Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 22
✝
Kristín Dóra
Margrét Jóns-
dóttir fæddist á
Hvammstanga 19.
september 1943.
Hún lést á Héraðs-
hælinu á Blönduósi
21. maí 2021.
Foreldrar Krist-
ínar voru Jón Krist-
inn Pétursson.
bóndi á Skarfhóli í
Miðfirði. og kona
hans Jóhanna Björnsdóttir.
Bræður Kristínar eru Jón Ívar,
f. 1946, og Magnús Ari, f. 1955.
Kristín giftist Haraldi Holta
Líndal frá Holtastöðum í Langa-
dal á sumardaginn fyrsta 1964.
Synir þeirra eru Jón Pétur, Jón-
atan Elfar, Júlíus Bjarki og Jó-
hann Haukur Kristinn. Barna-
börnin eru átta og eitt
barnabarnabarn.
Kristín ólst upp á Tjörn á
Vatnsnesi fyrstu ár ævinnar.
Þegar hún var á þriðja ári flutti
fjölskyldan að Skarfhóli í Mið-
firði þar sem Kristín ólst upp til
fullorðinsára. Hún starfaði eitt
ár í Reykjavík við versl-
unarstörf, stundaði
síðan nám við
Kvennaskólann á
Blönduósi veturinn
1961-1962. Eftir að
hún giftist Holta
vorið 1964 bjó hún
á Holtastöðum til
æviloka. Auk þess
að vera þar hús-
freyja vann hún
ýmis störf á
Blönduósi, aðallega
verslunarstörf og við sauma-
skap. Kristín var mikil áhuga-
manneskja um hannyrðir og
handavinnu ýmiss konar og gat
sér gott orð sem slík. Á
Heimilisiðnaðarsafninu á
Blönduósi eru nú varðveitt
nokkur af verkum hennar. Þá
hafði hún mikið yndi af garð-
rækt. Hún tók þátt í starfi
Kvennalistans og var þar m.a. í
framboði. Hún var um áratuga-
skeið í sóknarnefnd Holtastaða-
kirkju og lengi vel formaður
sóknarnefndar.
Útför Kristínar fer fram frá
Melstaðarkirkju í dag, 4. júní
2021, klukkan 14.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Við Stína vorum ekki bara
systradætur heldur líka uppeldis-
systur og bestu vinkonur. Við vor-
um fæddar sama árið, ég í maí og
hún í september. Ég kom í Reyn-
hóla 3ja ára gömul og var þar til
16 ára aldurs og öll þessi ár var
Stína á næsta bæ, Skarfshóli. Og
þar með hófst systra- og vinkon-
usamband okkar sem entist ævi-
langt.
Þegar komið er að kveðjustund
koma gamlar minningar upp í
hugann: Þegar við vorum saman í
heimavistarskólanum, þegar við
máttum fara einar á milli bæjanna
og fylgdum símalínunum til að
villast ekki, þegar við fengum að
gista saman og hvíslast á leynd-
armálum. Þegar við fórum einar
ríðandi í réttirnar í fyrsta skipti,
ég á Víkingi og þú á Brún. Þá var
nú aldeilis gaman og ekki spillti
gleðinni að þú áttir afmæli á rétt-
ardaginn. Ferming okkar í Mel-
staðarkirkju, þá 13 og 14 ára
gamlar, var eftirminnileg og líka
öll íþrótta- og hestamannamótin
sem við sóttum saman, að ekki sé
talað um Jósefínu-hátíðina svo-
kölluðu sem var hápunktur
skemmtanahaldsins í sveitinni ár
hvert.
Árin liðu og við urðum stórar;
ég flutti suður en Stína kynntist
Holta sínum þegar hún nam við
Húsmæðraskólann á Blönduósi,
flutti með honum að Holtastöðum
og hóf búskap. Á þeim árum var
ekki eins auðvelt og nú að ferðast
milli landshluta og svo var bara
blessaður sveitasíminn, og engin
leyndarmál sögð þar, því svo
margir voru að hlusta! Seinna var
síminn óspart notaður þegar allt
var komið í ró hjá báðum á kvöld-
in og heimsmálin og persónuleg
mál rædd langt fram á nótt. Stína
var sú eina sem hringdi í mig seint
á kvöldin og ég mun svo sannar-
lega sakna þess að heyra ekki
símann hringja á þeim tíma sólar-
hringsins.
Elsku frænka mín var mér sem
systir og mikið var gaman þegar
hún kom í borgarferðirnar sínar.
Þá gisti hún alltaf hjá mér og við
fórum í búðaráp og á kaffihús.
Hennar uppáhalds var Mokka og
mitt var Mílanó og við heimsótt-
um þau bæði oft á liðnum árum.
