Morgunblaðið - 11.06.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 11.06.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI 97% SAN FRANCISCO CHRONICLE INDIE WIRE Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Vertu úlfur eftir Héðin Unnsteinsson og Unni Ösp Stefánsdóttur í leikstjórn Unnar í Þjóðleikhúsinu hlaut flest verðlaun þegar Íslensku sviðslista- verðlaunin, Gríman, voru afhent í 19. sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Sýningin var tilefnd til sjö verðlauna og hlaut þau öll. Hún var meðal annars verðlaunuð sem sýning ársins, fyrir leikstjórn og leikara í aðal- hlutverki. Þrjár sýningar hlutu næst- flest verðlaun eða tvenn hver. Þetta voru Ekkert er sorglegra en mann- eskjan, sem var m.a. verðlaunuð fyrir tónlist ársins, Kafbátur, sem var m.a. verðlaunuð sem barnasýning ársins og Ævi, sem var m.a. verðlaunuð fyrir danshöfund ársins. Alls skiptu tíu sýn- ingar með sér verðlaunum kvöldsins sem veitt voru í 20 flokkum. Heiðurs- verðlaun Sviðslistasambands Íslands hlutu Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar barnamenningar og leikhúslífs. Frá því Gríman var fyrst afhent 2003 hefur það aðeins tvisvar áður gerst að heiðursverðlaunahaf- arnir væru tveir, þ.e. 2007 og 2012. Tímamótasamningur Í ávarpi sínu sagði Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambands Íslands, aðdáunarvert væri að fylgjast með íslensku sviðslistafólki takast á við nýj- ar og áður óþektktar áskoranir heims- faraldurs í störfum sínum á nýliðnu leikári. „Með góðri samvinnu og af þrautseigju og æðruleysi nýtti sviðs- listafólk hvert tækifæri til að miðla list sinni með einum eða öðrum hætti til áhorfenda. Þessi mikla sköpunargleði og -kraftur gerði landsmönnum ástandið síðastliðið ár vafalaust bæri- legra og fyrir það bera að þakka.“ Birna benti á annað sem vel hefði verið gert á árinu, því eftir margra ára baráttu hefur stofnun Sviðslista- miðstöðvar Íslands loks verið staðfest og fyrsta stjórn hennar skipuð í sam- starfi Sviðslistasambands Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis og fleiri hagaðila í greininni. „Þetta er mikið ánægjuefni og stór áfangi fyrir sviðslistir á Íslandi. Verkefni Sviðs- listamiðstöðvar Íslands verða m.a. að styrkja innviði og umgjörð sviðslista hér heima við en ekki síður er miðstöð- inni ætlað að vera gátt út í heim og með það markmið að flytja út sviðs- listir frá Íslandi. Með þessu verður staða sviðslistafólks frá Íslandi styrkt á alþjóðavettvangi enda góð ástæða til. Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði framsækið og skapandi og við getum státað af ótrúlega flottu og hæfileika- ríku listafólki sem á fullt erindi út um allan heim.“ Loks flutti Birna sjóðheitar fréttir úr sviðslistageiranum, því í gærdag skrifaði Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks undir kjarasamning við ríkið vegna danshöfunda hjá Íslenska dansflokknum. „Þetta er tímamóta- samningur en þetta er í fyrsta skipti í sögu sviðslista á Íslandi sem danshöf- undar eiga sinn eigin kjarasamning og standa nú loks jafnfætis öðrum list- rænum stjórnendum í sviðslistum á Íslandi.“ Vertu úlfur sýning ársins - Sýningin Vertu úlfur hlaut öll þau verðlaun sem hún hafði verið tilnefnd til - „Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði framsækið og skapandi“ - Tvö heiðruð Morgunblaðið/Eggert Þríeyki Héðinn Unnsteinsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors sköpuðu saman Vertu úlfur sem sópaði til sín verðlaunum í gærkvöldi. Tónskáld Friðrik Margrétar- Guðmundsson samdi tónlist ársins. Leikona í aðalhlutverki Edda Björg Eyjólfsdóttir djúpt snortin. Leikkona í aukahlutverki Birna Pétursdóttir fagnaði ákaft. Sýning ársins Vertu úlfur Leikrit ársins Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unn- steinsson Leikstjóri ársins Unnur Ösp Stefánsdóttir – Vertu úlfur Leikari í aðalhlutverki Björn Thors – Vertu úlfur Leikkona í aðalhlutverki Edda Björg Eyjólfsdóttir – Haukur og Lilja – Opnun Leikari í aukahlutverki Kjartan Darri Kristjánsson – Kafbátur Leikkona í aukahlutverki Birna Pétursdóttir – Benedikt búálfur Leikmynd ársins Elín Hansdóttir – Vertu úlfur Búningar ársins María Th. Ólafsdóttir – Kardemommubærinn Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson – Vertu úlfur Tónlist ársins Friðrik Margrétar-Guðmunds- son – Ekkert er sorglegra en manneskjan Hljóðmynd ársins Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson – Vertu úlfur Söngvari ársins María Sól Ingólfsdóttir – Ekkert er sorglegra en manneskjan Dans – og sviðshreyfingar ársins Allra veðra von Dansari ársins Inga Maren Rúnarsdóttir – Ævi Danshöfundur ársins Inga Maren Rúnarsdóttir – Ævi Sproti ársins Leikhópurinn PólíS Barnasýning ársins Kafbátur Útvarpsverk ársins Með tík á heiði Heiðursverðlaun Sviðslista- sambands Íslands 2021 Hallveig Thorlacius Þórhallur Sigurðsson 10 sýningar verðlaunaðar HANDHAFAR GRÍMUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.