara út til Tyrklands á næstunni til að fylgjast með gangsetningu framleiðslunnar. Daníel Freyr segir þetta mjög spennandi verkefni enda opni það tengingar inn á gríðarstórt markaðs- svæði. Lystibátar í Hollandi Rafnar samdi í síðustu viku við hollenska fyrirtækið Xtenders um smíði á bátum fyrir lúxuseinkabáta- markaðinn. Xtenders sérhæfir sig í smíði léttabáta fyrir stórar lysti- snekkjur. Hingað til hafa þeir smíð- að báta frá 5,2 metra löngum upp í 16 metra langa. Að jafnaði eru um 15 bátar í smíðum í einu. Gerben Boomsma, framkvæmda- stjóri Xtenders, lýsti ánægju sinni með samstarfssamninginn við Rafn- ar, samkvæmt tilkynningu frá Rafn- ar ehf. Hann sagði samninginn gera þeim kleift að hefja framleiðslu og sölu Rafnar-báta og að byggja Rafn- ar-vörumerkið upp á þeirra mark- aðssvæði fyrir lystisnekkjur. Hann sagði að þeir hjá Xtenders hlökkuðu til samstarfsins við Rafnar og litu björtum augum til framtíðarinnar. Byrjun í Bandaríkjunum Smíði á fyrsta Rafnar 1500-bátn- um, sem er 15 metra langur, er að hefjast í Bandaríkjunum í samvinnu við Failead-bátasmiðjuna. Bátur af þeirri gerð kostar á bilinu 300 til 350 milljónir króna eftir því hvernig hann er útbúinn. Bandarískir hönn- uðir hafa verið ráðnir til að vinna með Rafnar og Fairlead við útfærslu og útbúnað bátsins og ísetningu véla og tækja. Viðskiptavinir Fairlead eru einkum opinberar stofnanir sem sinna eftirliti, löggæslu og landhelg- isgæslu. Ljósmynd/Rafnar ehf. Rafnar 1100 Pro 2 Össur Kristinsson hannaði skrokklag Rafnar-bátanna, ÖK Hull, sem gefur þeim einstaka sjóhæfni og gerir bátana sparneytnari en aðra báta. Bátarnir eru smíðaðir í nokkrum stærðum og gerðum. Rafnar-bátar eru nú smíðaðir í sex löndum - Framleiðsla hefst í Tyrklandi, Hollandi og Bandaríkjunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipa efstu sætin á framboðslistum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum í þing- kosningunum í haust. Niðurstöður forvals VG í Reykja- vík lágu fyrir í gær en valið var í fjögur efstu sæti á framboðslist- unum. Katrín fékk 784 atkvæði í 1. sæti og Svandís 714 atkvæði í 1. sæti. Steinunn Þóra Árnadóttir fékk 487 atkvæði í 1.-2. sæti, Orri Páll Jó- hannsson 459 atkvæði í 1.-2. sæti, Eva Dögg Davíðsdóttir 529 atkvæði í 1.-3. sæti, Daníel E. Arnarson 516 atkvæði í 1.-3. sæti, Brynhildur Björnsdóttir 693 atkvæði í 1.-4. sæti og René Biasone 545 atkvæði í 1.-4. sæti. Katrín og Svandís í efstu sætum í forvali í Reykjavík Katrín Jakobsdóttir Svandís Svavarsdóttir Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag og voru báð- ir hinna smituðu utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis höfðu þeir fundið fyrir einkennum tveimur til þremur dög- um áður en þeir greindust en mætt til vinnu fyrir því. Voru allir starfs- menn fyrirtækisins því skimaðir. Síðar um daginn staðfesti versl- unarkeðjan H&M að smit hefði komið upp í verslun hennar á Hafnartorgi í Reykjavík. Við- skiptavinir höfðu þá veitt því at- hygli að versluninni var lokað fyrri hluta dags. Bólusetningar þvert á aldurs- hópa munu að öllum líkindum hefj- ast á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku, að sögn sóttvarnalæknis, og mun fólk 16 ára og eldra þá fá boð í bólusetningu af handahófi. Morgunblaðið/Árni Sæberg H&M Verslunin staðfesti að smit hefði komið upp á Hafnartorgi. Tveir greindust utan sóttkvíar - Smit á meðal starfsmanna H&M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.