Morgunblaðið - 11.06.2021, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
Afi Svanur er nú
farinn frá okkur og
munum við aldrei
sjá slíkan mann aft-
ur. Hann hafði áhrif á alla þá
sem hann snerti, oft til bóta en
þó líka oft til ama. Afi Svanur
var einstaklega skýr persónu-
leiki, það fór aldrei á milli mála
hver og hvað hann var. Á sama
tíma var hann umlukinn ákveð-
inni dulúð, leyndri sögu og
leyndum hliðum. Afa voru feng-
in erfið verkefni í hendurnar á
sínum yngri árum. Hann var,
eins og margir karlmenn af hans
kynslóð, illa undirbúinn og
óvopnfær til að takast á við þau
verkefni. Afi minn varði síðari
hluta lífsins í að endurreisa sögu
sína og kveður þennan heim
elskaður af fólkinu sínu. Ég fékk
sjálfur að njóta nærveru hans
og umhyggju á því skeiði lífs
hans sem var hvað gæfulegast.
Það sem ég vil gera hér er að
minnast afa míns á minn hátt og
festa á blað mína upplifun af
þessum stórmerkilega manni.
Afi Svanur kenndi mér að
vinna. Það var fyrst þegar ég
var 12 ára þegar ég var dreginn
austur fyrir fjall og látinn nagla-
hreinsa og skafa mótatimbur.
Eftir viku af 12 klukkustunda
vinnutörnum rétti afi mér um-
slag með 15 þúsund krónum.
Krónurnar voru minn eigin
verðskuldaði auður sem mér var
í sjálfsvald sett að nota á þann
hátt sem mér hugnaðist. Þessa
nýfengnu tilfinningu áunnins
sjálfstæðis átti ég afa mínum að
þakka. Hvert sumar eftir þetta
vann ég hjá afa, ýmist á verk-
stöðum eða á smíðaverkstæðinu
hans í Hafnarfirði. Þar vann
hann að því að styrkja mig og
herða, kenna mér á tól, tæki og
efni og umfram allt sýndi mér
nautnina við að byggja og
skapa.
Afi Svanur tók alltaf slaginn.
Þó að sigurlíkur væru litlar og
baráttan vonlaus, þá lét afi
ávallt sverfa til stáls. Hann tók
loks lögfræðina, þetta yfirlætis-
fulla fag, í sátt þegar alnafni
hans og sonarsonur hélt á þá
braut í Háskóla Íslands. Það leið
ekki á löngu þar til afi hafði átt-
að sig á að hann hafði öðlast nýtt
vopn í vopnabúrið sitt, og líka á
hárréttum tíma. Í kjölfar hruns-
ins mikla féll það í minn hlut að
leiðrétta það ranglæti sem hann
taldi sig hafa verið beittan af
hinum ýmsu aðilum. Hústaka,
skaðabætur, endurgreiðslur,
óumbeðin erindi, lóðakaup voru
meðal viðfangsefna okkar bar-
daga. Okkur varð sjaldan kápan
úr því klæðinu en hin raunveru-
legu verðmæti sem hlutust úr
þessu öllu voru lærdómurinn
fyrir ungan mann. Ég þakka afa
mínum fyrir að kenna mér að
taka slaginn.
Afi elskaði fjölskylduna sína.
Það veitir mér mikla hugarró að
sonur minn fékk tækifæri til að
sitja í kjöltu langafa síns og
finna fyrir nærveru hans og um-
hyggju. Ást afa á börnum sín-
um, barnabörnum og barna-
barnabörnum, 22 talsins, var
ómæld og hans mest áberandi
eiginleiki. Hann átti ólík sam-
bönd við þau öll en tókst þó að
hafa nákvæma og alúðlega yf-
irsýn yfir lífshlaup allra af-
kvæma sinna.
Ég mun ávallt minnast afa
míns sem stólpa í mínu lífi og
undirliggjandi afls í þroskaferli
mínu. Afi, þú mun skilja eftir þig
Þorsteinn Svanur
Jónsson
✝
Þorsteinn
Svanur Jóns-
son fæddist 8. sept-
ember 1935. Hann
lést 29. maí 2021.
