Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 1. sæti ÁSLAUG ARNA kjósum FRAMTÍÐINA Kjörstaðir eru opnir í dagmilli 11 - 18 og ámorgun, laugardagmilli 10 - 18 Kosið er á eftirfarandi stöðum: Félagsheimili Sjálfstæðis- félaganna íBreiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd) Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi,Hverafold 1-3 (2. hæð) Valhöll, Háaleitisbraut 1 Hótel Sögu,Hagatorgi Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins íÁrbæ,Hraunbæ 102b Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Benjamín Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, hvatti í gær þá þing- menn ísraelska þjóðþingsins, Kness- et, sem kjörnir hefðu verið með „atkvæðum hægrimanna“, til að greiða atkvæði gegn nýrri ríkis- stjórn, sem mynduð var á elleftu stundu í fyrrakvöld áður en frestur til stjórnarmyndunar rann út. Samkvæmt þingsköpum þarf ný ríkisstjórn að njóta stuðnings meiri- hluta þingmanna, eða 61 af 120 þing- mönnum, áður en hún getur tekið við. Ekki var vitað hvenær sú atkvæða- greiðsla færi fram, en talið var að það yrði í síðasta lagi í byrjun næstu viku. Þó að hvorki meira né minna en átta stjórnmálaflokkar komi að myndun ríkisstjórnarinnar eiga þeir fátt sameiginlegt annað en andúð á Netanyahu, sem setið hefur lengst allra í embætti forsætisráðherra. Von hans felst þá helst í því að einn þing- maður í hinum nýju stjórnarflokkum muni svíkja lit þegar kemur að traustsyfirlýsingu þingsins, en sam- anlagður þingstyrkur flokkanna átta nær rétt svo yfir meirihlutaþröskuld- inn á þinginu. Netanyahu sagði á Twitter-síðu sinni að allir hægrimenn yrðu að beita kröftum sínum gegn hinni „hættulegu öfgavinstristjórn“ en hann hafði áður ráðist að Naftali Bennett, leiðtoga Yamina-flokksins, fyrir að hafa dregið að sér atkvæði hægrimanna á fölskum forsendum, og leitað svo í faðm vinstriflokkanna við stjórnarmyndunarumleitanir. Þjóðstjórn fram yfir kosningar Fái ríkisstjórnin brautargengi verður Bennett forsætisráðherra Ísr- aels næstu tvö árin, en hann er sagð- ur þjóðernissinnaður hægrimaður og trúrækinn gyðingur. Bennett var varnarmálaráðherra í stjórn Net- anyahus á síðasta ári, en yfirgaf stjórnina þegar Netanyahu leitaði samstarfs við bláhvíta bandalagið. Bennett segir sig vera lengra til hægri en Netanyahu, en hann hefur meðal annars lagst mjög hart gegn hinni svonefndu „tveggja ríkja lausn“ á málefnum Ísraels og Palestínu. Sagðist Bennett hafa gengið til liðs við stjórnina til þess að binda endi á „brjálæðið“, en fernar þingkosningar hafa verið haldnar á síðustu tveimur árum í Ísrael. „Fernar kosningar hafa þegar sannað okkur öllum, að það er engin hægristjórn í boði undir stjórn Net- anyahus. Valmöguleikarnir voru fimmtu kosningarnar eða þjóð- stjórn,“ sagði Bennett. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum mun forsætisráðuneytið svo renna til Yair Lapid, leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid, að tveimur árum liðnum. „Ég lofa að þessi ríkisstjórn mun starfa í þágu allra Ísraela, bæði þeirra sem kusu hana og hinna sem gerðu það ekki,“ sagði Lapid á Fa- cebook-síðu sinni þegar stjórnar- myndunin var í höfn. Arabar með í fyrsta sinn Einn af flokkunum átta er flokkur íhaldssamra múslima, Raam, og er það í fyrsta sinn sem flokkur Ísr- aelsmanna af arabískum uppruna fær brautargengi í ríkisstjórn, en þeir eru um 20% af íbúafjölda lands- ins. Mansour Abbas, leiðtogi flokksins, sagði í gær að flokkurinn hefði með stjórnarsamstarfinu loks fengið lög- mæti til þess að hafa áhrif á stjórn- málaferli Ísraels, frekar en að sitja bara hjá. „Það opnar víðar dyr fyrir okkur til að hafa áhrif á stefnu og ákvarðanir, öllum ríkisborgurum til hagsbóta, ekki síst þeim arabísku,“ sagði Abbas. Bandamenn Netanyahus hafa gagnrýnt ákvörðun Bennett og La- pid, að treysta á atkvæði araba á þingi, og sagði þingmaðurinn Bezalel Smotrich að Bennett hefði nú tekið höndum saman við „stuðningsmann hryðjuverka sem finnur samkennd með óvinum Ísraels.“ Matan Kamina, þingmaður Yam- ina, sagðist hins vegar sannfærður um að nýja stjórnin yrði enn lengra til hægri en stjórn Netanyahus. AFP Stjórnarmyndun Yair Lapid, Naftali Bennett og Mahmoud Abbas við und- irritun stjórnarsáttmálans í fyrrakvöld. Stjórnin hefur 61 þingmann af 120. Netanyahu berst til þrautar - Hvetur hægrimenn til að fella nýmyndaða ríkisstjórn - Nýr forsætisráðherra sagði þrautreynt að mynda stjórn með Netanyahu - Arabar með í fyrsta sinn Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skaðað réttindi barna um allan heim, samkvæmt niðurstöðum ár- legrar könnunar á vegum hollensku samtakanna KidsRights. Sam- kvæmt henni stóðu réttindi barna styrkustum fótum á Íslandi, í Sviss og Finnlandi, en verst í Tsjad, Afg- anistan og Sierra Leone. Marc Dulleart, stofnandi samtak- anna, sagði að áhrif faraldursins á börn hefðu verið meiri en óttast var í fyrstu, þar sem hann hefði orðið til þess að loka skólum í næstum heilt ár fyrir rúmlega 168 milljónum barna. Þá hafi um eitt af hverjum þremur börnum ekki haft valkost á fjarnámi meðan skólarnir lokuðu. Þá höfðu um 142 milljónir barna bæst í hóp fátækra vegna efnahags- kreppunnar sem faraldurinn olli og um 80 milljónir barna gætu farið á mis við bólusetningu vegna ástands heilbrigðiskerfisins. Sagði Dulleart að nauðsynlegt væri að auka menntun sem fyrst á ný, ellegar stæði fyrir dyrum harm- leikur heillar kynslóðar. AFP Menntun Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á menntun barna. Faraldurinn hafi skaðað réttindi barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.