Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 136. tölublað . 109. árgangur .
GOTT AÐ SPILA
AFTUR FYRIR
ÁHORFENDUR SAMHLJÓMA UM ÍRLAND
INNAN VIÐ 90
EINBÝLISHÚS
TIL SÖLU
BIDEN OG JOHNSON Á FUNDI 13 FASTEIGNIR 24 SÍÐURLANDSLEIKUR VIÐ ÍRA 27
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Rekstur Landspítalans, þá einkum
staðan á biðlistum og afkomuspá
spítalans, var ræddur í fjárlaga-
nefnd þingsins í tengslum við fjár-
aukalögin. Neyðarástand á bráða-
deild var þó ekki tekið sérstaklega
fyrir í nefndinni.
Willum Þór Þórsson, formaður
nefndarinnar, segir málið vera til
skoðunar hjá framkvæmdastjórn
spítalans. Í fjárlögum 2021 sé að
finna heimild til að fjármagna 100
viðbótarrými, sem var hugsað til
að liðka fyrir útskriftum. „Það
virðist hafa sigið
á ógæfuhliðina
og ég reikna
með að það sé
blanda af nokkr-
um þáttum og að
kófið hafi örugg-
lega truflað eins
og hefur gerst
með biðlista,“
segir Willum.
Uppsafnaður
halli spítalans er á bilinu 3 til 4
milljarðar króna. Samkomulag var
hins vegar gert milli heilbrigðis-
og fjármálaráðuneytisins við spít-
alann um að hallinn yrði tekinn út
fyrir sviga svo hann ætti ekki að
hamla starfseminni á nokkurn
hátt. Rekstrarframlög hafa verið
aukin milli ára. Willum segir að
samkvæmt afkomuspám þessa árs
sé reksturinn innan marka.
Í nefndaráliti frá meirihluta
fjárlaganefndar segir að áætlað sé
að spítalinn verði rekinn með lítils
háttar afgangi í ár miðað við heim-
ildir fjárlaga. Í þeim forsendum er
miðað við að kostnaður vegna kór-
ónuveirunnar fáist bættur. Ef
tekst að reka spítalann innan fjár-
heimilda í 3 ár verður hægt að
fella niður þennan uppsafnaða
halla.
Rekstur innan marka
- Neyðarástand bráðadeildar er til skoðunar hjá fram-
kvæmdastjórn spítalans - Rekstrarhalli tekinn út fyrir sviga
Willum Þór
Þórsson
_ „Þegar fátt er um leiðir verða
menn oft að grípa í úrræði sem er
ekki efst á lista. Í þessu tilviki er
það að olíuflutningar fari um
Hringbrautina,“ segir Jón Viðar
Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höf-
uðborgarsvæðinu. Framkvæmdir
standa nú yfir við endurnýjun
vatns- og fráveitu í Vesturbæ
Reykjavíkur og af þeim sökum
verður Mýrargata lokuð fyrir bíla-
umferð næstu þrjár vikurnar. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Annir Þung umferð var á Hringbraut í gær.
Olíuflutningar fær-
ast yfir á Hringbraut
Þrjú hundruð milljónum króna verð-
ur bætt við fjárveitingar til hjúkr-
unarheimila landsins á þessu ári,
verði tillögur meirihluta fjár-
laganefndar Alþings samþykktar.
Bætist þessi fjárhæð við eins millj-
arðs króna viðbót við daggjöld
hjúkrunarheimilanna sem gert var
ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi.
Þessar 300 milljónir eiga að fara í
sjóð hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Hjúkrunarheimilin geta sótt um við-
bótargreiðslur vegna mikils kostn-
aðar við umönnun einstakra heim-
ilismanna, svo sem vegna mikillar og
kostnaðarsamrar umönnunar, dýrra
lyfja eða sérstakra hjálpartækja.
Heilbrigðisráðuneytinu er gert að
setja nánari reglur um úthlutun úr
sjóðnum. »4
Morgunblaðið/Eggert
Heimili Mörk er eitt af mörgum
hjúkrunarheimilum landsins.
Aukafé
vegna mikils
kostnaðar
Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson
hlutu heiðursverðlaun Sviðslistasambands
Íslands árið 2021 fyrir ómetanleg störf sín í þágu
íslenskrar barnamenningar og leikhúslífs þegar
Gríman var afhent við hátíðlega athöfn í
Tjarnarbíói í gærkvöldi. Vertu úlfur eftir Héðin
Unnsteinsson og Unni Ösp Stefánsdóttur í leik-
stjórn Unnar hlaut flestar Grímur eða sjö talsins,
þar á meðal sem sýning ársins. »28-29
Morgunblaðið/Eggert
Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson heiðruð
_ Atvinnulausum hefur fækkað mik-
ið eða um 3.400 á átta vikum. Al-
mennt atvinnuleysi fór úr 10,4% í lok
apríl í 9,1% á einum mánuði. Spáð er
áframhaldandi snarpri minnkun at-
vinnuleysis í júní. Gangi það eftir
fækkar atvinnulausum á skrá um
sex þúsund manns á tveimur mán-
uðum. Atvinnuleysið hefur leikið
Suðurnesjamenn grátt og mælist
enn mikið en það minnkaði þó um-
talsvert í maí eða úr 23% í 19,7%.
„Við erum með langmesta atvinnu-
leysið á Íslandi og við verðum þar
sennilega einhver misseri í viðbót,
ég hefði gjarnan viljað sjá þetta
lækka meira en það á vonandi eftir
að gera það í sumar þegar flugvöll-
urinn er kominn á betra ról,“ segir
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri í Reykjanesbæ. »14
3.400 fóru af
atvinnuleysisskrá
á átta vikum