Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 ✝ Ásta Halldóra Ágústsdóttir fæddist á Saxhóli undir Snæfellsjökli 26. október 1935. Hún lést á líknar- deild Landspítala í Kópavogi 9. maí 2021. Foreldrar: Sig- urlaug Sigurgeirs- dóttir, f. 25. ágúst 1900, d. 4. október 1984 og Ágúst Sigurjón Þór- arinsson, f. 10. desember 1896, d. 19. febrúar 1950. Systkini Ástu: Þóra Jenný, f. 1932, d. 2014, Elsa, f. 1933, d. 2005, Ásta Hall- dóra, f. 1934, d. 1935 og dreng- ur, f. 1942, d. 1942. Eftirlifandi systir Ástu er Þórdís, f. 1937. Eiginmaður Ástu var Gunnar Sæmundsson, f. 17. febrúar 1935, d. 12. ágúst 2011. Þau gengu í hjónaband 30. nóvember 1957. Börn: 1) Ágúst Þór, f. 6. ágúst 1957, maki Hólmfríður Sigurðardóttir. Börn: a) Ragn- hildur, maki Júlíus Ingi Jónsson. Börn: Jón Ágúst, Viktor Ingi og Alexander Funi. b) Sigurður, maki Helena Pálsdóttir. c) Gunn- ar, maki Miriam Marie Ringrose. 2) Ólafur Sævar, f. 27. janúar 1959, fyrrverandi maki Anna J. Þórarinsdóttir. Börn: a) Ásta Börn: Lilja Karen og Brynja Rós. Ásta ólst upp á Saxhóli til 7 ára aldurs en þá flutti fjöl- skyldan að Svarfhóli í Mikla- holtshreppi. Þar bjó hún til árs- ins 1950 en flutti á Akranes í kjölfar andláts föður hennar. Hún gekk og hljóp á næstu bæi, þar sem hún naut farkennslu en var snemma send í vist til að hjálpa til á heimilum við barna- pössun, matargerð og þrif. Þannig var grunnurinn lagður að framtíðarverkefnum við upp- eldi stórs barnahóps á eigin heimili, sem matráður í mal- araflokki hjá Vegagerðinni á landsbyggðinni, ýmis þjón- ustustörf ásamt félagsmiðstöð aldraðra á Vesturgötu 7 í Reykjavík, þar sem hún starfaði í 18 ár. Ásta kynntist Gunnari í Skál- holti haustið 1955. Þann 1. des- ember sama ár flutti litla fjöl- skyldan í nýbyggt einbýlishús í Birkihvammi 5 í Kópavogi, þar sem Ásta bjó alla tíð síðan eða í rúm 63 ár. Hún var í leikfimi hjá Kvenfélagi Kópavogs og Lík- amsrækt Birnu í Garðabæ. Eftir að Gunnar lést tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra, leik- fimihópi Breiðabliks, spilaði fé- lagsvist og sótti danstíma. Útför Ástu Halldóru verður gerð frá Garðakirkju í dag, 20. maí 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/JjJ2K_8Hsck Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Halldóra, maki Baldvin Ottó Guð- jónsson. Barn: Hreiðar Birkir. b) Þórarinn, maki Tí- mea Nagy. Barn: Margrét Sóley. c) Magnús Birkir. d) Þórdís Erla, maki Brynjar Ögmunds- son. Börn: Ög- mundur Óli og Bergrós Anna. 3) Hulda Björk, f. 6. maí 1960, maki Helgi Valberg. Börn: a) Benedikt, maki Eyja Drífa Ing- ólfsdóttir. Börn: Hilmir Leó og Óskar Freyr. b) Helga Björk, maki Eyþór Loftsson. Börn: Kári og Flosi. 4) Sigurlaug, f. 28. ágúst 1962, maki Hafsteinn Gunnar Haraldsson. Börn: a) Davíð, maki Unnur Björk Þór- arinsdóttir. Börn: Júlía Björg og Ellie Sigurlaug. b) Ásta Rakel, maki Sigurður Jónsson. Börn: Dagur, Karen Eva og Jón Haf- steinn. c) Sara. 5) Gunnhildur, f. 12. ágúst 1967, maki Rannver Eðvarðsson. Börn: Margrét Ósk og Eva Hlíf. 6) Valdimar Grétar, f. 22. desember 1968, maki Katrín Einarsdóttir. Börn: Haukur Þór og Sölvi Freyr. 