Útför Þorsteins
Svans fór fram 9.
júní 2021.
stórt tóm sem aldr-
ei verður fyllt og ég
hlakka til að setjast
aftur með þér í
framtíðinni og
ræða bardaga sem
þarf að heyja og
verk sem þarf að
vinna.
Þorsteinn
Svanur
Jónsson.
Þú og ég afi, þú og ég.
Þegar ég hugsa um vináttu
mína við afa kemur mér oft til
hugar vináttan sem Emil í Katt-
holti átti við vinnumanninn Al-
freð. Þannig vináttu áttum við
afi Svanur. Hvort sem það voru
skammarstrikin hans eða mín
sem bar á góma, þá vorum við
einlægir bandamenn. Hann var
reyndar alltaf vinnumaðurinn í
mínum augum, vinnumaður sem
barðist á móti straumnum.
Hjarðeðli var afa ekki eðlislægt,
hann var svona meira forystu-
sauður sem fór sínar eigin leiðir.
Afi Svanur var einstaklega
stríðinn og hafði gaman af því að
koma fólki í ójafnvægi með því
að ýkja eða finna til furðuleg
gælunöfn á fólk eða jafnvel heilu
fjölskyldurnar. Okkur sem
þekktum hann fannst þetta
mjög skondið og varð oft mikill
misskilningur í kringum þetta
allt saman, þar sem afi fór jafn-
vel að misskilja grínið sem hann
hafði sett fram sjálfur. Það var
alltaf stutt í hláturinn yfir kaffi-
bolla með afa. Gæði kaffisins
skiptu mig litlu, heldur voru það
gæði samverunnar við hann.
Mín fyrstu alvöru kynni af afa
voru á verkstæðinu hans, þegar
ég var um 7 ára. Ég bjó sjálf á
Vesturgötunni og var að ves-
enast út af hamstri sem ég átti
og fékk þá snilldarhugmynd að
ná í sag fyrir hamsturinn hjá
afa. Afi tók sér góðan tíma til
þess að leita að hinu fullkomna
sagi fyrir hamsturinn Trítla.
Þegar ég hugsa um það var
það frekar ég sem valdi afa sem
minn besta vin, heldur en hann
mig. Það var einhvern veginn
þannig að ég hélt svo fast í
þennan hörkukarl. Allt við hann
var svo framandi en samt var
svo mikill undirliggjandi kær-
leikur að ég ákvað að komast að
þessari gátu. Ég gleymi aldrei
hvað hann átti erfitt með að
knúsa mig og fyrsta skiptið sem
hann hélt utan um mig. Við sát-
um hlið við hlið inni í bíl og ég
horfði á hann og sagði orðrétt:
afi, ég veit þú vilt knúsa mig,
það þykir öllum gott að knúsa.
Eftir að ég lét þessi orð falla
reyndi afi hálfkindarlega að
knúsa mig, eða frekar svona
klappa mér á bakið, hálfvand-
ræðalega. Með þessu var eins og
harða skelin hans byrjaði aðeins
að molna og hann fór að sýna
meiri merki um mýkt og tilfinn-
ingar með árunum.
Við afi vorum samferða gegn-
um margt á lífsleiðinni. Hann
var svo miklu meira en afi minn.
Hann var kletturinn minn.
Hann var þvermóðskulegi vinur
minn sem ég gat hlegið með og
að.
Afi borðaði oft hjá mér og það
mynstur var hjá okkur til fjölda
ára. Það gat þó komið fyrir að
hann fussaði yfir eldamennsk-
unni, en á seinni árum var hann
farinn að borða mat frá hinum
ýmsu menningarheimum og
þótti honum maturinn bara
nokkuð góður. Matarmálin voru
eins og allt hjá afa, byrjaði á
smá neikvæðni, en svo var hann
snúinn við í dyrunum.
Með því að fylgjast með nálg-
un afa á lífið lærði ég að sjá fólk,
náttúruna og aðstæður í öðru
ljósi. Hans leiðir kenndu mér að
ekkert væri ófært og flestar
hindranir lífsins fyrir utan sjúk-
dóma og dauða væru félagslegir
tilburðir. Við afi áttum einstaka
vináttu allt þar til hann kvaddi
þessa jarðvist.
