Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
VINNINGASKRÁ
116 10649 19574 30370 37607 48345 59347 73553
952 11604 19577 30448 37679 48843 59413 74227
1114 11696 20082 30469 38201 49223 59614 74247
1522 11829 20121 30532 38394 49306 60061 74671
1577 11897 20465 30645 38674 49545 60952 74909
1596 12451 20507 31346 39004 49571 61493 75106
1667 12495 20685 31822 39508 49942 61632 75115
1950 12945 20724 31943 39643 50610 61661 75412
2569 12951 20796 32203 39902 50918 62196 75470
2659 13005 20842 32299 40284 51239 62556 75681
3992 13256 21269 32479 41273 51305 63060 75835
4206 13619 21629 32509 41346 51497 63252 75888
4215 14002 21761 32607 41620 51807 63601 75893
4379 14530 21961 32727 41670 52280 63904 75983
4462 14759 22041 32857 41714 52372 64075 76278
5118 15065 22127 32925 41775 53043 65145 76289
5158 15148 22512 32970 41842 53306 65560 76781
5497 15195 23361 32980 42076 53743 65666 77383
5766 15463 23394 32990 42205 53922 65780 77616
5867 15674 23403 33158 42419 54325 66011 77772
5893 15722 23428 33478 42623 54347 66471 77774
5960 15937 23530 33613 42625 55411 66598 77834
6117 16230 23866 33732 43250 55695 66666 78076
6831 16413 23899 34024 43473 55865 67337 78805
6834 16558 24354 34725 44640 55869 68052 78850
7164 16869 24531 34744 44889 56572 68373 79233
7221 17461 24825 34851 45185 56867 68727 79539
7294 17601 24931 34978 45341 56995 69214 79668
8078 17928 25138 35267 46047 57032 69587 79684
8255 18182 25703 35405 46092 57193 69776 79732
9197 18312 26034 35456 46204 57307 69875 79819
9441 18709 26465 36577 46454 57411 69901
9602 19013 26687 36749 46994 57584 71151
9967 19372 28259 36820 47001 57696 72699
10151 19415 28581 37064 47325 58246 73363
10157 19443 28906 37165 47407 58759 73382
10321 19538 29524 37538 48138 58769 73450
828 9499 19022 26947 36522 45701 54672 72286
1040 10558 19813 27377 37606 46610 55034 73147
1929 11547 20014 27676 38253 46819 58390 73252
2189 12575 20028 27776 38649 47761 58611 73337
2280 12916 20374 27791 39693 47962 59686 74662
3393 14680 20716 27891 40869 48670 62244 77879
3525 15040 21385 29730 41069 50418 64401 78207
3709 15079 23070 31505 41124 50805 64884 78809
3921 15291 25234 32358 41402 51422 65049 79401
5195 17094 25895 33269 41747 52032 68231
5681 17130 26640 33808 42962 52837 71109
6137 17230 26695 34168 43848 53384 71397
7074 17684 26779 36127 44365 54476 71533
Næstu útdrættir fara fram 10., 18., 24.júní & 1. júlí 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
4560 13158 48190 51539 52960
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2475 16251 32379 48053 54760 68476
6312 18281 39787 49729 59372 71715
13227 19387 41350 53968 62829 73007
16087 27460 43326 54637 64363 75232
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 8 1 0 6
5. útdráttur 3. júní 2021
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir
og ríka réttlætiskennd, og ef mér
finnst eitthvað vera óréttlátt vil ég
breyta því,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson, utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra, en hann sækist
eftir efsta sætinu í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, sem fram
fer núna um helgina.
Guðlaugur Þór segir að grunnhug-
sjón sín í stjórnmálum hafa markast
af tvennu. „Annars vegar var það
frelsið, því ég trúi því að fólk eigi að
hafa frelsi til þess að njóta hæfileika
sinna,“ segir Guðlaugur og bætir við
að kannski megi rekja þessa hugsjón
til uppruna hans. „Ég er eins og kom-
ið hefur fram áður ættleiddur og hef
aldrei haft sterka pólitíska bakhjarla.
Ég hef því mjög sterka sannfæringu
fyrir að allir geti notið hæfileika
sinna, saman hvaðan þeir koma,“ seg-
ir Guðlaugur Þór og bætir við að Ís-
land verði að vera land þar sem allir
fái tækifæri til þess.
Guðlaugur segir hitt grundvallar-
gildi sitt felast í slagorðinu Stétt með
stétt. „Mér hefur alltaf þótt það mjög
aðlaðandi hugtak. Það var mikil gæfa
hjá stofnendum flokksins þegar þeir
lögðu áherslu á þetta tvennt, frelsið
og samstöðu stétta.“
Góð samskipti skipta öllu
Talið berst að prófkjörsbaráttunni,
en Guðlaugur Þór segir að hann hafi
notið sín mjög vel í henni, enda finnist
honum fátt ánægjulegra í stjórnmál-
um en að eiga samskipti við fólk.
