Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Heimilin og atvinnulífið hafa vart undan að skapa verðmæti til að mæta sí- vaxandi útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Á árunum 1980-1985 voru útgjöld hins opinbera að meðaltali 36% af vergri landsfram- leiðslu en 45% á árunum 2014-2019. Árið 1988 var hæsta þrep tekjuskatts 35% en nú er það 46%. Í grófum dráttum má segja að landsmenn séu einum mánuði lengur að vinna fyrir sköttunum á ári hverju en þeir voru í byrjun níunda áratug- arins. Þetta gerðist auðvitað ekki á einni nóttu eða með einu stökki. Þetta gerist þegar við stjórnmálamenn setjum ekki öll góðu málin sem þrýst er á um utan úr bæ – að ógleymdum öllum sendingunum frá Brussel – í stóra samhengið. Í tómarúmi kunna þessi mál hvert um sig að þykja framfaraspor og lýsa metnaði á til- teknu sviði. Er ekki líka eytt í annað eins? Hví ekki þetta eina verkefni í viðbót? En eins og í öðrum bú- skap þá safnast þegar saman kemur. Stofnanir og verkefni sem rata inn á fjárlög fara ekki heldur svo glatt þaðan. Þótt tekist sé að ein- hverju leyti á um mál þegar þau fara í fyrsta sinn á fjárlög þá láta menn gjarnan þar við sitja. Engin til- laga kemur fram um að fella verkefnið út af fjárlögum að ári. Líklegra er að þaðan í frá verði litið á það sem blóð- ugan niðurskurð ef framlög í verkefnið hækka ekki ár frá ári. Útgjöld verða eini mælikvarðinn á árangur á því sviði. Vinstriflokkarnir metast til að mynda mjög um hver getur hrópað hæstu töluna um útgjöld til loftslags- mála. Ég spurði því um daginn á þinginu hvernig árangur væri mældur af 60 milljarða útgjöldum sem gert er ráð fyrir til loftslagsmála á árunum 2020-2024. Vita menn hvort þeir eru að velja hagkvæmustu leið- irnar? Ég mun þurfa að spyrja aftur. Eftir Sigríði Ásthildi Andersen » Árið 1988 var hæsta þrep tekju- skatts 35% en nú er það 46%. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er þingmaður og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eytt í eitt í einu Það er áleitin spurn- ing hvort vit sé í því að taka þátt í stjórn- málum, leggja sjálfan sig og verk í dóm kjós- enda. Að leggja höf- uðið undir! Ég hef tvisvar áður tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hið fyrra sinni árið 2012 fyrir kosningar 2013 fékk ég næstflest atkvæði í prófkjörinu og næstflest atkvæði í fyrsta sæti. Niðurstaðan varð 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Í hinu síðara sinni kom framboð sem beinlínis var stefnt gegn mér, en niðurstaðan varð aftur fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Eftir að úrslit lágu fyrir í próf- kjörinu 2016 var stefnt að því leynt og ljóst að ég skyldi færður niður um sæti. Sú varð niðurstaðan; ég var færð- ur úr fjórða sæti í fimmta! Og ég hélt friðinn! Án þess að fá aukatekið takk fyrir! Þeir sem á undan mér voru töldu þessa færslu tæra snilld, enda var hún ekki á þeirra kostnað. Fimmta sæti dugði til þing- mennsku árið 2016 en það dugði ekki í kosningunum 2017. Enn á ný í prófkjör Enn á ný hyggst ég gefa kost á mér í prófkjöri hjá Sjálfstæð- isflokknum í Kraganum fyrir kosn- ingar í haust. Hvert skal stefnt? Eins ofarlega og kost- ur er, því það virðist regla fremur en und- antekning að skáka mér til á listanum. Þriðja sæti eða hærra! Ég er á góðum aldri. Ég er yngri en Breta- drottning og breski ríkisarfinn. Ég er yngri en forseti Bandaríkj- anna. Þroskaðir þurfa sinn fulltrúa. Þekking og reynsla Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu og reynslu sem þingmaður þarf: - Þekkingu á sögu lands og þjóð- ar - Þekkingu á mótun utanrík- isstefnu - Þekkingu á erlendri sögu og al- þjóðamálum - Þekkingu á efnahags- og skattamálum. - Þekkingu á fjármálamarkaði - Þekkingu á erlendum við- skiptum - Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín - Þekkingu og þor til að taka af- stöðu í erfiðum málum Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála sem ég lagði fram heldur þeim þingmálum rík- isstjórnarinnar sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjald- eyrishafta. Ég hélt mig til hlés með að halda veislu að loknum þeim sigri. Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og rík- isstjórn leggi fram þingmál til mis- mununar. Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga. Frjáls sparnaður Frjáls sparnaður er ein af fimm stoðum lífeyris landsmanna. Hinar stoðirnar eru: - Almannatryggingar - Eigið húsnæði - Lífeyrissjóðir - Frjáls viðbótarlífeyrissparn- aður Greinar um stjórnmál og bókmenntir til skrauts Á undanförnum sex árum hef ég skrifað um 180 greinar um stjórn- mál og ýmis hugðarefni mín í Morg- unblaðið. Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en sam- ferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bók- menntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Það er ekki mitt að dæma hvernig til hefur tekist! Efni greinanna hefur verið fjöl- breytt; menning, vísindi, listir, heil- brigðismál, ferðaþjónusta og flug- mál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni líf- eyrissjóða verið mér ofarlega í huga. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyr- issjóðir og starfsemi þeirra. Á liðnum árum hef ég ferðast um landið á eigin vegum. Ég tel mig nokkuð vel að mér um lífskjör í land- inu sem ól mig og hefur veitt mér tækifæri. Um framtíð! Atvinnustefna á að skapa ungu fólki fjölbreytt tækifæri. Stjórnmál snúast um framtíð, en oft með reynslu fortíðar í farteskinu. Lausnarorð flestra þeirra vanda- mála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnu- leysi. Hagvöxtur og bati liðinna ára hefur um of byggst á loðnu og mak- ríl. Þar er ekkert í hendi. Atvinnustefna þarf að byggjast á nýsköpun og hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki und- anskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar! Heilbrigði Eins einföld og grunnheilsugæsla er, þá eru heilbrigðismál hátækni. Heilbrigðismál varða alla og biðtími getur aldrei orðið eðlilegur þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða eða ólíðandi kvalir. Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Al- þingi, nái ég góðri kosningu í próf- kjöri og í kosningum til Alþingis. Ég þarf góða kosningu Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! Ég tel mig auka breidd og skír- skotun til kjósenda fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Ég legg verk mín, skoðanir og lífsviðhorf til mannlífsins í dóm kjós- enda. Að frelsa heiminn Prófkjör er eins og orrusta um að frelsa heiminn. Um það orti Steinn Steinarr: Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn: Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól. Og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn. Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn. Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn, og þess vegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn. En ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt! Ég þarf kosningu í þriðja sæti eða ofar! Eftir Vilhjálm Bjarnason »En ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða próf- kjörsins verði virt! Ég þarf kosningu í þriðja sæti eða ofar! Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður og verður það aftur. Fram til orrustu í prófkjöri í Kraganum Þegar harðnar á dalnum og vindar blása á móti höfum við Íslendingar þann góða eig- inleika að þétta raðirnar og tvíeflast í mótlætinu. Þraut- seigjan og staðfestan sem fyrri kynslóðir þurftu að treysta á til lífsbjargar í harðbýlu landi hafa enn á ný reynst okkur frábært veganesti í óvæntri glímu við heimsfaraldurinn. Í þeirri glímu hefur það sannast að þegar reynir verulega á búa landsmenn yfir æðruleysi og skapfestu til þess að láta ekki sundurlyndi, eigingirni eða taugaveiklun ná yfirhöndinni. Þess vegna getur líka verið bjart fram undan ef við treyst- um áfram á eigin staðfestu og áræði. Ísland er land tækifær- anna. Við erum lánsöm þjóð að mörgu leyti og saman höfum við náð þeim árangri að tryggja landsmönnum einhver bestu lífsskil- yrði, bæði efnahagsleg og samfélagsleg, sem völ er á. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Við tókum þá ákvörðun að nýta nátt- úruauðlindir með skynsamlegum hætti og gerum enn. Við tókum ákvörðun um að eiga í viðskiptum við aðrar þjóðir og eigum enn. Við tókum ákvörðun um að byggja upp öfl- ugt velferðarkerfi og fjárfesta í menntun og við gerum það enn. Fjölbreytni í frelsinu Eftir stendur að losa okkur við heima- tilbúnar hindranir svo við getum náð enn meiri árangri til framtíðar. Það gerum við ekki nema með frelsi til fjölbreytni. Við þurfum fjölbreytta heilbrigðisþjónustu þar sem fleiri koma að borðinu. Við styðjum fjöl- breytt menntakerfi með aðkomu sem flestra. Við stöndum fyrir fjölbreytt atvinnu- líf sem byggist á stoðum þess sem við höfum byggt upp í gegnum tíðina. Á sama tíma er mikilvægt að einfalda rekstrarumhverfi at- vinnulífsins. Slíkt styrkir rekstrargrundvöll fyrirtækja og ýtir undir tækifæri öflugs fólks til að spreyta sig á markaði – þar sem það hefur möguleika á að njóta ávaxta dugn- aðar síns og hugmyndaauðgi, og skapa störf og verðmæti sem samfélagið nýtur allt góðs af. Saga okkar ungu þjóðar sýnir að þegar við treystum á okkur sjálf og eig- um í frjálsum viðskiptum við umheiminn farnast okkur best. Sem utanríkisráðherra hef ég lagt áherslu á að tryggja Íslendingum tækifæri í alþjóðlegri samkeppni. Úrræði sem virkar Við viljum áfram njóta lífskjara eins og þau gerast best í heiminum. Við viljum búa betur að kynslóðum sem hafa skilað sínu og eiga nú að fá að uppskera árangur erfiðis síns, kynslóðum sem eiga skilið áhyggju- laust ævikvöld. Við viljum líka geta treyst á heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Því marki náum við aldrei með því að útiloka kraft einkaframtaksins heldur með því að allir taki höndum saman og nýti sem best þá fjár- muni sem við höfum til að sinna heims- klassaheilbrigðisþjónustu. Til þess þurfum við að nýta krafta einkaframtaksins þar sem það á við og hafa sjálfstraust til þess að end- urskoða þunglamaleg kerfi ef þau flækjast fyrir möguleikum landsmanna til að njóta sem bestrar þjónustu. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra náði ég veru- legum árangri við styttingu biðtíma og lækkun lyfjakostnaðar með því einmitt að endurskoða kerfi sem talin voru ósnert- anleg. Það er allt hægt! Samhljómur með sjálfstæðismönnum Ég byggi mín gildi enn á þeim grunni sem ég hlaut í uppeldi mínu. Þau eiga fullkomna samleið með sjálfstæðisstefnunni. Baráttu- málin eru enn þau sömu og þegar ég hóf störf með Sjálfstæðisflokknum. Í gegnum þau störf hef ég kynnst því að sjálfstæð- isstefnan hefur djúpa samsvörun í þjóð- arsálinni. Í störfum mínum hef ég ætíð notið góðs af að vera í nánum tengslum við fjölda fólks og hlusta vel eftir hvað því býr í brjósti. Rétt eins og styrkur samfélagsins er frelsi til fjölbreytni er hin fjölbreytti hópur sem myndar kjarnann í Sjálfstæðisflokknum líka hans mesti styrkur. Við, sem sækjumst eftir að vera málsvarar sjálfstæðisstefnunnar á Alþingi, verðum að bera virðingu fyrir því að hjarta Sjálfstæðisflokksins er hinn almenni flokksmaður og kjósandi um land allt. Ég legg glaður störf mín, lífsgildi og framtíðarsýn í dóm flokkssystkina minna í Reykjavík. Ég sækist eftir stuðningi í 1. sæti í prófkjörinu um helgina og að leiða fram í kosningum í haust öflugan og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Ég horfi til framtíðar með reynsluna í far- teskinu og treysti á þinn stuðning í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem nú stend- ur yfir. Sterkari saman á traustum grunni Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Ég legg glaður störf mín, lífsgildi og framtíðarsýn í dóm flokks- systkina minna í Reykjavík. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Seljalandsfoss Ísland er land tækifæranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.