Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Viðskipti| Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 20. maí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.98 Sterlingspund 174.74 Kanadadalur 102.25 Dönsk króna 20.212 Norsk króna 15.011 Sænsk króna 14.828 Svissn. franki 137.11 Japanskt jen 1.1294 SDR 177.7 Evra 150.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.0077 Hrávöruverð Gull 1867.4 ($/únsa) Ál 2455.0 ($/tonn) LME Hráolía 69.61 ($/fatið) Brent « Úrvalsvísitala að- allista Kauphallar Íslands hækkaði um 0,35% í gær. Mest hækkuðu bréf fiskútflutningsfyrir- tækisins Iceland Seafood eða um 1,77% í 215 millj- óna króna við- skiptum. Gengi bréfa félagsins er nú 17,25 krónur á hvern hlut. Næstmesta hækkun gærdagsins varð á bréfum smásölufyrirtækisins Haga eða um 1,69% í 185 milljóna króna viðskiptum. Er gengi fyrirtækisins nú 60,3 krónur á hvern hlut. Þá hækkaði gengi fjarskipta- fyrirtækisins Símans um 1,02% í 77 millj- óna króna viðskiptum. Verð bréfa Sím- ans er nú 9,93 krónur hver hlutur. Sex félög lækkuðu í verði í kauphöll- inni í gær. Mest lækkun varð á hlutabréf- um fjarskiptafyrirtækisins Sýnar, eða um 1,55% í 34 m.kr. viðskiptum. Gengi fé- lagsins er nú 44,5 krónur. Næstmesta lækkun gærdagsins varð á bréfum trygg- ingafélagsins Sjóvár. Hlutabréfin lækk- uðu um 0,69% í 167 þúsund króna við- skiptum. Þá lækkuðu bréf fasteignafélagsins Eikar um 0,5% í 19 m.kr. viðskiptum. Gengi félagsins var 294,5 krónur í lok dags í gær. Iceland Seafood hækk- aði í gær um 1,77% Kauphöll Úrvals- vísitalan hækkaði. STUTT komulag hefur í löndunum tveimur. Einnig munum við skoða félags- og sálfræðilega vinkilinn.“ Vinna hefst í haust Vinna við verkefnið mun hefjast næstkomandi haust og standa í fjög- ur ár. Herdís hefur sér til fulltingis tvo samstarfsmenn og einn doktors- nema. Herdís er sjálf með doktors- próf í hagfræði frá Columbia-há- skólanum í New York í Bandaríkjunum. „Svo er líklegt að fleiri komi að verkefninu þegar við förum af stað.“ Eitt af því sem rannsóknin mun taka á eru áhrif feðraorlofs á vinnu- markaðinn en Ísland er þar í ein- stakri stöðu í heiminum að sögn Herdísar. Þar eru sex mánuðir eyrnamerktir hvoru foreldri og sex vikur framseljanlegar. „Í Danmörku er ekkert eyrnamerkt feðraorlof og þar taka feður einungis um 9% af heildarorlofinu. Það verður því áhugavert að grandskoða áhrifin og bera saman Ísland og Danmörku í þessum efnum.“ Ólíkt í Bandaríkjunum Spurð hvernig þessum málum sé háttað í Bandaríkjunum þar sem Herdís var við nám á sínum tíma, segir hún að þar sé ólíku saman að jafna. „Það gæti orðið áhugavert að kynna niðurstöður verkefnisins í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn koma úr allt öðru kerfi en málefnið er nú rætt í auknum mæli í landinu. Þar er verið að leita leiða til að tryggja lágmarksfæðingarorlof á launum. Í dag er oft í boði ólaunað 4-6 vikna fæðingarorlof. Efnaminni fjölskyldur hafa því ekki alltaf tök á að nýta sér það stutta orlof sem er til staðar og það verða í raun forrétt- indi að geta tekið sér fæðingar- orlof.“ Konur háðari mökum sínum Spurð hvort þessi mál geti ekki haft áhrif á mannfjöldaþróun í lönd- um játar Herdís því. „Þessi mál hafa áhrif á alla samfélagsgerðina. Til að mynda held ég að hjónabandið sé allt öðruvísi stofnun í Bandaríkjun- um en í Evrópu. Konur geta orðið háðari mökum sínum þar sem erf- iðara er að sameina vinnu og for- eldrahlutverk.