7) Gunnar, f. 3. september 1981, maki Anna María Bjarnadóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Mamma mamma. Hvað ætli þú hafir heyrt þetta oft kallað? Þú hélt fast utan um hópinn þinn og var Birkihvammur eins og fé- lagsheimili. Við hittumst ansi oft í pönnukökum og alltaf varstu tilbú- in að baka þær við öll tilefni. Þá mættir þú með bunkann, rabarbar- asultuna og þeytta rjómann. Svo voru það allar sjö fermingarveisl- urnar, trúlofunarveisla og tvær brúðkaupsveislur með öllu því til- standi sem því fylgdi, svo sem að taka upp hjónarúmið, breyta her- bergjum og setja upp veisluborð. Það er talað um að slíta nafla- strenginn. Ég bjó heima í 24 ár og hélt upp á 50 aðfangadagskvöld með þér. Þú hjálpaðir mér að kaupa bíl þegar ég var 17 ára og þá tók ég við af pabba að keyra þig í búðir. Og við vorum óstöðvandi. Við fórum í nokkrar utanlandsferð- ir saman. Þú elskaðir sólina, hitann og naust þín vel. Það var svo margt framundan sem þú varst farin að hlakka til. Eva mín að útskrifast sem stúdent um næstu helgi og barnabarn nr. 19 að fæðast í byrjun júní. Ásamt tveimur brúðkaupum hjá barnabörnum og þú varst farin að tala um að kaupa þér kjól. Þú verður alltaf með okkur, elsku mamma. Þín dóttir, Gunnhildur. Elsku mamma. Þá er komið að kveðjustund. Það verður tómlegt að geta ekki komið í Birkihvamminn og fengið kaffi og pönnukökur. Alltaf var líf og fjör þar sem þú varst, elsku mamma mín. Nú tekur pabbi á móti þér í Sumarlandinu. Takk fyrir allt, mamma mín. Minning þín lifir. Þín dóttir, Sigurlaug (Silla). Ég kynntist Ástu og fjölskyldu hennar árið 1980 þegar við Hulda dóttir hennar hófum búskap. Hún var þá komin með miklum krafti á vinnumarkaðinn eftir að Gunnar maðurinn hennar hafði þremur ár- um áður lent í alvarlegu vinnuslysi, sem olli honum varanlegum skaða. Hún var kraftmikil kona og fylgin sér og gerði allt með fullum hug og áhuga. Hún hafði áhuga á fólki, sögu þess og ættfræði og var vel minnug. Snæfellsnesið, þar sem hún ólst upp, átti sitt rými í hjarta hennar. Hún sagði magnaðar sög- ur þaðan frá þeim tíma þegar hún var barn, um lífið í torfhúsum, frá kuldanum á vetrum og myrkrinu og fólki sem átti hvergi heima og fékk að búa á bæjunum. Hún sagði líka frá sumrinu, birtunni og störf- um í sveitinni og þegar konur prjónuðu á göngunni á milli bæja. Þá var mikið að gera og gaman að vera til. Hún vildi að heimili sitt væri miðdepill fjölskyldunnar og þannig var það. Þar krossuðust leiðir allra og mörg börnin byrjuðu sinn bú- skap þar í litlu íbúðinni á neðri hæðinni. Þar á meðal við Hulda. Húsið þeirra hjóna í Birkihvamm- inum var eins og ættarsetur. Fólk- ið kom og fór, var stutt eða lengi, gisti stundum, datt inn í kvöldmat eða í morgunmat og allt þar á milli. Ásta vildi hafa marga og hafa fjör. Það er ekki hægt að sleppa pönnu- kökunum hennar Ástu. Þær voru svo góðar að þær hefðu átt að vera heimsfrægar. Og í öllu stuðinu prjónaði hún sokka, peysur og fleira á afkomendur