Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 28
Á
fyrsta fundi okkar Gylfa fyrir rúmlega ára-
tug hnaut ég um hvað hann var lífsglaður,
jákvæður og hress. Þegar við kynntumst
betur átti ég eftir að komast að því að það
var ástæða fyrir viðhorfi hans til lífsins.
Harmurinn hafði knúið dyra í lífi hans þeg-
ar hann var 26 ára gamall.
„1996 er móðir mín myrt af bróður sínum
og það var eitthvað sem maður býst aldrei við að lenda í. Að
einhver sé tekinn frá manni svona snemma. Það er rosalega
erfitt að viðurkenna þann möguleika að þetta geti yfir höfuð
gerst,“ segir Gylfi þar sem við sitjum á mannlausum bar á
farsóttarhótelinu sem hefur verið hans annað heimili síðasta
eina og hálfa árið eða síðan veiran fór að geisa í samfélaginu.
Þegar hann og faðir hans fengu upplýsingar um að móðir
hans væri látin vissu þeir ekki að um morð væri að ræða.
Móðir hans hafði gert sér ferð norður í land til að heimsækja
bróður sinn til að gera upp erfið mál eftir andlát ömmu
Gylfa.
„Mamma var asmaveik og við feðgarnir vorum eiginlega
vissir um að asminn hefði dregið hana til dauða. Daginn eftir
að við fréttum af andlátinu förum við til Akureyrar, en hún
hafði verið að heimsækja bróður sinn sem framdi verkn-
aðinn. Þegar við lentum þar beið lögreglan eftir okkur þar
sem þetta hafði verið andlát í heimahúsi. Við förum upp á
lögreglustöð og ég fór í stutta yfirheyrslu hjá lögreglunni en
pabbi var þarna í fleiri fleiri klukkutíma. Ég beið eftir honum
frammi og vissi ekkert hvað var að gerast. Á lögreglustöð-
inni mættum við bróður mömmu, morðingja hennar, og
gengum eiginlega í fangið á honum. Hann vottaði okkur sam-
úð sína og við sögðum sömuleiðis enda vissum við ekkert
hvað hafði raunverulega gerst á þessum tímapunkti. Þegar
pabbi losnaði úr yfirheyrslunni hjá lögreglunni fórum við
upp á hótel og kveiktum á sjónvarpinu. Þar var fyrsta frétt
að morð hefði verið framið á þessum bæ og mynd af bænum.
Þannig fréttum við að hún hefði verið myrt,“ segir Gylfi.
Þegar ég spyr Gylfa hvernig þeir feðgar hafi brugðist við
segir hann að það hafi verið mikið áfall að fá þessar fréttir og
líka að fá þær með þessum hætti.
„Ég man að við litum á hvor annan og sögðum eiginlega
ekki mikið. Allt í einu heyrum við í sírenu og stuttu síðar var
löggan mætt á hótelið. Hún bað okkur afsökunar á því að
þetta hafi lekið í fréttir. Okkar fyrstu viðbrögð voru að við
vildum fá að sjá hana strax. Ég hef séð lík, bæði fyrir þennan
tíma og eftir, en þetta var sjón sem ég mun aldrei gleyma.
Ekki bara var þetta mamma mín sem lá þarna, en þarna sást
að andlátið hafði ekki boriðað með eðlilegum hætti,“ segir
hann.
Var hún með áverka?
„Áverkarnir voru sýnilegir okkur. Þá varð þetta raunveru-
legra. Svo tóku við réttarhöld bæði fyrir héraði og Hæsta-
rétti í málinu. Hann fékk nú ekki langan dóm fyrir þetta. Ég
held að hann hafi setið inni í sex ár,“ segir Gylfi.
Sá í fréttum að móðir
hans hafði verið myrt
Gylfi Þór Þorsteinsson hefur varla farið úr
rauðu flíspeysunni allt síðasta ár þar sem
hann hefur staðið vaktina í farsóttarhúsinu
nánast allan sólarhringinn. Gylfi hefur ýmsa
fjöruna sopið í einkalífi og starfi. Þegar hann
var 26 ára var móðir hans myrt á bóndabæ
norður í landi. Eftir þá lífsreynslu fór hann að
hjálpa fólki að komast í gegnum sín áföll sem
leiddi hann í starfið sem hann sinnir í dag.
Sjálf kynntist ég honum þegar ég réð mig til
starfa hjá Árvakri til að búa til lífsstílsvef fyrir
mbl.is sem síðar fékk nafnið Smartland. Þá
var hann framkvæmdastjóri mbl.is.
Marta María | mm@mbl.is
Gylfi Þór Þorsteinsson hefur
staðið vaktina í farsóttarhús-
inu með miklum glæsibrag.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
5 SJÁ SÍÐU 30
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021