Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Glæsibær, Álfheimar 74, pöntunarsími 831 5676. Notar þú hinar margverðlaunuðu Eminence Organic húðsnyrtivörur? Þær eru lífrænt vottaðar og án allra aukaefna (vegan) Endurvektu æsku og orku húðarinnar og hún verður ljómandi og frísk. Komdu til okkar og við leiðum þig í allan sannleikann. H endrikka Waage hefur verið á Íslandi frá því í janúar á þessu ári en er nú á leið aftur til Bretlands. Hún hefur verið að vinna að tveimur nýjum skartgripalíum sem koma á markað í haust; önnur línan er tengd nátt- úrunni og hin sögulegum atburði. „Eitt af mínum áhugamálum hefur allt- af verið að mála. Ég hef stundað nám við Art Academy of London samhliða starfi mínu og hef haldið tvær myndlist- arsýningar á Íslandi sem gengu mjög vel. Ég mála litríkar port- rettmyndir af konum sem ég kalla Dásamlegar verur (e. wonderful beings) vegna þess að ég fæ sjálf svo mikla gleði af því að mála þær. Ég vona að það sjáist. Þetta er ein- falt mótíf af konum með eitt eyra.“ Hendrikka segir áhuga sinn á myndlist tilkominn vegna móður sinnar. „Æskuheimilið var mjög listrænt og móðir mín að mála frá því ég man eftir mér. Ég hef starfað sem skart- gripahönnuður lengi og því hefur list- sköpun komið eðlilega til mín. Ég byrj- aði að mála Dásamlegar verur eftir námið þar sem ég fékk mjög jákvæðan meðbyr frá kennara mínum sem hefur hvatt mig áfram í myndlistinni. Ég nota sterka liti sem gera lífið litríkara.“ Hver er sagan á bak við málverkin? „Það streyma endalaust til okkar upplýsingar úr öllum áttum og við erum heilaþvegin af hinu og þessu þannig að ég ákvað að hafa einungis eitt eyra á þeim því þú þarft ekki að vera að hlusta á allt sem er í gangi. Það er það sem ég túlka út úr þessu en ég vil leyfa áhorfandanum að túlka verkin á þann hátt sem hann sér það. Innblásturinn hef ég sótt sérstaklega til tveggja merkilegra kvenna. Annars vegar Gloriu Vanderbilt, sem féll frá fyrir tveim- ur árum. Hún var mikil lista- og viðskipta- kona. Síðustu árin fór hún að búa til af- skaplega einlægar myndir sem hún sýndi á Instagram. Svo er það króatíska listakonan Ana Tzarev. Hún er stórkostlegur listamað- ur sem notar mikið þessa skæru liti. Hún hefur veitt mér mikinn innblástur.“ Hvað með fatnaðinn sem þú ert að gera með Áslaugu Magnúsdóttur? „Dásamlegu ver- urnar mínar prýða stuttermaboli og hettupeysur hjá Kötlu, sem er vörumerki Áslaugar. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni sem við ákváðum að fara í saman og koma bolirnir í takmarkaðri út- gáfu. Samstarfið okkar heitir Katla X Hendrikka.“ Samstarfið var tilkynnt opinberlega fyrst á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hinn 8. mars, á þessu ári. „Það hefur verið áhugavert að vinna með Áslaugu því hún fer svo nýjar leiðir og lætur umhverfisverndarsjónarmið ætíð ráða för. Hægt er að nálgast bolina og hettupeysurnar á www.katla- .com.“ „Alin upp við list og menningu“ Hendrikka Waage skartgripahönnuður og listakona var alin upp við menningu og list. Hún hefur hannað skartgripi lengi, síðan hefur hún verið að mála áhugaverð málverk. Nýjasta verkefnið er samstarfsverkefni hennar og Áslaugar Magnúsdóttur fyrir Kötlu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Kári Sverris Hendrikka Waage er á leið aftur út til Bret- lands en hún hefur verið á Íslandi frá því í byrjun ársins. Það er óþarfi að taka inn allar upplýsingar úr samfélaginu að mati Hendrikku Waage. Hendrikka málar listaverk af konum með eitt eyra. Wonderful Beings-bolinn er hægt að nálgast á heima- síðunni www.katla.com. Ljósmynd/Katla Wonderful Beings hettu- peysan er samstarfsverk- efni Hendrikku og Áslaugar Magnúsdóttur. Hendrikka gerir áhugaverða mynd- list þar sem konur með eitt eyra eru í forgrunni. Mynd- irnar heita Dásam- legar verur (e. Won- derful beings). Ljósmynd/Stefania Linnet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.