Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri ✝ Hrafnkell Gunnarsson fæddist í Reykjavík þann 12. nóvember árið 1957. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík þann 11. maí 2021. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Óli Ferdin- andsson eldsmiður, f. 24.11. 1922, d. 30.8.2001, og Hrefna Guðbrands- dóttir, f. 30.11. 1921, d. 27.4. 2014. Systur Hrafnkels eru Magnea Gunnarsdóttir, f. 31.7.1945, og Birna Gunn- arsdóttir, f. 16.6.1950. Hrafnkell kvæntist þann 10.3. Margrét Lilja, f. 27.8. 1982, maki Jón Eiríkur Jóhannsson, f. 12.6.1975, börn þeirra eru Hrafnhildur Líf, f. 27.8. 2002, Aron Daði, f. 3.6. 2008, og Bjarni Þór, f. 22.11. 2009. 4) Hrafnkell Óli, f. 24.7. 1991, maki Berglind Sunna Bragadóttir, f. 21.10. 1992, börn hans eru Svanhildur Ósk, f. 4.2. 2013, og Elías Máni, f. 19.2. 2014. Hrafnkell var lengst af fram- kvæmdastjóri hjá bifreiða- umboðinu Heklu. Hann starfaði við rekstur á eigin félagi, Skaftá, til dánardags. Hrafnkell lauk rekstrar- og viðskiptanámi frá Háskóla Íslands og MBA-námi frá sama skóla. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag 20. maí 2021 og hefst athöfnin kl. 15, vegna fjöldatak- markana verður athöfninni streymt: https://tinyurl.com/3sdm3cdh Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1979, Kristínu Þor- björgu Jónsdóttur, f. 30.11. 1957. Börn þeirra eru 1) Sigríð- ur Hrefna, f. 18.5. 1977, maki Eyjólfur Eyjólfsson, f. 8.2. 1969, dætur hennar eru Sara Lind, f. 2.2. 2001, og Sandra Ýr, f. 16.1. 2008, börn hans eru Gísli Þór, f. 20.3. 1992, Katrín, f. 21.1. 2002, og Ásgeir, f. 21.7. 2003. 2) Kristján Páll, f. 31.5. 1981, maki Heiðdís Helga Antonsdóttir, f. 14.4. 1980, börn þeirra eru Karen Harpa, f. 23.11. 2001, Gunnar Páll, f. 25.5. 2008, og Sölvi Dan, f. 13.8. 2010, 3) Elsku pabbi, ég veit ekki hvar ég á eiginlega að byrja annars staðar en að segja takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig. Takk fyrir að hvetja mig enda- laust áfram og styðja mig í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Takk fyrir að hlusta og fyrir að vera alltaf tilbúinn að leiðbeina og veita mér bestu ráð sem til eru. Takk fyrir að vera pabbi minn. Það eru svo mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp með jafn sterka fyrirmynd og þig. Þú kenndir mér vinnusemi og þau góðu gildi að klára verkin strax, ekki láta þau bíða. Þú kenndir mér líka mikilvægi þess að hlusta og bera virðingu fyrir manneskjunni alveg eins og hún er. En mikilvægast af öllu var þó sjálfstæðið sem þú ólst upp í mér og gleymi ég því seint þegar ég fékk að fylgja þér 16 ára í vinnu- ferð til London þar sem mér var treyst til að valsa um Oxford- stræti og versla, draumur sér- hverrar stelpu. En þar fékk ég líka að upplifa þá virðingu og að- dáun sem allir sem með þér störfuðu höfðu á þér. Nú þegar ég horfi til baka og hugsa með þakklæti til alls þess sem þú hefur kennt mér þá verð ég líka svo sorgmædd og leið yfir því að þú skyldir vera tekinn svona snemma frá okkur. Ég á eftir að sakna þess svo mikið að heyra í þér. Að geta hringt í þig eða skutlast yfir í kaffi og spjall. Þú varst mín stoð og stytta og alltaf boðinn og búinn að hjálpa og taka þátt í öllu því sem ég var að gera. Þegar ég ætlaði að vera ægilega sjálfstæð og mála vegg- inn í stofunni þá varstu mættur algerlega óumbeðinn með allt sem til þurfti, málninguna líka. Þú varst svo nákvæmur og vand- virkur og allt lék einhvern veg- inn í höndunum á þér. En það var líka svo gaman að geta deilt öllu með þér. Stoltið og hvatn- ingin þín ýtti mér alltaf lengra til að ná enn meiri árangri. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir hvað við vorum náin og samrýnd. Hvernig þú og mamma stóðuð sem klettar við bakið á mér og stelpunum á erfiðum tíma við skilnað, hélduð utan um okkur og styrktuð. Það er það tímabil í mínu lífi sem ég hef þakkað hvað mest fyrir að eiga jafn frábæra foreldra og ykkur. Við eigum svo mikið af dásam- legum minningum. Golfvikan okkar síðasta sumar þegar við tókum okkur sumarfrí til að spila golf í dásamlegu veðri og gera vel við okkur í smurbrauði í Hveragerði á milli hringja er eitthvað sem mun lifa með mér alla tíð. Þú hafðir svo mikla þol- inmæði til að leiðbeina mér á vellinum og þú varst stoltastur yfir því að ég skyldi loksins fá golfdelluna. Öll ferðalögin okkar saman hvort sem var hér heima eða úti, siglingar eða útilegur. Þú kenndir okkur öllum að njóta já og að fara eftir draumunum og vera í núinu. Stelpurnar mínar eru svo heppnar að hafa fengið þann allra besta afa sem til er. Afa með endalausa þolinmæði og hlýju. Afa sem var alltaf til stað- ar. Elsku pabbi ég kveð þig með svo miklu þakklæti í hjarta fyrir allt sem þú varst og hefur gefið mér. Ég er svo endalaust þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera dóttir þín. Sigríður Hrefna. Elsku pabbi, ég átti ekki von á að vera að skrifa þér þessi orð nú, hélt við ættum eftir að eiga þau mörg árin saman í viðbót. Nú leita ég til þess æðruleysis sem þú hafðir og hugsa til þeirra stunda sem við áttum saman en þær eru margar og góðar. Alveg frá því að ég man fyrst eftir mér varst þú alltaf tilbúinn að taka mig með í hvað það sem þú tókst þér fyrir hendur og kenndir mér svo ótal margt. Ófá- ar ferðirnar fór ég með þér niður í Heklu þar sem þú starfaðir lengst af og man ég vel hvað ég leit mikið upp til þín. Stoltur vildi ég feta í sömu spor og fékk síðan tækifæri til að starfa með þér í nokkur ár, sem styrkti sam- band okkar enn frekar. Framkvæmdasemi bjóstu yfir og um átta ára aldur fékk ég að hjálpa til við fyrstu byggingu þína, þegar við byggðum sum- arbústað fyrir fjölskylduna á Laugarvatni. Dugnaður þinn var slíkur að stundum ofbauð manni að fylgja þér eftir, eftirminnilegt er þegar ég var dauðþreyttur í lok eins vinnudags og fékk mér smálúr inni í einum af steypu- hólkunum meðan þú leitaðir mín um allt. Síðar fékk ég að taka virkan þátt í þeim þremur ein- býlishúsum sem þú reistir fyrir fjölskylduna. Drifkrafturinn þinn var einstakur og flestum finnst nóg um að reisa sér eitt hús um ævina en ekki þér. Ferðalög okkar voru mörg innanlands og utan. Mér er minnisstæð ferð okkar tveggja um hálendið þar sem við vorum að prufa einn af þeim Mitsubishi- jeppum sem þú áttir og fórum um og sköpuðum eftirminnilegar minningar. Saman byrjuðum við að spila golf og nutum við þess alla tíð. Alltaf varstu tilbúinn að taka virkan þátt í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur og þegar ég tók mín fyrstu skref í skotveiði þá tókst þú fullan þátt í þeim æv- intýrum, smá þolinmæði þurfti sem ég gat sótt til þín og skilaði hún okkur veiði nokkrum ferðum síðar. Elsku pabbi, ég kveð þig að lokum með þakklæti fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér og börnum mínum, mun minnast þín uns við sameinumst á ný. Kveðja, þinn Páll (Palli). Elsku pabbi minn, ég á erfitt með að ná áttum á þessari stundu og ná að skilja