Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 vildi eitt af elstu handritunum sem væri samt meira en bara brot. Ég vildi líka handrit sem Danir höfðu skilað til Íslendinga. Ég vildi handrit sem verið hefði í eigu Árna Magnús- sonar til að geta tengt hann við sög- una. Svo fannst mér ekki skemma fyrir að þetta er Íslendingasagna- handrit, sem þýðir að innihaldið er býsna spennandi. Við veltum fyrir okkur ýmsum möguleikum og ég leyfi tveimur öðrum handritum að þjást í bókinni,“ segir Arndís og vísar þar til Margrétarsögu og Jónsbókar. „Þessar tvær bækur eru ritaðar á sama tíma og Möðruvallabók, en ég læt þær glatast í tímans rás – eins og Möðruvallabók hefði getað glatast líka. Margrétarsaga eyðist smám saman upp þar til leifarnar af henni brenna í Kaupmannahöfn og Jónsbók fer niður með Hannesi Þorleifssyni fornfræðingi á 17. öld er skipið hans ferst á leið frá Íslandi til Danmerk- ur.“ Hvernig karakter er Möðruvalla- bók í þínum augum? „Bókin er fróðleiksfús og áhuga- söm. Hún veit það sem stendur í henni og dregur ályktanir út frá því. Hún mótast líka af þessum langa tíma sem hún lifir. Bókin varð þannig mjög lifandi fyrir mér meðan ég skrifaði söguna,“ segir Arndís og bendir á að Möðruvallabók, sem er um 200 blöð, varðveiti ellefu Íslend- ingasögur, bæði þekktar og minna þekktar. „Þetta eru meðal annars Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Bandamanna saga, Kormáks saga, Droplaugarsona saga, Hallfreðar saga vandræðaskálds, Laxdæla saga og Fóstbræðrasaga,“ segir Arndís og bendir á að bókin geymi sögur og persónur sem hefðu ekki varðveist hefði það ekki verið fyrir Möðruvalla- bók. Að sögn Arndísar fékk hún yfir- lit hjá Guðvarði Má Gunnlaugssyni hjá Stofnun Árna Magnússonar yfir það sem vantar í Möðruvallabók, því ýmislegt hefur glatast úr henni á þeim sjö hundruð árum sem liðin eru frá ritun hennar. „Þannig eru færri blöð í henni núna en voru á dögum Árna Magnússonar.“ Skáldað í eyðurnar Þú leyfir þér alveg að skálda tölu- vert í eyðurnar. Fannst þér ábyrgð- arhluti hvernig það væri gert? „Klárlega. Í eftirmálunum geri ég grein fyrir hvað ég er að giska mest á. Ég fékk mikla aðstoð hjá fræðimönn- um, því uppleggið mitt var alltaf að það væri ekkert í bókinni sem ekki hefði getað gerst. Ef ég átti tvo kosti þá valdi ég ávallt þann sem var meira spennandi fyrir frásögnina. Það sem við vitum að gerðist er í bókinni. Það sem ég er að skálda í eyðurnar er byggt á heimildum og er innan ramma þess sem gæti hafa gerst,“ segir Arndís og bendir sem dæmi á að ekkert sé vitað um afdrif bókar- innar fyrstu 300 árin eftir að hún var rituð um 1330. „Hún er kennd við Möðruvelli, því Magnús Björnsson lögmaður merkir sér hana á Möðruvöllum 1628, en við vitum ekki hvort það var á klaustur- staðnum í Hörgárdal eða á höfuð- bólinu í Eyjafirði. Við vitum ekki hvar hún var skrifuð, að beiðni hvers eða hverjir áttu hana. Það veitir mér auð- vitað heilmikið svigrúm. Ég ímyndaði mér því að hún væri skrifuð í klaustr- inu á Möðruvöllum í Hörgárdal. Það er auðvitað hægt að hugsa sér að hún hafi verið þar í 300 ár, þar til Magnús Björnsson merkti sér hana, en það var ekki mjög spennandi. Af þeim sökum lét ég Margréti Vigfúsdóttur eignast hana,“ segir Arndís og rifjar upp að Margrét hafi verið mikill höfð- ingi á 15. öld sem átti mikið af hand- ritum. „Með því að láta Margréti eignast bókina er ég búin að koma henni á rétta stað til þess að Elín Pálsdóttir, móðir Magnúsar Björns- sonar, geti átt hana 1628, en hún bjó á Möðruvöllum í Eyjafirði,“ segir Arndís og bendir á að vissulega gæti Magnús hafa keypt bókina af staðar- haldara í Hörgárdal. „Ég vildi að Magnús fengi bókina hjá móður sinni þar sem það væri bæði dramatískara og gæfi mér tækifæri til að gera meira úr hlut kvenna í sögunni og það gat ég best gert í óskrásettu köfl- unum. Skrásettu kaflarnir er svo mikil karlasaga. Ég leyfði mér því að hafa eins mikið drama og hægt var innan ramma þess sem hugsanlega gæti hafa gerst,“ segir Arndís og nefnir sem dæmi að í kaflanum sem gerist í Hólaskóla kringum siðskiptin nefni hún í framhjáhlaupi að bækur hafi verið brenndar við siðbreyting- una. „Ég ræddi við Hjalta Hugason, prófessor í kirkjusögu, um þetta og hann var ekkert voðalega ánægður með mig, en hann telur að frásagnir af bókabrennum í kringum siðbreyt- inguna hafi verið seinni tíma ýkjur. Í samráði við hann leyfði ég mér þó að brenna nokkrar bækur, ekki síst þar sem þetta er saga um eld og saga um bækur sem glatast,“ segir Arndís og vísar þar einnig til brunans mikla í Kaupmannahöfn árið 1728. Stóð tæpt í sprengingum 1807 „Íslendingar eru mjög meðvitaðir um þann bruna, enda