Það var ekki síður yndislegt að
heimsækja Stínu, Holta og strák-
ana í sveitina og lengi gátum við
tvær vakað og skrafað. Stína var
alltaf hreinskiptin og hispurslaus
og kom til dyranna eins og hún
var klædd. Hún var vinnuþjarkur
alla tíð, harðdugleg og ósérhlífin.
Að auki var hún mikil hannyrða-
kona og fagurkeri. Hún var líka
með græna fingur eins og gjarnan
er sagt um þá sem láta allar jurtir
blómstra sem þeir koma nálægt.
Uppáhaldsblóm Stínu voru rósir
og af þeim var nóg í kringum hana
alla tíð.
Ég sakna frænku sárt en veit
að nú líður henni vel, laus við
þjáningarnar og búin að hitta
Holta sinn, pabba sinn og mömmu
og alla þá sem á undan eru farnir.
Ég bið hana að skila bestu kveðju
til afa og ömmu og eins til pabba,
ef hún hittir hann á förnum vegi.
Elsku strákar; Jón, Jónatan,
Júlíus og Jóhann. Ég sendi ykkur
og fjölskyldum ykkar innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning mætrar konu.
Kristín Rut Hafdís
Benediktsdóttir (Stína Rut).
Þegar ég flutti í Langadalinn
fyrir nær hálfri öld þekkti ég þar
engan nema tengdafólk mitt.
Fljótlega kynntist ég þó nágrönn-
unum og voru þau kynni jafnan
góð. Mér er þungt um hjarta að
kveðja nú Stínu vinkonu mína og
nágrannakonu sem lést 21. maí
eftir stutta en harða baráttu við
riddarann á bleika hestinum. Við
Kristín á Holtastöðum kynntumst
fljótlega eftir að ég flutti í dalinn
og okkur varð strax vel til vina.
Hún var búin að búa á Holtastöð-
um í allmörg ár og þau Holti búin
að koma upp arðsömu kúabúi.
Kristín á Holtastöðum var hæfi-
leikarík kona. Hún bar gott skyn
á fjármál og rekstur og var glögg
á tölur. Það voru ekki margar
sveitakonur fyrir hálfri öld sem
settu sig inn í þá hluti jafnt bónd-
anum, en það gerði Kristín og
maður hennar tók mark á hennar
orðum. Hún var líka óhemjudug-
Kristín Dóra
Margrét Jónsdóttir
leg og velvirk. Allt lék í höndun-
um á henni; handavinna, sauma-
skapur, matreiðsla og garðrækt.
Hún málaði einnig á postulín og
hafði listrænt auga og litaskyn.
Garðurinn hennar og blómin í
gróðurhúsinu hennar bera þess
vitni. Kristín var lengi formaður
sóknarnefndar Holtastaðakirkju
og hugsaði alla tíð vel um kirkjuna
og garðinn.
Það var alltaf gaman að koma
til Stínu. Hún var hress í tali, al-
veg laus við vol og víl og sagði
skýrt og skilmerkilega hvað henni
fannst um menn og málefni. Við
sátum tímunum saman og röbb-
uðum um lífið og tilveruna. Ég gat
leitað til hennar með kjólasaum
og ýmislegt og ég gat treyst á að-
stoð hennar í mörgu. Mér er það
minnisstætt það sem hún sagði
við mig einhvern tímann þegar ég
var að hafa áhyggjur af einhverju
verkefni. Þá sagði Stína vinkona
mín: „Ekki hafa áhyggjur Ása
mín, ég er hérna.“
Stína var smekkmanneskja í
fatavali, alltaf smart og vel klædd
og hafði gott auga fyrir klassískri
tísku. Hún var mikill fagurkeri í
sér og ber heimilið á Holtastöðum
þess glöggt merki.
Við unnum síðustu árin saman
að því verkefni að láta gera við
Holtastaðakirkju, sem hún bar
alltaf fyrir brjósti, og hún var for-
göngumaður þess verkefnis. Hún
vildi að kirkjunni væri vel viðhald-
ið og fjölskyldan á Holtastöðum
hefur jafnan sýnt kirkjunni mik-
inn sóma.
Þegar maður hennar lést fyrir
nokkrum árum og Jónatan sonur
þeirra var þá orðinn einn með bú-
verkin tók Kristín upp merki
manns síns og fór aftur að sinna
fjósverkum þótt hún væri komin á
löggiltan eftirlaunaaldur. Og þar
stóð hún meðan stætt var.
Eftir að meinið sem sigraði
þessa tápmiklu konu greindist
liðu ekki margir mánuðir þar til
yfir lauk. Hún ákvað strax að vera
heima svo lengi sem hún gæti og
það var hún, með aðstoð sona
sinna og tengdadætra, sem gerðu
allt sem í þeirra valdi stóð til að
það væri mögulegt.
Við Ágúst kveðjum nágranna-
konu og vinkonu með söknuði og
þakklæti fyrir áratuga kynni.
Hún skilur eftir sig stórt skarð í
dalnum okkar. Of snemma lauk
hennar lífi, en það er mín trú að
hún hafi sofnað svefninum langa
sátt við ævistarfið og sína vel
gerðu afkomendur.
Ásgerður Pálsdóttir.
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Fundir/Mannfagnaðir
AÐALFUNDUR
Félags lykilmanna – FLM
Aðalfundur Félags lykilmanna – FLM verður
haldinn þriðjudaginn 15. júní nk., kl. 16:30
að Suðurlandsbraut 4a (4. hæð), Reykjavík.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Stjórn Félags lykilmanna
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Baugakór 1, Kópavogur, fnr. 227-8944 , þingl. eig. Guðjón H. Frið-
geirsson, gerðarbeiðandi Kópavogsbær, þriðjudaginn 8. júní nk. kl.
10:00.
Austurkór 55, Kópavogur, fnr. 232-9181 , þingl. eig. HMH ehf.,
gerðarbeiðandi Kre ehf, þriðjudaginn 8. júní nk. kl. 10:30.
Hólmaþing 5A, Kópavogur, fnr. 230-6423 , þingl. eig. Monika
Listopad og Piotr Listopad, gerðarbeiðandi Kópavogsbær, þriðju-
daginn 8. júní nk. kl. 11:00.
Flúðasel 81, Reykjavík, fnr. 205-6662 , þingl. eig. þb.Boga Baldurs-
sonar og Hanna Hannesdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf.,
þriðjudaginn 8. júní nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
3. júní 2021
Uppboð
Uppboð á skuldabréfi
Uppboð verður haldið á handhafa skuldabréfi útg. 23.maí
2020 kr. 2.500.000,- gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf.
Uppboðið fer fram föstudaginn 11.júní n.k. kl. 11:00 að Hlíðasmára
1, Kópavogi 2.hæð herbergi 201.
Greiðsla við hamarshögg !
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
2.júní 2021
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Zumba
Gold kl.10:30 – Dansfimi með Auði Hörpu kl.13:30 - Kaffi
kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-15.
Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17:15. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600.
Bústaðakirkja Sumarhátíð eldri borgara í Fossvogsprestakalli
verður haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 9. júní kl. 14-15.30.
Skráning er í síma 528 8510 í síðasta lagi á mánudagsmorgun 7. júní.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Opin
Listasmiðja kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara.
Kaffiterían er opin mánudaga – fimmtudaga frá kl. 13:30 – 14:30.
Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00.
Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum.
Gerðuberg Opin handavinnustofa. Heitt á könnunni, kaffispjall og
samvera. Gönguhópur frá kl. 10:00 (leikfimi og svo ganga).
Prjónakaffi frá kl. 10 -12:00. Bókband hjá Þresti kl. 13 -16:00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:30.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9:45 í Borgum, gönguhópur
Korpúfa kl. 10 gengið frá Borgum. Auður Harpa með dansleikfimi í
Borgum kl. 10:00 í dag. Pílukast í Borgum kl. 11:00 í dag. Briddshópur
Korpúlfa snýr aftur í dag hefja spilamennsku kl. 12:30 í Borgum.
Njótum og höfum gaman.
Korpúlfar Útvarpsleikfimi 9:45 í Borgum ganga frá Borgum kl 10 þrír
styrkleikar hjá gönguhóp Korpúlfa. Kaffispjall á eftir. Dansleikfimi
með Auði Hörpu kl 10 í Borgum. Briddshópur Korpúlfa mætir á ný í
spilamennsku kl. 12:30 í Borgum í dag og verður með spilamennsku
alla föstudaga í júní. Vonumst til að sjá ykkur sem flest í dag og alla
daga.
með
morgun-
!$#"nu
á- og raðauglýsingar
✝
Þuríður Saga
Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 26. júní
1965. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 21. maí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
H. Karlsson stýri-
maður, f. 7.12. 1932,
d. 30.6. 2010, og
Þóra Kjartansdóttir leikskólaliði,
f. 8.5. 1944, d. 25.12. 2013.
Systkini Þuríðar eru: Karl
skipstjóri, f. 1963, Sigurbjörg
Unnur bókari, f. 1967, og Kjartan
Ísak fasteignasali, f. 1971.
Dóttir Þuríðar eru Þóra Ýr
Björnsdóttir birtingarstjóri, f.
21.4. 1983, synir hennar eru
Benjamín Einir og
Baltasar Leon, f.
