Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 32
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Moses Hightower,
Búum til börn, kom út í júlí 2010 og hlaut mikið lof
gagnrýnenda sem og hlustenda. Í tilefni af ellefu ára
afmæli skífunnar blæs hljómsveitin til tónleika og leik-
ur og syngur í kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Á morgun,
12. júní, kemur hún fram á Græna hattinum á Akureyri
og 20. júní í Midgard Base Camp á Hvolsvelli. Verða
tónleikarnir haldnir með gestaflytjendum sem léku inn
á plötuna á sínum tíma. Óskar Guðjónsson leikur á
saxófón, Samúel Jón Samúelsson á básúnu, Kjartan
Hákonarson á trompet og flugelhorn og bakraddir
syngja Bryndís Jakobsdóttir og Rakel Sigurðardóttir.
Frumburðurinn orðinn 11 ára
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Fylkir vann sinn fyrsta leik í sumar í úrvalsdeild kvenna
í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar liðið fékk
Tindastól í heimsókn í frestuðum leik úr annarri umferð
deildarinnar á Würth-völlinn í Árbænum í gær. Árbæing-
ar hleyptu miklu lífi í deildina með sigri gærdagsins en
aðeins munar fjórum stigum á liðinu í níunda sæti
deildarinnar og liðinu í fjórða sætinu. Liðin þrjú sem
skipa efstu þrjú sæti deildarinnar; Selfoss, Valur og
Breiðablik, hafa öll tapað leik í deildinni í sumar eftir
sex umferðir en það gerðist síðast árið 2014. »26
Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu
hefur sjaldan verið jafnari
ÍÞRÓTTIR MENNING
Selfossi hafi allir setið þétt upp við
konur sínar, jafnvel haldið utan um
þær, og hann hafi ekki kunnað við
annað en að halda í hönd þeldökku
konunnar enda allra augu á þeim.
„Ég var eins og aumingi,“ rifjar
hann upp. Þegar komið hafi verið að
henni hafi hann verið spurður hvort
hann ætlaði ekki líka að koma inn en
hann hafi svarað því neitandi, hann
myndi bara bíða á biðstofunni.
„Stingandi augngotur viðstaddra
ætluðu mig lifandi að drepa enda var
greinilegt að fólki þótti ég lélegur
pappír að vilja ekki fara inn í skoðun
með konunni.“ Um kvöldið hafi hann
sagt Aldísi að hann hafi farið í
mæðraskoðun og ætti ekki barnið.
„„Takk fyrir það,“ svaraði hún allt
annað en blíðlega en brúnin léttist
þegar ég sagði henni söguna.“
Lárus segir að hann skili góðu búi.
Körfuboltadeildin sé í miklum blóma
eins og reyndar allt íþróttalíf í
Hveragerði, aðstaðan sé góð og
framtíðin björt. „Ég hef alltaf lagt
áherslu á að eyða ekki um efni fram
og við höfum verið réttum megin við
núllið í öll þessi 29 ár, skuldum ekk-
ert og erum með hreint borð sem
fyrr. Þetta er barnið mitt og ég hef
hugsað vel um það.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lið Hamars í Hveragerði mætir í
kvöld Vestra á Ísafirði í fjórðu við-
ureign liðanna um sæti í úrvalsdeild
karla í körfubolta, Domino’s-
deildinni, á næsta tímabili. Staðan er
2:1 fyrir Ísfirðinga og nægir þeim
því sigur á heimavelli, en komi til
fimmta leiks verður hann í Hvera-
gerði á sunnudag. „Ég ætla að skila
af mér eftir að rimmunni lýkur, þá
höldum við framhaldsaðalfund og
Kristinn Ólafsson tekur við af mér
sem formaður,“ segir matreiðslu-
meistarinn Lárus Ingi Friðfinnsson.
Hann var hvatamaður að stofnun
körfuboltadeildar Hamars 1992 og
hefur stýrt henni síðan, í 29 ár. Geri
aðrir sjálfboðaliðar betur!
Hópur ungra manna hefur áhuga
á að taka við stjórn körfuboltadeild-
ar Hamars. Lárus segir að hann hafi
boðist til að vera þeim innan handar
og sennilegt sé að hann haldi áfram
að keyra liðsrútuna í útileiki.
Lárus ólst upp í Varmahlíð í
Skagafirði og kynntist íþróttinni í
grunnskólanum í Varmahlíð. Eftir
að hjónin Lárus og Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjarstjóri Hveragerðis-
bæjar og formaður Sambands Ís-
lenskra sveitarfélaga, fluttu í
Hveragerði var eitt af fyrstu verkum
hans að stofna deildina. „Ég hringdi
í vin minn Gísla Pál Pálsson í Mörk-
inni og fleiri góða drengi, deildin
varð að veruleika og ég hef sinnt
henni eins og barni mínu en nú er
kominn tími til að það flytji að heim-
an. Öll hin fjögur börnin eru flutt.“
Ekkert án eiginkonunnar
Ekki er hrist fram úr erminni að
reka íþróttadeild og Lárus segist
ekki hafa getað gert það án mikils og
góðs stuðnings og skilnings eigin-
konunnar. Í því sambandi rifjar
hann upp, þegar hann fékk eitt sinn
erlendan leikmann frá Snæfelli í
Stykkishólmi. Honum hafi þótt upp-
sett verð of hátt og boðið gamla
krapavél og ískrapa sem kaupverð.
Það hafi verið samþykkt og þegar
hann hafi farið til að ná í leikmann-
inn hafi komið í ljós að hann var með
kasólétta kærustu. Hún hafi þurft að
fara í mæðraskoðun eftir helgina, en
leikmaðurinn hafi ekki viljað fara
með og því hafi hann farið einn með
hana. Á biðstofu heilsugæslunnar á
Ætíð með hreint borð
- Lárus stofnaði körfuboltadeildina og formaður í 29 ár
Ljósmynd/Guðmundur Kr. Erlingsson
Íþróttafrömuður Lárus Ingi Friðfinnsson stofnaði körfuknattleiksdeild
Hamars í Hveragerði 1992 og hefur verið formaður alla tíð, í 29 ár.