„Sjálfstæðisflokkurinn er fjölda-
hreyfing, og ég hef frá upphafi lagt
áherslu á að starfa með fólkinu sem
er í flokknum.“
Guðlaugur Þór segir að hann hafi
uppskorið ríkulega af því samstarfi,
og það sjáist meðal annars í þeirri
fjölbreyttu flóru sem hafi lagt leið
sína á kosningaskrifstofu hans. Þar
sé oftar en ekki að ræða fólk úr gras-
rót flokksins sem hann hafi átt sam-
skipti við í áratugi.
Guðlaugur Þór segist sannfærður
um að prófkjörsleiðin sé besta leiðin
til þess að velja sigurstranglegan
lista, þar sem hún sé lýðræðisleg og
gefi fólki sem starfar innan flokksins
tækifæri til þess að segja skoðun sína
á störfum fulltrúa sinna með beinum
hætti.
„Flestir sem taka þátt í stjórnmál-
um eru ekki í framboði og ætla sér
ekki endilega í það, en þeir vilja hafa
áhrif og láta gott af sér leiða. Það þýð-
ir að þeir sem eru kjörnir fulltrúar
verða að hlusta á þetta fólk. Hví ætt-
irðu að taka þátt í stjórnmálastarfi, ef
það er bara hóað í þig á fjögurra ára
fresti?“ segir Guðlaugur Þór. „Við
verðum að bera virðingu fyrir okkar
fólki sem sér til þess að við náum
kjöri og getum komið okkar sameig-
inlegu hugsjónum á framfæri.“
Breiddin skipti miklu máli
Aðspurður um stjórnarsamstarfið
segir Guðlaugur Þór það hafa gengið
vel þrátt fyrir að mikið bil sé á milli
samstarfsflokkanna. „Það hefur þýtt
að við höfum þurft að setjast niður og
reynt að ná saman um mál sem við er-
um mjög ósammála um,“ segir Guð-
laugur en bætir við að það hafi hjálp-
að mjög að fólkið sem leiði samstarfið
sé mjög reynt í stjórnmálum.
Hann segir að ekki eigi að vanmeta
gildi reynslunnar. „Þegar ég var
yngri hafði ég mikla trú á sjálfum
mér og það hefur ekki breyst, en
núna er ólíku saman að jafna að tak-
ast á við verkefnin, þegar maður hef-
ur öðlast reynsluna einnig.“
Það hafi ekki síst verið þörf á, þar
sem kjörtímabilið hefur verið mjög
sérstakt að mörgu leyti. Guðlaugur
Þór segir hafa verið styrk í því hversu
ríkisstjórnin var hugmyndafræðilega
breið, sérstaklega í annars vegar
kjarasamningunum, og hins vegar í
kórónuveirukreppunni.
„Faraldurinn er vonandi það næsta
sem við munum komast stríðs-
ástandi. Það hefur gengið mjög vel í
baráttunni gegn honum, en það var
ekki auðvelt, og ég held að það hafi
verið gott að það var ólíkt fólk við
borðið þegar verið var að taka
ákvarðanir um viðbrögðin.“
Hann segir verkefnin framundan
aðkallandi, og að Sjálfstæðisflokkur-
inn þurfi að eiga þar aðild að, þar sem
brýnt verði að auka verðmæti og
bæta lífskjör að faraldri loknum.
„Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta
ábyrgð á því að við fylgdum þeirri
hagfræðikenningu sem segir í hinni
helgu bók, að við nýttum góðu árin til
þess að undirbúa þau mögru,“ segir
Guðlaugur Þór.
Ríkið hafi því staðið vel þegar kom
að kórónuveirukreppunni, ólíkt borg-
inni. „Reykjavíkurborg notaði góðu
árin til þess að auka skuldirnar, og ég
veit ekki hvenær þau þar ætla að
borga þær niður en það verður erf-
iðara þegar hart er í ári.“
Þá skipti miklu að landið sé sam-
keppnishæft og aðlaðandi fyrir kom-
andi kynslóðir. „Ísland verður að
vera land þar sem unga fólkið vill
vera og njóta sinna tækifæra. Það er
hollt að hafa í huga að stjórnmála-
menn búa ekki til verðmæti, heldur
gerir fólk og fyrirtæki. Við getum
skapað svigrúm til þess, og það eina
sem kemur í veg fyrir að Ísland sé
land tækifæranna eru heimatilbúnar
hindranir.“
Guðlaugur Þór segist einnig hafa
áhyggjur af öðru, sem sé mun minna
rætt, en það sé lýðfræðileg öldrun
þjóðarinnar, en brátt verði um fimmt-
ungur Íslendinga á lífeyrisaldri. „Það
er góð þróun, því það þýðir að lífs-
líkur og lífsgæði hafa aukist, en það
þýðir einnig að það þarf að tryggja að
hér sé þjónusta fyrir þá sem eldri
eru.“
„Málefni aldraðra eru framtíðar-
mál og þau snerta alla, ef fólk á for-
eldra eða afa og ömmu sem fá ekki
þjónustu við sitt hæfi, getur það sett
fjölskyldur í spennitreyju.“ Hann
segir hættu á því að hér muni biðlist-
ar á hjúkrunarheimili lengjast, þar
sem nú virðist nokkur ár í að ný slík
verði reist í borginni.
