Morgunblaðið - 11.06.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 11.06.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Fylkir – Tindastóll ................................... 2:1 Staðan: Selfoss 6 4 1 1 13:6 13 Valur 6 4 1 1 15:10 13 Breiðablik 6 4 0 2 23:11 12 Þróttur R. 6 2 3 1 14:9 9 ÍBV 6 3 0 3 12:12 9 Stjarnan 6 2 1 3 6:11 7 Keflavík 6 1 3 2 7:9 6 Þór/KA 6 2 0 4 6:11 6 Fylkir 6 1 2 3 4:14 5 Tindastóll 6 1 1 4 5:12 4 Lengjudeild karla Selfoss – Fram.......................................... 0:4 Kórdrengir – Grótta................................. 2:1 Þróttur R. – Grindavík............................. 2:3 Fjölnir – Víkingur Ó................................. 2:1 Staðan: Fram 6 6 0 0 19:3 18 Fjölnir 6 4 1 1 10:5 13 Grindavík 6 4 0 2 11:11 12 Kórdrengir 6 3 2 1 11:9 11 Grótta 6 2 2 2 15:11 8 ÍBV 5 2 1 2 10:7 7 Þór 5 2 1 2 12:12 7 Vestri 5 2 0 3 8:13 6 Afturelding 5 1 2 2 9:11 5 Þróttur R. 6 1 1 4 10:14 4 Selfoss 6 1 1 4 7:15 4 Víkingur Ó. 6 0 1 5 7:18 1 2. deild karla Þróttur V. – Reynir S............................... 2:0 KV – Haukar............................................. 1:1 Njarðvík – ÍR............................................ 2:0 Magni – KF............................................... 3:3 Staðan: Þróttur V. 6 3 3 0 15:6 12 KF 6 3 2 1 10:7 11 Njarðvík 6 2 4 0 11:7 10 KV 6 2 4 0 12:9 10 ÍR 6 3 1 2 11:10 10 Reynir S. 6 3 0 3 11:10 9 Haukar 6 2 2 2 13:12 8 Völsungur 5 2 1 2 10:11 7 Leiknir F. 5 2 0 3 7:10 6 Magni 6 1 2 3 12:16 5 Fjarðabyggð 5 0 2 3 2:11 2 Kári 5 0 1 4 7:12 1 3. deild karla KFG – Elliði.............................................. 1:0 Staða efstu liða: Höttur/Huginn 5 4 1 0 9:5 13 Augnablik 5 3 2 0 15:3 11 KFG 5 3 1 1 6:2 10 Elliði 6 3 0 3 14:10 9 Ægir 5 2 3 0 7:5 9 Dalvík/Reynir 6 2 2 2 11:9 8 Vináttulandsleikir kvenna Ítalía - Holland.......................................... 1:0 Danmörk - Ástralía .................................. 3:2 Svíþjóð - Noregur..................................... 1:0 Spánn - Belgía........................................... 3:0 Frakkland - Þýskaland ............................ 1:0 >;(//24)3;( Þýskaland Lemgo - Bergischer ............................ 31:23 - Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo. - Arnór Þór Gunnarsson var ekki í leik- mannahóp Bergischer. Coburg - Balingen ............................... 27:27 - Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyr- ir Balingen. Staða efstu liða: Flensburg 62, Kiel 59, Magdeburg 46, RN Löwen 43, Füchse Berlín 42, Melsungen 38. Sviss Úrslit, fyrsti leikur: Pfadi Winterhur - Kadetten............... 28:25 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. E(;R&:=/D Spánn Undanúrslit, oddaleikur: Real Madrid - Valencia ....................... 80:77 - Martin Hermannsson skoraði 7 stig fyrir Valencia, ásamt því að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar á átján mínútum. _ Real Madrid vann einvígið samtals 2:1 og mætir annaðhvort Barcelona eða Tenerife í úrslitum. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: Phoenix - Denver................................ 123:98 _ Staðan er 2:0 fyrir Phoenix. >73G,&:=/D Knattspyrna Vináttulandsleikur kvenna: Laugardalsvöllur: Ísland - Írland............ 17 Handknattleikur Undanúrslit karla, seinni leikur: Ásvellir: Haukar - Stjarnan...................... 