Morgunblaðið - 20.05.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 20.05.2021, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is ✝ Magnús Sig- urðsson, fædd- ist í Reykjavík 17. desember 1947. Hann lést úr líf- himnubólgu á heimili sínu að Geitlandi 6 þann 25. apríl 2021. Foreldrar hans voru Sigurður Hall- dórsson rafmagns- verkfræðingur, f. 13.4. 1923, d. 24.9. 2007, og Sig- rún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7.9. 1923, d 26.12. 1995. Systkini Magnúsar eru Halldór, f. 6.2. 1949, Sigrún, f. 10.6. 1953, Svava, f. 3.12. 1955, og Sig- urður, f. 17.9. 1958, d. 29.5. 1998. Magnús ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum í Reykjavík en varði sumrum í sveit í Fljótshlíð þaðan sem móð- ir hans Sigrún var ættuð. Magn- ús varð stúdent frá MR 1968. Hann fór til náms í þjóð- hagfræði í Bandaríkjunum árið 1972 við University of Calif- ornia, Los Angeles, og lauk það- Sonur Áslaugar úr fyrra hjóna- bandi er Gunnar Ágúst Thor- oddsen, f. 28.10. 1993. Unnusta Gunnars er Marlena Piekarska, f. 17.8. 1994. Magnús kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristrúnu B. Jónsdóttur, f. 22.11. 1942, þann 28.8. 1999. Að loknu námi hóf Magnús störf sem deildarstjóri hjá Velti þar sem hann starfaði til 1985. Þá stofnaði Magnús eigið rekstrarráðgjafafyrirtæki og vann meðal annars að útflutn- ingsverkefnum til Kína. Árið 1986 gekk Magnús til liðs við farsímafyrirtækið Hátækni og sá þar um sölumál. Árið 1988 hóf Magnús störf hjá Íslenskum aðalverktökum og þremur árum síðar hjá Keflavíkurverktökum (síðar Atafli) þar sem faðir hans Sigurður hafði starfað frá upp- hafi. Magnús var þar yfirmaður húsunardeildar sem bar ábyrgð á sértækum viðhaldsfram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 hóf hann störf hjá Pri- mera Air þar sem hann var kostnaðarstjóri og starfaði hann þar þangað til að starfsemi fé- lagsins hér á landi lauk. Útför Magnúsar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 20. maí 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. an B.A.-prófi 1976. Sama ár hóf hann meistaranám í þjóðhagfræði við sama háskóla og lauk M.A.-námi þaðan 1978 og fluttist þá aftur heim til Íslands. Magnús kvæntist Rakel Valdimars- dóttur, fyrrverandi hjúkrunarfor- stjóra, f. 24.6. 1946, þann 28.7. 1967. Þau skildu. Foreldrar Rakelar voru Valdimar Krist- insson, fyrrv. oddviti og bóndi á Núpi í Dýrafirði, f. 4.1. 1904, d. 1.9. 2003, og Áslaug Sólbjört Jensdóttir, húsmóðir þar, f 23.8. 1918, d. 12.6. 2015. Magnús og Rakel eignuðust tvö börn, þau eru: Áslaug Magnúsdóttir, lög- fræðingur og viðskiptafræð- ingur, f. 25.11. 1967, og Sig- urður Rúnar Magnússon kerfis- stjóri, f. 2.9. 1980. Sambýlis- maður Áslaugar er Sacha F. Tueni, f. 16.12. 1971, og eig- inkona Sigurðar er Regína Rist Friðriksdóttir, f. 17.6. 