að þú ert ekki lengur hér. Þú varst klett- urinn í lífi okkar, alltaf klár í að gera allt fyrir okkur, sama hvað það var þá varst þú tilbúinn að koma og redda málunum. Betri fyrirmynd er ekki hægt að finna, að alast upp horfandi á það hversu mikið þú lagðir á þig fyrir okkur svo við gætum notið er aðdáunarvert. Vinnusemin og elja þín mótaði mig í þann ein- stakling sem ég er í dag. Þú hef- ur kennt mér að ég get gert allt sem mig langar til að gera, það eina sem þarf er viljinn og láta vaða. Eðli þitt var að gera allt sem þig langaði til og í stað þess að velta þér upp úr hlutunum þá bara dreifstu þig í að fram- kvæma þá. Þú varst alltaf að, það mátti aldrei neitt bíða. Við erum þér ævinlega þakklát fyrir allar samverustundirnar en þið mamma voruð mjög dugleg að halda stóra hópnum ykkar ná- lægt ykkur. Allar minningar af ferðalögunum og samverustund- um ylja á þessum erfiðu stund- um. Minningarnar eiga allar það sameiginlegt að þú gerðir allt til þess að gleðja og láta okkur líða vel. Ég hefði bara viljað fá mun lengri tíma með þér þar sem við áttum eftir að gera og upplifa svo margt saman. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, en ég veit að leiðir okkar munu liggja aftur saman síðar. Þín Lilja. Sólríkir dagar undanfarið hafa gefið fyrirheit um að fram- undan sé tími þar sem minningar verði skapaðar á ferðalögum og samverustundum. Náttúran vaknar til lífsins og fuglar syngja inn daginn. Að vakna á svo fal- legum degi við þær fregnir að þú hafir kvatt, er okkur óskiljan- legt. Þú sem hefur alltaf verið til taks og boðinn og búinn að veita ráð eða rétta hjálparhönd. Sá sem var alltaf til í að skapa minn- ingar og gera þær ógleymanleg- ar, hvort sem það var að fara í ferðalag, í golf eða taka til hend- inni, þú varst einfaldlega til. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var gert upp á 10, snyrti- mennska og útsjónarsemi var einkenni þitt eins og heimili ykk- ar Kristínar ber merki um. Þú varst stoltur af fjölskyldunni þinni og vildir allt fyrir hana gera. Nú sækjum við í minninga- bankann sem þú hefur verið svo duglegur að leggja inn á hjá okk- ur. Þar er af mörgu að taka, ferð- ir hér heima og erlendis og sam- verustundir sem við höfum átt saman eru okkur ómetanlegur auður í dag. Elsku tengdapabbi, þú varst Afi barnabarnanna með stóru A-i, því munu þau aldrei gleyma og minning þín verður sveipuð dýrðarljóma um einstak- an mann sem lifir með okkur öll- um. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Jón Eiríkur. Ég elskaði að fara með þér og ömmu út á sólbekk í Flórída að tana enda virkilega öflugir sól- bekkjarfélagar! Afi var ekki að halda sig í skugganum eins og pabbi gerði, heldur sagði hann við mig að bera bara nóg af olíu á! Enda hataði ég ekki að fá lit. Þú og amma voruð alltaf svo dugleg að kíkja yfir til okkar, ný- komin úr „stuttum“ hjólatúrum eða göngutúrum sem voru ekki nema margir kílómetrar. Það má segja að vantaði alls ekki upp á hreyfinguna hjá ykkur ömmu. Því ef það voru ekki hjólatúrarn- ir, þá voru það göngutúrarnir eða ræktin niðri og ekki var það verra ef þú gast fengið ömmu í smá kapp eins og ferskur ung- lingur. Ég man alltaf eftir þér sem svakalega virkum alltaf að brasa eitthvað eða dunda ef þið amma voruð ekki að undirbúa næsta ferðalag. Þú beiðst ekki með það að gera það sem þú vild- ir og það viðhorf ætla ég að reyna að tileinka mér í lífinu. Ég þekki engan afa sem var jafn hress og þú og saman mynduðuð