Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
SMÁRALIND – DUKA.IS
STJÖRNU
MERKJA
MYNDIR
Lítil 12x17 cm – 3.990,-
Stór 21x30 cm – 7.990,-
50 ÁRA Brynjar er Njarðvíkingur en hefur búið
á Akranesi frá 1995. Hann er íþróttakennari að
mennt frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni
og er íþróttakennari í Brekkubæjarskóla. Hann er
einnig fimleikaþjálfari hjá Fimleikafélagi Akra-
ness og var kosinn fimleikaþjálfari ársins hjá Fim-
leikasambandi Íslands 2020. „Félagið hefur verið
ört stækkandi og við erum nýkomin með nýja og
flotta aðstöðu.“ Brynjar spilaði til margra ára
körfubolta í meistaraflokki, lengst með Njarðvík
og ÍA.
MAKI: Aldís Aðalsteinsdóttir, f. 1973, grunnskóla-
kennari í Brekkubæjarskóla.
DÆTUR: Sóley, f. 2001, Salka, f. 2003, og Yrsa, f. 2009.
FORELDRAR: Sigurður Bernódusson, f. 1949, vélstjóri og starfaði alla tíð á
sjó, og Ólöf Hilmarsdóttir, f. 1951, húsmóðir. Þau eru búsett í Innri-Njarðvík.
Brynjar Sigurðsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og
finnst að allt sem þú gerir þurfi að vera
meira og betra en hjá öðrum. Ekki dæma
verk þín af því hvort þau falli öðrum í geð.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það gengur svo mikið á í kringum þig
að þú þarft að gæta þess að verða ekki
stressinu að bráð.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Hugsanlegt er að þér berist til
eyrna góðar fréttir í vinnunni. Þú gætir fyllt
heila bók með öll því góða sem er að gerast.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hikar ekki við að taka málstað
annarra og færð tækifæri til þess að láta í
þér heyra í dag. Taktu því rólega og veittu
þér einhvern munað.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Nú er komið að þér að undirbúa næstu
samveru félaganna og hafðu ekki óþarfa
áhyggjur. Sambönd eyða andlegri orku ef
maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú hefur engar efasemdir varðandi
markmið þín og átt því auðveldara með að fá
fólk til samstarfs við þig. Þú ert í ljúfu og
góðu skapi og fólk vill vera nálægt þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni
og verður að taka þig á áður en allt fer í hund
og kött. Einhver hefur hugmyndir um stór-
vægilegar breytingar sem snerta starf þitt.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú þarft að taka þig saman í
andlitinu og einbeita þér að því sem fyrir
liggur. Allt sem þú gerir á að færa þig skrefi
nær takmarkinu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Vinna þín er þúsund sinnum
betri núna en þegar þú byrjaðir. Þú mátt al-
veg búast við stormi, þegar þú ert í sam-
starfi við geðríkt fólk.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Fylgdu þínum innri manni í dag til
að koma betra skipulagi á líf þitt. Sígandi
lukka er best og þá gefur þú þér tíma til að
kanna málin.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þótt þú eigir auðvelt með að
smita aðra af jákvæðni þinni í dag ættirðu að
reyna að umgangast fólk sem er þegar í
góðu skapi.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þér hefur vegnað vel og horfir nú
horfir björtum augum fram á veginn. Hvað
sem þú gerir verður öðrum og þér til hags-
bóta.
gerðist Sigurður sölufulltrúi hennar í
samstarfi við Félag hrossabænda.
Hestasýningar á Equitana í Þýska-
landi voru stórviðburðir en að þeim
kom Sigurður í nokkur ár. Sigurður
rak um tíma sitt eigið fyrirtæki,
Faxatorg hf., og flutti út hesta og að-
stoðaði kaupendur, en því lauk árið
1991. Við tóku önnur verkefni, en Sig-
urður tók þá ákvörðun um að innrit-
ast á ný í guðfræðideild Háskólans og
hóf nám þar haustið 1993.
„Hestamennskunni lauk eiginlega
þá og sögðu sumir vina minna að ég
hefði hætt við hestinn og farið í prest-
eitt ár og var í samstarfi við Búvöru-
deild Sambandsins og aðstoðaði er-
lenda hestakaupmenn auk þess að
reka tamningastöð. Við tók síðan
starf hjá Krabbameinsfélagi Reykja-
víkur og gegndi hann stöðu fræðslu-
fulltrúa í forvarnastarfi gegn reyk-
ingum 1979-1982. Sigurður gerðist
framkvæmdastjóri Landssambands
hestamannafélaga á árinu 1982. Það
starf veitti mér mikla ánægju og var
hestamennskan í landinu að taka
vaxtarkipp og sýnt að hestamennska
yrði fag í bændaskólunum.“
Aftur lá leiðin til Búvörudeildar og
S
igurður Rúnar Ragnarsson
fæddist 20. maí 1951 í
Neskaupstað, í Nýjabæ,
heimili móðurforeldra
sinna. Sigurður Rúnar
ólst upp í Neskaupstað allt fram yfir
unglingsárin. „Uppvaxtarárin í Nes-
kaupstað voru góð og fjölmargt sem
heillaði hugann og var ég í ýmsum fé-
lagsmálum og íþróttum sem barn og
unglingur, tók þátt í starfi barnastúk-
unnar og var leiðtogi í skátastarfi og í
ýmsum íþróttum.“ Hann hneigðist
snemma að hestamennsku og stóran
hluta úr ævinni helgaði hann sig
hestamennsku og ýmsum málefnum
hestamanna og félagssamtaka þeirra.