1988. Elsku pabbi. Þú kvaddir þennan heim 25. apríl sl. Þú varst svo mikið að flýta þér að við náðum ekki að kveðjast. Ég hafði hringt í þig frá Kaliforníu á laugardeginum. Þú sagðir mér að þú hefðir farið að heimsækja seinni konuna þína, Kristrúnu, á Hrafnistu fyrr um daginn. Ég reyndi að hringja til þín aftur á sunnudag. Þú svaraðir ekki. Þú hafðir kvatt. Ég er afskaplega þakklát fyr- ir þann tíma sem við áttum sam- an síðasta árið. Vegna Covid hef ég verið að mestu á Íslandi sl. ár, í fyrsta skipti síðan ég hélt utan til náms fyrir rúmlega 20 árum. Ég er glöð yfir að við gát- um eytt meiri tíma saman und- anfarið en öll 20 árin þar á und- an. Síðasta skiptið sem ég sá þig fórum við Sacha með þér út að borða á einn af uppáhaldsstöð- unum þínum. Við pöntuðum okkur öll fiskigratín, sem við fjölskyldan borðuðum svo oft þegar ég var barn. Þú virtist glaður og brostir og hlóst. Ég sá glampa í augunum þínum sem ég hafði ekki séð lengi. Síðustu dagana hef ég hugsað mikið um æskuna og tímann sem við fjölskyldan áttum sam- an. Ég var bara fimm ára þegar þið mamma og ég fluttum til Kaliforníu og eru því flestar fyrstu minningarnar um þig þaðan. Þú varst þar í námi í hagfræði við UCLA og hafðir gaman af íþróttum og þá sér- staklega körfubolta. Heimili okkar í Kaliforníu var hamingjuríkt heimili. Þú spilaðir mikið uppáhaldslögin þín með Bítlunum, Simon & Garfunkel, Dolly Parton, Neil Diamond og mörgum fleirum. Þú last mikið bækur og The Economist spjaldanna á milli. En þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa mér með heimavinnuna við eldhús- borðið á kvöldin. Seinna þegar við fluttum aftur heim og ég byrjaði að læra dönsku og þýsku, þá þurfti ég aldrei á orðabók að halda. Það var miklu fljótlegra að fá þig til að þýða fyrir mig frekar en að fletta upp orðunum. Fyrir þig var þetta leið til að eyða meiri tíma með dóttur þinni þannig að þú keypt- ir aldrei orðabók fyrir mig. Ef ég þurfti aðstoð við stærðfræði þá varstu í essinu þínu. Ég man eftir skólaverkefni sem fól í sér að leysa dulmál. Ég gat ekki leyst eitt af dæmunum. Við helltum okkur yfir þetta. Ég vildi ekki fara í skólann án þess að ljúka heimavinnunni og þú vildir ekki gefast upp. Klukku- tímum seinna fannstu lausnina. Það var enginn annar nemandi sem leysti verkefnið og skilaði í skólann næsta dag. Þökk sé þér, þá var ég sú eina. Þegar við komum til Íslands tóku mörg ný áhugamál við og má þar helst nefna laxveiðar og íslenska myndlist. Afi og amma gáfu þér fyrstu verkin en þú hélst svo áfram að safna. Það var skemmtilegt að heyra frá Magnúsi presti að þið Kristrún hefðuð fært kirkjunni fimm verk, sem hanga uppi í safn- aðarheimilinu. Er ég hugleiði, hvaða orð geta best lýst þér, koma orðin góður, greindur, gjafmildur og orðheldinn upp í hugann. Síð- ustu árin var líkaminn farinn að gefa eftir, hárið að grána og þynnast. En þegar ég loka aug- unum man ég eftir þér sem yngri manni; myndarlegum með þykkt, dökkt hár, lúmskt bros á vör og stóran glampa í björtum bláum augunum. Ég sakna þín mikið elsku pabbi. Þín dóttir, Áslaug Magnúsdóttir. Ég hitti Magnús Sigurðsson fyrsta sinni í jómfrúarferð minni til Íslands sumarið 2001. Áslaug dóttir hans var á þeim tíma unn- usta mín og við gengum saman til fundar við föður hennar á eft- irlætisstað fjölskyldunnar, Mokka við Skólavörðustíg. Mér fannst þegar í stað mikið til Magnúsar koma. Hann hafði numið hagfræði við UCLA í Los Angeles og var einkar fjölfróð- ur. Hann var strax afar áhuga- samur um uppruna minn