Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 38

Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 talað opinskátt um þetta mál. Þegar Guðrún Andrea fæddist var pabbi viðstaddur fæðinguna og mamma beið frammi. Um leið og barnið kom í heiminn lét hann senda skeyti á barnsföður minn sem hann þurfti að kvitta fyrir að fá til sín, þar sem tilkynnt var um fæðingu barnsins og upplýsingar um hana. Það var gert svo hún gæti seinna leitað uppruna síns og svo hún eða annað fólk fyndi aldrei neina skömm í tengslum við það hvernig hún varð til á sínum tíma.“ Hvað viltu segja við konur á staðnum sem þú varst á? „Ég vil bara hvetja allar ungar konur til að láta drauminn sinn rætast að prófa að búa er- lendis og jafnvel fara í nám þar. Það er góður grunnur sem nýtist manni inn í framtíðina. Upplifunin við að búa erlendis er einstök, maður verður sjálfstæður og kynnist annarri menn- ingu. Við höfum gert það sama fyrir Guðrúnu Andreu. Hún hefur fengið að ferðast og mennta sig á erlendri grund. Hún var einmitt í Barce- lona í tvö ár og bjó í götu þar sem húsið hennar sneri að húsi afa hennar. Hún lagði þó aldrei í að heimsækja hann því eins og hún sér málin þá á hún eina mömmu, afa og ömmu og síðan fóstur- föður sem er góður vinur hennar. Hún fann ekki þörfina fyrir fleira fólk í kringum sig og hefur ekki gert ennþá. Dóttir mín er einstök og hin börnin mín líka. Við gætum ekki verið stoltari af þeirri konu sem hún er í dag. Hún er rúmlega þrítug að aldri og á eiginmann og tvö börn sjálf. Er í flottri vinnu og með góða menntun. Hún stendur sig mjög vel.“ Sér núna hvað hún var rosalega ung Yngri dóttir Sólveigar er á sama aldri í dag og þegar hún átti Guðrún Andreu. „Hekla mín er svo lítil að ég sé mig í öðru ljósi í gegnum hana í dag. Ég horfi á hana og hugsa: Guð minn góður. Hvernig fór ég að þessu? Ég var varla farin að ferðast með strætó sjálf á þessum aldri. Auðvitað hefði ég viljað eignast Guðrúnu Andreu tíu árum seinna en þetta var yfirstíganlegt og gekk allt saman upp. Þegar hún varð tólf ára bjó ég rétt hjá mömmu og pabba og hún ákvað að halda áfram að búa hjá þeim. Enda höfðum við alla tíð búið hjá þeim og hún hafði komið sér vel fyrir þar. Það var á þeim tíma sem ég kynntist Hilmi manninum mínum. Hún tilkynnti honum um leið og þau kynntust að hann yrði aldrei pabbi hennar en að þau gætu orðið bestu vinir sem þau eru jú einmitt í dag.“ Þær mæðgur eru góðar vinkonur og Sólveig er og verður alltaf mamman. „Það er svo stutt á milli okkar að mér finnst ég alltaf nýbúin að fara í gegnum hlutina þegar hún tekst á við þá. Ég reyni eins og allir aðrir foreldrar að leiðbeina henni eins vel og ég get og auðvitað hlustar hún ekki alltaf en kemur svo stuttu seinna og segir já, þú sagðir mér þetta. Ég man samt ennþá daginn sem hún og mamma og pabbi settust niður með mér og til- kynntu að nú væri kominn tími á hana út í tungumálaskóla. Hún var þá fimmtán ára og ég ófrísk að öðru barninu mínu og ég fékk nánast áfall. Ég hélt nú ekki. Mamma og pabbi stóðu vel með henni þá og bentu mér á að ég hefði fengið að fara út á þessum tíma. Ég man að ég svaraði því snögg upp á lagið að ég hefði komið ófrísk heim! Pabbi svaraði því til að þau ætluðu að bjóða henni og þetta væri eitthvað sem allir ættu að hafa tækifæri til að gera. Það var greinilegt að mitt ferðalag á þessar fjarlægu slóðir voru ekki áfall fyrir pabba. Ég þvertók fyrir þetta og hann hélt bara áfram að minna mig á að þetta hefði verið blessun fyrir alla og það væri ekkert að óttast. Ég hélt ég myndi fara yfir um og kallaði á fund þar sem mamma og pabbi mættu, dóttir mín og vinkona hennar og foreldrar vinkon- unnar. Ég fór yfir allt sem gæti farið úrskeiðis. Talaði um kynlíf og mikilvægi þess að nota varnir og allt það. Mamma og pabbi sem eru af gamla skólanum stóðu hjá og hugsuðu án efa að ég hefði tekið þetta aðeins of langt. Ferðin hjá stelpunum gekk svo bara glimrandi vel og að sjálfsögðu gerðist ekkert af því sem ég ótt- aðist.“ Menntun og reynsla lykilatriði í velgengni Þegar talið berst að vinnunni hennar Sól- veigar segir hún að menntun sín og reynsla sé algjört lykilatriði í velgengni hennar í dag. „Eins höfðu þessi fjögur ár á Ítalíu mikil áhrif á mig enda eru Ítalir alveg dásamlegir. Það eru allir velkomnir þar og mikil gestrisni í gangi. Þeir borða góðan mat og hafa gaman af lífinu. Ég var í Flórens í eitt ár og síðan í Mílanó í þrjú ár og það litaði aðeins reynslu mína af landinu. Mílanó er sem dæmi mikil viðskiptaborg og þar eru allir að keppast við að ná markmiðum sínum. Konur ganga menntaveginn og eru að- eins eldri þegar þær gifta sig. Það eru allir rosa- lega fínt klæddir í Mílanó og þó það væri steikj- andi hiti þá fór maður ekki á stuttbuxum í skólann heldur fallega klæddur ítölskum fatn- aði. Það er hátt til lofts á Ítalíu og marmari út um allt. Mér þótti svo gaman að vera þarna og borgin er æðisleg þó ég hefði alls ekki viljað vera þarna lengur. Það voru aðeins aðrir tímar þegar ég var þarna úti sem var alveg einstakt líka að upplifa. Alþjóðlegar keðjur voru ekki komnar inn í landið í sama mæli og nú svo allt sem maður upplifði var ítalskt. Ég bjó á þessum tíma með Kjartani Ósk- arssyni vini mínum sem var einnig í hönn- unarnámi úti og okkur þótti ítalskur matur al- veg æðislegur. Síðan langaði okkur að læra að drekka ítölsk vín sem við og gerðum en við kunnum ekki að kaupa okkur vín og drukkum vínin sem fengust á eina evru úr fernu. Fag- urfræðin, menntunin og gestrisnin hefur áhrif á mig enn þá í dag.“ Málaði íbúðina í einum ríkislit Það er nóg að gera hjá Sólveigu í vinnunni í dag þó hún sakni þess að vera ekki lengur að fljúga fyrir Icelandair á sumrin. Það hafi verið óskastaðan hennar hvað vinnu varðar því hún viti fátt skemmtilegra en að teikna, hanna og ferðast. „Kórónuveiran er þó ekki alslæm og eru margir að nýta sér tímann núna í endurbætur á húsunum sínum. Við rekum okkar heimili eins og fyrirtæki og er alltaf nóg að gera hjá öllum. Svo þegar veiran skall á þá hægðist á öllu. Börn- in þurftu um tíma að halda sig frá íþróttum svo við nýttum tækifærið hér heima um helgar og ákváðum að mála húsið öll saman. Það var mjög gaman og bara alveg einstök samvera. Ég ákvað að velja einn svona „ríkislit“ á allt, bæði loft og veggi. Við höfum ekki breytt miklu hér heima síðan við fluttum inn og erum mjög ánægð með hús- eignina okkar. Eldhúsið er æðislegt, opið og skemmtilegt. Við höfum komið okkur notalega fyrir hér heima. Ég er með skrifstofuna heima sem mér finnst alveg hreint dásamlegt. Her- bergin eru stór í húsinu og gott pláss fyrir okk- ur öll, vini og vandamenn.