Sigurður gekk í barnaskóla og síð-
ar Gagnfræðaskólann í Neskaupstað
og varð stúdent frá Menntaskólanum
á Akureyri 1973. Á menntaskóla-
árunum og talsvert löngu fyrr var
unnið á síldarplani og síðar í hafn-
argerð í Neskaupstað, og róið á trillu
að hluta til á sumrum. „Ég fór til
Þýskalands haustið 1973 og var á hes-
tabúgörðum að kynna mér meðferð
og ræktun íslenskra hesta erlendis.
Ég fékk glögga innsýn inn í stöðu ís-
lenska hestsins í Þýskalandi og bjó að
þeirri reynslu síðar er ég hóf störf hjá
Búvörudeild Sambandsins við sölu
hesta og útflutning.“
Heimkominn bauðst Sigurði að
starfa við kennslu í Nesskóla og var
kennari við skólann er snjóflóðin féllu
þar 20. desember 1974. „Sá atburður
hafði djúp áhrif á mig. Börnin í skól-
anum þurftu stuðning og sálræna lið-
veislu en engin sálgæsla var til á
þessum tímum. Kennarinn helgaði
sig þessu.“ Að loknum þeim vetri inn-
ritaðist Sigurður í guðfræði við Há-
skóla Íslands. Hann hvarf þó frá námi
eftir rúmt ár. Hann starfaði um tíma í
gestamóttöku Hótels Sögu en sum-
arið 1977 var honum falið að fara með
hesta til Bandaríkjanna á vegum Bú-
vörudeildar, en þar átti að hefja
rekstur reiðskóla fyrir fötluð börn.
Dvaldi Sigurður sumarlangt á Long
Island, NY, en fór þá til Kanada með
valda hesta sem hentuðu ekki fyrir
fötluð börn. Í Kanada fór áhugi á
hestum vaxandi og dvölin lengdist
fram á haustið.
Sigurður bjó síðan á Hvoli í Ölfusi
inn.“ Með námi sat Sigurður í bygg-
ingardeild Háskólans og var ritari
þar til námi lauk með kandidatsprófi
haustið 1997.
Sigurður vígðist sem prestur til
Lágafellssóknar og Mosfells-
prestakalls 26. apríl 1998. Starfaði í
Lágafellssókn í rúmt ár en hafði
kennslu sem aukastarf við Varmár-
skóla, en hafði áður kennt í Gagn-
fræðaskóla Mosfellsbæjar. Sigurður
fékk veitingu sóknarprests í Norð-
fjarðarprestakalli í júlí 1999 og í
Norðfjarðar- og Brekkusókn til síðari
hluta árs 2019, er breytingar urðu á
skipan prestakalla þar eystra.
Á tíma Sigurðar í Norðfjarðar-
prestakalli kom hann að ýmsum sam-
félagsmálum, s.s. stofnun Hollvina-
samtaka Fjórðungssjúkrahússins
sem hefur fært sjúkrahúsinu fjölda
nýrra tækja. Einnig stofnaði hann
þjónustufélagið Bjarmann, um rekst-
ur líkbíls sem þjónar sókninni. Hann
kenndi líka um tíma í hlutastarfi bæði
í Nesskóla og Verkmenntaskóla
Austurlands með kennsluréttindi frá
Háskólanum á Akureyri 2003. Þá var
Sigurður virkur í starfi Rótarý í bæn-
um, og söng í karlakórnum Ármönn-
um. Nú síðustu misserin hefur hann
gegnt starfi sem prestur í Mosfells-
prestakalli og verður til loka maí, er
hann lætur af störfum sökum aldurs.
„Það er á vissan hátt þakkarefni að
fá að ljúka starfi þar sem það hófst,
en aðstæður í heimsfaraldri hafa
haldið eiginlegu starfi niðri og mjög
takmarkað hvað presturinn hefur
getað minnt á sig í starfi. Gleðiefni er
þó að hafa getað verið með í ferming-
arathöfnum í prestakallinu á ný.
Viss söknuður með þakklæti ríkir
við að kveðja samfélagið fyrir austan,
eftir árin öll sem ég deildi kjörum
með fólkinu í blíðu og stríðu í rúm
tuttugu ár. Öll fjölskyldan á góðar
minningar um þennan tíma allan.
Dvölin fyrir austan var gleðirík og
heillavænleg og forréttindi mikil að fá
að starfa í Norðfjarðarsókn og við
Brekkusókn sem ég þekkti frá æsku-
árum. Við tekur tímabil góðra minn-
inga um fólk og málefni sem hafa
mótað sögu og samleið síðustu atvika
og ára.“ Sigurður vinnur nú að útgáfu
ljóðabókar, Í húsi Guðs, sem eru
Sigurður Rúnar Ragnarsson prestur – 70 ára
Stórfjölskyldan Sigurður og Ragnheiður með börnum og barnabörnum. Á
myndina vantar Óðin Ívar og þrjú yngstu sem eru nýlega fædd.
Hætti við hestinn og fór í prestinn
Presturinn Sigurður ásamt son-
ardóttur sinni, Jóhönnu Katrínu. Hjónin Sigurður og Ragnheiður.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Kristján Þór Runólfsson
fæddist 5. apríl 2020 á Akranesi. Hann
vó 3.420 g og var 52 cm langur. Foreldrar
hans eru Anna Kristín Þórhallsdóttir og
Runólfur Viðar Guðmundsson.
Nýr borgari