Ég veit að hann bíður okkar í
sumarlandinu.
Stelpuskottið þitt og vinkona,
Áslaug Ragnarsdóttir.
Perlur Árna Grétars Finns-
sonar í ljóðinu Lífsþor eiga vel
við um Þorstein Svan Jónsson
húsasmíðameistara sem nú er
fallinn frá, tæplega 86 ára að
aldri. Hann hafði sjálfstraust til
að efast þegar aðrir trúðu,
djörfung til að mæla gegn múgs-
ins boðun og manndóm til að
hafa eigin skoðun. Hann hafði
viljastyrk til að snúa blaðinu við
í eigin lífi; takast á við margs-
konar mótlæti og verða fjöl-
skyldu sinnar festutré um ára-
tugaskeið.
Afi Svanur hét hann í minni
fjölskyldu og þannig var hann
kynntur fyrir mér, þegar við
rugluðum saman reytum við
Kolfinna Von, dótturdóttir hans.
En hann var samt miklu meira
en afi hennar; hann var henni
sem annar faðir; þau bjuggu
lengi saman og áttu ótrúlega fal-
legt og sterkt vináttusamband.
Við Svanur urðum strax mikl-
ir trúnaðarvinir. Hann gekk til
verka sinna á verkstæðinu dag
hvern langt fram á níræðisaldur
og kaffistofan þar var sam-
komustaður ýmissa heldri
manna um áratugaskeið. Svanur
var félagsvera í bestu merkingu
þess orðs; hann var duglegur að
heimsækja vini og ættingja.
Þessi hrjúfi iðnaðarmaður hafði
hlýtt og mjúkt hjarta undir
þykku lagi af lífsreynslu og undi
sér best með sínu fólki. Hann
var sannarlega ekki allra, en
þeir sem ræktuðu sambandið
við hann og sýndu vináttu í verki
nutu þess ríkulega.
Framkvæmdamaður var
hann og eldhugi. Verktaki af
gamla skólanum sem litla þol-
inmæði hafði fyrir óþarfa funda-
höldum eða formsatriðum.
Bakkus var fylginautur lengi
framan af, eins og hjá mörgum
okkar fleirum, en fyrir ríflega
þrjátíu og fimm árum fékk hann
andlega vitrun sem varð til þess
að aldrei fór áfengur dropi inn
fyrir varir hans eftir það. Líf
hans, sigra og mistök ræddi
hann af hispursleysi, auðmýkt
og án þess að prédika yfir öðr-
um. En óspar var hann á góð ráð
og dæmdi engan. Honum varð
svo ótalmargt úr verki og eftir
hann liggur vandað handverk
um land allt, sem mun halda
minningu hans á lofti.
Farsóttin lagðist illa í Svan,
félagsveruna sem hann var, því
allt í einu var dyggðin mest að
vera einn heima og hitta helst
ekki neinn. Síðustu mánuði var
skrokkurinn farinn að gefa sig,
en andinn var þó jafnkvikur og
fyrr. Hann bjó einn með hund-
inum sínum Pjakki og ætlaði
ekki á hjúkrunarheimili. Við það
stóð hann, eins og annað og
sofnaði svefninum langa, frið-
sæll og sáttur í eigin rúmi.
Þannig vilja flestir fá að fara
þegar kallið kemur og þannig
kvaddi Svanur þessa jarðvist, án
nokkurra málalenginga. Það var
honum líkt. Hann vissi enda sem
er, að nú var annað ferðalag fyr-
ir höndum og endurfundir við
kæra fjölskyldu og vini.
Ég er þakklátur fyrir öll sím-
tölin og samtölin, fyrir að hafa
farið með hann í klippingu og
tekið langafadrengina með, far-
ið með hann í bólusetningu, því
hann taldi nauðsynlegt að Björn
Ingi á Viljanum tæki það verk-
efni að sér. Ég þakka þeim í fjöl-
skyldunni sem hafa hlúð að
Svani undanfarin ár. Að öðrum
ólöstuðum vil ég geta þess hér,
að Kolfinna Von hefur undan-
farin ár sinnt afa sínum af stakri
samviskusemi og kærleik sem
ég hygg að eigi sér fá fordæmi.