og hagi og lagði sig líka fram um að útskýra fyrir mér sitthvað um hið dulmagnaða Ísland, sem nú var orðið hluti af lífi mínu. Á komandi árum átti ég eftir að heimsækja Ísland mörgum sinnum, iðulega að sumarlagi og ávallt um jólin. Í hvert skipti leyfði ég mér að hlakka til end- urfundanna við Magnús á Mokka eða á heimili hans og síð- ari eiginkonu hans Kristrúnar á heimili þeirra í Reykjavík. Magnús var einstaklega gest- risinn og veisluborð þeirra hjóna voru jafnan með eindæmum glæsileg og fagurlega skreytt. Hann naut þess að skenkja gest- um sínum bestu veigar. Íslensk- ur humar og humarsúpa voru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim hjónum. Ég hlakkaði iðulega mjög til þessara ljúffengu veislurétta og þess sem jafnan var síðan hápunktur hverrar máltíðar: Sögustund Magnúsar. Heimili Magnúsar og Krist- rúnar mætti líkja við heillandi og notalegt safnahús þar sem listin fékk virkilega að njóta sín. Íslenskir listmálarar voru þar ávallt í fyrirrúmi. Magnús var tilgerðarlaus í einlægri aðdáun sinni á listinni. Hann þreyttist aldrei á því að ganga með manni um húsið og útskýra hver hefði málað hvað og hver væri hinn raunverulegi undirtónn hvers málverks. Á þessum gefandi samfundum okkar varð mér smám saman ljóst að tengdafaðir minn var einn af þessum sígildu, fáguðu heiðursmönnum, gömul sál sem naut til fulls sígildra gæða lífs- ins. Hann var handlaginn vel og naut þess að dytta að sumarbú- staðnum við Apavatn þar sem hann og Kristrún dvöldu flestar helgar að sumarlagi. Sama gilti um húseign þeirra á Spáni þar sem þau dvöldu jafnan nokkrar vikur á vetri hverjum. Við Áslaug nutum þess að heimsækja þau þangað og húsið speglaði svo einkar vel hlýja persónuleika Magnúsar og Kristrúnar. Það sem mér þótti af öllu mest til Magnúsar koma var hversu mjög hann unni dóttur sinni Áslaugu og syni hennar, Gunnari Ágústi. Um hagi þeirra og velferð var honum ævinlega mjög svo umhugað – og sama gilti um mig. Mér mun aldrei úr minni líða er hann dró úr veski sínu dálítið kuðlaða ljósmynd af dóttur sinni 5 ára gamalli, ljósmynd sem á daginn kom að hann hafði ávallt geymt í veski sínu í gegnum ár- in og áratugina. Þessi krumpaða gamla ljós- mynd speglaði einhvern veginn svo vel ástina og umhyggjuna sem hann bar fyrir dóttur sinni alla tíð. Magnús var sérdeilis ljúfur maður og hlýr, góður faðir og tengdafaðir. Ég er afar þakklátur fyrir þau 15 ár sem ég fékk að vera hluti af fjölskyldu hans og lífi. Eftirlifandi eiginkonu hans, fjölskyldu og vinum votta ég mína dýpstu hluttekningu. Megi minningin um Magnús Sigurðs- son lengi lifa. Með alúðarþökkum og kveðj- um frá New York. Gabriel S. Levy. Magnús Sigurðsson - Fleiri minningargreinar um Magnús Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ingi Þór Bjarnason fæddist 31. desem- ber 1943 í Reykja- vík. Hann lést 10. maí 2021 á Hjúkr- unar- og dvalar- heimilinu Höfða Akranesi. Foreldr- ar hans voru Sig- ríður Jónsdóttir, f. 21.3. 1921, d. 23.8. 2014, ólst upp á Brúsastöðum í Þingvallasveit, og Bjarni H. Guðmundsson, f. 18.7. 1916, d. 27.10. 