Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslendingur sem er búsettur erlend-
is fór á fjarnámskeið í siglinga-
fræðum við Tækniskólann og aflaði
sér skemmtibátaréttinda. Að nám-
skeiðinu loknu fékk hann alþjóðlegt
skírteini á íslensku, ensku og
frönsku fyrir stjórnendur skemmti-
báta í samræmi við 40. ICC-ályktun
Starfshóps efnahagsnefndar Sam-
einuðu þjóðanna fyrir Evrópu
(UNECE) um flutning á skipgeng-
um vatnaleiðum.
Ísland ekki staðfest ályktunina
Maðurinn sá svo athugasemd á
síðu um siglingar um að svo virtist
sem Ísland hefði ekki staðfest eða
innleitt umrædda ályktun. Hann
kannaði það og sá að Ísland er ekki
nefnt á heimasíðu UNECE þar sem
talin eru upp lönd sem hafa sam-
þykkt innleiðingu 40. ályktunarinnar
eða eru að vinna að því. Hjá mann-
inum vöknuðu efasemdir um gildi al-
þjóðlega skemmtibátaskírteinisins
frá Samgöngustofu. Hann taldi einn-
ig að námskrá námskeiðsins sem
hann sat hafi ekki uppfyllt kröfur
Samgöngustofu né heldur kröfur
sem gerðar eru í Viðauka 1 við ICC-
ályktun 40.
Morgunblaðið sendi Samgöngu-
stofu spurningar um málið, m.a.
hvort stofnunin gefi út alþjóðleg
skemmtibátaskírteini án þess að þau
hafi stoð í umræddri ályktun. Þá var
Samgöngustofa spurð hvort vitað
væri um íslenska handhafa slíks
skírteinis sem höfðu lent í vandræð-
um erlendis. Svohljóðandi svar kom
frá Samgöngustofu í gær:
Réttindi í útgáfulandinu
„Skemmtibátaskírteini, eins og
það sem útgefið er af Samgöngu-
stofu, veitir handhafa þess heimild
til að gegna stöðu skipstjóra á
skemmtibátum sem skráðir eru í því
ríki sem gefur skírteinið út. Heimild
til þess að gegna stöðu skipstjóra á
skemmtibátum sem ekki eru á skrá
þess ríkis sem gefur skírteinið út, er
ætíð háð samþykki stjórnvalds í því
ríki þar sem því er framvísað. Ísland
hefur ekki gerst formlegur aðili að
ályktun UNECE ICC nr. 40 en þær
kröfur sem gerðar eru til að fá útgef-
ið skemmtibátaskírteini frá Sam-
göngustofu samkvæmt íslenskum
lögum taka mið af kröfum hennar.
Að mati Samgöngustofu eru kröf-
urnar þannig sambærilegar og gerð-
ar væru ef Ísland væri aðili að álykt-
uninni.
Véfengt í einu tilviki
Íslendingar hafa framvísað ís-
lenskum skemmtibátaskírteinum
hjá bátaleigum í hinum ýmsu Evr-
ópuríkjum allt frá 2008 þegar fyrstu
skírteinin voru gefin út. Aðeins er
vitað um eitt tilfelli þar sem stjórn-
völd annars ríkis hafi með beinum
hætti gert athugasemd við íslensk
skemmtibátaskírteini. Það mál var
leyst með staðfestingu frá Sam-
göngustofu um að handhafar ís-
lenskra skemmtibátaskírteina hafi
uppfyllt sambærilegar kröfur og
þær sem gerðar eru til að fá útgefið
ICC skírteini. Í ljósi þess að íslensk
skemmtibátaskírteini hafa verið tek-
in gild hefur aðild Íslands að ályktun
40 ekki verið í sérstökum forgangi.
Þess má geta að allnokkur Evr-
ópuríki hafa ekki gerst aðilar að
ályktuninni, en sem dæmi má nefna
Danmörku og Svíþjóð.
Nám í samræmi við kröfur
Varðandi innihald náms hefur
Samgöngustofa yfirfarið námskrá
og þær kröfur sem gerðar til
skemmtibátanáms á Íslandi til sam-
anburðar við kröfur ályktunar nr.
40. Niðurstaðan er sú að Samgöngu-
stofa telur inntak náms til skemmti-
bátaréttinda í samræmi við kröfur
ályktunarinnar.“
Alþjóðlegt skírteini
með takmarkað gildi
- Ísland er ekki aðili að ályktun um skemmtibátaskírteini
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smábátar Íslensk skemmtibátaskírteini hafa yfirleitt verið tekin gild
erlendis, þótt Ísland sé ekki formlegur aðili að ályktun 40.
