Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 37
Langar að senda Erlu, Erlu He- zal, Hrefnu, Steina, Guðrúnu Bar- böru, Möggu og börnunum inni- legar samúðarkveðjur. Megi góður guð vera með ykkur. Hvernig getur veröldin verið svona grimm að hrifsa hann í burtu? Skil það ekki. Hugga mig við að nú hittast þeir pabbi og hann og leggja á brattann. Báðum kippt í burt allt of fljótt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Katrín Þorsteinsdóttir. Í dag verður borinn til grafar Sveinn Eyjólfur Tryggvason, elskulegur mágur minn og vinur. Fréttirnar sem okkur bárust af andláti hans síðla sunnudags krömdu hjarta okkar og allra sem til hans þekktu. Einhvers staðar hlýtur að hafa verið rangt gefið og vitlaus forgangsröðun, að hann skyldi falla frá á besta aldri, frá henni Möggu sinni og börnunum sjö, er svo ólýsanlega sorglegt og óréttlátt. Hann Eyfi var einn af bestu mönnum sem ég hef kynnst um ævina, brosið hans sem heillaði alla, fallegu augun sem lýstu upp umhverfi sitt og hjálpsemin sem allir vinir hans þekktu. Hann var alltaf glaður og viljugur að hjálpa öðrum, mikill útivistarmaður og fjallageit. Bjargsig í Látrabjargi og svartfuglseggin toguðu í hann á vorin, og eitt sinn fór ég með hon- um og Þorsteini og Stefáni mágum mínum út á Látrabjarg. Hann ætl- aði aðeins að skreppa í bjargið og ná í fáein egg, og á meðan ætlaði ég að fara að taka myndir af lund- anum á bjargbrúninni. Þeir settu út bát og ég hélt mína leið og kom svo til baka 2-3 tímum síðar og hélt að þeir hlytu að vera komnir til baka, en nei, það liðu margar klukkustundir þar til þeir komu með drekkhlaðinn bát af eggjum löngu eftir miðnætti, það var svo erfitt að hætta. Gönguferðir um fjöll og firnindi á sumrin var eitt af hans áhugamálum og þekkti hann Barðaströndina eins og lófann á sér, „besti leiðsögumaður á Ís- landi“, sagði einn vina hans við mig. Ég hitti Eyfa í fyrsta sinn á bíla- stæði á Kirkjubæjarklaustri þar sem Magga systir kynnti okkur. „Þetta er hann Eyfi minn,“ sagði hún brosandi. Við hittumst þarna fyrir algera tilviljun, þau Magga og Eyfi á vesturleið og við Auður á austurleið. Við fengum okkur kaffisopa saman og héldum svo hvor í sína áttina á ferðum okkar um landið, og samverustundirnar áttu eftir að verða margar og ánægjulegar á komandi árum. Barnahópurinn er stór og íþróttir hafa leikið stórt hlutverk í fjöl- skyldulífinu, og ferðir á Landsmót UMFÍ eru þar fastur liður, og Eyfi tók þátt í því starfi af lífi og sál. Þegar Landsmótin hafa verið hald- in á Selfossi gistu þau Eyfi og Magga hjá okkur með allan barna- skarann, og það var tjaldað í stof- unni svo að börnin fengju herbergi út af fyrir sig. Kæri mágur. Við kveðjum þig með þunga sorg í hjarta, en jafn- framt gleði yfir að hafa fengið að kynnast þér og þínu jákvæða við- horfi til lífsins, við gætum öll lært svo mikið af þér. Elsku Magga, Edda Sól, Saga, Halldór Jökull, Vilborg, Tryggvi, Hekla og Dalrós, megi góðu minningarnar ylja ykk- ur og styrkja í sorginni. Páll Jökull Pétursson. Hann var ekki margra daga gamall þegar ég sá hann fyrst en þá geislaði af honum og gerði það alltaf eftir það. Nú hefur þessi geisli slokknað og margir sitja daprir eftir. Eyfi frændi minn á Lambavatni var strax sérstakur strákur, fullur af lífi, geislandi af gleði, framtaks- samur og úrræðagóður. Þessir eig- inleikar fylgdu honum alla ævi enda eindæma vinsæll og hjálpleg- ur maður. Þeir voru ekki háir í loftinu Eyfi og Steini bróðir hans þegar þeir komu einn vordag heim drullugir upp fyrir haus. Þeir höfðu fundið borna þrílembu á skurðbakka og eitt lambið hafði dottið í skurðinn og kindin jarmandi á skurðbakk- anum. Þeir voru ekki úrræðalaus- ir, Eyfi teygði sig niður en náði ekki til lambsins svo Steini