Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 54
Clarins UV Anti-Pollution
„Ég er nýbyrjuð að nota
þessa æðislegu nýjung
frá Clarins og það
verður líklega ekki
aftur snúið. UV Anti-
Pollution er andlits-
vörn sem verndar
húðina bæði gegn
skaðlegum geislum og
umhverfismengun.
Hún er ótrúlega þunn og
stíflar ekki svo maður
finnur ekkert fyrir henni á
húðinni, hentar því full-
komlega ein og sér eða
undir farða að mínu mati.“
Chanel Les Beiges
Water-Fresh tint
„Þessi farði gefur svo
létta og ljómandi áferð sem
ég elska á sumrin. Hann er
unninn úr 70% vatni og fylgir
lítill bursti með kaupunum,
farðinn bráðnar við húðina
samstundis og leyfir frekn-
unum að njóta sín og skína í
gegn.“
Gosh Matte Eye Liner
„Þessir æðislegu augnblýantar eru í al-
gjöru uppáhaldi hjá mér. Litirnir sterkir og
fallegir og verða geggjaðir við sumardressið.
Mér finnst gaman að blanda þeim saman og
setja ljósari lit í innri augnkrók og dekkri í
ytri, þannig opnast augnsvæðið betur og Eye
Liner-vængurinn lyftir augunum upp.“
Kolbrún Anna
Vignisdóttir,
förðunarmeistari
og áhrifavaldur
Hárlínan hentar öllum
gerðum hárs, hún er
sérstaklega hönnað til
auka viðgerðarhæfni
hársins ásamt því að
styrkja og þétta hárið.
Án
allra auka
efna
Útsölustaðir: Lyfjaver, Heimkaup.is & Hagkaup
Einfaldlega það
besta frá náttúrunni
NÝTT FRÁ NEW NORDIC
Sports BB Cream SPF 50+ Sunscreen
„Þessi sólarvörn er mín allra uppá-
halds og er algjörlega ómissandi fyrir
mig – sérstaklega á sumrin. Þá vil ég
helst vera létt og náttúrulega máluð
en Sport-sólarvörnin er eins og lit-
að dagkrem og gefur fallegasta lit á
sólarvörn sem ég hef prófað.
Formúlan er líka skemmtileg að því
leyti að hún er hönnuð sérstaklega
fyrir íþróttafólk. WetForce-tæknin
hefur þau áhrif að þegar vörnin verður
fyrir vatni, svita eða raka þá eykst vörnin
hennar enn frekar og dregur úr olíuframleiðslu
húðarinnar.
Clarins SOS Primer „Peach“
„Lúmskur, þekjandi primer sem gengur undir hvaða farða
sem er. Hann gefur húðinni svo ótrúlega fallegan ljóma en ljóm-
andi húð er alltaf klassísk á sumrin. Farða-
grunninn er bæði hægt að nota einan og sér
til að fríska upp á húðina og jafna lit, eða
undir farða svo förðunin haldist lengur
á.“
Chanel Les Beiges bronzing cream
„Varan sem Chanel gerði allt vitlaust
með enda engin furða! Þetta fallega sól-
arpúður er mitt á milli þess að vera krem-
og púðurvara. Það er ótrúlega þægilegt í notk-
un og með því að bera það á hæstu punktana á andlitinu
gefur það manni svo hlýtt og ferskt útlit. Húðin verður
alltaf fallega sólkysst þegar þú notar Soleil de Tan.“
Kristín Samúelsdóttir,
förðunarfræðingur og
ljósmyndari
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Hvað eru drottningarnar
að nota á andlitið?
Hvaða snyrtivörur eiga upp á pallborðið í vor og sumar? Smartland fékk fjórar fram-
úrskarandi manneskjur til þess að deila sínum uppáhaldssnyrtivörum akkúrat núna.
Clarins Glow 2 Go
Blush & Highligter Duo
„Ljómandi, sólkysst
og fersk húð er mitt
markmið í sumar.
Mínar uppáhalds-
vörur og þær sem
ég mun grípa með
mér út um allt í
sumar eru klárlega
krem og fljótandi
snyrtivörur. Ég held
mikið upp á Glow 2 Go
Blush & Highligter Duo frá
Clarins, en kinnalitir verða áberandi í
sumar og þá sérstaklega kremaðir
kinnalitir. Ég er að elska þetta
kinnalita-trend, mikið á kinnbeinin
og örlítið á nefið og maður verður
svo frísklegur!“
Chanel - Les Beiges
bronzing cream
„Sú vara sem er og verður líka í
stanslausri notkun hjá mér í sum-
ar er kremaður bronzer. Minn
allra uppáhalds Les Beiges
bronzing cream frá Chanel gerir
húðina svo ljómandi náttúrulega,
sólkyssta og ferska.“
Gosh Lumi Lips
„Fallegur gloss á varirnar er
líka alltaf vinsæll á sumrin og
eru glossarnir frá Gosh í miklu
uppáhaldi hjá mér, þá sér-
staklega Lumi Lips í litnum
002. Hann er sérstaklega
hannaður til þess að veita vörunum raka og þéttleika, svo
inniheldur hann líka ljós og spegil sem auðvelda manni að
bera hann á hvar sem er yfir daginn – fullkominn fyrir þá
sem eru alltaf á ferðinni.“
Guðrún Sortveit,
bloggari á Trendnet
Shiseido Expert
Sun Protector
„Fyrst og fremst er
það sólarvörn, ég hef
verið að nota
Expert-sólarvörnina
frá Shiseido og
finnst hún dásam-
leg. Ég elska hvað
hún er létt og fer
hratt inn í húðina og
er fallegur grunnur fyrir
allt sem kemur ofan á. Mér
finnst líka mikill kostur að hún
sé fyrir andlit og líkama
þar sem ég ber alltaf
sólarvörn niður á háls,
bringu og hendur.“
Chanel Les Beiges
Water-Fresh tint
„Svo er það vara
frá Chanel sem ég
elska og gríp alltaf í
um leið og það er kom-
in smá sól en það er Wa-
ter Fresh Tint-farðinn.
Þetta gefur svo fullkomna
létta þekju og situr svo fal-
lega á húðinni sem lítur út
fyrir að vera smá sólkysst og ljómandi. Mér finnst best að
nota hendurnar til að bera hann á til að fá sem náttúrulegustu
áferðina.“
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Concealer
„Ef það er ein vara sem ég gæti ekki verið án er það
Synchro Skin Self-Refreshing-hyljarinn. Ég elska hvað hann
er rakagefandi og mjúkur, sest ekkert í fínar línur, hylur vel
og birtir upp augnsvæðið á sama tíma. Hann gefur fallega
náttúrulega áferð sem er fullkomið á sumrin.“
Agnes
Björgvinsdóttir,
förðunarfræðingur