1999, bjó í Keflavík. Ingi Þór ólst upp hjá afa sín- um og ömmu, Guðmundi Hall- grímssyni og Ingveldi Kristjáns- dóttur, sem voru búsett á Sól- heimum á Akranesi. Einnig var hann oft hjá föðursystrum sín- um þeim Friðmeyju og Þóru. Ingi Þór átti 6 systkini: Smári, f. 1939, d. 1972, Friðþjófur Daníel, Guðmundsdóttur frá Patreks- firði voru það söluferðir til Þýskalands með fisk. Var nokk- ur ár á vertíð í Sandgerði. Mörg sumur vann hann hjá Reimari Snæfells í símavinnu sem tengingamaður víðs vegar um land. Vann hjá frænda sínum Leifi við Hljóðfæraverkstæði Leifs Magnússonar við ýmis störf. Síðast vann hann hjá Fjöliðj- unni á Akranesi þar til hann hætti störfum 67 ára. Síðustu ár hefur Ingi Þór dvalið á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Höfða á Akranesi. Átti hann við mikinn heilsubrest að stríða síðustu árin. Útför Inga Þórs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 20. maí 2021, klukkan 13. Vegna að- stæðna í samfélaginu verður at- höfnin með nánustu aðstand- endum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: https://www.akraneskirkja.is/ Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andat f. 1947, d. 2017 og Edda Dagný, f. 1963, sammæðra. Ingveldur, f. 1945, Fríða, f. 1948 og Guðbjörn Bjarni, f. 1949, d. 2021, samfeðra. Ingi Þór gekk í Barnaskóla Akra- ness, hann byrjaði ungur að vinna í fiski. 1961 var hann á mótorbátnum Skipaskaga AK þar sem hann slasaðist alvar- lega við löndun á fiski og var vart hugað líf. Hann var sjómað- ur á mörgum bátum, m.a. á Enok, 12 tonna dekkbát og með Garðari Finnssyni á Hinriki, með Jóhannesi Eyleifssyni á Leifi AK og með Jóhannesi Ólafssyni á Hrólfi AK í 10 ver- tíðir. Ingi og Eyvindur vinur hans tóku nokkra túra sem af- leysingamenn um jól á Helgu Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson) Hann Ingi okkar hefur nú kvatt en eftir standa margar minningar sem við fjölskyldan eigum um hann. Hann var ekki eins og allir aðrir og fór alltaf sín- ar eigin leiðir í lífinu. Hann var stríðinn og orðheppinn og elskaði að vera ósammála viðmælendum sínum. Þá sást alltaf í glettið bros hans. Hann þjónaði lengi hinum harða húsbónda Bakkusi, en fyrir um 20 árum sagði hann skilið við hann sem var mikið gæfuspor. Mörgum þótti vænt um Inga og því höfum við kynnst enn bet- ur nú þegar hann er fallinn frá. Þóra föðursystir hans hlúði að honum eins og um hennar eigin son væri að ræða. Ingi átti góðan vin, hann Eyvind, sem hann kall- aði stundum Vindinn. Hann veitti honum skjól á erfiðum tímum og reyndist honum dýrmætur vinur. Á fótbolta hafði Ingi mikinn áhuga og á yngri árum spilaði hann með 2. flokki ÍA. Þeir urðu Íslandsmeistarar 1960. Ingi og Baldur fóru saman til New York á Heimssýninguna 1964 og dvöldu hjá Önnu systur Baldurs og Sveini manni hennar í einn mánuð. Þetta var mikil upp- lifun sem seint gleymist. Við sjáum Inga fyrir okkur standa á Vesturbryggju við Lambhúsasund í kvöldkyrrðinni á meðan sólin hnígur til viðar. Hann gengur um borð í bátinn og leggur frá landi. Báturinn hverf- ur okkur sjónum. Leggst að bryggju við aðra strönd – nýtt upphaf. Þar verður tekið vel á móti honum. Guð geymi þig elsku Ingi. Ása og Baldur. Ingi frændi minn gekk undir tveimur nöfnum: Ingi Þór sem hann var