hélt í lappirnar á Eyfa og lét hann síga niður í djúpan skurðinn og náði hann þá taki á lambinu og síðan dró hann lambið og Eyfa upp á bakkann. Drullugir voru þeir en ánægðir með sig og pabbinn stolt- ur af drengjunum sínum. Svona unnu þeir alltaf eins og einn maður og hafa alltaf fylgst að. Eyfi líktist Vilborgu ömmu sinni mikið, bæði í útliti og einnig þannig að hann labbaði helst aldrei, hljóp alltaf við fót eins og amma hans. Hjá honum var það sama hvort það var á sléttlendi eða í klettum, hann var jafnvígur á hvort tveggja og snemma beygist krókurinn. Hann var ekki nema fjögurra eða fimm ára þegar ég var gestkomandi á Lambavatni og fékk að sækja kýrnar. Eyfi kom með og sýndi mér á leiðinni hve duglegur hann var orðinn að klifra, kleif Draug- astein, Rennirassastein og fleiri stóra steina. Hann varð sem full- orðinn maður einn besti kletta- maður og sigmaður á svæðinu. Eyfi fékk afar gott uppeldi, hon- um og Steina var innrætt allt það besta sem foreldrar geta innrætt börnum sínum; kurteisi, dugnað, sjálfstæði og virðingu fyrir sér og öðrum auk takmarkalausrar virð- ingar fyrir náttúrunni. Ég veit að Eyfi hefur innrætt sínum börnum allt þetta og mótað þau á fallegan hátt og þau eiga minningu um ein- stakan föður. Stundum er sagt að „menn séu af gulli“. Ég held að þetta eigi ekki betur við nokkurn mann en Svein Eyjólf, hann vildi allt fyrir alla gera og ávallt tilbúinn að aðstoða alla og taka þátt í öllu starfi í sinni heimabyggð. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig hann hafði tíma til að framkvæma allt sem hann gerði því aldrei sagði hann nei. Það er ekki auðhlaupið að fylla hans skarð í samfélaginu og grun hef ég um að það þurfi marga til að gera það. Við sitjum eftir með tár á hvarmi og spyrjum okkur sjálf, af hverju var hann tekinn svo ungur frá okkur. Líklegt er að honum hafi verið ætlað eitthvert stærra hlutverk. Kæra Margrét, börn, Erla og systkini Eyfa, ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra vegna fráfalls eins dyggasta og besta sonar Rauðasands. Daníel Hansen. Börnin sem fæðast litlum systkinum sínum eins og ljós sé kveikt, eins og fyrstu blóm vorsins vakni einn morgun. Ef þau deyja, hverfa þau til guðs, eins og draumur, sem aldrei gleymist. (Jón úr Vör) Elskulegur frændi minn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason, gleymist engum sem hann þekktu. Hann gleymdi heldur engum sem hann mætti á lífsins leið. Hann mundi allt og alla, kunni allar sögur sem honum höfðu verið sagðar, þekkti alla í sveitinni sinni og þorpinu og allir þekktu hann. Það þarf þorp til að ala upp barn, segir afrískt máltæki. Þorpið ól Eyjólf upp, en þorpið fékk líka ríkulega til baka. Samfélagið allt fékk notið hjálpsemi hans og náungakærleika. Sólskinsbrosið hans var allra. Þess vegna ríkir sorg í þorpinu og í sveitinni. Er hægt að hugsa sér fegurri sveit en Rauðasand? Og er hægt að hugsa sér tignarlegra náttúru- undur en Látrabjarg? Minningin um Eyfa, sem leiðsögumann um þessar undralendur, yljar í sorg- inni. Í huganum stendur hann við stýrið á uppblásnum báti slysa- varnafélagsins undir bjarginu, með orð Jóns Helgasonar á vörum, lýsinguna á Látrabjargi: Alvotur stendur upp að knjám öldubrjóturinn kargi kagandi fram á kalda röst kvikur af fuglaþvargi; býsn eru meðan brothætt jörð brestur ekki undir fargi þar sem á hennar holu skurn hlaðið var Látrabjargi. Það er viðeigandi að kveðja náttúrubarn með andagift skálds- ins, þegar engin orð fá lýst þeim harmi sem fjölskylda hans og ást- vinir takast nú á við. Megi allar góðar vættir vaka yfir þeim og englar alheimsins lýsa þeim í sorg- inni. Fyrir hönd barna Lillu á Lambavatni, Kolbrún Halldórsdóttir. Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund þó fölur beygur hægt um sviðið gengi er laut hann höfði og sagði í sama mund: Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi. (Hannes Pétursson) Á örskotsstundu breytir hörmulegt slys lífi vina okkar til frambúðar. Við þökkum þær stundir sem við áttum með Eyfa en finnum um leið hversu skamm- vinn gleðin er og vitum að treginn mun aldrei hverfa. Hann tefur lengi. Það var gott að vera í kringum Eyfa. Hann var hjartahreinn, eðl- isgreindur og víðlesinn með ein- stakt lunderni og hárfína kímni- gáfu. Eyfi var hugrakkt náttúrubarn. Hann þekkti hvern stein og hverja þúfu í sveitinni sinni. Haffi minnist með hlýju góðra stunda með frænda sínum þegar hann var í sveit á Lamba- vatni, sérstaklega fróðleiksfýsn og léttri lund. Eyfi var vinsæll leið- sögumaður gönguhópa, kunni ógrynni af sögum og las náttúruna af mikilli næmni. Gamli Rauða- sandshreppurinn var sveitin hans Eyfa. Flesta daga fór hann yfir að Lambavatni á Rauðasandi til að aðstoða foreldra og bróður við bú- skapinn. Það tókst honum þrátt fyrir mikið annríki og var stundum eins og hann þyrfti afar lítinn svefn eða engan. Það þurfti að sinna fyrirtækinu Eyfarafi sem óx og dafnaði. Það þurfti að huga að barnmargri fjölskyldunni, bú- skapnum og öllu hinu. En Eyfi virtist alltaf hafa nægan tíma. Eyfi sló aldrei slöku við. Mesta gæfan í lífi hans var að kynnast Möggu. Saman eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti Magga þrjú sem Eyfi hugsaði um sem sín eigin. Allt eru það mikil mannkostabörn sem standa sig með prýði í íþróttum og námi. Það var gleðilegt að fylgjast með samheldni þeirra Eyfa og Möggu við uppeldið og heimilis- haldið og ástinni þeirra á milli. Bæði voru þau í fullri vinnu og tóku einnig að sér ýmis verkefni í tengslum við íþróttaiðkun barnanna. Það var því mikið um að vera á stóru heimili og margt sem mæddi á Eyfa og Möggu. Þó töldu þau það aldrei eftir sér að ferðast um landið og heiminn með krakk- ana sína. Aldrei var neitt vesen, bara gaman, og kærleikurinn með í farteskinu. Líklega hafa fáir farið fleiri ferðir í surtarbrandsnámur í Stál- fjalli eða siglt jafn oft á gúmmíbáti í öllum veðrum undir Látrabjargi. Eyfi var harður af sér og leit á það sem skyldu sína að miðla til ann- arra þeirri kunnáttu sem þarf til að síga eftir eggjum í Látrabjargið en það er eitthvað sem aðeins hug- djörfustu menn taka sér fyrir hendur. Og ævinlega rann ágóðinn af eggjatökunni óskiptur til Björg- unarsveitarinnar Bræðabandsins sem Eyfi starfaði með alla tíð. Að- eins nokkrum dögum fyrir svip- legt fráfallið seig hann eftir eggj- um í Látrabjargið. Það var mikið áfall að heyra af andláti Eyfa. Samfélagið vestra er fátækara því Eyfi var einstakur maður, elskaður og dáður. Elsku Magga og börn. Megi al- góður Guð umvefja ykkur kær- leika sínum og styrkja í þeirri miklu sorg sem að ykkur er kveðin. Guð blessi minningu Sveins Eyjólfs Tryggvasonar. Ásthildur, Hafþór, Daníel Jón og Lilja Sigríður. Föstudagurinn 8.8. 2008 rann upp bjartur og fagur á Rauðasandi við Breiðafjörð. Í hönd fór brúð- kaupsdagur þeirra Margrétar Brynjólfsdóttur og Sveins Eyjólfs Tryggvasonar. Hjónavígslan fór fram í kirkjunni að Saurbæ þar sem staðið hefur kirkja frá því skömmu eftir kristnitöku og faðir brúðarinnar, séra Bryjólfur, fyrr- um prófastur, gaf hjónaefnin sam- an. Veislan var í hlöðunni í Kirkju- hvammi fallega skreyttri. Síðan var sungið dansað og leikið á túninu í rauðgullinni birtu ágústs- ólarinnar langt fram eftir kvöldi. Dagurinn var eins og þeir gerast bestir í þessari fallegu sveit. Blankalogn og glaðasólskin frá morgni til miðnættis. Lífið blasti við þessum fallegu hjónum sem þá þegar voru komin vel á veg með að mynda sína góðu og fjölmennu fjöl- skyldu. Svona blasti drengurinn