20.10. 2017.
Þuríður giftist
Guðbjarti Karli
Ingibergssyni, f.
21.9. 1959, þau slitu
samvistir. Barn
þeirra er: Halldór
Einir flugmaður, f.
7.5. 1985, kvæntur
Huldu Magn-
úsdóttur, f. 18.10.
1985, börn þeirra eru: Heiðbrá
Clara, f. 16.6. 2008, Þuríður
Brynja, f. 19.4. 2009, og Þórdís
Saga, f. 12.7. 2018.
Meira efni á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. júní
2021, klukkan 15.
Elsku Þurý, 30 ár, kæra vin-
kona, gegnum súrt og sætt, frá
því að vera blankar einstæðar
mæður í Svíþjóð þar sem við
deildum öllu, áttum kannski
ekki alltaf fyrir klósettpappír
og kannski fóru viss servéttu-
söfn forgörðum. Eftir að börnin
voru sofnuð horfðum við á
uppáhaldsþættina okkar saman
í gegnum símann. Tókum helg-
ar saman þar sem annaðhvort
ég og Styrmir fluttum til ykkar
á Sommarvädersgötuna eða þú,
Þóra og Halldór fluttuð til okk-
ar í Studiegången og við eld-
uðum góðan mat og nutum.
Fengum svo Heiðrúnu til að
koma og passa öll börnin ef við
vildum lyfta okkur á kreik og
fara út.
Þegar ég tek ákvörðun um að
flytja til Íslands aftur var verst
af öllu að segja þér það. Svo
kom að því að þú fluttir einnig
aftur til Íslands og við gátum
haldið áfram þar sem frá var
horfið, okkur fannst alltaf að
aðskilnaðurinn hefði verið heil
eilífð en sagan segir að það hafi
bara verið rétt rúm tvö ár.
Við áttum það báðar sameig-
inlegt að hræðast ekki vinnu og
unnum við hörðum höndum til
að eignast hús yfir höfuðið, til
að skapa börnum okkar betra
líf og það náðum við að gera.
Það kom að því að við eign-
uðumst aukapening og fórum að
ferðast saman, auðvitað nokkr-
um sinnum til Svíþjóðar, til
Spánar í sólina, húsmæðraorlof
í London með Freydísi þar sem
við fórum sérstaklega í Soho til
að senda Jónsa mynd af okkur
á hommabar. Hjólaferðin okkar
um Evrópu þar sem við hjól-
uðum með Skutlum og mökum
á okkar fallegu hjólum, þvílíkur
tími og síðasta ferðin okkar,
hvern hefði getað grunað að það
yrði þín síðasta ferð þegar við
fórum og hittum Jónsa og
Lasse á Kanarí?
Við elskum báðar mótorhjól
og í Svíþjóð var hægt að fá mót-
orhjól heim í stað leigubíla, sem
við auðvitað gerðum alltaf og í
balldressinu aftan á mótorhjóli
á leiðinni heim af djammi var
frekar mikið norm hjá okkur.
Sumarið 2009 tókum við
skrefið og nóg komið af því að
dreyma og sóttum um í Skutl-
unum og á þessum 12 árum sem
eru liðin síðan erum við búnar
að hjóla um allt Ísland, anda að
okkur náttúrunni með öllu til-
heyrandi frá skítalyktinni þegar
nýbúið er að skítadreifa á túnin
til góðu sláttarlyktarinnar þeg-
ar túnin eru nýsleginn.
Síðustu vikur hafa ekkert
nema góðar minningar hrannast
upp hjá mér, já elsku Þurý mín,
við vorum góðar í að búa þær
til.
Hljóðláti gálgahúmorinn þinn
hélt sér fram á síðustu stundu
og með honum óafvitandi hélstu
mér gangandi, takk fyrir það
elsku Þurý mín.
Elsku Þóra og Halldór, þið
og börnin ykkar voruð hennar
stærsta stolt og geislaði hún
alltaf þegar hún sagði mér frá
afrekum ykkar.
Elsku stórfjölskylda og vinir,
hugur minn er hjá ykkur öllum
á þessum erfiða tíma.
Elsku Þurý mín, já svona var
ekki planið okkar en þú hefur
nú alltaf verið frekar pirruð yfir
öllu skipulaginu í mér, svo ég
lýt höfði og leyfi þér að skipu-
leggja þennan part og treysti
því að þú sitjir tilbúin með góð-
an JW í glasi og gott hvítvín
fyrir mig þegar ég kem skrans-
andi til að hitta þig.
Elskan mín þangað til næst.
Þín
Brynja Kristjánsdóttir
(Binna).
Þuríður Saga
Guðmundsdóttir