18 Hlíðarenda: Valur - ÍBV ........................... 20 Körfuknattleikur Umspil karla: fjórði úrslitaleikur: Ísafjörður: Vestri - Hamar (2:1)............... 20 Í KVÖLD! FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fylkir vann sinn fyrsta leik í sumar í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar liðið fékk Tindastól í heimsókn í frest- uðum leik úr annarri umferð deild- arinnar á Würth-völlinn í Árbænum í gær. Fylkiskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og uppskáru mark á 26. mínútu eftir laglegt einstaklings- framtak Huldu Hrundar Arnars- dóttur. Shannon Simon tvöfaldaði forystu Fylkis með skalla eftir horn- spyrnu í upphafi síðari hálfleiks áður en Hugrún Pálsdóttir minnkaði muninn fyrir Tindastól á lokamín- útum leiksins. „Sigur Fylkiskvenna var sann- gjarn. Þær settu Stólana undir mikla pressu nánast allan leikinn og voru þéttar fyrir í vörninni. Sóknar- leikurinn var betri en í flestum leikj- um liðsins til þessa í sumar þó mikill fjöldi langskota hafi ekki verið lík- legur til árangurs. Tindastóll saknaði síns helsta markaskorara, Murielle Tiernan, mikið en hún sat allan tímann meidd á varamannabekknum í [gær]kvöld og var nánast enginn sóknarleikur til staðar í fyrri hálfleik,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Fylkir, sem spáð var þriðja sæti deildarinnar í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni, hefur ekki farið vel af stað á tíma- bilinu og var aðeins með 2 stig þegar kom að leik gærdagsins. Á sama tíma hefur Tindastól fatast flugið en liðið hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni eftir að hafa fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Sigurinn fleytir Fylkiskonum upp um eitt sæti í deildinni og er liðið nú með 5 stig í níunda sætinu en Tinda- stóll er á botni deildarinnar með 4 stig. Langt síðan síðast Árbæingar hleyptu miklu lífi í deildina með sigri gærdagsins en að- eins munar fjórum stigum á liðinu í níunda sæti deildarinnar og liðinu í fjórða sætinu. Liðin þrjú sem skipa efstu þrjú sæti deildarinnar; Selfoss, Valur og Breiðablik, hafa öll tapað leik í deild- inni í sumar eftir sex umferðir. Það gerðist síðast árið 2014 þegar Stjarnan, Þór/KA og Fylkir voru í efstu þremur sætunum eftir fyrstu sex umferðirnar. Það er því óhætt að segja að deild- in sé mun jafnari en oft áður og von á spennandi sumri í úrvalsdeildinni. Hleyptu lífi í úrvalsdeildina - Fyrsti sigurinn kom gegn nýliðunum Morgunblaðið/Eggert Átök Sauðkrækingurinn Laufey Harpa Halldórsdóttir í baráttu við Árbæ- inginn Maríu Evu Eyjólfsdóttur á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir tryggði sér í gær sæti í átta manna úrslitum Opna breska áhugamannamótsins í golfi með sigri á hinni ensku Emily Toy í 16 manna úrslitum mótsins. Leikið er í Kilmarnock í Skotlandi. Í gær réðust úrslitin á 18. og síðustu holunni. Var Jóhanna Lea með einnar holu forskot fyrir hana. Á síðustu hol- unni léku Jóhanna Lea og Toy báðar á fimm höggum og vann íslenski kylf- ingurinn þar með nauman sigur. Jóhanna Lea mætir hinni írsku Ka- tie Lanigan í átta manna úrslitum mótsins í dag. Jóhanna Lea í átta manna úrslit Ljósmynd/EGA Skotland Jóhanna Lea úr GR lék mjög vel í Kilmarnock gær. Dagbjartur Daði Jónsson hafnaði í öðru sæti í spjótkasti á bandaríska háskólameistaramótinu í frjáls- íþróttum í Eugene í Oregon í fyrri- nótt. Dagbjartur kastaði spjótinu 76,98 metra en hans besti árangur í greinni er 78,30 metrar. Það er sjötti besti árangur Íslendings frá upphafi í spjótkasti. Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði spjótinu 75,61 metra og hafnaði í fimmta sæti. Þeir keppa báðir fyrir Miss- issippi State-háskólann og eru skráðir til leiks á Meistaramót Ís- lands á Akureyri um helgina. Frábær árangur á stærsta mótinu Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Öflugir Dagbjartur Daði, til vinstri, ásamt Sindra Hrafni, til hægri. FYLKIR – TINDASTÓLL 2:1 1:0 Hulda Hrund Arnarsdóttir 26. 2:0 Shannon Simon 55. 2:1 Hugrún Pálsdóttir 88. MM Sæunn Björnsdóttir (Fylkir) M Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) Íris Una Þórðardóttir (Fylkir) Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylkir) Shannon Simon (Fylkir) Amber Kristin Michel (Tindastóll) Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll) Dómari: Óli Njáll Ingólfsson – 7. Áhorfendur: 147. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Fred Saraiva fór mikinn fyrir Framara þegar liðið vann 4:0- stórsigur gegn Selfossi í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeild- inni, á Jáverk-vellinum á Selfossi í sjöttu umferð deildarinnar í gær. Fred skoraði fyrstu tvö mörk Framara í fyrri hálfleik áður en þeir Albert Hafsteinsson og Guð- mundur Magnússon bættu við sínu markinu hvor fyrir Framara í síð- ari hálfleik. Framarar eru með 18 stig í efsta sæti deildarinnar en Selfoss hefur ekki fundið taktinn enn sem komið er og er með 4 stig í ellefta og næstneðsta sæti. _ Þá vann Fjölnir afar drama- tískan sigur gegn Víkingi frá Ólafs- vík á Extra-vellinum í Grafarholti þar sem úrslitin réðust í uppbótar- tíma. Þorleifur Úlfarsson kom Vík- ingum yfir á 39. mínútu og þannig var staðan allt þangað til komið var fram í uppbótartíma þegar Reynir Leósson jafnaði metin fyrir Fjöln- ismenn á fjórðu mínútu uppbótar- tímans. Það var svo Hilmir Rafn Mika- elsson sem tryggði Fjölni sigur með flautumarki og lokatölur því 2:1 í Grafarvoginum. Fjölnismenn eru með 13 stig í öðru sæti deildarinnar en Víkingar eru á botni deildarinnar með 1 stig. _ Grindavík vann afar mikil- vægan 3:2-sigur gegn Þrótti úr Reykjavík á Eimskipsvellinum í Laugardal. Sigurður Bjartur Hallsson, Odd- ur Ingi Bjarnason og Laurens Sy- mons skoruðu mörk Grindvíkinga í leiknum en Daði Bergsson og Samuel Ford skoruðu mörk Þrótt- ara. Grindavík er með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar en Þróttarar eru í tíunda sætinu með 4 stig líkt og Selfoss. _ Þá reyndist Davíð Þór Ás- björnsson hetja Kórdrengja þegar liðið fékk Gróttu í heimsókn á Do- musnova-völlinn í Breiðholti. Davíð skoraði tvívegis í leiknum, á 13. mínútu og 90. mínútu, en Pét- ur Theódór Árnason skoraði eina mark Gróttu í fyrri hálfleik. Kórdrengir eru með 11 stig í fjórða sæti deildarinnar en Grótta er í fimmta sætinu með 8 stig. Ljósmynd/Kristján Þór Árnason Markaskorari Fred Saraiva fagnar fyrra marki sínu á Selfossi en hann hefur skorað sex mörk í deildinni í sumar. Óstöðvandi Framarar með fullt hús stiga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.