góði, Eyjólfur Tryggvason, líka við okk- ur, sem höfðum kynnst honum fyr- ir áratug þegar við slógum hælum okkar niður á Rauðasand. Yfir Eyjólfi var alltaf heiðríkja og smit- andi gleði. Hann var svo bóngóður og hjálpsamur í öllum aðstæðum að það bitnaði örugglega oft illa á hans eigin nauðsynjaverkum. Við í Saurbæ nutum ótæpilega af hjálp- semi hans, endalausri greiðvikni og því að hann gat auðvitað leyst úr öllu því, sem greiða þurfti úr fyrir bæjarbörnin sem voru að stíga sín óvissu fyrstu skref í sveit- inni, sem tók svo fallega á móti þeim. Ekki síst áttu þar hlut að máli sveitarhöfðinginn á Lamba- vatni Tryggvi Eyjólfsson faðir Eyjólfs og fjölskylda hans. Eyjólf- ur var margra manna maki hvort sem var til vinnu eða lífsins sjálfs. Hann var rafvirki og rak fyrirtæki í þeirri iðn sem var samfélaginu mikil nauðsyn, hann seig í Látra- bjarg eftir eggjum, hann var öfl- ugur félagi í Bræðrabandinu, björgunarsveitinni í hinum forna Rauðasandshreppi, hann rak í fé- lagi við Þorstein bróður sinn myndarlegt kúabú á Lambavatni, hann var meðhjálpari í Saurbæj- arkirkju, hann samdi skemmtiat- riði á þorrablótum, hann leiðbeindi ferðamönnum á nánast ófærum fjallastígum í Stálfjalli, hann var liðtækur frjálsíþróttamaður og þeir feðgar merktu þúsundir fugla. Eyjólfur var hvers manns hugljúfi og af hans fundi fóru allir betri menn. Eyjólfur var ástríkur eigin- maður og faðir fjögurra barna og gekk þremur eldri börnum Mar- grétar í föðurstað. Sorg þeirra allra er mikil og djúp og andlát Eyjólfs skilur eftir sig stórt skarð í Vesturbyggð en auðvitað fyrst og fremst hjá fjölskyldu og vinum. Við öll sem tengjumst Saurbæ og höfðum þegið svo mikið af Eyjólfi sendum Margréti, börnunum og öllum ættingjum og ástvinum Eyj- ólfs okkar dýpstu samúðarkveðjur. Núna er engin nótt á Rauða- sandi, dagurinn og nóttin renna saman í einstakri ævintýralegri birtu og sumarblíðu. Öll náttúran hefur lifnað til sumarlífsins og á sandinn slær roðagylltri birtu. Það drýpur sorg af hverju strái þegar við kveðjum öðlinginn Eyjólf sem í dag verður lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum við Saurbæjar- kirkju. Guð blessi Svein Eyjólf Tryggvason. Kjartan Gunnarsson. - Fleiri minningargreinar um Svein Eyjólf Tryggvason bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Útför í kirkju Stuðningur og sálgæsla þegar á reynir utforikirkju.is FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER EYGLÓ ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 5. júní. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. júní klukkan 13. Þórður M. Kjartansson Eiríka G. Árnadóttir Guðmundur Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JENSIA MICHALA LEO, Ásabraut 3, Keflavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 16. júní klukkan 14. Athöfninni verður streymt á facebook: Hvítasunnukirkjan í Keflavík. Gilbert Leo Þórisson Sjöfn Anna Halldórsdóttir Steinunn J. Leo Þórisdóttir Jón Garðar Viðarsson og barnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN EINARSSON prentari, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 3. júní. Útför fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 15. júní klukkan 13. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat, https://youtu.be/yHk6myYdRwo Sigríður Sigurðardóttir Guðmundur Arnarson Mina Johnsen Már Arnarson Ásta Björg Þorbjörnsdóttir Anna María Arnardóttir Þorvarður Kristófersson barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, GISSUR SIGURÐSSON fréttamaður, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 22. júní klukkan 13. Guðbjörg Gissurardóttir Helga Auðardóttir Gissur Páll Gissurarson Jón Grétar Gissurarson Hrafnhildur Gissurardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.