skírður og svo Malli, nafnið sem margir þekktu hann undir. Ég kallaði hann aldrei ann- að en Inga frænda. Ég var stolt af því að vera frænka hans. Og nú er hann Ingi frændi lát- inn. Í annað sinn. Sem barn fékk ég oft að heyra söguna um Inga frænda sem hafði lent í slysi um borð í báti við löndun. Slysið var alvarlegt og hann dó. Hjartað stoppaði og lífið virtist vera að fjarað út. En hann var lífgaður við. Kom til baka. Í bankanum nokkrum misserum eftir atburð- inn á Ingi að hafa sagt: „Ég borga engar skuldir úr fyrra lífi.“ Ég heyrði svo oft þessar sögur, barnshugurinn raðaði þeim brotakennt saman og fyrir mér var hann stórmerkilegur. Hann hafði sigrað dauðann. Hann sagði stundum frá þessu sposkur, með blik í auga og lítilli brosvipru í munnvikinu. Hann gaf tilfinning- ar til kynna á svo fíngerðan máta að maður þurfti að læra að lesa í hann. En þessi reynsla hefur örugglega reynt á hann. Kannski hrjáðu hann verkir eftir áverka, ótti eftir atburðinn. Það kom samt aldrei fram. Það hefði ekki verið hans stíll að ræða um það. Ingi frændi var tíður gestur á mínu heimili. Hann var alltaf vel- kominn. Það var alltaf talað vel um hann. En hann fór ekki alltaf vel með sig sjálfur. Hann var túramaður, drakk illa og hefur án efa liðið miklar kvalir vegna þess. Ég ákvað sem barn að taka eina heimsóknina upp á segulband og hugsaði með mér að ef ég spila þetta fyrir hann ódrukkinn mun hann örugglega hætta að drekka. Það virkaði ekki, en það var væntumþykja í þessari tilraun. Einhverra hluta vegna náði hann eins og fyrir kraftaverk að hætta að drekka fyrir um tuttugu árum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig honum tókst það. Mig hefur oft langað til að hrósa hon- um fyrir þetta, halda upp á edrú- mennskuna. Benda honum á hvað þetta var mikið kraftaverk. Eftir að hafa sigrað dauðann, sigraði hann líka náinn samstarfsfélaga dauðans, sjálfan Bakkus. En það hefði sko ekki verið í hans anda að ræða það. Hann vildi ekki fá athygli eða hrós. Þegar systir mín fæddist fyrir 49 árum mætti Ingi frændi á spít- alann. Hann kom við í blómabúð og mætti ölvaður og í góðu skapi með vöndinn. „Er þetta faðir- inn?“ spurðu ljósmæðurnar og mamma hló. Henni þótti svo vænt um hann. Hann var mættur til að samfagna með mömmu nýju lífi í þennan heim. Hann vissi ekki þá að mamma, þessi eiginkona frænda hans sem alltaf tók hon- um opnum örmum, var einmitt manneskjan sem myndi fylgja honum síðasta spölinn burt úr þessum heimi. Mamma passaði upp á hann síðustu árin sem hann var á Höfða. Þegar ljóst var hvert stefndi var hún hjá honum. Hann var umvafinn umhyggju og það er mikilvægt fyrir mig að vita að hann var ekki einn þegar hann dó. Elsku Ingi. Takk fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið. Takk fyr- ir húmorinn, óborganlegu kald- hæðnu tilsvörin. Ég sé þig fyrir mér fussa yfir þessum skrifum mínum og eins og alltaf sé ég samt í gegnum það, það glittir í kímnina og ég held þér þætti þessi skrif allt í lagi. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín frænka, Eyrún. Ingi Þór Bjarnason - Fleiri minningargreinar um Inga Þór Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.