sína og tengdafólk. Ásta var virk í lífi afkomenda sinna og ekki skoðanalaus. Hún vildi að börn sín giftust og eign- uðust þak yfir höfuðið og ef það dróst eitthvað með barnabörn fór hún aðeins að ókyrrast. Ástu þótti gaman að ferðast og ferðaðist oft með börnum sínum innanlands og erlendis. Hún hafði sérdeilis gam- an af að kíkja í búðir, en gleymdi stundum að láta ferðafélagana vita að hún ætlaði að droppa inn í ein- hverja búð í erlendum borgum og týndist þá stundum, en fannst allt- af aftur sem betur fer. Ásta var lífsglöð og hress og hafði gaman af því að vera í hópi af fólki. Hún tók virkan þátt í starfi eldri borgara þegar kom að því, var í íþróttum, leikfimi, dansi, spilaði og ýmsu öðru. Hún var heilsu- hraust fram eftir öllum aldri, þar til fyrir um það bil þremur árum að hún greindist með krabbamein. Hún fór þá í aðgerð og sigraðist á því, bjartsýn og æðrulaus. En seinni hluta síðasta árs greindist hún aftur með krabbamein sem ekki varð ráðið við. Ásta tók á því með bjartsýni og dugnaði eins og flestöllu sem barst henni á hendur í lífinu. Hún náði að vera heima allt að enda með góðum stuðningi dætra sinna, en lést síðan á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi eftir stutta legu þar í góðri umönn- un starfsmanna spítalans. Ásta tók vel á móti mér í fjöl- skylduna sína og við urðum fljótt vinir, sem hélst allt til enda. Þessi fáu orð mín eru eingöngu smá inn- lit í ævi þessarar merku konu. Það er með þakklæti í hjarta sem ég kveð vin minn og tengda- móður. Helgi Valberg. En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. (Kahlil Gibran) Ég átti því láni að fagna að vera tengdasonur Ástu í næstum 30 ár. Vil ég þakka fyrir langa og góða viðkynningu. Að leiðarlokum er margs að minnast og þakka. Þar á meðal eru allar veislurnar sem haldnar voru í Birkihvamminum, ferðalögin sem við fórum í, sum- arbústaðarferðir og allar pönnu- kökurnar sem voru framleiddar á færibandi. Ekki var minna að gera í handverkinu. Lopapeysur og sokkar sem skylda var að eiga. Það var alltaf nóg um að vera í Birki- hvamminum. Alltaf fólk á ferðinni enda stór systkinahópur og 18 barnabörn. Lífið var samt ekki allt- af dans á rósum í Birkihvamminum en gleðin var samt alltaf til staðar. Það sem mótar mann mest í líf- inu er hvernig maður bregst við erfiðleikum. Þar átt þú vinninginn í mínum huga því flestir hefðu brotnað á þeirri vegferð sem þér var valin, en ekki þú. Þú tókst af skarið þegar þurfti án þess að líta til baka. Ásta hafði áhuga á fólki og ætt- fræði. Hverra manna ert þú? Hvaðan ertu? Og síðan hófst hún handa við að reyna að tengja þig við það fólk sem hún þekkti. Og hún var býsna lunkin við þessa iðju og gat rakið ættir og tengsl betur en nokkur annar sem ég þekki. Og þegar fram líða stundir þá mun ég ávallt minnast Ástu og þeirra ferðalaga sem við fórum í. Það gerist ekki oft að maður týnir ferðafélaga á flugstöð eða í versl- unarmiðstöðum. En minningar verða til við svona atvik. Þín góðvild, samúð og göfuglyndi gleymist ei neinum, sem kynntist