er þetta ein af stóru vörðunum í Íslandssögunni. Það fá allir smá gæsahúð þegar minnst er á hann. En handritin stóðu í raun ekki síður tæpt 1807 þegar Englendingar vörpuðu sprengjum á Kaupmannahöfn í þrjá daga. Á þeim tíma voru handritin á Háskólabóka- safninu á kirkjuloftinu í Þrenningar- kirkju. Þá upphófst mikill hasar við að bjarga handritunum af kirkjuloft- inu og færa þau inn í kjarnann á Sívalaturninum og ofan í kjallara,“ segir Arndís og tekur fram að sér hafi þótt einstaklega gaman að skoða þennan atburð og skrifa inn í bókina hasarkafla um tímabil sem lítið hafi verið skrásett. „Það var ekki síður gaman að skrifa allar þessar stóru tilfinningar inn í kaflann sem fjallar um Árna Magnússon, bæði fyrir og eftir brun- ann,“ segir Arndís og tekur fram að dramatíkin sé víðar, því hún lætur Möðruvallabók bæði kaupa líf og mannorð. „Það er skjalfest að Möðru- vallabók var notuð til að kaupa mann- orð, því 1682 fór Björn Magnússon með bókina til Kaupmannahafnar þar sem hann vissi að gömul miðalda- handrit væru komin í tísku á megin- landinu. Hann notaði bókina til að liðka fyrir sínum málum gagnvart konungi eftir að hann hafði verið sviptur embætti vegna embættis- glapa og sú fyrirætlan hans tókst. Það er hins vegar skáldskapur af minni hálfu að Elín, móðir Magnúsar Björnssonar, hafi gefið honum bókina með því skilyrði að hann annaðist um fatlaðan bróður sinn, sem var þá orð- inn unglingur. Af heimildum má þó sjá að hún átti fatlaðan son og því fannst mér það ganga svo vel upp að hún hefði tryggt hag hans með þess- um hætti, en ég veit auðvitað ekki fyrir víst hvort Magnús fékk bókina yfirleitt hjá móður sinni.“ Skrifaðir þú bókina með ákveðinn lesendahóp í huga? „Nei, í raun ekki. Mig langaði til að skrifa bók sem hægt væri að lesa upp fyrir barn, sem stálpað barn réði við að lesa sjálft en fullorðnir gætu líka notið án þess að hafa barn sem skálkaskjól fyrir lestrinum. Í þeim skilningi er hún hugsuð sem fjöl- skyldubók í anda t.d. bókanna Kjarval eftir Margréti Tryggvadótt- ur og Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur.“ Hvers vegna ákvaðst þú að láta bókina þína enda í framtíðinni? „Við vitum ekki nákvæmlega hve- nær sagan hófst svo mér fannst við- eigandi að maður hitti ekki akkúrat á nútímann með endapunktinn. Ég stóðst ekki mátið að leyfa bókinni að komast á sýningu í nýbyggðu Húsi íslenskra fræða.“ Ljósmynd/Sigurður Stefán Jónsson Örlagasaga Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir skoðar Möðruvallabók í húsakynnum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum meðan tökumaður Sjónvarpsins fylgist með og fangar allt á upptökuvél sína. „Talandi bækur sem kalla á mig“ - Arndís Þórarinsdóttir skrifaði örlagasögu Möðruvallabókar sem spannar 700 ár - Bókin nefnist Bál tímans - „Ef ég átti tvo kosti þá valdi ég ávallt þann sem var meira spennandi fyrir frásögnina“ VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það eru nú ekki fleiri talandi bækur sem kalla á mig og biðja mig að skrifa sögu sína,“ segir Arndís Þórarins- dóttir kímin þegar við ræðum nýjustu bók hennar sem nefnist Bál tímans – Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár. Bókin, sem Sigmundur B. Þorgeirsson myndlýsir, kom út þegar hálf öld var liðin síðan fyrstu miðaldahandritinum var skilað til Íslands frá Danmörku. Hvernig atvikaðist það að þú skrif- aðir bókina sem fyrstu persónu frá- sögn Möðruvallabókar? „Ég vildi að sagan væri persónuleg og sjónarhornið líka. Mér þótti ekki heppilegt að segja söguna út frá eig- endum bókarinnar hverju sinni, sem helgast af því hvað sögutíminn er langur. Þannig hefði sögumaður hvers kafla alltaf verið dáinn þegar nýr kafli byrjaði með tilheyrandi flækjustigi. Mér fannst því best að nálgast efniviðinn þannig að hand- ritið sjálft væri sögumaður og bókin skáldaðar æviminningar.“ Innihaldið býsna spennandi Hvað getur þú sagt mér um tilurð bókar þinnar? „Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, nefndi þá hug- mynd við mig að gaman væri að gefa út bók fyrir börn um handritaarfinn. Ég japlaði svolítið á þeirri hugmynd og á endanum dróst ég að þessum langa tíma. Það er alveg ótrúlegt hvað handritin hafa varðveist í allar þessar aldir. Í bók minni langaði mig ekki síst að fanga þennan langa til- vistartíma handritanna og valdi því að segja sögu eins handrits frá ritunartíma og til okkar daga.“ Af hverju varð Möðruvallabók fyrir valinu frekar en annað handrit? „Í raun væri hægt að skrifa svona bók um öll handritin, því þau hafa öll lent í einhverjum svaðilförum sem við ýmist vitum eða vitum ekki af. Ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.