Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Túnikur st. 16-28
netverslun www.gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Jessenius Faculty of Medicine,
Martin Slóvakíu
Inntökupróf verður haldið á netinu
10 júli nk.
Umsóknarfrestur til 17. júní.
Uppl. kaldasel@islandia.is
og 8201071
Bílar
Sá allra flottasti. MERCEDES-
BENZ GLS 350 d 4matic. Árgerð
2018, ekinn 79 Þ.KM, dísel,
sjálfskiptur 9 gírar. Verð 11.990.000.
Rnr.134202. Engin skipti.
Bíllinn er á staðnum.
Einn sá flottasti.
LAND ROVER Range Rover Sport
Hse . Árgerð 2017, ekinn 72 Þ.KM,
Dísel, sjálfskiptur 8 gírar.
Verð 9.900.000. Rnr.214467. Raf-
magnskrókur. Bíllinn er á staðnum.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Fundarboð
Aðalfundur 2021
Aðalfundur Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. verður
haldinn fimmtudaginn 24. júní 2021, kl. 16:00.
Fundurinn verður haldinn í matsal félagsins í skipaskýli
þess að Sjávargötu 6-12, 260 Njarðvík.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 13. gr. samþykkta.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum:
4. gr.: Heimild til stjórnar að hækka hlutafé félagins
um allt að kr.100.000.000 í áföngum á næstu
5 árum á lágmarksgengi 7,5. Forgangsréttur
hluthafa fylgir ekki hækkuninni.
6. gr.: Tekin upp ákvæði um rafræna skráningu
hlutabréfa og ákvæði um hlutaskrá því til sam-
ræmis. Feld úr samþykktum ákvæði um hlutabréf.
20. gr. og 23. gr.: Stjórn félagsins skipi 5 menn í
stað 3ja og tveggja til vara og undirskrift meirihluta
stjórnar skuldbindi félagið (23. gr.)
3. Önnur mál.
Njarðvík, 8 júní 2021.
Stjórn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Brúnagerði 2, Eyjafjarðarsveit, fnr. 233-8836 , þingl. eig.Timburbyggð
ehf, gerðarbeiðandi Eyjafjarðarsveit, þriðjudaginn 15. júní nk. kl.
10:35.
Brúnagerði 3, Eyjafjarðarsveit, fnr. 233-8837 , þingl. eig.Timburbyggð
ehf, gerðarbeiðandi Eyjafjarðarsveit, þriðjudaginn 15. júní nk. kl.
10:40.
Brúnagerði 4, Eyjafjarðarsveit, fnr. 233-8838 , þingl. eig.Timburbyggð
ehf, gerðarbeiðandi Eyjafjarðarsveit, þriðjudaginn 15. júní nk. kl.
10:45.
Brúnagerði 5, Eyjafjarðarsveit, fnr. 233-8839 , þingl. eig.Timburbyggð
ehf, gerðarbeiðandi Eyjafjarðarsveit, þriðjudaginn 15. júní nk. kl.
10:50.
Reynivellir 6, Akureyri, fnr. 214-9986 , þingl. eig. Ingibjörg María
Símonardóttir og Hörður Már Kristjánsson, gerðarbeiðandi Akur-
eyrarbær, þriðjudaginn 15. júní nk. kl. 10:00.
Hjallalundur 5, Akureyri, fnr. 214-7373 , þingl. eig. Jóhannes Stefáns-
son, gerðarbeiðandi Aur app ehf., þriðjudaginn 15. júní nk. kl. 10:15.
Laugartún 23, Svalbarðsstrandarhr, fnr. 216-0504 , þingl. eig. Bryndís
Hafþórsdóttir og Sigurður Hreinn Hjartarson, gerðarbeiðandi
Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 15. júní nk. kl. 11:10.
Aðalbraut 24, Norðurþing, fnr. 216-7217 , þingl. eig. Maritza Esther P.
Ospino, gerðarbeiðendur Norðurþing og ÍL-sjóður, miðvikudaginn 16.
júní nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
10. júní 2021
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Botsía kl. 10.
Zumba Gold kl. 10.30. Dansfimi með Auði Hörpu kl. 13.30. Kaffi kl.