Alþjóðamál opni margar brýr
Tími Guðlaugs Þórs í utanríkis-
ráðuneytinu hefur verið viðburðarík-
ur, og segir hann ráðuneytið hafa náð
eftirtektarverðum árangri á mörgum
sviðum, þrátt fyrir að það hafi ekki
blásið út líkt og margar aðrar ríkis-
stofnanir. „Við höfum með áherslu-
og skipulagsbreytingum náð að skila
mjög öflugu starfi á mörgum svið-
um,“ segir Guðlaugur Þór og nefnir
sem dæmi málefni norðurslóða, veru
Íslands í mannréttindaráði Samein-
uðu þjóðanna og samstarf Norður-
landa og Eystrasaltsríkjanna.
Nýafstaðinn fundur Norður-
skautsráðsins vakti sömuleiðis at-
hygli. „Þegar við tókum við for-
mennsku við því sagði ég að það væri
á erfiðasta tíma í sögu ráðsins, því
spennan er mikil, ólíkar þjóðir eru
þar inni og miklar breytingar fram-
undan sem munu hafa mikil áhrif um
allan heim,“ segir Guðlaugur Þór.
Hann bætir við að sameiginleg yf-
irlýsing fundarins hafi verið afrakst-
ur þrotlausrar vinnu í ráðuneytinu,
og Íslendingar hafi fengið mikið lof
fyrir frá hinum þjóðunum í ráðinu.
„En þetta gerist ekki af sjálfu sér,“
segir Guðlaugur Þór. „Ég var varað-
ur við því, að ég myndi týnast í þessu
ráðuneyti. Ég myndi týnast í útlönd-
um og enginn myndi vita hvað ég
væri að gera. Það hefur því verið
markmið mitt, að efla umræðu um al-
þjóðamál, því þau eru svo mikilvæg
fyrir okkur,“ segir Guðlaugur Þór.
Hann segir að þróunin hafi verið
sú, að á sama tíma og sífellt auðveld-
ara hafi verið að fá upplýsingar um
það sem sé að gerast úti í heimi, hafi
þróunin á heimsvísu verið sú að fólk
horfi meira inn á við. Hann nefnir
sem dæmi að á sínum tíma hafi for-
síða Morgunblaðsins verið tileinkuð
erlendum fréttum, og að öll umræða
um utanríkismál hafi verið mun meiri
þegar hann var að stíga sín fyrstu
skref í stjórnmálum.
Guðlaugur Þór segir því að hann
hafi lagt á það ríka áherslu að auka
umræðu, bæði innan Sjálfstæðis-
flokksins og utan, um þessi mál, því
þau skipti okkur svo miklu máli. „Ég
er kannski ekki að klippa á borða og
vígja brýr, en þær eru margar brýrn-
ar sem við opnum með alþjóðlegum
samningum.“
Ísland geti því hæglega látið að sér
kveða á alþjóðavettvangi, jafnvel
langt umfram það sem ætla mætti af
stærð landsins. Guðlaugur Þór nefnir
sem dæmi mannréttindaráðið, þar
sem landið hafi haft forgöngu um að
þrýsta á þau ríki, sem jafnvel hafi set-
ið lengi í ráðinu án þess að hirða um
réttindi eigin þegna, eins og Sádí-Ar-
abíu og Íran. „Þetta er eitthvað sem
við getum gert mjög vel. En það þýðir
ekki að við eigum að reyna að gera
alla hluti og breyta heiminum. Við
þurfum að vita hvar styrkleikar okk-
ar liggja,“ segir Guðlaugur Þór, og
nefnir öryggisráðið og milligöngu í
deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs
sem verkefni sem önnur ríki geti
sinnt betur.
„Þar sem við stígum niður, eigum
við að gera það með ákveðna sýn, og
við ætlum að skilja eitthvað eftir okk-
ur. Þannig er það í lífinu, við verðum
að velja það sem við getum gert vel og
nýta hæfileika okkar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segir Ísland geta látið að sér
kveða á alþjóðavettvangi með að velja sér verkefni sem hægt sé að vinna vel.
Fólk hafi frelsi til að
nýta hæfileika sína
- Guðlaugur Þór segir Ísland geta látið gott af sér leiða
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?