Óteljandi ferðir og útréttingar,
fjörug samtöl um frændgarðinn
og vel fylgst með áföngum á lífs-
ins leið af einlægum áhuga þess
sem er og vill vera kjölfesta
sinnar stórfjölskyldu - ættfaðir-
inn. Ég sakna vinar í stað og
færi fjölskyldunni allri einlægar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu góðs manns.
Björn Ingi Hrafnsson.
Ég var svo heppinn að kynn-
ast Þorsteini Svani gegnum son
hans, æskuvin minn Torfa, og
svo seinna meir vann ég talsvert
hjá honum í nokkur skipti við
mismunandi byggingarverkefni.
Sameiginlegt með þessum
vinnustöðum var að þetta voru
góðir dagar og lærdómsríkir.
Endurbætur á Núpi í Dýrafirði,
Félagsheimili Kópavogs, þak á
Ránargötunni og fleira í þessum
dúr. Og alltaf lærði maður eitt-
hvað. Ránargötuþakið var alveg
sérstakt verkefni, unnið í des-
ember, ég í Kennó og jólin að
koma, skammdegi og skuggar
allt um kring, yfir sálinni og
tímanum, melankólía og róman-
tík yfir þessari minningu en
einnig meðan á því stóð. Svona
var þetta einhvern veginn með
Þorstein Svan, verðmætar
minningar urðu til. Hann sagði
vel frá og hafði kómíska sýn á
embættismenn og pólitík, dag-
farsprúður, rólegur og yfirveg-
aður en kannski fyrst og fremst
feiknaklár fagmaður. Millimetri
var millimetri og skipti máli til
eða frá. Feiknamikill vélavinnu-
maður og átti góðar trésmíða-
vélar, alvöru massífar amerísk-
ar vélar sem gerðu sitt og gengu
endalaust. Bara brýna og halda
við.
Einhverju sinni smíðuðum við
og skiptum um eldhúsinnrétt-
ingu hjá Guðmundi bónda á
Hrauni á Ingjaldssandi. Þar og
á leiðinni þangað fræddi Þor-
steinn Svanur okkur um menn
og málefni staðarins, sögur og
sagnir, þannig að, að loknu verki
í kaffi hjá Guðmundi bónda, yrð-
um við okkur ekki til skammar.
Enn þann dag í dag býr maður
að þessum góðu stundum, ekki
var bara talað um Hraun í því
tilviki heldur alla bæina í daln-
um.
Þorsteinn Svanur var sinn
eigin herra, byggingameistari
og frumkvöðull sem tók ákvarð-
anir og framkvæmdi. Kannski
má segja að á margan hátt hafi
hann komið að lífi síns fólks með
þeim hætti, var traustur bak-
hjarl. Hann fylgdist með fólki og
vildi vera til staðar ef á þurfti að
halda.
Kæru systkin, Torfi Þor-
steinn, Jón Ágúst, Kolfinna og
Kristín, og fólkið ykkar. Ég veit
þið hafið misst mikið, innilegar
samúðarkveðjur.
Valdimar Harðarson.
Margar hugsanir
flögra um hugann
þegar góð kona fellur
frá. Minningarnar
eru margar og góðar frá Sigtúni 59
þar sem þau Odda og Gotti bjuggu
ásamt þremur dætrum sínum, Díu,
Gunnu og Imbu, auk tengdamóður
sinnar Dýrfinnu, sem hún sinnti
alla tíð uns Dýrfinna lést. Minning-
ar frá jólaboðum eru mér í fersku
minni úr Karfavogi, þar sem Öddi
frændi sá um fjörið, svo og Nóatúni
og Álfaskeiði, ásamt mörgum öðr-
um góðum samverustundum.
Þakka þér samfylgdina elsku Odda
mín. Þú varst orðin þreytt. Nú ertu
komin til allra ástvina þinna sem þú
trúðir og vissir að tækju vel á móti
þér.