14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl.
9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Hádegismatur
kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Grímuskylda
og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa. 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Kundalini jóga kl. 10-10.45. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með-
læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Pool-hópur í Jóns-
húsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Ganga fyrir fólk með
göngugrind frá Jónshúsi kl. 11.
Gerðuberg Opin handavinnustofa. Heitt á könnunni, blaðalestur,
kaffispjall og samvera. Gönguhópur frá kl. 10, (leikfimi og svo ganga).
Prjónakaffi frá kl. 10.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Handavinna, opin vinnustofa frá kl. 10.30.
Korpúlfar Útvarpsleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Pílukast í Borgum kl.
9.30. Gönguhópar Korpúlfa leggja af stað í göngu kl. 10 og boðið
verður upp á leikfimi með Hönnu kl. 11.15 í dag föstudag og verður
alla föstudaga á sama tíma í allt sumar. Allir velkomnir, bæði hægt að
vera við standandi og sitjandi æfingar og ókeypis. Er í 45 mín., passar
fínt því matur er kl. 12. Bridshópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffikrókurinn á Skólabraut frá kl. 9. Skráning stendur
yfir í ferðina í Grasagarðinn og Café Flóru nk. þriðjudag. Ferðin er
fólki að kostnaðarlausu. Einnig minnum við á fyrirhugaða ferð á
Langjökul fimmtudaginn 24. júní. Dagsferð sem hentar öllum. Skrán-
ing og allar uppl. í síma 8939800 og á fb. síðunni eldri borgarar á Sel-
tjarnarnesi.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Mig langar að
minnast kærrar
föðursystur minnar
með nokkrum orð-
um.
Ég kynntist Siggu eiginlega
ekki vel fyrr en á fullorðins-
árum. Það var alltaf svo gaman
og skemmtilegt að tala við hana,
hún var fróð um svo margt.
Líka var alltaf notalegt að heim-
sækja þau Guðna og Siggu, þau
voru höfðingjar heim að sækja.
Þau eignuðust fimm dætur og
hóp af barnabörnum. Það hefur
verið fjör á þeim bæ einhvern
tímann.
Sigríður Friðrikka
Jónsdóttir
✝
Sigríður F.
Jónsdóttir
fæddist 27. maí
1937. Hún lést 27.
maí 2021.
Útför Sigríðar
var 9. júní 2021.
Elsku Sigga,
hjartans þakkir fyr-
ir allt sem þú gerð-
ir fyrir mig og fjöl-
skyldu mína. Góða
ferð í sumarlandið
þar sem örugglega
verður vel tekið á
móti þér. Ég votta
dætrum hennar,
fjölskyldum þeirra
og öðrum aðstand-
endum einlæga
samúð mína.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)
Þín frænka,
Guðrún Oddný Gunn-
arsdóttir (Didda).
✝
Óskar Þór
Óskarsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 10.
nóvember 1951.
Hann varð bráð-
kvaddur 31. maí
2021.
Foreldrar hans
voru Óskar Matt-
híasson útgerð-
armaður, f. 22.3.
1921, d. 21.12.
1992, og Þóra Sigurjónsdóttir,
f. 17.6. 1924, d. 16.5. 2013.
Systkini Óskars Þórs eru
Matthías, f. 16.1. 1944, Sig-
urjón, f. 3.5. 1945, Kristján, f.
13.5. 1946, Leó, f. 4.8. 1953,
Þórunn, f. 11.10. 1954, og Ingi-
bergur, f. 27.8. 1963.
Óskar Þór kvæntist 24. mars
1996 Sigurbjörgu Helgadóttur,
f. 2. desember 1950. Börn
þeirra eru: 1) Katrín Helga
Óskarsdóttir, f. 14.3. 1980,
maki Arnþór Valgarðsson, f.
23.1. 1979, börn þeirra eru
Birgitta Dögg, f. 15.3. 2002,
Daði Snær, f. 31.5. 2005, d.
24.1. 2006, Daníel Smári, f. 8.1.
2007, og Stefán Kári, f. 1.6.
