Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 46

Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 46
mikið betur – án þess þó að geta algerlega sett mig í hans spor.“ Hið innra rótleysi sem tók við eftir að mamma Emblu og ömmur hennar féllu frá hafði slæm áhrif á Emblu. Þau systkin höfðu oft fengið að heyra það að uppeldi þeirra væri strangt og bæði for- eldrar og ömmur sáu til þess að allir héldu sig innan girðingar og innan marka. „En þegar mamma deyr, og ömmur mínar, þá heyrði eiginlega allt uppeldi sögunni til. Skiljanlega hafði elsku pabbi minn bara enga orku til að ala mig upp og setja mér mörk en ég sá það ekki þá. Hann var eflaust í svo miklu áfalli að hann gat það ekki og kunni það eflaust ekki heldur,“ segir hún og bætir við að sér hafi þótt þetta frjálslega líf mjög þægilegt eins og gefur að skilja hjá ung- lingi. „Ég gat talað hann í allt, fengið hann til að kaupa hitt og þetta fyrir mig og skutla mér þangað sem ég þurfti að fara. Hann lúffaði alltaf af því hann vildi ekki særa mig og halda öllu góðu,“ segir hún lágt og tár læðast fram á hvarmana. „Maður er alltaf að sjá æsku sína og fortíð í nýju og nýju ljósi,“ segir hún. „Alltaf að upplifa nýja sýn á hluti og fólk sem maður var búinn að mynda sér einhverja skoðun á, góða eða slæma. Til dæmis myndar maður sér skoðun á foreldrum, systkinum og því hvaða ákvarðanir voru teknar og hvernig hlutirnir voru sagðir og gerðir en svo eldist maður og lífið tekur við. Maður eignast börn, lendir í áföllum, vinnur í þeim og þroskast og allt þetta og þá gerist það kannski af sjálfu sér að mað- ur fer að meta alla hluti upp á nýtt. Vissulega getum við lagt okkur fram um að reyna að setja okkur í spor annarra þegar yfirþyrmandi atburðir eiga sér stað, en ég vil meina að það sé ekki hægt að skilja annað fólk og viðbrögð þess til fulls nema maður hafi sjálfur verið í sömu, eða mjög svipuðum sporum.“ Svo kom ný stjúpa inn á heimilið Fjórum árum eftir að móðir Emblu lést, þegar Embla er að byrja í Kvennó, kynntist pabbi hennar Ragnheiði Jónsdóttur presti og fann ástina á ný. Til að byrja með náðu Embla og stjúpa hennar ekki vel saman en í dag eru þær miklar og nánar vinkonur. Fyrst um sinn gekk Emblu ágætlega í náminu. Hún var á fullu í félags- lífinu og öllu sem tilheyrir þessum skemmtilega tíma, en strax á öðru ári fór að halla undan fæti. Embla segist ekki alveg átta sig á því hvað varð til þess að allt umturnaðist en mögulega hafi þetta verið sorgin sem fann sér leið til að brjótast upp á yfirborðið. „Ég fór einhvern veginn alveg út af sporinu þegar pabbi fór að vera með stjúpu minni. Hún flutti líka heim til okkar eftir stutt kynni þeirra pabba og ég var aldrei spurð hvernig mér litist á það. Við systkini mín vissum satt best að segja ekkert hver þessi mann- eskja var. Hún var bara allt í einu mætt og skyndilega snerist ekki allt í kringum mig lengur. Mér fannst þessi tími mjög sérstakur því mér fannst ég ekki þekkja þessa konu en samt bjó hún á heimili mínu. Mér fannst ég ekki vita neitt um hana. Vissi bara að hún hét Ragnheiður. Þegar ég lít um öxl þá hugsa ég stundum hvernig pabba hafi dottið í hug að fá bara einhverja konu inn á heimilið eftir örstutt kynni en ég skildi hann mikið betur eftir á. Pabbi minn átti bara alltaf erfitt með að takast á við erfiðar tilfinningar og leysa úr þeim. Hann sökkti sér í vinnu og verkefni og faldi sig einhvern veg- inn þannig. Hann flutti til dæmis með mig til Cambridge í Englandi ári eftir að mamma dó og hin systkinin urðu eftir á Íslandi, en það hefði eflaust verið betra fyrir okkur að vera öll saman til að takast á við sorgina og missinn,“ segir hún hugsi um leið og hún hellir svörtu tei úr bláum tekatli í fallegan keramíkbolla úr sinni eigin smiðju. „Í minningunni finnst mér eins og ég hafi oft verið ein á þessum árum. Pabbi var oft erlendis vegna vinnunnar og unglingurinn ég lék bara lausum hala heima. Ég hélt mjög oft partí og aldrei þurfti ég að taka afleiðingum af neinu. Það skipti ekki máli hvað ég gerði.“ Bar sig saman við systkini sín og leið eins og aumingja Líf Emblu varð erfiðara og erfiðara með tímanum. Hún rásaði hindrunarlaust og reyndi að halda áfram uppteknum hætti eftir að Ragnheiður flutti inn á heimilið en þar mætti hún skiljanlega mót- stöðu. „Þegar ég varð aðeins eldri helltist yfir mig samviskubit yfir því hvernig ég hafði hagað mér á þessum árum. Ég áttaði mig á því að ég hafði bókstaflega engan skilning á því hvaða tilfinningar pabbi var að fara í gegnum og ég sá líka að ég hafði svo sannarlega ekki gert líf hans neitt auðveldara. Það situr enn í mér og tekur mig sárt. Pabbi minn og stjúpa hafa verið mér stoð og stytta í lífinu ásamt elstu systur minni sem kom mér nánast í móðurstað og ég sé ekki að ég hefði komist í gegnum lífið án þeirra,“ segir hún einlæglega. Eftir að Embla flosnaði upp úr náminu fór hún að vinna hina og þessa vinnu. Hún segir að samviskubitið yfir því að hafa ekki staðið sig í skóla hafi stöðugt nagað hana að innan. Henni fannst hún hvorki standa undir eigin væntingum né fjölskyldunnar og bar sig um leið saman við foreldra sína og systkini sem öll eru hámenntuð. „En svo dreif ég mig í förðunarnám og það gekk alveg rosalega vel. Ég var fljótlega byrjuð að kenna og ég tók að mér allskonar verkefni sem gáfu vel af sér. Loksins fann ég að ég gat verið virki- lega góð í einhverju en mér fannst þetta starf aldrei nógu gott eða fínt. Mér fannst ekki nógu gott að vera „bara“ förðunarfræðingur og fékk algera þráhyggju fyrir því að klára stúdentsprófið svo ég gæti komið mér í meira nám. Mér fannst allir klárir nema ég og systkini mín setti ég í guðatölu. Mér leið eins og ég væri bara lítill og vitlaus kjáni og mér leið eins og fjölskyldu minni þætti það líka, þrátt fyrir að ég stæði mig mjög vel í því sem ég var að gera. Þetta var vond tilfinning sem erfitt var að losna við.“ Þráhyggjan yfir því að vera ekki með stúdentspróf Skömmin yfir því að skorta almennilega menntun og þráhyggjan fyrir stúdentsprófinu urðu til þess að Embla skráði sig í Öldunga- deildina í MH til að safna einingum í stúdentsprófið. Það var árið 46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.