Morgunblaðið - 12.06.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
369.750 kr
.
Tilboðsverð
697.500 kr
.
Tilboðsverð
449.400 kr
.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
Afar einfalt er
að reisa húsin
okkar
Uppsetning te
kur aðeins ein
n dag
BREKKA 34
- 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44
fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
TIL Á LAGER VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Mikil umskipti hafa orðið á veðrinu
í Reykjavík fyrstu 10 dagana í júní,
ef borið er saman við sömu daga í
maí síðastliðnum.
Fyrstu 10 dagana í maí mældust
152,9 sólskinsstundir í Reykjavík.
Svo margar sólskinsstundir hafa
aldrei mælst þessa sömu tíu daga
síðan mælingar hófust árið 1911.
Sólskinsstundir hafa aðeins
mælst 23 það sem af er júní og er
það verulega undir meðallagi. Sól-
skinsstundir voru ámóta margar
þessa daga 2018 og enn færri 2013,
samkvæmt upplýsingum sem blaðið
fékk hjá Trausta Jónssyni veður-
fræðingi.
Sömu sögu er að segja af úrkom-
unni. Í Reykjavík mældist úrkoman
aðeins 0,2 millimetrar fyrstu 10
daga maí, eitt prósent meðal-
úrkomu. Fyrstu 10 daga júní hefur
úrkoman mælst 16 millimetrar og
er það um 20% umfram meðallag.
Meðalhiti fyrstu tíu dagana er 9
stig í Reykjavík sem er -0,3 stigum
neðan meðallags síðustu tíu ára.
sisi@mbl.is
Alger umskipti hafa orðið á veðrinu í höfuðborginni frá því í maímánuði
Sólin hvarf
og rigning-
in tók við
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Slegið í rigningu Gróður var lengi að taka við sér framan af sumri vegna þurrka. En þegar byrjaði að rigna fyrir alvöru varð allt grænt á örskotsstundu.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Krabbameinsfélagið segir farið með rangt mál í
skýrslu um breytingar á skipulagi og fram-
kvæmd leghálskrabbameinsskimunar, sem Har-
aldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, vann
fyrir heilbrigðisráðherra. Félagið hefur sent frá
sér yfirlýsingu sem felur í sér athugasemdir og
leiðréttingu við skýrsluna. KÍ bendir einnig á
að skýrslan sýni glöggt hve ábótavant und-
irbúningi flutnings leghálsskimana frá Leitar-
stöð KÍ var.
Í skýrslunni var gefið í skyn að hlutaúttekt
Embættis landlæknis á gæðamálum Leitar-
stöðvar hefði haft áhrif á samskipti Landspítala
og LKÍ. KÍ fullyrðir hinsvegar að enginn
skuggi hafi verið á samskiptum spítalans og fé-
lagsins vegna úttektarinnar.
Texti úr tölvupóstskeyti framkvæmdastjóra
KÍ var birtur í skýrslunni þar sem hann bauð
þjónustu félagsins til að halda skimunum áfram
lengur en ráðuneytið hafði kveðið á um. KÍ
bendir á að í þessum sama pósti hafi fram-
kvæmdastjórinn óskað eftir frekari upplýsing-
um frá ráðuneytinu um hver myndi sinna rann-
sóknum og hvernig upplýsingagjöf til kvenna
yrði háttað.
Ekki barst svar við póstinum og hélt LKÍ sig
því við áður framkomna ákvörðun og sinnti
skimun og tók á móti sýnum til 30. nóvember.
Þar sem KÍ fékk ekki upplýsingar um hvar
rannsóknir færu fram eftir áramót taldi það sig
ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að gengið
hefði verið frá málum um rannsóknir legháls-
sýna til framtíðar.
Í skýrslunni kemur einnig fram að rannsókn-
arstofa LKÍ hafi hætt störfum í byrjun desem-
ber þótt starfssamningur hafi legið fyrir til árs-
loka 2020 og nefnt að það hafi leitt til þess að
leghálssýni sem tekin voru undir lok ársins
voru ekki rannsökuð heldur varðveitt til að
unnt væri að rannsaka þau síðar. Krabbameins-
félagið segir það alrangt. Sýni hafi verið rann-
sökuð á rannsóknarstofu LKÍ til 22. desember
og síðustu dagar mánaðarins hafi verið nýttir í
frágang vegna lokunar LKÍ.
