Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 K vikmyndahátíðin Stockfish fer nú fram í sjöunda sinn í Bíó paradís og stendur yfir dagana 20. til 30. maí. Hátíðin er orðin fastur liður í dagatali kvikmyndaunnenda og hefur markað sér sérstöðu í blómlegri flóru hér- lendra hátíða með sérvalinni og vel afmarkaðri dagskrá verðlaunamynda hvaðanæva úr heiminum, en í ár eru tuttugu kvikmyndir (m.a. frá Ástr- alíu, Georgíu, Gvatemala og Íran) á efnisskránni. Ný íslensk heimildar- mynd, Tídægra eða Apausalypse á ensku, eftir Andra Snæ Magnason og Anni Ólafsdóttur, er meðal þeirra og er sýnd þrívegis yfir hátíðina. Í fyrra sendu Andri Snær og Anni frá sér heimildarmyndina Þriðja pól- inn þar sem geðhvörfum voru gerð skil á listrænan máta. Frumsýning myndarinnar frestaðist, eins og svo margt annað, vegna samkomubanns- ins í tengslum við farsóttina. Á með- an beðið var nýtti tvíeykið tímann og fékk til liðs við sig Andra S. Haralds- son (upprennandi kvikmyndatöku- mann sem hefur verið afar atkvæða- mikill í tónlistarmyndbandagerð undanfarinna ára) og héldu út með myndavél að vopni til að skrásetja ástandið. Útkoman er Tídægra, stefnumót þessara ólíku listamanna við aðra listamenn og hugsuði, þar sem faraldurinn og félagslegar afleið- ingar hans á nútímasamfélög – ásamt víðari merkingu – er tekið til íhugun- ar. Hléið mikla er sett í samhengi við sérstök hugðarefni höfunda: andlega heilsu og loftslagsbreytingar af mannavöldum (en Andri Snær skrif- aði eftirminnilega Draumalandið og leikstýrði samnefndri heimildarmynd frá árinu 2009). Tídægra er þar með eins konar hugvekja, en um leið heimild, um þetta einstaka tímabil í mannkynssögunni. Myndin hefst á tilkomumiklum víð- um sjávarmyndum. Brimið rótar í hljóðrásinni og Tíminn og vatnið Andra Snæs og kápa hennar kemur upp í hugann. Náttúrumyndir – af hafinu, ám, grjótlendi og hestum – eru gegnumgangandi og í andstöðu við yfirgefið borgarlandslag – sem skapar hugmyndafræðilega tog- streitu verksins á myndrænan máta. Ásta Fanney Sigurðardóttir, alhliða listamaður og höfundur kvikmynda- tónlistarinnar, hálfhvíslar hendingu yfir ölduganginum: „Það eru svipti- myndir í loftinu. Sprittúði kannski, vendipunktar dulbúnir sem haglél. Möguleikar á umbreytingu. Minna af öllu, þá verður allt stærra. Allt sem var heilagt er ekki lengur eins heil- agt.“ Þessi óræða frásaga kjarnar að einhverju leyti meginhugsun verks- ins og örlítið háfleygt en þó hvers- daglegt andrúmsloft þess. Tilvistar- legum pælingum ægir saman við dans, ljóðlist og tóna og er þessu miðlað í kvikuflæði hljóðs og myndar. Einn viðmælenda myndarinnar er Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki, sem kveðst hafa notað pásuna er gefist hefur í faraldrinum í lestur á Tídægru eða Decameron eft- ir Giovanni Boccaccio, sem íslenskur titill myndarinnar vísar til. Þetta öndvegisverk miðaldabókmennta segir frá tíma um miðja 14. öld í Flór- ens þegar plágan mikla reið yfir – en tíu persónur leita út fyrir bæjar- mörkin til afskekktrar sveitar og segja þar hver annarri tíu sögur á tíu dögum. Samkvæmt trú þess tíma höfðu frásagnir, söngur, dans og skemmtan læknisfræðilegt gildi – þar sem hugarástand hefði áhrif á hið lík- amlega