Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 16

Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Það hefur vakið at- hygli mína að í próf- kjörum Sjálfstæð- isflokksins þetta árið hafa gefið kost á sér frambjóðendur sem höfða til breiðari hóps kjósenda en oft áður. Ungt og fram- bærilegt fólk sækist eftir ábyrgð og öflug- ar konur vilja eða munu leiða lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Það sama hefur gerst hér í Reykjavík. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sækist nú eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins hér í höfuðborginni. Áslaug Arna sameinar reyndar allt fram- angreint. Hún er ung, frambærileg og ákaflega öflug stjórnmálakona. Leiðir mál til lykta Það varð strax ljóst þegar Ás- laug Arna fór fyrst að láta að sér kveða að þar færi efnileg stjórn- málakona. En það tók hana ör- skamman tíma að verða fullburða stjórnmálamaður með mikla for- ystuhæfileika. Frammistaða Áslaugar Örnu sem dómsmálaráðherra hefur að mínu mati verið aðdáunarverð. Eins og dæmin sanna hefur það embætti reynst ýmsum forverum hennar erfitt, enda viðfangsefnin viðkvæm og flókin. Þau hefur Ás- laug Arna hins vegar leyst af festu og miklu öryggi. Hún hefur verið hrein og bein í störfum sínum sem dómsmálaráðherra, tekið á fjölmörgum málum sem aðrir hafa ekki sinnt en jafn- framt leitt ýmis fram- faramál, stór jafnt sem smá, farsællega til lykta. Á afrekaskrá Ás- laugar eru meðal ann- ars umbætur í kyn- ferðisbrotamálum, bætt staða skilnaðarbarna og sanngjarnari meðferð dæmdra manna. Hún hef- ur leitt stafræna sókn hjá sýslu- mönnum og barist ötullega fyrir frelsis- og framfaramálum sem oft fá allt of litla athygli. Það skiptir þó ekki síst máli að hún hefur dregið breiðan hóp fólks til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hún er þar sem fólkið er, nýtir réttu miðlana, hlustar og talar umbúðalaust um það sem máli skiptir. Með framgöngu sinni hefur Ás- laug Arna sýnt að hún hefur alla burði til þess að taka að sér leið- togahlutverk fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í höfuðborginni. Mikilvæg og góð fyrirmynd Það er mikill fengur fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að til forystu í flokknum skuli hafa valist jafn góð fyrirmynd og Áslaug Arna sann- arlega er fyrir ungt fólk. Áslaug Arna hefur sýnt að hún hefur dug og þor til að vera hún sjálf og til að standa með sjálfri sér, ekki síst þegar á henni hafa dunið skeyta- sendingar frá fulltrúum „gamla skólans“, sem oftar en ekki hafa snúist um annað en efni máls. Þessi framganga Áslaugar Örnu hefur smitað út frá sér, á jákvæðan hátt, enda sér maður hversu vel henni hefur tekist að virkja áhuga ungs fólks til þátttöku í stjórn- málum í aðdraganda þessa próf- kjörs. Slík endurnýjun er öllum stjórnmálaflokkum lífsnauðsynleg. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki undanskilinn. Ég trúi því að með Áslaugu Örnu í forystu sé framtíð flokksins í Reykjavík björt. Með hana í for- ystu eigi Sjálfstæðisflokkurinn góða möguleika á gera höfuðborg- ina aftur að höfuðvígi sínu. Því hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að tryggja Áslaugu Örnu góða kosningu í leiðtogasætið. Framtíðin er björt Eftir Sigurð Kára Kristjánsson »Með framgöngu sinni hefur Áslaug Arna sýnt að hún hefur alla burði til þess að taka að sér leið- togahlutverk fyrir Sjálfstæðisflokkinn í höfuðborginni. Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Verð frá: 33.900 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Tæpu hálfu ári eft- ir að heilbrigð- isráðherra færði skimanir fyrir krabbameinum til opinberra stofnana virðist langt í hnökralausa fram- kvæmd skimananna. Sérstaklega virðist það eiga við um leg- hálsskimanir. Augljóst er að undirbúningi var ábótavant og að stofnanir ríkisins voru ekki tilbúnar til að taka við verkefnunum. Forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins lýsti því í Kastljósi að verkefnið hefði verið vanmetið og nú, hálfu ári eftir að stofnunin tók við verkefn- inu, stendur yfir þarfagreining á kerfishluta þess. Svolítið eins og að ráðast í byggingu nýs húss fyr- ir fjölskylduna, út frá mynd af fal- legu húsi en án teikninga og ákveða svo að auki að flytja inn í húsið um leið og byggingin hefst. Hætt er við að lengi verði hvorki skjól fyrir regni eða vindi. Krabbameinsfélagið lagði áherslu á að undirbúningur væri vandaður og honum gefinn nægur tími, auk fjármagns, allt frá því að heilbrigðisráðherra tilkynnti