Varðandi sérhæfða þekkingu kemur fram í
skýrslunni að Landspítali hafi talið sig þurfa að
ráða starfsfólk sem áður starfaði hjá LKÍ til að
geta sinnt frumurannsóknum. Krabbameins-
félagið bendir á að ástæða þess sé sérhæfing
starfsfólksins. Fjöldi stöðugilda sé ekki afger-
andi þáttur þegar rætt er um áhrif breytinga á
sérhæfð störf heldur sú staðreynd að rannsókn-
irnar krefjist sérhæfðrar þekkingar sem hverf-
ur úr landinu ef rannsóknirnar eru fluttar úr
landi.
Gera athugasemdir við skýrslu
Skimun Krabbameinsfélagið er ekki sátt við
skýrsluna um skimunarstarfsemi félagsins.
- Krabbameinsfélagið segir ekki rétt farið með mál í skýrslu um skimanir
- Ráðuneytið svaraði engu um tilhögun skimana - Undirbúningi ábótavant
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það hefur verið ansi snörp fjölgun
umsókna síðustu ár, sérstaklega síð-
ustu þrjú ár,“ segir Halldór Þormar
Halldórsson, ritari bótanefndar
vegna þolenda afbrota.
Ríkissjóður greiddi alls
167.714.879 krónur í bætur til þol-
enda afbrota á síðasta ári vegna
mála sem komu til afgreiðslu bóta-
nefndar ríkisins. Það er litlu minna
en árið áður en þá greiddi ríkið um
178 milljónir í bætur vegna þessa.
Fjöldi umsókna um bætur hefur hins
vegar aldrei verið meiri en í fyrra.
„Á liðnum árum hefur fjöldi um-
sókna aukist
verulega og á
árinu 2020 bárust
508 umsóknir, en
það var í fyrsta
skipti sem fjöldi
þeirra fór yfir
500. Nefna má að
árið 2005 bárust
um 200 umsóknir
til nefndarinnar.
Frá árinu 2016
hefur verið næsta stöðug fjölgun
þeirra mála sem berast nefndinni,“
segir Halldór í svari við fyrirspurn
blaðsins.
Ríkissjóður greiðir bætur til þol-
enda afbrota og hefur gert frá árinu
1996. Um er að ræða úrræði til að
bæta réttarstöðu þeirra sem verða
þolendur ofbeldisbrota, enda eru litl-
ar líkur taldar á að þeir sem hafa
staðið að brotunum muni greiða bæt-
ur vegna þess skaða sem með þeim
var valdið. Bæturnar eru greiddar
fyrir líkamstjón og miska þolenda of-
beldisbrota og geta hæstar verið átta
milljónir í hverju tilviki samkvæmt
lögum. Bæði eru greiddar bætur
byggðar á dómsniðurstöðu og vegna
brota þar sem engum verður refsað
vegna þess að þau eru ekki upplýst
eða að sakborningur er ósakhæfur
eða hann látinn. Um það bil 1/3 hluti
þeirra umsókna sem berast bóta-
nefnd byggist á óupplýstum málum.
Um 168 milljónir króna í
bætur til þolenda afbrota
- Metár í fjölda umsókna um bætur frá þolendum afbrota
Halldór Þormar
Halldórsson
Náðst hefur samkomulag um að
stefna að þinglokum í dag, þetta
staðfestir Birgir Ármannsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins. Fundað var fram eftir í gær-
kvöldi og heldur þingfundur áfram í
dag. Komi ekkert óvænt upp á má
reikna með að þingi ljúki í dag.
Miðað við þann málalista sem
unnið hefur verið eftir er ljóst að
mörg stjórnarfrumvörp munu ekki
ná afgreiðslu. Sem dæmi má nefna
frumvarp félagsmálaráðerra um
málefni innflytjenda og málefni heil-
brigðisráðherra um réttindi sjúk-
linga þar sem fjallað er um marg-
víslegar þvinganir í heilbrigðis-
kerfinu.
Hálendisþjóðgarðurinn verður
ræddur að sögn Birgis en frum-
varpið verður ekki afgreitt heldur
verður því vísað til ríkisstjórnar-
innar til frekari vinnu.
Þrátt fyrir það verða tugir mála
afgreiddir í dag.
Starfslok
þingsins
verða í dag