Garðabær hefur fengið leyfi Um-
hverfisstofnunar til að leggja
göngustíg um Garðahraun (efra),
en Garðahraun, Vífilsstaðahraun
og Maríuhellar eru friðlýst sem
fólkvangur. Leyfið er veitt með
skilyrðum, meðal annars skal forð-
ast óþarfa rask og stærð
framkvæmdasvæðis skal haldið í
lágmarki. Ráðgert er að koma fyr-
ir áningarstað við stíginn.
Nýi stígurinn á að liggja frá nú-
verandi stíg milli Molduhrauns og
Flata að Bæjargarði við Garðfit,
sunnan við íþróttasvæðið í Ás-
garði, og tengist núverandi stígum
í hrauninu. Á næstunni stendur til
að fara í útboð vegna gerðar stígs-
ins og þá kemur í ljós hver kostn-
aður verður. Síðar í ár hefjast
framkvæmdir; stígurinn verður
lagður og ljósastaurar settir niður.
Á næsta ári er gert ráð fyrir að
stígurinn verði malbikaður, skv.
upplýsingum frá Garðabæ.
Stígstæðið verður fjögurra
metra breitt, stígurinn þriggja
metra breiður og beggja vegna við
hann verður 50 sentimetra öxl.
Miðað er við að hann verði sem
næst núverandi landhæð og jarð-
rask tengt framkvæmdinni tak-
markast við stígstæðið eftir því
sem við verður komið. Við fram-
kvæmdirnar verður burðarhæft
efni úr stígstæðinu nýtt í gerð
stígsins og fláa. Það efni sem ekki
nýtist verður flutt af svæðinu.
Mosanum haldið til haga
Mosi verður fjarlægður úr stíg-
stæðinu áður en framkvæmdir
hefjast og haldið til haga. Að fram-
kvæmdum loknum verður honum
dreift yfir fláafleyga og skeringar.
Steinar og hraunmolar úr stíg-
stæðinu verða einnig settir til hlið-
ar og dreift yfir fláa. aij@mbl.is
Fyrirhugaðir stígar
í Garðahrauni í
Garðabæ
Lo
ft
m
yn
d
ir
eh
f.Nýir útivistarstígar
Núverandi stígar
Áningarstaður
Ásgarður
M O L D U -
H R A U N
G a r ð a h r a u n
F L A T I R
GARÐABÆR
HAFNARFJÖRÐUR
Ha
fna
rfja
rða
rve
gu
r
Nýr göngustígur
um Garðahraun
Ráðherra skal leggja fram frum-
varp um að svokallaðar ástands-
skýrslur fylgi öllum seldum fast-
eignum. Alþingi samþykkti
þingsályktun Pírata þessa efnis í
vikunni.
Samkvæmt ályktuninni eiga
skýrslurnar að innihalda greinar-
góðar upplýsingar um ástand fast-
eignarinnar og verða unnar af
óháðu matsfólki með víðtæka þekk-
ingu á mannvirkjagerð. Fram-
kvæmd matsins og innihald
ástandsskýrslna á einnig að verða
samræmt, til að stuðla betur að
áreiðanleika, trausti og sátt í fast-
eignaviðskiptum. Ályktunin felur
jafnframt í sér skýrar reglur um
ábyrgð vegna galla sem ekki koma
fram í ástandsskýrslum.
Vilja frumvarp um ástandsskýrslur
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Raðaðu saman þínum skáp
Framleitt í eik nat, hvítaðri eik og svertuð eik
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
GRAND CRU TAKE
MATARSTELL
Ný viðbót úr Grand Cru línunni
Hannað með utandyra notkun í huga
Efni: Melamín
Litur: Dökkgrár
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2020 komu í
hlut Böðvars Guðmundssonar, rithöfundar, ljóðskálds,
leikskálds og fv. kennara. Böðvari voru veitt verðlaun-
in fyrir framlag sitt til að stuðla að blómlegri menning-
ar- og félagsstarfsemi í Jónshúsi, en í september 2020
var hálf öld liðin frá því Jónshús varð miðstöð félags-
og menningarstarfsemi Íslendinga í Kaupmannahöfn.
Á vef Alþingis segir að Böðvar hafi lagt ríkulegan skerf
af mörkum til félags- og menningarlífs Íslendinga í
Kaupmannahöfn um langt árabil.
Böðvar
Guðmundsson
Böðvar fékk verðlaun Jóns Sigurðssonar