“ Eftir fráfall föður síns hefur Sólveig tekið við fjölskyldukeflinu. „Við vorum vön að fara alltaf til mömmu og pabba á sunnudögum í mat. Nú förum við eftir öllum reglum í samfélaginu en heimili mitt er orðið sú miðstöð sem hús foreldra minna var hér áður fyrr. Mér finnst það einstakt enda rek ég heimilið í ítölskum stíl. Ég er gestrisin og elska að fá fólk í mat. Mér finnst notalegt að vera með mann- inum mínum og börnum og svo ótrúlega gaman að hittast öll reglulega ekki síst fyrir börnin sem eignast dýrmætar rætur og minningar inn í framtíðina.“ Hvernig lýsir þú viðskiptavinum þínum í dag? „Það er sem betur fer bara allskonar fólk, bæði ungt fólk og aðeins eldra. Ég elska að koma inn á ný heimili og að kynnast fólki. Ég vil hlusta vel á þarfir heimilisfólksins og reyna eins vel og ég get að verða við óskum þeirra. Fólkið sem ég vinn fyrir ræður ferðinni. Ég les í að- stæður og legg svo upp úr fallegri hönnun sem hentar öllum á heimilinu. Styrkleikar mínir sem arkitekt eru þeir að ég er ákveðin og hreinskilin og það er mikill drifkraftur í mér. Ég er mjög dugleg að vinna og vinn stundum fram á nótt. Ég er þessi mikli orkubolti og mjög útsjónasöm líka. Ég hef alltaf elskað hönnun og hef unnið lengi við fagið. Ég vann hjá Pennanum og síðan hjá arkitektastofu áður en ég ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki árið 2014.“ Er engin kvenréttindakona Þó að Sólveig sé hörkudugleg kona þá er hún engin kvenréttindakona að eigin sögn. ,,Vinkonur mínar kölluðu mig Solla (Solli) um tíma þegar ég bjó ein og var alltaf með pensilinn í annarri hendinni og borvélina í hinni. Það er ekki staðan í dag. Maðurinn minn má gera fullt af hlutum hér heima. Ég vil sem dæmi sjá alveg um þvottinn á heimilinu og fær hann helst ekki að koma inn í þvottahúsið. Ég er algjör dama og vil vera það. Það er mjög margt sem maðurinn minn gerir sem mig langar ekki til að gera. Þó að heimilið geti oft verið eins og fyrirtæki þar sem allt þarf að ganga upp og allir að gera eitt- hvað, þá eru nokkrir hlutir sem skipta mig meira máli en annað. Sem dæmi þá ætlast ég til þess að allir borði saman á kvöldin. Það tekur ekki margar mínútur að setjast niður við borðið saman og ég hef gaman af því að elda góðan og hollan mat. Síðan finnst mér skipta máli að heimilið haldi vel utan um alla sem búa hérna og að það sé hægt að halda hugguleg fjölskylduboð og matarboð fyrir vini. Síðan skiptir sambandið mitt við Hilmi mjög miklu máli. Ætli það megi ekki segja að ég hafi fengið nef fyrir góðum mönnum í gegnum pabba og að Hilmir falli al- gjörlega inn í hugmyndir mínar um hvernig góður maður eigi að vera. Við erum mjög sam- stiga í öllu og miklir vinir og hann styður mig í öllu sem er mér ákaflega dýrmætt. Enda hefur lífið kennt mér að það er ekki alltaf auðvelt en maður stígur ölduna og tekst á við hindranirnar þegar þær koma. En við gerum það ekki ein.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðrún Andrea Sólveigardóttir ásamt eig- inmanni sínum Þorbirni Þór Sigurðarsyni ásamt börnum sínum tveimur. Foreldrar Sólveigar þau Jón Rafns Antonsson og Guðrún Clausen voru náin hjón. Jón lést skyndilega fyrir tveimur árum. Guðrún Andrea, Guðrún Clausen og Sólveig eru nánar mæðgur sem standa saman í verkefnum lífsins. Sólveig er vinsæll arkitekt enda hefur hún unnið við fagið sitt lengi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.