2009. 2) Fanney Svala Ósk-
arsdóttir, f. 15.12. 1981, maki
Snorri Elmarsson, f. 21.1. 1980,
börn þeirra eru Sölvi, f. 20.5.
2004, Nökkvi, f. 23.9. 2008, og
Elmar, f. 19.1. 2012.
Óskar Þór eyddi sínum upp-
vaxtarárum í Vestmannaeyjum.
Árið 1971 fór hann upp á land
þar sem hann hóf störf hjá Ra-
rik sem línumaður og vann
hann víðs vegar
um landið. Árið
1973 kynntist hann
eftirlifandi eigin-
konu sinni Sigur-
björgu Helgadótt-
ur og keyptu þau
sína fyrstu trak-
torsgröfu árið
1974. Óskar Þór
vann á gröfunni
hjá Rarik. Einnig
vann hann mikið
fyrir sumarbústaðaeigendur í
nágrenni Borgarness. Óskar
Þór og Sigurbjörg byggðu sér
hús í Borgarnesi árið 1978 þar
sem þau ólu dætur sínar tvær
upp. Óskar Þór hafði mikinn
áhuga á kvikmyndatökum. Árið
1996 keypti hann upptökuvél
og hóf að mynda fyrir alvöru.
Óskari Þór þótti mjög gaman
að taka viðtöl við skemmtilegt
fólk og eftir hann liggur gríð-
arstórt safn myndefnis sem
hann var duglegur að deila
með fólki.
Árið 2014 fluttu þau hjónin
alfarið vestur í Traðir á Mýrum
þar sem þau stunduðu æðar-
búskap af miklum myndarbrag.
Óskar Þór bjó í Tröðum til
dánardags.
Óskar Þór verður jarðsung-
inn frá Borgarneskirkju í dag,
11. júní 2021, klukkan 14.
Athöfninni verður streymt.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/smkstyxy/
Nálgast má virkan hlekk á
streymið á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Það er erfitt að kveðja þig elsku
besti Óskar afi okkar. Við söknum
þín svo sárt, en við eigum sem bet-
ur fer mjög margar góðar minn-
ingar með þér sem hlýja okkur í
hjartanu.
Þú varst mjög góður gröfumað-
ur og okkur þótti mjög spennandi
að fá að vera inni í gröfunni hjá þér
þegar þú varst að vinna. Þú varst
líka algjör græjukall og flestar
græjurnar þínar voru tengdar tófu-
veiðum eða vídeóupptökum. Þú átt-
ir alveg fullt af vídeóspólum sem þú
geymdir inni á skrifstofu og varst
með fullt af öppum í tölvunni til að
klippa vídeóin til og setja inn á þau
tónlist.
Okkur þótti svo gaman að fara
með þér í fjórhjólaferðir. Þær voru
mis langar og stundum tókum við
með okkur nesti. Það kom fyrir að
við lentum í ævintýrum.
Þú varst mjög hugmyndaríkur
og því þótti okkur mjög gaman að
brasa með þér í vélageymslunni.
Þar smíðuðum við allskonar
skemmtilega hluti eins og kassabíl,
ungahús, hjólastökkpall o.fl.
Okkur þótti líka gaman að fara
með þér í Borgarnes að versla því
þú keyptir eiginlega alltaf handa
okkur nammi, oftast stjörnurúllu.
Borgarnesferðirnar gátu samt tek-
ið dálítið langan tíma því þú þekktir
alltaf svo marga sem þú þurftir að
tala við.
Það var líka mjög gaman að fara
með þér út á sjó að veiða á trillunni.
Stundum veiddum við fiska og
stundum sáum við hvali. Þú fórst
líka með okkur að veiða lunda og
kenndir okkur spítalavink.
Þú sagðir okkur stundum
skemmtilegar sögur fyrir svefninn
frá því þú varst lítill strákur í Vest-
mannaeyjum og svo þótti þér mjög
gaman að horfa á Mr. Bean með
okkur, þú hlóst alltaf lang mest
sjálfur.
Við elskum þig og þú verður allt-
af partur af lífi okkar.
Birgitta Dögg, Daníel Smári
og Stefán Kári Arnþórsbörn.
Óskar Þór
Óskarsson