“ Herdís kveðst hlakka til að takast á við verkefnið og kynna niðurstöð- urnar en hluti af styrknum mun fara í ráðstefnuhald þar sem leitast verð- ur við að skoða verkaskiptingu for- eldra út frá þverfaglegu sjónar- horni. Fékk risastyrk í Danmörku Morgunblaðið/Ómar Uppeldi Ísland er sér á báti í heiminum fyrir skipulag fæðingarorlofs og skiptingu milli foreldra. Í Danmörku er ekkert orlof eyrnamekt feðrum. - Skoðar ástæður þess að vel menntaðar konur taka enn þá meiri ábyrgð á heimilinu - Ísland og Danmörk borin saman - Áhrif fæðingarorlofs rannsökuð Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segist í samtali við Morgunblaðið hafa búist við að vaxtahækkunarferli Seðlabankans myndi ekki hefjast fyrr en á næsta fundi peningastefnunefndar í ágúst. Þó hefði hann talið töluverðar líkur á því að ferlið myndi hefjast núna. „Við gerum ráð fyrir að þessari vaxta- hækkun verði fylgt eftir með frekari vaxtahækkunum á næstu ársfjórð- ungum eftir því sem hjól efnahags- lífsins fara að snúast hraðar.“ Peningastefnunefnd SÍ hækkaði í gær vexti bankans um 0,25 prósent- ur. Meginvextir bankans verða því 1%. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að verðbólga hafi reynst meiri og þrálátari en áður var spáð og mæld- ist 4,6% í apríl. Verðbólguþrýstingur virðist almennur enda mælist undir- liggjandi verðbólga svipuð og mæld verðbólga. Margt leggist þar á eitt eins og áhrif gengislækkunar krón- unnar í fyrra og miklar hækkanir launa og húsnæðisverðs. Því sé nauðsynlegt að hækka vexti bank- ans. Nálgumst helstu viðskiptalönd Gústaf bendir á það sem fram kom á kynningarfundi SÍ í gærmorgun að mat Seðlabankans á jafnvægisraun- stýrivöxtum hafi lækkað úr 2% niður í 1%. „Þetta þýðir að Seðlabankinn mun í framtíðinni ekki þurfa að beita jafn háum vöxtum til þess að halda verðbólgu í skefjum og hann hefur gert. Það má segja að við séum að nálgast helstu viðskiptalönd okkar hvað þetta varðar,“ segir Gústaf Steingrímsson að lokum. Morgunblaðið/Ómar Peningar Seðlabankinn hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentur. Búast við frekari vaxtahækkunum - Ekki þörf á jafn háum vöxtum og áður fyrr Herdís vinnur þessa dagana að greinargerð á vegum Hagstof- unnar um launamun kynjanna á Íslandi í samstarfi við forsætis- ráðuneytið. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á þróun launa- munarins síðustu ár, og hvaða þættir skýri þann launamun sem er til staðar hér á landi Vinnur að greinargerð LAUNAMUNUR KYNJANNA Á ÍSLANDI SKOÐAÐUR BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnson tobj@mbl.is Herdís Steingrímsdóttir, vinnu- markaðshagfræðingur og dósent í Copenhagens Business School, CBS, í Danmörku, fékk á dögunum einn stærsta rannsóknarstyrk sem veittur er þar í landi. Styrkurinn er að fjárhæð sex milljónir danskra króna, eða rúmlega 120 milljónir ís- lenskra króna, og verður nýttur til að rannsaka verkaskiptingu foreldra, bæði á Íslandi og í Dan- mörku. „Ég hef verið að skoða þennan kynja- mun á vinnu- markaði, launa- mun og slíkt. Nýlegar rann- sóknir sýna að sá launamunur sem enn er til staðar skýrist að mestu leyti af foreldrahlutverkinu og þeirri staðreynd að konur taka meirihluta þeirrar ábyrgðar á sig,“ segir Her- dís í samtali við Morgunblaðið. Fórnarkostnaður fyrir karla Hún segir að í gegnum tíðina hafi oft verið litið á það sem svo að meiri fórnarkostnaður væri fyrir karla að sinna heimilinu þar sem þeir hafi sögulega séð verið hærra launaðir á vinnumarkaði. Því tækju konur frekar aukna ábyrgð á heimilinu. „En þrátt fyrir að sífellt fleiri konur séu komnar með góða menntun, séu í góðum störfum og með góð laun, þá hefur þessi verkaskipting lítið breyst. Hugmyndin með verkefninu er að skoða hvaða ástæður liggja þar að baki. Við munum skoða fjár- hagslegar ástæður fyrir þessu og hvaða áhrif fæðingarorlofsfyrir- Herdís Steingrímsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.