og verndaði á einhvern hátt gegn plágunni. Að segja frá og fremja hvers kyns gjörninga heldur manninum hraustum – að því leyti er umrædd heimildarmynd heilsurækt aðstandenda hennar. „Sögumenn“ nútíma Tídægru eru nokkuð fríður flokkur: Séra Auður Eir Vilhjámsdóttir, Gunnar Kvaran sellóleikari, Haraldur Jónsson mynd- listamaður, Ingvar E. Sigurðsson leikari, Ragnar Axelsson ljósmynd- ari, Þorleifur Örn Arnarsson leik- stjóri og Anna Rún Tryggvadóttir listamaður. Rithöfundar eru áber- andi – Elísabet Jökulsdóttir, Fríða Ísberg, Guðrún Eva Míneruvudóttir, Halldór „DNA“ Halldórsson, Hall- grímur Helgason en Fríða, Hall- grímur og DNA fara einnig með ljóð, m.a. við sellóleik Gunnars Kvaran. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dans- ari og danshöfundur, en einnig áður- nefnd Ásta Fanney og Ingvar E., flytja dans- og hreyfiverk innan um yfirgefin mannvirki. Téðar senur bera fallegan og ókennilegan Palli einn í heiminum blæ. Tómhyggja neyslusamfélagsins verður áþreif- anleg – einkum í mikilfenglegum dansköflum rauðrar veru á flugbraut – sem minna á hina fáséðu og frá- bæru kvikmynd Union of the North (Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannesson, 2017), sem Anni stýrði tökum á. Persónur Tídægru Boccaccios lifa í garði lystisemda utan við armæðu plágunnar en hafa þó ekki gleymt raunum mannanna – og myndavélin er í álíka stöðu hér. Hjól samfélags- ins hafa staðnæmst, en vegna að- stæðna (viðmælendur eru fastir heima, tökustaðir lausir) og félags- legrar stöðu höfunda, er greiður að- gangur að tómri Leifsstöð og Eld- borg og helstu listamenn landsins lausir til að koma „út að leika“. Sótt- hreinn raunveruleikinn er þó í al- gleymingi og skoplegt er að sjá Elísabetu Jökulsdóttur tala við myndavélina úr stofuglugganum í gegnum farsíma. Þetta er einkenni- leg og vel sprittuð listræn paradís. Megineinkenni myndarinnar er þó sjónræn fágun en efnistök minna óneitanlega á tónlistarmyndbands- formið, skyldi engan undra þar sem Anni og Andri S. Haraldsson hafa unnið mikið innan þess. Myndavéla- hreyfingar og klippingar ganga eftir taktföstu flæði þar sem áhorfandinn er oftast nær að nema marga hluti í einu. Fagurfræðin einkennist af of- hleðslu og hröðum klippingum á köfl- um, sem er eilítið kaldhæðnislegt í ljósi þess að myndin leggur áherslu á pásuna, gildi þess að hægja á. Allt er þetta þó virkilega vel framreitt, og ekki hægt að erfa það um of við lista- menn að þeir hafi miklu að miðla. Tídægra er athyglisvert og vel unnið verk sem talar með beinum hætti inn í samtímann. Fróðlegt (og kærkomið!) verður að fá fjarlægð á þetta sögulega augnablik – og mun myndin reynast ígildi tímahylkis eftir einhver ár. Vélin höktir … og hvað svo? Samtímaspegill Tídægra er athyglisvert og vel unnið verk sem talar með beinum hætti inn í samtímann. Hér sést Ingvar E. Sigurðsson leikari í myndinni. Bíó Paradís Tídægra/Apausalypse bbbmn Stockfish Film Festival í Bíó paradís Leikstjórn: Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Kvikmyndataka: Andri S. Haraldsson. Klipping: Eva Lind Hös- kuldsdóttir, Anni Ólafsdóttir, Sighvatur Ómar Kristinsson. Ísland, 2021. 53 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.