þér. Í sólblævarþyt og vetrarvindi vonglöð og örugg þú reyndist mér. Í greipum dauðans, við draumsins yndi: jafn-dýrðleg alltaf þín návist er. (Þóroddur Guðmundsson) Síðustu orð Ástu til mín voru: Takk fyrir öll árin. Sömuleiðis Ásta. Takk fyrir öll árin. Minn var heiðurinn. Rannver. Þegar ég hitti Ástu tilvonandi tengdamóður mína í fyrsta sinn haustið 1981 tók á móti mér glað- leg, lágvaxin kona sem var nýorðin móðir að sínu sjöunda barni. Hún var smart þar sem hún stóð í for- stofunni í bleikum bol, með bláa augnskugga og síða eyrnalokka. Mikið var bros hennar viðfelldið og hlátur hennar smitandi. Ég var velkomin. Ásta upplifði miklar breytingar á lífsgæðum sín æviár. Fædd og uppalin í torfbæ á Saxhóli undir Jökli, án vatns og rafmagns og húsfreyja í áratugi í einbýlishúsinu þeirra Gunnars tengdapabba í Birkihvammi 5, sem búið er full- komnum nútímaþægindum. Ásta og fjölskylda urðu fyrir miklu áfalli þegar Gunnar varð fyr- ir alvarlegu vinnuslysi í blóma lífs- ins árið 1977. Þá voru þau Ásta rétt rúmlega fertug og börnin sex yngri en tvítugt. Afleiðingar þess mörkuðu djúp spor því auk alvar- legra líkamlegra áverka hlaut Gunnar framheilaskaða og kom út úr endurhæfingu breyttur maður. Á þessum tíma var engin áfalla- hjálp og lítið rætt um afleiðingarn- ar á líkama og sál. Síðar á lífsleið- inni varð Ásta að horfast í augu við að dætur hennar þrjár berjast við brjóstakrabba, mein sem að lokum varð henni að aldurtila. Ásta var sterk kona. Eins og formæður hennar tókst hún á við lífið af æðruleysi, djörfung og dug. Í kjölfar slyssins horfðist hún í augu við þann veruleika að vera aðalfyrirvinnan og fór af fullum krafti út á vinnumarkaðinn frá barnahópnum. Ásta, þessi bjart- sýna og trausta kona, studdi Gunn- ar sinn með ráðum og dáð. Þrátt fyrir örorku gat hann unnið hálfan daginn og létt undir á heimilinu. Ásta hélt barnahópnum sínum saman, Birkihvammur 5 var áfram hjarta fjölskyldunnar. Fjórum ár- um eftir slysið fæddist þeim Gunn- ari lítill drengur, sannkallaður gleðigjafi og tekið opnum örmum af systkinahópnum. Ásta setti svip sinn á líf mitt og fjölskyldu minnar, var stolt af sístækkandi afkomendahópi sínum og var hvetjandi fyrir allan hópinn. Hún stundaði leikfimi öll sín fullorðins- ár. Við urðum leikfimissystur hjá Birnu í Ásgarði í tvo áratugi og af kraftinum að dæma var ekki að sjá að hún væri 25 árum eldri en ég. Líkamlegt og andlegt atgervi gerði það að verkum að Ásta gat búið heima í Birkihvammi þar til fjórum vikum fyrir andlátið. Ásta var gestrisin, sýndi fólki einlægan áhuga og lét engan ósnortinn. Börn umgekkst hún sem jafningja og af virðingu. Ömmu Ástu er sárt saknað. Ég þakka kærri ættmóður sam- fylgdina. Hólmfríður Sigurðardóttir (Fríða). Alltaf þegar maður kom í heim- sókn til þín voru mjög miklar líkur á því að þá þegar væri einhver ann- ar í heimsókn hjá þér, enda varstu umkringd mörgu fólki og alltaf líf og fjör í kringum þig. Það var alltaf gaman að koma til þín. Þú elskaðir að gefa okkur að borða, segja brandara og sögur og sitja úti