Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardag 12-18, Hvítasunnudag 23. maí Lokað, Annar í hvítasunnu 12-18, Þriðjudag - föstudag 11-18:30 TAX FREE Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA 20. - 24. MAÍ *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. AF ALLRI SMÁVÖRU* Tríó píanóleikarans Inga Bjarna Skúlasonar kemur fram á lokatónleikum vordagskrár Jazzklúbbsins Múlans sem haldnir verða í Flóa Hörpu í kvöld kl. 20. Með Inga Bjarna leika Þorgrímur Jónsson á bassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Tríó Inga Bjarna hefur leikið á tónleikum á Íslandi, í Færeyjum, Noregi, Dan- mörku, Bretlandi, Eistlandi, Litháen og Þýskalandi. Á síðasta ári hlaut Ingi Bjarni fimm tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir kvintettplötu sína Tenging og var auk þess valinn bjartasta vonin í flokkn- um djass og blús. Miðar fást á harpa.is og tix.is. Tríó Inga Bjarna á Múlanum í kvöld FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Það kom aldrei til tals að ég væri að fara að taka við OB. Ég er nýbyrjaður í mjög skemmtilegu verkefni hjá KSÍ sem ég lít fyrst og fremst á sem langtímaverkefni. Þetta er spennandi starf sem ég er í hjá KSÍ þannig að það kom aldrei til greina að ég væri að fara í einhverjar viðræður í Danmörku,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sem var í hópi þeirra sem danska félagið OB vildi ráða til sín. »53 Nýbyrjaður í skemmtilegu verkefni ÍÞRÓTTIR MENNING álagið var oft ansans mikið því það var lítið um línur.“ Guðrún fæddist og ólst upp á Val- þjófsstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu, dóttir hjónanna Sigurðar Halldórs- sonar bónda og Ingunnar Árnadóttur, eiginkonu hans. Guðrún var frum- burður þeirra, en hún átti þrjá bræður og eru tveir þeirra eldri látnir. Þau Ragnar kynntust á Akureyri á stríðs- árunum og eftir að hún fór aftur heim til foreldra sinna kom hann skömmu síðar á eftir henni og þau náðu saman. Ættingjar Guðrúnar ætla að heim- sækja hana og borða með henni rjómatertu á Hulduhlíð, heimili aldr- aðra á Eskifirði, í tilefni tímamótanna, en hún segir ekki gaman að halda upp á afmælið rúmliggjandi og orðin eins léleg og hún sé. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eldgosið á Reykjanesskaga hefur víða kallað fram ýmsar minningar um náttúruhamfarir. Fyrir ríflega 45 ár- um reið til dæmis öflugur jarðskjálfti yfir Kópasker og nágrenni og olli stór- tjóni. „Hann var andstyggilegur,“ seg- ir Guðrún Sigurðardóttir, sem fagnar 100 ára afmæli í dag. Jarðskjálftinn varð þriðjudaginn 13. janúar 1976 og var talinn vera 6,3 stig á Richter. Jörð rifnaði, þjóðveg- urinn inn í Kópasker var víða sprung- inn, hafnargarðurinn í þorpinu sprakk á fjórum stöðum auk þess sem fjöldi annarra smárifa myndaðist, vatns- leiðslan fór í sundur á mörgum stöð- um og vatnslaust var í þorpinu, tjörn í austurhluta þess hvarf, mikil eyði- legging varð á íbúðarhúsnæði og öðr- um mannvirkjum, allt á tjá og tundri, eins og fram kom hjá blaðamanninum Ingva Hrafni Jónssyni í Morgun- blaðinu. Yfir 100 manns bjuggu á Kópaskeri og nokkrir þeirra slösuðust en enginn alvarlega. Margir íbúar flúðu til Húsa- víkur eða Raufarhafnar. Guðrún, sem var ein heima þegar skjálftinn varð, komst hvergi vegna vinnu sinnar, en hjónin Guðrún og Ragnar Helgason gegndu starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á Kópaskeri. Skemmdir og hræðsla „Allt brotnaði sem brotnað gat í húsinu,“ sagði Guðrún í samtali við Ingva Hrafn. Píanóið kastaðist á ann- an metra frá vegg og rafmagnsorgel færðist einnig úr stað, stór borðstofu- skápur fullur af leirtaui féll á gólfið og allt sem í honum var mölbrotnaði. „Leirtauið með matnum kom í fangið á mér,“ rifjar hún nú upp og segir frá því þegar hún opnaði ísskáp- inn eftir skjálftann. „Fólk var mjög hrætt, vildi komast í burtu. Farið var með suma til Raufarhafnar, en ég gat ekki farið neitt, því ég sat föst við sím- ann.“ Börn þeirra Guðrúnar og Ragnars, sem var jafnframt organisti og söng- stjóri, voru flutt að heiman nema yngsti sonurinn var í heimavistarskóla á Lundi í Axarfirði. Ragnar átti við lasleika að stríða og var á sjúkrahús- inu á Akureyri. Guðrún segir talsíma- vinnuna annars hafa verið skemmti- lega en erfiða. „Það var gaman en Andstyggilegur skjálfti - Guðrún Sigurðardóttir er 100 ára og enn við símann Tímamót Guðrún Sigurðardóttir er 100 ára og fær ættingja í heimsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.