Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 32
Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur tónleika í
Gerðubergi á morgun, laugardag, kl. 16 og er aðgangur
ókeypis. Tónleikarnir eru hluti af ferðalagi Guðmundar
um hverfi Reykjavíkur þar sem saga þeirra og andrúms-
loft eru innblásturinn að dagskránni, að því er fram kem-
ur á Facebook. „Breiðholtið hefur sérstaka stöðu, Guð-
mundur bjó þar á sínum unglingsárum og hverfið býr
þannig yfir nostalgískum krafti,“ segir þar. Guðmundur
mun leika tónlist af öllum sínum plötum auk nýrrar.
Guðmundur leikur í Gerðubergi
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sigtryggur Daði Rúnarsson tryggði ÍBV sæti í undan-
úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik með ótrú-
legu flautumarki gegn FH í síðari leik liðanna í átta liða
úrslitum Íslandsmótsins í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Leiknum lauk með 33:33-jafntefli en fyrri leik liðanna í
Vestmannaeyjum lauk með 31:31-jafntefli og ÍBV fer því
áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Hitt Hafnarfjarðarliðið, Haukar, hafði það öllu náð-
ugra í 8-liða úrslitunum því liðið vann Aftureldingu
samtals með tuttugu og fjögurra marka mun. »27
Ólík stemning í stóru íþróttahús-
unum í Hafnarfirði í gærkvöldi
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undanfarið 31 ár hefur Ágústa Sig-
fúsdóttir, nær áttræður sjúkraþjálf-
ari, hlaupið Seltjarnarneshringinn,
um fimm kílómetra, þrisvar sinnum í
viku. „Ég hleyp aðallega ein, því ég
vil hlaupa snemma á morgnana,“ seg-
ir hún. Að auki er hún í leikfimi hjá
Þórhöllu Andrésdóttur í World Class
þrjá morgna vikulega og fer þá í laug-
ina á eftir, en tekur sér frí á sunnu-
dögum. „Aldrei á sunnudögum sagði
einhver, en þetta prógramm hentar
mér mjög vel.“
Hreyfingin einskorðast ekki við
sama hringinn, því stundum bætir
hún spottanum út á golfvöll á Nesinu
við, hleypur inn í Nauthólsvík og til
baka, jafnvel austur í Árbæ, og reglu-
lega hleypur hún með nokkrum vin-
konum hring fram hjá Háskóla Ís-
lands að Hallgrímskirkju og aftur
heim í gegnum miðbæinn og Vestur-
bæinn. „Ég er um 50 mínútur að
hlaupa Neshringinn og lengur ef ég
heilsa upp á einhvern á leiðinni en
„Hallgrímur“ tekur okkur rúman
klukkutíma, fer eftir því hvað við töl-
um mikið á þessari um sjö kílómetra
leið.“
Veðrið hefur engin áhrif. Reyndar
segist Ágústa fylgjast með vindátt-
inni og sér þyki þægilegra að hlaupa
undan vindi heim en það geri ekki út-
slagið. „Það er ekkert verra að hlaupa
í snjó og hörkuveðri á veturna, það er
líka gott,“ leggur hún áherslu á og
segist þá gjarnan vera á broddum.
Góð gen og gott uppeldi
Ágústa ólst upp við útivist. Móðir
hennar var dönsk og elskaði íslensk
fjöll og hestamennsku. „Ég lærði
snemma að fara á fjöll og skíða-
mennska var hluti af uppeldinu,“ seg-
ir hún. Bætir við að seinna hafi hún
farið reglulega í gönguferðir með
Ferðafélagi Íslands. „Hreyfingin hef-
ur alla tíð fylgt mér, þökk sé góðum
genum og góðu uppeldi.“
Tilviljun réð því að Ágústa byrjaði
að hlaupa 49 ára. „Ég hafði aldrei
hlaupið neitt þegar ég hitti Margréti
Jónsdóttur, stofnanda Trimmklúbbs
Seltjarnarness, eitt sinn og hún
spurði hvort ég vildi ekki koma út á
Nes að hlaupa. Þessi hreyfing hentaði
mér strax vel. Ég hef verið heppin að
geta hlaupið svona lengi án þess að
finna til í stoðkerfinu og er þakklát
fyrir það.“
Til viðbótar við æfingar hljóp
Ágústa hálft Reykjavíkurmaraþon 20
sinnum og tók síðan þátt í 10 km
hlaupinu í átta ár.
Eftir smá næringu og nokkrar
teygjuæfingar fyrst á morgnana
reimar Ágústa á sig hlaupaskóna.
„Ég byrja daginn á hreyfingu, get
verið löt eitt og eitt skipti en aldrei
nógu löt til þess að hætta við. Hreyf-
ingin er andlega og líkamlega upp-
byggjandi. Sitji eitthvað í mér er eins
og á komist jafnvægi við það að fara
út að hlaupa.“
Fyrir utan Seltjarnarnes finnst
Ágústu sérstaklega gaman að hlaupa
um Fossvogsdal, Elliðaárdal og upp í
Árbæ. „Það er mjög fallegur og fjöl-
breyttur hringur, ein af mínum uppá-
haldsleiðum,“ segir hún. Hún taki
alltaf hlaupaskóna með hvert sem
hún fari innanlands sem utan enda sé
alls staðar hægt að hlaupa. „Þegar ég
er hjá dóttur minni í Boston hleyp ég
bara á skógarstígum. Þetta er hollur
og góður lífsstíll og hlaupalífið hefur
verið gott líf.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Nesinu Ágústa Sigfúsdóttir tekur daginn snemma og byrjar á teygjuæfingum áður en hún fer út að hlaupa.
Hlaupalífið er gott líf
- Ágústa Sigfúsdóttir er nær áttræð og síhlaupandi