Ég kveð þig hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Innilegar samúðarkveðjur til
allra ástvina þinna.
Hvíldu í friði.
Sigrún, Óli og fjölskylda.
Elsku Odda vinkona okkar hef-
ur nú sofnað frá veikindum sínum
og þjáningum og fengið eilífa hvíld.
Við kveðjum góða og einlæga vin-
konu með söknuði og sérstöku
þakklæti fyrir góða og gefandi
samferð á lífsins leið.
Okkar ljúfustu stundir liðinna
ára eru spilakvöldin okkar með
þeim sæmdarhjónum Oddu og
Gotta manni hennar á hlýlegu
heimili þeirra á Eyrarbakka. Við
stofnuðum saman „Litla spila-
klúbbinn“ eftir aldamótin og voru
meðlimir fjórir. Lög klúbbsins og
markmið voru skýr; tilgangur var
fyrst og fremst að eiga ánægjuleg-
Oddhildur
Benedikta
Guðbjörnsdóttir
✝
Oddhildur
Benedikta Guð-
björnsdóttir fædd-
ist 1. október 1937.
Hún lést 29. maí
2021.
Útför hennar fór
fram 9. júní 2021.
ar samverustundir á
heimilum okkar til
skiptis. Hefja sam-
verustundir með því
að taka saman nokk-
ur Eyjalög, njóta síð-
an góðra veitinga og
enda hvert kvöld með
því að spila vist í
nokkra klukkutíma.
Að lokum var verð-
launaafhending þar
sem sigurvegarar
kvöldsins fengu veglegan bikar
ásamt verðlaunapeningi en hinir
fengu pening með áletruninni önn-
ur verðlaun. Bikarinn var vinargjöf
til Klúbbsins frá góðum fjölskyldu-
vini þeirra, Bóa rafeindavirkja.
Hjónin Odda og Gotti voru ein-
staklega skemmtilegir gestgjafar.
Hann var góður tónlistarmaður og
hún algjör listakokkur sem
galdraði alltaf fram einstaklega
ljúffenga rétti meðan við sátum í
stofunni og bóndinn lék falleg lög.
Stundum var á miðju kvöldi stiginn
dans í stofum okkar, en Odda var
góður dansari og sérlega lipur í
gamla tjúttinu og gömlu dönsun-
um.
Á samverustundum okkar var
oft rætt um afkomendur okkar og
fjölskylduhagi þeirra. Oddu var
mjög umhugað um sitt fólk og sagði
okkur frá hvernig þeim vegnaði.
Þegar hún ræddi um dætur sínar
var það alltaf: Día mín, Gunna mín
og Imba mín. Þegar hún lauk við
frásagnir af atburðum í fjölskyldu
sinni bætti hún jafnan við: Ég er
svo einstaklega heppin með alla í
fjölskyldunni minni, þau eru svo
yndisleg við mig. Manni varð
stundum hugsað eftir þennan fal-
lega vitnisburð hennar: „Maður
uppsker eins og maður sáir!“ Nær
hvert sinn sem leið okkar hjóna
liggur í austur frá Reykjavík verð-
ur okkur á orði: Nú væri gaman að
vera á leið til Eyrarbakka á spila-
kvöld í Litla spilaklúbbnum okkar.
Við blessum sannarlega minn-
ingu sæmdarhjónanna Oddu og
Gotta og sendum afkomendum og
fjölskyldum þeirra hugheilar
samúðarkveðjur.
Iðunn og Ólafur Gränz.
Útför í kirkju
Upprisa, von
og huggun
utforikirkju.is
Okkar einstaka móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
(Obba)
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum
laugardaginn 5. júní verður jarðsungin frá
Selfosskirkju mánudaginn 14. júní klukkan 13.
Þátttaka takmarkast við 300 kirkjugesti skv. núgildandi reglum.
Sigurður K. Kolbeinsson Edda D. Sigurðardóttir
Eva Katrín Sigurðardóttir Kristján Þór Gunnarsson
Andrea Þorbjörg Sigurðard. Mick Kjær Christensen
Kristín Edda Sigurðardóttir Þorsteinn B. Þorsteinsson
og langömmubörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar