Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 4

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til í breytingartillögu við frumvarp um fjáraukalög fyrir yfir- standandi ár að 300 milljónum króna verði bætt við fjárveitingar til hjúkrunarheimila til viðbótar þeirri milljarðs viðbót sem frumvarpið gerði ráð fyrir. 300 milljóna króna viðbótin verður sett í sjóð hjá Sjúkratrygg- ingum og notuð til að standa undir þjónustu við heimilismenn sem þurfa sérstaklega kostnaðarsama umönnun. „Mér líst vel á að nýir fjármunir séu settir inn í málaflokkinn. Það hjálpar til við að leysa úr þeirri erf- iðu stöðu sem hjúkrunarheimili eru sett í að þurfa að hafna sjúklingum vegna mikillar hjúkrunarþarfar. Þetta leysir málið ekki til fulls en er skref í rétta átt,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimil- anna og formaður Samtaka fyrir- tækja í velferðarþjónustu. Geta sótt um viðbót Í greinargerð meirihluta fjárlaga- nefndar kemur fram að í nokkrum tilvikum geti hjúkrunarheimili orðið fyrir miklum kostnaði við mikla og dýra umönnun, dýr lyf eða sérstök hjálpartæki einstakra heimilis- manna. Kostnaðurinn geti orðið miklu meiri en almenn daggjöld standa undir. Lagt er til að 300 milljónirnar fari í sjóð hjá Sjúkrtratryggingum Ís- lands. Hjúkrunarheimili geti sótt um viðbótargreiðslur vegna mikils kostnaðar vegna áranna 2019-2021. Heilbrigðisráðuneytið á að setja nánari reglur um skiptingu fram- lagsins og Sjúktratryggingar að sjá um framkvæmdina. Spurður um þetta segir Gísli Páll að hann treysti stjórnvöldum til að útfæra þessar reglur á skynsamlegan hátt. 800 milljónir í launabætur Í áliti meirihluta nefndarinnar er bent á að fyrir utan þessar viðbót- argreiðslur komi um 800 milljóna króna launabætur sem ætlað er að bæta kostnað heimilanna vegna breytinga á vaktavinnufyrirkomu- lagi til að uppfylla ákvæði kjara- samninga um styttingu vinnuvikunn- ar. Kostnaðurinn er áætlaður 1,2 milljónir á heilu ári en 800 milljónir koma til á þessu ári þar sem vinnu- tímabreytingarnar tóku gildi 1. maí sl. Þessi aukakostnaður sem ekki var gert ráð fyrir í daggjöldum heimil- anna er fjármagnaður sérstaklega. Ef hann er talinn með verður við- bótin á fjáraukalögum 2,1 milljarður sem svarar til um 4% hækkunar frá fjárlagafrumvarpi. 300 milljónir vegna hjúkrunarþyngdar Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Skemmtun Jón Ólafur Þorsteinsson spilar á harmoniku fyrir íbúa á Grund. - Hjúkrunarheimilin geta sótt um framlög í sjóð hjá Sjúkratryggingum til að standa undir umönnun sjúklinga með mikla hjúkrunarþörf eða dýr lyf - Fjárveitingar gætu hækkað um 4% á árinu Gísli Páll Pálsson TM mótið í Vestmannaeyjum, einnig þekkt sem Pæjumótið, hófst í gær- morgun upp úr klukkan átta. Þátt- takendur mótsins, sem eru á annað þúsund, voru flestir komnir til Eyja fyrir miðvikudagskvöldið. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri segir skipulagið ganga vel og að keppendur láti ekki rigningu og vont veður á sig fá. Mótið er haldið með breyttu sniði í ár sökum faraldursins en ólíkt því sem við átti í fyrra ná fjöldatak- markanir nú til grunnskólabarna og þarf því að huga betur að svæða- skiptingu á mótinu. Segir hún for- eldra og þátttakendur duglega að virða reglurnar og að lítil hópa- myndun sé á áhorfendasvæðum. hmr@mbl.is TM mótið fer vel af stað Morgunblaðið/Óskar Pétur Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Því miður rifjast atburðurinn á Bræðraborgarstíg upp þegar maður les þennan dóm. Hann undirstrikar þá miklu ábyrgð sem eigendur bera þegar þeir leigja út húsnæði til þriðja aðila,“ segir Jón Viðar Matt- híasson, slökkviliðsstjóri á höfuð- borgarsvæðinu. Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. var í vikunni dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að stefna lífi 24 erlendra verkamanna í bráða hættu. Hann hýsti þá í iðnaðarhúsnæði við Smiðs- höfða en þar voru smíðaðir svokall- aðir svefnkassar fyrir hvern og einn en engar brunavarnir eða flóttaleiðir voru í húsinu. Jón Viðar segir að dómurinn sendi skýr skilaboð um ábyrgð eigenda en þetta er fyrsti dómur sinnar tegund- ar hér á landi. Nýlega var maðurinn sem var valdur að brunanum við Bræðraborgarstíg dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Mál eigenda hússins er hins vegar enn til rannsóknar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, sam- kvæmt upplýsingum frá embætti héraðssaksóknara. Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir að fleiri sambærileg mál og Smiðs- höfðamálið kunni að fara fyrir dóm á næstunni. „Við skiluðum inn þremur málum á sínum tíma. Það eru tvö önnur sem eru í farvegi. Oft er beðið með mál til að fá fram fordæmi og síðan koma hin í kjölfarið.“ Hann segir jafnframt að stefnt sé að því ráðast í kortlagningu á óleyf- isbúsetu á höfuðborgarsvæðinu á haustmánuðum. Það var síðast gert árin 2017-2018 og sýndu tölur að 5-7 þúsund einstaklingar bjuggu í 1.500- 2.000 óleyfisíbúðum. Ljósmynd/SHS Hætta Verkamenn voru látnir gista í svefnkössum við Smiðshöfða. Sendi skýr skilaboð um ábyrgð eigenda - Fleiri sambærileg mál í farvatninu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.