Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Aðalfundur Búmanna hsf. Aðalfundur Búmanna hsf., verður haldinn þriðjudaginn 15. júní 2021 og hefst hann kl. 14.00 í Gullteig á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. Í samræmi við 13. gr. samþykkta Búmanna verður félagsmönnum sem búa í meira 200 km. akstursfjarlægð frá tilgreindum aðalfundarstað gefinn kostur á að mæta og taka þátt í aðalfundinum í gegnum fjarfundarbúnað á fjarfundarstað. Fjarfundarstaður verður á Hótel Kea, Hafnarstræti 87-89 á Akureyri. Nánar vísast til reglna um rafræna þátttöku á félagsfundum Búmanna sem eru aðgengilegar á vef Búmanna www.bumenn.is. Innskráning á fundinn á aðalfundarstað og fjarfundarstað hefst kl. 13.00 og eru félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega til skráningar. Aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum Búmanna og hafa þeir málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundinum. Hver félagsmaður má fara með umboð frá einum öðrum félagsmanni. Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er til þriðjudagsins 1. júní 2021. Framboðum skal skila á netfangið gunnarkr@bumenn.is. Dagskrá aðalfundar Búmanna er í samræmi við samþykktir félagsins sem hér segir: 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárin 2019 og 2020 og umræður um hana. 3. Framlagning ársreikninga fyrir starfsárin 2019 og 2020, umræða og afgreiðsla. 4. Ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi eða bregðast við ef tap verður á rekstri félagsins. 5. Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin er af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess. 6. Ákvörðun gjalds í viðhaldssjóð félagsins. 7. Ákvörðun um framlag til varasjóðs félagsins. 8. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 9. Kosning formanns til eins árs. 10. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára. 11. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs. 12. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. 13. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs. 14. Kosning þriggja manna kjörnefndar. 15. Kynning á úttekt á fjárhag, skuldbindingum og starfsemi Búmanna hsf. sbr. 1. mgr. 6.gr.a. í lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003 með síðari breytingum. 16.Önnur mál. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bygging nýs knatthúss íþrótta- félagsins Hauka á Ásvöllum í Hafn- arfirði mun hafa umtalsverð um- hverfisáhrif á svæðinu og nauðsynlegt er að fram fari mat á umhverfisáhrifum af hennar völdum sem og annarra framkvæmda á svæðinu. Þetta er mat sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Niðurstaða Umhverfisstofnunar kemur fram í svari við erindi Skipu- lagsstofnunar. Er það mat sérfræð- inga að bygging knatthússins muni hafa talsvert neikvæð sjónræn áhrif innan friðlandsins að Ástjörn og hætta sé á að að framkvæmdin hafi varanleg áhrif á vatnafar Ástjarnar og lífríki hennar, en að mögulega megi koma í veg fyrir þau áhrif með mótvægisaðgerðum. Geti valdið raski í friðlandi Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, tók fyrstu skóflu- stunguna að knatthúsi í fullri stærð í síðasta mánuði þegar 90 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka var fagnað. Lítil ánægja virðist vera með þá athöfn hjá sérfræðingum Um- hverfisstofnunar og benda þeir á að niðurstaða umhverfismats þurfi að liggja fyrir áður en leyfi sé veitt til nokkurra framkvæmda. Á Ásvöllum er ráðgert að reisa knatthús, íbúðir, skrifstofu- og þjónustuhús, púttvöll, fjölnota velli, æfingavelli og göngu- stíga að því er fram kemur í fram- kvæmdalýsingu. Tveir fram- kvæmdakostir eru bornir saman; annars vegar án íbúða og með knatt- húsi um miðja lóð samkvæmt gild- andi deiliskipulagi og hins vegar framkvæmd samkvæmt nýrri skipu- lagstillögu með íbúðum og knatthúsi á norðausturenda lóðar. Byggingar- reitur knatthúss í nýju skipulagi mun liggja meðfram mörkum frið- landsins við Ástjörn og er hætta á að framkvæmdin geti valdið raski innan friðlandsins að mati Umhverfisstofn- unar. Knatthúsið verið mjög áberandi í landslaginu „Umhverfisstofnun telur útséð að knatthúsið verði mjög áberandi og líklega ráðandi einkenni í landslagi friðlandsins. Framkvæmdin mun lík- lega hafa veruleg áhrif á upplifun gesta sem fara um friðlandið og fólk- vanginn og stunda þar útivist,“ segir í mati stofnunarinnar. Þá segir Umhverfisstofnun að verði farið eftir gildandi deiliskipu- lagi fylgi því minna rask á nútíma- hrauni á svæðinu en ef ráðist verði í að breyta deiliskipulagi til að koma einnig fyrir íbúðum á svæðinu. „Ekki eru að mati stofnunarinnar færð nægilega góð rök í tilkynning- arskýrslu um nauðsyn breytingar- innar.“ Knatthús Hauka fari í umhverfismat - Umhverfisstofnun telur að framkvæmdir á Haukasvæðinu á Ásvöllum í Hafnarfirði muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif - Bæjarstjórinn tók fyrstu skóflustunguna - Raska þarf nútímahrauni Morgunblaðið/Sigurður Unnar Framkvæmdir Reisa á nýtt knatthús á Haukasvæðinu á Ásvöllum og frekari uppbygging er fyrirhuguð. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í Grímsey snýst lífið þessa dagana um að fara á bjarg og síga að syllum eftir eggjum. Vorið er tími ævintýra og eggjatakan er eitt þeirra. Fuglalífið í eynni er mikið og fjölskrúðugt. Lund- inn, sem fjölgar sér eins og enginn sé morgundagurinn, grefur holur á bökk- um og brúnum, þaðan sem er stutt í æti. Sílin eru sælgæti, eða svo finnst lundanum rétt eins og langvíunni sem á sér bústaði í háum björgum á aust- anverðri eynni. Og það er einmitt á þeim slóðum sem sigið er í björg þessa dagana. Langvían verpir tvisvar Fyrstu eggjaferðir vorsins í Gríms- ey voru 9. maí. Þá var talsvert komið af eggjum í björgin, en langvían verpir tvisvar sinnum. Úr fyrra varpinu eru þúsund eggja tekin. Morgunblaðið var á svæðinu í fyrradag og þá voru menn í Sjálandsbjargi. Sigurður Bjarnason lét sig vaða niður í bjargið; vel bundinn með allan nausynlegan öryggisbúnað. Honum til halds og trausts voru feðg- arnir Garðar Ólafsson og Alfreð sonur hans. Kaðlinum var rúllað niður á kefli sem fest er á dráttarvél, en afl hennar nýtist svo til þess að koma manninum upp aftur. Þá er vélinni ekið áfram spölkorn og aftast í spottanum er mað- ur með fjölda eggja í vösum og pokum. Þegar í hús er komið er þeim raðað í kassa og alltaf talsvert sent með flug- vél í land, í kössum sem merkt eru sem brothættur farmur. 800 egg úr Sjálandsbjargi „Þetta er skemmtilegur tími ársins. Á þriðjudaginn var sigið fimm sinnum í Sjálandsbjargið og eftirtekjan var nærri 800 egg. Í öðrum björgum hér veit ég að menn fengu meira. Sjálfur hef ég aldrei selt egg, þetta fer allt til heimanota og svo er talsvert líka gefið til vina og kunningja,“ segir Alfreð Garðarsson. Þetta var síðasti sigdagur ársins og nú taka önnur vorverk við. Margs þarfnast búið við. Eftir fáeina daga verður svo farið aftur í eggjaleit. Þá verður gengið eftir hamrabrúnum og tínd skeglu- og álkuegg sem nóg er af í Grímsey; matarkistunni miklu við heimskautsbaug. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bjargsig Feðgarnir Alfreð Garðarsson, t.v., og Garðar Ólafsson aðstoða Sigurð Bjarnason við undirbúning sigsins. Síga eftir langvíueggjum í háum klettabjörgunum - Vor í Grímsey - Eggin eru búsílag - Brothættur farmur Nýmeti Gylfi Gunnarsson útgerðarmaður með egg, góð og fullt hús matar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.