í sól- inni á svölunum, þar sem alltaf var gott veður í Birkihvamminum. Amma elskaði sólina og fórum við í margar eftirminnilegar utan- landsferðir saman en þá sérstak- lega ferðina sem við flugum tvær einar saman og ég þurfti að passa að týna þér alls ekki. Við komumst á leiðarenda og var þetta algjört ævintýri eins og þú hefðir sagt. Ég mun sakna þín, amma mín, og mun ég aldrei gleyma seinustu heimsókninni minni til þín þar sem við hlógum saman að bröndurun- um þínum og þú kysstir mig síðan bless. Þín Margrét. Elsku amma. Mér finnst það svo óraunveru- leg tilfinning að þú sért farin, reyndar trúi ég því ekki alveg ennþá. Það er kannski ekki skrítið þar sem þú varst alltaf svo stór partur af mínu lífi og hefur búið alla mína ævi í næstu götu við okk- ur. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór til þín að laga sjónvarpið eða bara til að heilsa upp á þig. Mér er minnisstæðust ein vika sumarið 2017 þar sem ég fékk að gista hjá þér þegar ég var að vinna meðan fjölskyldan var í fríi. Þessa viku kom ég alltaf heim í hádeginu og þá varstu búin að steikja handa mér hamborgara og svo eyddum við kvöldunum í að horfa saman á Breaking Bad. Ég man sérstak- lega hvað það var gott að sofa í gestaherberginu hjá þér, það er einhver alveg einstök stemning í Birkihvamminum. Þegar ég var 14 ára kom vinur minn með mér í heimsókn til þín og hann sagði mér seinna að þú værir líklega „mesta amma sem hann hafði hitt“, þú spurðir hann strax hvort hann væri ekki svangur og bauðst honum inn. Mér finnst þessi lýsing hans á þér vera fullkomin. Ég man líka mjög vel eftir einu skipti þeg- ar ég kom til þín eftir skóla þegar ég var u.þ.b. 10 ára, þá hafði strák- urinn sem bjó á móti þér gleymt lyklinum sínum og bankað hjá þér grátandi. Þegar ég mætti var hann kominn í hlý föt og auðvitað kom- inn með eitthvað að borða. Þetta sýnir svo vel hvaða manneskju þú hafðir að geyma. Eins og það er sárt að kveðja þá finnst mér ég verða að vera þakklátur fyrir það hvað ég fékk að kynnast þér vel en það verður skrítið að halda áfram því mér finnst ennþá eins og ég geti rölt niður í Birkihvamminn og kíkt til þín í heimsókn. Ég bið að heilsa afa. Haukur. Elsku amma mín. Þín verður sárt saknað, elsku yndislega amma mín. Alltaf svo hress, kát og hlæjandi. Það fylgdi því svo mikil gleði að heimsækja þig, elsku amma, og yndislegi pönnukökuilmurinn sem tók oftast á móti manni var svo dásamlegur. Trúi því varla að ég geti aldrei aft- ur kíkt á þig í pönnsukaffi. Tala nú ekki um allar stundirnar sem við bökuðum kleinur saman. Ohh, ömmukleinur voru langbestar! Svo beið ég alltaf spennt eftir að desember kæmi, því þá var laufa- brauðsbakstur. Það var alltaf svo skemmtileg jólastemning í laufa- brauðsbakstrinum. Mikið á ég eftir að sakna þín, en ég á endalaust af hlýjum og góðum minningum um þig. Elska þig, elsku amma mín. Þín Sara Gabríella Hafsteinsdóttir. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. (Björgvin Jörgensson) Elsku amma mín. Þín verður saknað mikið af öllu fólkinu sem þú hafðir í kringum þig enda er það stór fjölskylda. Ég mun sakna þess að kíkja í heim- sókn til þín og fá súkkulaðirúsín- urnar sem þú áttir alltaf til. Þú varst alltaf svo fín og hugsaðir mikið um að líta vel út. Varst alltaf með svo fína eyrnalokka. Þá varst þú alltaf með bláan augnskugga og ekki má gleyma krullunum í hárinu. Ég mun alltaf muna eftir því þegar ég hitti þig í seinasta skiptið og þú óskaðir mér til hamingju með að klára stúdentinn. Mér fannst mikilvægt að fara í heim- sókn til þín þótt þú værir orðin mjög veik og fá að halda í höndina þína í seinasta skiptið. Ég mun alltaf elska þig, amma mín. Ljóðið hér að ofan fundum við heima hjá þér og fannst það svo fallegt. Þín Eva. Amma Ásta var mögnuð kona. Eins lengi og við munum eftir henni var hún glaðlynd og smekk- leg, alltaf í góðu skapi og stutt í dillandi hláturinn. Hún var líka alltaf algjör skvísa og vel til höfð. Krullað hárið og blái augnskugg- inn klikkuðu ekki. Matarástin á ömmu var mikil. Það var enginn flinkari að munda pönnukökurnar með sína pönnuna upp á hvorn arminn, svona eins og í teiknimyndunum. Og pönnukök- urnar, vá! Þær voru ómótstæðileg- ar! En það var ekki allt. Heimalög- uðu fiskibollurnar, steiktar í smjöri, og steikt lifur - sem til að byrja með voru borðaðar með miklum semingi en urðu svo að einhverri dásamlegri nostalgígju með árunum. Æ, hvað það var allt- af gott að borða í Birkihvammin- um. Ömmu vantaði aldrei umræðu- efnin. Þegar hún var búin að spyrja um hvernig gengi í skólan- um og hvað væri að frétta af okkur og fólkinu í kringum okkur barst talið oft að ættfræðinni þar sem hún rakti í löngu máli hvað væri að gerast hjá hinum og þessum. Mað- ur missti stundum þráðinn en það var alveg magnað hvað amma hafði óbilandi áhuga á fólki og af- drifum þess. Amma var nefnilega einstaklega mikil félagsvera. Það er eitt sem er okkur systk- inunum sérstaklega minnisstætt. Árið 2000 fórum við öll til Dan- merkur og það var algjört ævin- týri að vera þar með ömmu enda með eindæmum lífsglöð og ráða- góð kona. Amma kunni ekki stakt orð í dönsku né ensku en hún lét það sko ekki stoppa sig. Hún skundaði um miðbæinn í Horsens og inn í hverja verslunina á fætur annarri þar sem hún skoðaði og verslaði og spjallaði óhikað við afgreiðslufólk- ið með blöndu af handapati, lát- bragði og íslensku. Og alltaf skæl- brosandi og svo elskuleg að allir féllu í stafi og vildu allt fyrir hana gera. Og nágrannarnir í Danmörku fóru ekki varhuga af þessu. Amma var búin að koma sér í mjúkinn hjá þeim strax á fyrsta degi. Án þess að hún skildi orð af því sem þau sögðu voru þau eins og smjör í höndunum á henni það sem eftir lifði ferðar. Við gleymum þessu aldrei. Elsku amma. Takk fyrir allar pönnukökurnar, hlátrasköllin og gleðina. Og góða ferð inn í sum- arlandið. Við erum þess fullviss að þar, sem endranær, verðurðu hrókur alls fagnaðar. Ragnhildur, Sigurður og Gunnar Ágústsbörn. Ásta Halldóra Ágústsdóttir - Fleiri minningargreinar um Ástu Halldóru Ágústs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.