ákvörðun um að flytja skimunina, í mars 2019. Verkefnið væri flókið og vandasamt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir og ítrekuðu mikilvægi samráðs. Á þetta var ekki hlustað og samráð var ekki haft. Horfum fram hjá því. Fram hjá því er hins vegar ekki hægt að horfa að afleiðingarnar af þessum skorti á undirbúningi eru margvíslegar og alvarlegar. Allt of langur biðtími er eftir svörum, skilaboð til notenda eru misvísandi og óöryggi, áhyggjur og van- traust hafa skapast. Verulega skortir á skýrar aðgengilegar upplýsingar um skimanir, breyt- ingar á skimunarferlinu, fyr- irkomulag boða í skimun, birtingu svara og fleira. Þá er ónefndur ótti kvenna sem þegar eru í eft- irliti vegna fyrri sögu um frumu- breytingar. Staðan er grafalvarleg og versnar með hverjum deginum. Heilbrigðisyfirvöld geta ekki stungið höfðinu í sandinn, vanda- málið er til staðar. Þau verða að leggja fram skýra áætlun um það hvenær og hvernig skimunum fyrir krabbameinum verður komið í gott horf. Hlustun og samráð við notendur er forsenda þess að létta áhyggjum og endurvinna traust. Hlustun og samráð eða ekki? Eftir Höllu Þorvaldsdóttur og Valgerði Sigurðardóttur Höfundar eru framkvæmdastjóri og formaður Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir » Staðan er graf- alvarleg og versnar með hverjum deginum. Heilbrigðisyfirvöld geta ekki stungið höfð- inu í sandinn, vanda- málið er til staðar. Valgerður Sigurðardóttir Það var ungur orkumikill maður sem kom eins og storm- sveipur inn í stjórn- málin á sínum tíma, svo eftir var tekið. Hann gaf sig á tal við alla, brosmildur og glaðbeittur, skarp- greindur og með sterka réttlætiskennd og skoðun á því hvernig mætti breyta hlutunum til hins betra. Umfram allt átti hann auðvelt með að fá fólk í lið með sér. Maður gat ekki annað en hrifist með. Það er í raun og sann erfitt að vera ekki með honum í liði. Svona kom Guðlaugur Þór Þórð- arson inn í stjórnmálin og svona er hann enn. Guðlaugur Þór Þórðarson er ein- hver skemmtilegasti samstarfs- maður sem ég hef átt á vettvangi stjórnmálanna, krafturinn, já- kvæðnin og ástríðan fyrir verkefn- unum svo mikil og smitandi. Þenn- an kraft og þessa gleði þekkja allir þeir sem hafa fylgst með honum í störfum innan Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina eða þekkja Gulla af öðrum vettvangi. Sjálfstæðismenn vita að í Guðlaugi Þór eigum við leiðtoga sem hefur ómælda reynslu af stjórnmálum og getur óhræddur lagt verk sín í dóm annarra. Það er margt sem mætti til taka af góð- um verkum Guðlaugs Þórs og árangri. Það sem fólk ætti kannski að hafa í huga þessa dagana er að hann hef- ur alltaf fengið stuðn- ing úr öllum áttum – og í þrígang staðið uppi sem 1. þingmaður í sínu kjördæmi. Í störfum sínum í rík- isstjórn hefur hann hlotið aðdáun og lof samverkafólks innan sem utan stjórnkerfisins. Hann á svo sannarlega skilið áframhaldandi stuðning til góðra verka. Guðlaugur Þór er traustur maður og traustur vinur. Ég hvet kjósendur í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík til að veita honum atkvæði sitt í 1. sæti. Guðlaugur Þór á minn stuðning Eftir Grétu Ingþórsdóttur Gréta Ingþórsdóttir » Sjálfstæðismenn vita að í Guðlaugi Þór eigum við leiðtoga sem hefur ómælda reynslu af stjórnmálum og getur óhræddur lagt verk sín í dóm annarra. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. greta.ingthorsdottir@gmail.com Þetta er kannski ekki óþörf spurn- ing, þessa daga, þegar menn þyrpast í prófkjör og kynna sig sem óðast í fjölmiðlum. Þá gildir auðvitað að sannfæra fólk um að téður frambjóð- andi sé akkúrat sá bjargvættur sem koma skuli og tímanleg velferð þjóð- arinnar velti á hans þátttöku í stjórnmálum. Auðvitað er gott að minna á sig og auglýsing er auglýsing hvort sem hún er keypt eða ekki og hvort sem undir stendur stuðningshópur eða eitthvert „hliðarsjálf“ (alter ego) og mannsnafn sem ekki er til. Sunnlendingur hefur að vísu ekki úr háum söðli að detta í pistlaskrif- um, og veit ekki til að nokkur hafi lesið það sem hann skrifaði nema ömmusystir hans sem hafði orð á því að lesið hafði verið upp eftir ein- hvern Sunnlending þar sem hún var í dagvistun. Eina viðbragðið við þessum 149 pistlum var þegar Sunnlendingur nöldraði yfir of mörgum bolta- leikjum í sjónvarpi. Þá vita menn hvar hjarta landans slær. Þetta ættu frambjóðendur kannski að athuga. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hafa greinaskrif áhrif?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.