Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 56
Kremið er litað rakakrem sem gott er að nota yfir serum áður en farði er borinn á húðina fyrir kvöldið, eða bara eitt og sér sem farði yfir daginn. Rakakremið lagar sig að húðlit þínum. Húðin verður glóandi falleg og liturinn sem kemur á andlitið er hinn fullkomni litur fyrir þig. Sjón er sögu ríkari. elinros@mbl.is Ef þú sérð einstakling sem glóir eins og demantur í framan þá máttu bóka að Guinot Hydra Fin- ish hafi eitthvað með það að gera. Hydra Finish-kremið frá Guinot jafnar húðlitinn og andlitið fær frísklegri áferð. Töfrakrem sem talað er um V ið verðum jarðbundnari með aldrinum, þroskaðri og út- sjónarsamari sem er jákvætt og gott. Þó ekki sé nein ástæða til að leyfa jörðinni og þyngdarafli hennar að sigra í baráttunni við hrukkurnar. Til eru fjölmargar leiðir til að halda húðinni unglegri. Helstu meðferðarsvæðin eru sem dæmi reiðihrukkurnar, broshrukkur í kringum augun og lá- réttu línurnar á enninu svo ekki sé talað um húðina á hálsinum. Svona er vænlegast að sigra í baráttunni við hrukkurnar. Bótox Bótox-meðferð er gerð til að draga úr hrukkum í andlitinu. Í bótox er vöðvaslakandi lyf sem innheldur toxín sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botul- inum. Efninu er sprautað í vöðva til að minnka hreyfingu andlits- ins. Bótox er mest notað til að minnka hreyfanlegar hrukkur og línur í andlitinu. Meðferðin er ekki varanleg en árangurinn helst í fjóra til sex mánuði í senn. Fagmannlegt og vel gert bótox gefur andlitinu náttúrulegt útlit með hvíldara og ferskara yfirbragði. Aquagold-meðferð Aquagold-meðferðin byggist á tæki sem inniheldur 20 örfínar nálar sem eru húðaðar 24 karata gulli. Nálarnar eru aðeins 0,6 mm að lengd sem er fullkomin stærð til að ná niður í leðurhúðina. Nálarnar örva kollagen-nýmyndun og með þeirra hjálp er hægt að koma virkum efnum á þann stað í húðina þar sem þau hafa mest áhrif. Algengast er að nota hýalúronsýru (e skinbooster) og toxín en möguleiki er á að klæðaskerasníða lausnir eftir þörfum hvers og eins og blanda meðal annars í lausnina andoxunarefnum, vaxtarþáttum og peptíðum svo eitthvað sé nefnt. Meðferðin eykur raka, minnkar svitaholur, minnkar olíumyndun og eyk- ur þéttleika. Hún bætir áferð húðarinnar og mildar fínar línur og hrukkur þannig að útlitið verður ferskara og húðin ljómar. Ávaxtasýrumeðferð Meðferðin hentar flestum húðgerðum og er styrk- leiki sýru valinn eftir húðgerðinni. Árangurinn er jafn- ara og sléttara yfirbragð. Minna áberandi svitaholur og aukinn raki í hreinni húðinni. Meðferðin er framkvæmd af faglærðu fólki. Eftir með- ferðina getur verið roði í húðinni í nokkra daga. Húðin getur einnig byrjað að flagna. Einkenni minnka vanalega eftir því sem meðferðarskiptum fjölgar. Ljósmyndir/Colourbox Svona vinn- ur þú bar- áttuna við hrukkurnar Það má ná fram sléttri og fallegri húð með alls konar aðferðum í dag. Sumir velja að fara í botox til að minnka hrukkurnar. Aquagold-meðferðin er unnin með nálum sem svipa til stærðar á hári í húðinni. Það getur verið nauðsynlegt að fá auka hjálp í baráttunni við hrukkurnar. Í dag þykir sjálfsagt að vera með slétta og fallega húð óháð aldri. Í raun má segja að aldur sé afstæður, þökk sé leiðunum sem hægt er að fara í baráttunni við hrukkurnar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 SMÁRATORGI - KRINGLAN - GLERÁRTORGI - LINDESIGN.IS Mulberry silki EITT BESTA FEGURÐARLEYNDARMÁLIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.