þið amma frábært teymi (nema í bíl) sem við barnabörnin elskuð- um að vera nálægt enda var hvergi dásamlegra að vera en með þér og ömmu. Ég vona svo innilega að þegar ég verð gömul verði ég jafn hress og þú varst en aldrei man ég eftir því að hafa séð þig öðruvísi en með bros á vör. Ég mun aldrei gleyma þér, afi, sakna þín og elska þig. Þang- að til næst. Kveðja Karen Harpa. Afi, þú varst virkilega góður maður, þú varst alltaf í góðu skapi, þú varst þolinmóður, ham- ingjusamur og alltaf tilbúinn til þess að gera hvað sem er fyrir okkur krakkana. Það var alltaf hægt að koma til þín og það var ekkert sem þú gast ekki hjálpað manni með eða sagt manni til um. Þú ert dýrlingur og fyrir- mynd okkar, þú beiðst aldrei með að gera hlutina og lifðir al- gjörlega í núinu. Það er svo margt sem þú kenndir okkur og það er sárt að hugsa um það að það sé ekki hægt að læra meira af þér. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, elsku afi minn, og hvíldu í friði þangað til við sjáumst næst. Hrafnhildur Líf Jónsdóttir. Mig langar til þess að segja nokkur orð til minningar um ást- kæran afa minn. Hann afi er einn hugljúfasti maður sem ég hef kynnst. Það sem afi minn gaf mér af hlýju og ástúð var engu öðru líkt, svo yndislegur og skilningsríkur var hann. Hann leitaði ávallt að því besta í fari allra. Ég gat alltaf stólað á hann afa sama hvað, hann sótti mig og skutlaði mér á æfingar í gegnum minn tíu ára tennisferil. Hann átti svo stóran þátt í tennisferl- inum mínum, hafði alltaf óbilandi trú á mér og fagnaði sérhverjum sigrinum með mér. Ég gleymi því aldrei hvernig það var að koma heim til afa og ömmu, þar sem þau voru með tilbúinn mat fyrir mig eftir langa og erfiða leiki. Ég og afi áttum það sam- eiginlegt að við elskuðum bæði tvö sushi, það var ein af mörgum gæðastundum þegar við tókum okkur saman rúnt í Glæsibæ og komum svo heim með fullar hendur af sushi til ömmu. Það sem ég mun sakna þessara stunda með þér, elsku afi minn. Allar þær utanlandsferðir sem við höfum farið í fjölskyld- an, við eigum óendalega verð- mætar minningar úr þeim ferð- um. Við ferðuðumst svo víða, elsku afi minn, en skemmtileg- ustu minningarnar af ferðalög- unum eru úr siglingunum sem við fórum í. Mín allra fyrsta ut- anlandsferð með þér var þegar ég var aðeins fjögurra mánaða gömul. Afi minn var sólargeislinn í lífi mínu. Það sem ég er þakklát fyr- ir ykkur afi og amma, og allt það sem þið hafið gefið mér. Þið stóð- uð þétt við bakið á okkur mæðg- um í gegnum erfiða tíma, og varðveittuð okkur og styrktuð. Ég gat alltaf leitað til þín afi ef mig vantaði hjálp og ef ég bara þurfti smá að spjalla. Þegar ég fékk þær fréttir að þú hefðir yf- irgefið þennan heim, vildi ég ekki trúa því. Að hann afi minn væri farinn og ég fengi ekki að faðma þig aftur, svo hlýr og full- ur af ást og umhyggju. Mér fannst hjartað í brjósti mér ætla springa. Hann afi minn kenndi mér margt í gegnum lífið svo sem að ávallt hugsa og sýna skynsemi áður en ég framkvæmi nokkurn hlut. Hann var svo vandvirkur, algjör dugnaðar- forkur og hreint út sagt fyrir- mynd í lífinu. Elsku afi minn, þú varst tek- inn allt of fljótt í burtu frá okkur. Ég mun að eilífu varðveita góðu stundirnar okkar í hjarta mínu. Ég kveð þig með þakklæti og fyrir allt sem þú stóðst fyrir. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið afastelpan þín. Þín Sara Lind. Elsku afi, mér finnst ótrúlegt að þú sért farinn frá okkur. Þú varst besti afi sem ég gæti óskað mér. Þú gerðir allt fyrir mig. Það sem ég elska þig mikið. Ég vildi óska þess svo heitt að þú værir ennþá hér og ég gæti bara komið í heimsókn og fengið venjulega afaknúsið frá þér, fengið mér oreo og mjólk og spjallað við þig í sófanum um allt og við hlegið af okkur hausinn. Ég man það svo vel þegar við vorum síðast í Flór- ída, þegar ég var að reyna að fleygja þér af kútnum í sund- lauginni, hvað við gátum skemmt okkur mikið. Afi, þú varst ynd- islegasti, fyndnasti og skemmti- legasti maður sem ég veit um. Þetta eru erfiðir tímar en ég veit að þú ert hjá mér og verður alltaf til í hjarta mínu og passar alltaf upp á mig og alla sem þú elsk- aðir. Þín afastelpa, Sandra Ýr. Síst af öllu hefði það hvarflað að mér að að þurfa að kveðja þig minn elsku bróðir. Ég var engan veginn tilbúin að sætta mig við þá staðreynd, enda varst þú á besta aldri, alltaf glaðvær og til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Við vorum alla tíð sam- rýnd systkini og áttum margar góðar stundir á Langholtsvegin- um þar sem við ólumst upp. Við fórum oft í gönguferðir, á skíði eða skauta. Við horfðum saman á fótboltaleiki og þurfti móðir okkar oft að yfirgefa heimilið meðan leikurinn stóð yf- ir vegna hávaða í okkur. Þú lést ekki þitt eftir liggja í góðlegum hrekkjum þegar þú varst krakki og varst alltaf til í sprell og spaug. Þegar þú kynntist Kristínu, stóru ástinni þinni, hefðir þú vart getað fundið betri lífsföru- naut. Ykkar búskapur hófst á Langholtsveginum. Mér er minnisstætt þegar ég kom heim af fæðingardeildinni og þið tókuð á móti mér með blómum og kök- um. Strax á unga aldri varst þú áræðinn og fylginn sjálfum þér. Þér gekk vel í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og þú lést ekk- ert stöðva þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir fjölskylduna þína og varst ein- stakur pabbi og afi enda máttu börnin þín og afabörnin vart sjá af þér. Þú varst aðaldrifkrafturinn í ferðum okkar erlendis og eru þær ferðir ógleymanlegar. Ég á margar góðar minningar um þig minn yndislegi bróðir, þú sem varst mér svo kær. Ég kveð þig með miklum söknuði. Birna Gunnarsdóttir. Yndislegur maður er genginn! Í dag kveðjum við kæran mág og svila, Rabba hennar Kiddýjar systur. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Ef minnst var á Kiddý þá var alltaf sagt Kiddý og Rabbi, þið voruð svo samrýnd og gerðuð allt saman. Búin að vera saman síðan þið voruð 16 ára. Oft komuð þið í sveitina og þá fannst þér gott að setjast upp í traktor og komast í heyskap, fínt að kúpla sig út úr öllu borgar- stressinu. Minningarnar geyma líka fyrstu utanlandsferð okkar hjóna með ykkur Kiddý til Amst- erdam, yndisleg og skemmtileg ferð. Og svo komum við oft til ykkar í sumarbústaðinn á Laug- arvatni og margar, margar fleiri minningar eru svo dýrmætar og geymast. Þið voruð órjúfanlegt kombó, samstiga í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Fjöl- skyldan var alltaf í fyrirrúmi og þar varstu alltaf sterkur klettur. Elsku Kiddý systir mín, þetta er svo hryllilega óréttlátt og mikil sorg, ég vildi svo geta tekið allt og látið hverfa. Missir þinn er svo mikill en ég vil trúa að þegar þið hittist síðar þá verðið þið aftur eins og þið voruð, Kiddý og Rabbi að eilífu. Guð geymi ykkur elsku systir mín og fjölskylda. Kveðja, Jónína og Gestur, Arnarstöðum. Hrafnkell Gunnarsson - Fleiri minningargreinar um Hrafnkel Gunnars- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.