Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nýr Börkur, nýsmíði Síldarvinnsl-
unnar, kom í fyrsta sinn til heima-
hafnar í Neskaupstað í hádeginu í
dag. Var hann í fylgd Beitis NK og
sigldu skipin um Norðfjörð og
þeyttu skipsflauturnar. Veður var
með besta móti og fylgdist fjöldi
fólks með komu skipsins. Þá var
hægt að fylgjast með komu skipsins
í beinni útsendingu.
„Það eru ávallt tímamót þegar
tekið er á móti nýju skipi, en síðasta
nýsmíði sem Síldarvinnslan festi
kaup á var rækjufrystitogarinn
Blængur sem kom í fyrsta sinn til
hafnar í Neskaupstað árið 1993,“
segir á vef Síldarvinnslunnar.
Skipið verður til sýnis um
helgina. Á sunnudag er sjó-
mannadagurinn og verður form-
lega tekið við skipinu á þeim degi.
Þá verður því við hátíðlega athöfn
gefið nafn sitt og í kjölfar þess
munu sjómenn úr áhöfninni fara
um skipið með gestum.
gso@mbl.is
Formlega tekið við skipinu í Norðfirði á sjómannadag og þá fær skipið einnig nafn
Komu nýs
Barkar
fagnað
Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ákveðið hefur verið að leggja niður
læknastofur og skurðstofur í Domus
Medica frá næstu áramótum. Þar eru
um 70 sérfræðingar með læknastof-
ur. Líklega munu einhverjir þeirra
halda áfram annars staðar. Apótekið
fer væntanlega einnig og blóðrann-
sóknum verður hætt um áramótin en
Röntgen Domus verður áfram í hús-
inu. Húsið verður væntanlega selt, að
sögn Jóns Gauta Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Domus Medica hf.
„Rekstur læknastöðva hefur verið
mjög þungur síðustu ár. Meðalaldur
læknanna er að hækka og nýliðun
hefur ekki verið jafn mikil og hún
hefði þurft að vera vegna erfiðra
rekstrarskilyrða. Nýting hefur því
minnkað, sem íþyngir rekstrinum,“
sagði Jón Gauti. Hann sagði komið að
endurbótum á skurðstofunum og
læknastofunum eftir 55 ára rekstur.
„Menn treysta
sér ekki í það
stóra verkefni í
því starfs-
umhverfi sem
sjálfstætt starf-
andi læknum er
gert að starfa í.
Það er bæði
ótryggt og óvisst.
Því miður hefur
lengi ríkt ákveð-
inn glundroði í stjórnun á
heilbrigðisþjónustunni. Sú ríkisvæð-
ingarstefna sem ríkisstjórnin hefur
rekið í fjögur ár vinnur ekki með
þessari starfsemi. Menn treysta sér
ekki til að halda áfram í því ástandi
sem hefur ríkt í stjórnun heilbrigð-
isþjónustunnar nokkuð lengi.“ sagði
Jón Gauti. Hann minnti á skýrslu
Ríkisendurskoðunar frá 2018 um
Sjúkratryggingar Íslands sem kaup-
anda heilbrigðisþjónustu. Þar komi
greinilega fram sá glundroði sem
ríkt hefur í stjórnun heilbrigðiskerf-
isins undanfarin ár.
„Vandinn er sá að við höfum ekki
markað þessum málaflokki heild-
stæða stefnu byggða á þörfum sjúk-
linga. Þar af leiðandi er hlutverk og
ábyrgð aðila innan kerfisins óskýr.
Þetta er viðamikill málaflokkur og
margir sem koma að honum. Heil-
brigðisráðuneytið með stefnumörk-
un og stjórnun, landlæknisembættið
með faglegar kröfur, Sjúkratrygg-
ingar Íslands með innkaup og fjár-
málaráðuneytið með fjármögnun.
Það kom fram í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar að samstarf þessara aðila
er í skötulíki og einkennist helst af
togstreitu vegna óskýrra marka.
Ástæða þess er skortur á stefnumót-
un. Í rauninni hefur ekkert breyst
síðan skýrslan kom út. Það sem rík-
isstjórnin kallar stefnu í heilbrigðis-
þjónustu er að mínu mati ekki byggt
á þörfum sjúklinga. Þetta er í raun
bara rammi utan um þetta íslenska
ráðherraræði sem mér finnst fara illa
með lýðræðið okkar,“ sagði Jón
Gauti.
Hann sagði ekki útlit fyrir að vald-
hafar ætluðu sér að bæta úr þessu
ástandi. Domus Medica hf. treysti
sér ekki til að halda áfram að veita
læknum þjónustu í þessu umhverfi.
Reksturinn gæti ekki haldið áfram
miðað við þá framtíðarsýn og ríkis-
væðingarstefnu sem stjórnvöld hafa
mótað síðustu ár.
Domus Medica hefur rekið mót-
töku og stofur sérfræðilækna frá
1966 og Læknahúsið hefur starfrækt
skurðstofur í húsinu frá 1999. Það
eru elstu einkareknu skurðstofur
landsins og hafa starfað frá 1983.
Domus Medica lokað um áramót
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Domus Medica Stofum um 70 sérfræðilækna verður lokað um áramótin.
- Um 70 sérfræðilæknar eru með stofur í húsinu - Treysta sér ekki í endurbætur á húsnæðinu í því
umhverfi sem sjálfstætt starfandi læknar búa við - Vantar stefnumótun sem miðast við þarfir sjúklinga
Jón Gauti
Jónsson
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
og þróunarsamvinnuráðherra og
Diljá Mist Einarsdóttir komu form-
legri athugasemd á framfæri við yf-
irkjörstjórn prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík í gær um að
Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Ás-
laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur
dómsmálaráðherra, hefði haft að-
gang að flokksskrá flokksins eftir að
framboðsfrestur í prófkjörinu rann
út. Töldu þau að brotið hafi verið
gegn reglum prófkjörsins.
Guðlaugur Þór og Áslaug Arna
keppast um efsta sætið í prófkjörinu
sem fram fer um helgina. Diljá Mist
býður sig fram í þriðja sætið.
Yfirkjörstjórn Varðar, fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vík, komst undir kvöld að þeirri nið-
urstöðu að framboð Áslaugar hafi
ekki brotið gegn prófkjörsreglum.
Staðfest var að Magnús hefði haft
aðgang að skránni vegna starfa fyrir
flokkinn og að aðganginum hefði
verið lokað á mánudag. Síðasta inn-
skráning Magnúsar í flokksskrána
hafi hins vegar verið 10. maí og það
hafi verið að beiðni starfsmanns
flokksins vegna verkefnis sem
Magnús vann að fyrir flokkinn.
„Í þessum úrskurði fæst staðfest
að aðgangurinn hafi verið opinn til 1.
júní og að hann hafi verið opinn eftir
að prófkjörsbaráttan hefst. Út á það
gekk athugasemdin, að fá þetta upp
á yfirborðið. Það er eðlilegt að gera
athugasemdir við slík atriði og
tryggja það að allir séu að fylgja
sömu leikreglum,“ segir Sigurður
Helgi Birgisson, umboðsmaður
framboðs Guðlaugs Þórs.
Áslaug Arna segir að kvörtunin
hafi komið sér á óvart. Að öðru leyti
sagðist hún ekki vilja takast á við
samstarfsfélaga sína í fjölmiðlum.
Athugasemd hafnað
- Guðlaugur Þór og Diljá Mist töldu framboð Áslaugar
Örnu hafa aukinn aðgang að gögnum um kjósendur
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Guðlaugur Þór
Þórðarson