Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
✝
Elís Gunnar
Kristjánsson
fæddist 8. maí
1926. Hann lést 25.
maí 2021.
Elís var jarð-
sunginn 10. júní
2021.
Elsku afi minn.
Ég á erfitt með að
skilja að þú sért far-
inn. Mér finnst skrítið að skrifa til
þín í stað þess að hringja í þig eða
kíkja í heimsókn. Mikið á ég eftir
að sakna þess að geta heimsótt
þig, spilað og spjallað. Þú varst
alltaf svo hlýr og góður og vildir
allt fyrir mig gera. Nú er gott að
geta hugsað til baka og yljað sér
við góðar minningar. Ég mun
sakna þín afi.
Þín
Þórhildur Anna.
Við eigum minningar um brosið
bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt
hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir)
Elsku afi okkar,
takk fyrir allt og allt,
þínar,
Róbert Elís, Sandra Dís
og Thelma Rós.
Elís, nafni minn og afi, lést
þriðjudaginn 25. maí, nýlega orð-
inn 95 ára. Ég á góðar minningar
af honum alla tíð, hann var auðvit-
að hluti af ótal sumarbústaðar-
ferðum, sunnudagskvöldum og
jólaboðum.
Verkefni mitt eitt sumarið var
að mæta til afa og slá hjá honum
blettinn. Þá bauð hann mér í kex
og te eftir á, síðan þá heimsótti ég
hann reglulega. Við áttum margar
gæðastundir saman þar sem við
spjölluðum um söguna, skóla,
borgarpólitík, búskap, bækur, lífið
og tilveruna og allt þar á milli. Svo
var yfirleitt spilað,
kom í ljós að marg-
faldur Bridge-meist-
ari átti ekki erfitt
með Olsen og
Rommí en ég stóð
betur að velli í póker
upp á gamlar mynt-
ir. Ég var alltaf vel-
kominn til hans og
hann var alltaf til
staðar fyrir okkur.
Afi var sönn fyr-
irmynd, þakklátur og örlátur fólk-
inu í kringum sig. Hann var eld-
klár, umhyggjusamur og leit alltaf
björtum augum á lífið.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
afi minn.
Nafni þinn,
Elís Þór Traustason.
Elsku afi, það sem kemur efst í
hugann þegar ég hugsa til þín eru
öll skiptin þegar þú komst til okk-
ar í mat og við spjölluðum saman
um boltann. Við ræddum hvernig
gengi hjá mér í boltanum og svo
auðvitað hvernig þínum uppá-
haldsleikmanni, Ronaldo, gengi.
Undantekningalaust fórum við
niður í sjónvarpsherbergi að horfa
á íþróttafréttir og alltaf var það
bæði á RÚV og Stöð 2.
Í gamla daga var miðvikudagur
alltaf minn uppáhaldsdagur, það
var vegna þess að við fórum til þín
í mat. Þá fengum við krakkarnir
að hitta þig og spila. Á hverjum
einasta miðvikudegi komum við til
þín þangað til við fórum að vera á
æfingum á sama tíma en þá
breyttum við um takt og þú komst
oftar til okkar. Þessari hefð héld-
um við þar til undir það síðasta og
var alltaf tilhlökkun að sjá þig.
Ég gleymi því aldrei hvað þú
varst stoltur af mér þegar ég sagði
þér að ég hafði spilað minn fyrsta
leik með meistaraflokki, ég mun
alltaf lifa fyrir þá minningu og ég
vona að ég get gert þig svona
stoltan aftur í framtíðinni. Ég
elska þig, afi.
Þinn,
Óliver Elís.
Að eiga afa í rúmlega fjörutíu
ár eru forréttindi. Í dag kveð ég
afa Ella með söknuði en þó fyrst
og fremst miklu þakklæti og hlýju.
Afi var fæddur í torfbæ á Arn-
arnúpi í Dýrafirði og ólst þar upp
ásamt foreldrum sínum og 8
systkinum fram að fermingaraldri
er fjölskyldan flutti í glænýtt
steinsteypt hús á jörðinni. Frá-
sagnir afa af æskuárunum fyrir
vestan voru magnaðar. Hvernig
lífið snerist um að færa björg í bú
við ysta haf – sjósókn við erfið skil-
yrði á veturna og búskap í iðandi
náttúru á sumrin. Afi tók virkan
þátt í heimilislífinu og var ekki
gamall þegar hann fór sinn fyrsta
róður á sjó eða sinnti bústörfum á
Arnarnúpi. Afi dásamaði Dýra-
fjörð.
Uppvaxtarár afa á Vestfjörðum
hafa án efa mótað hann, enda átti
hann síðar eftir að búa fjölskyldu
sinni öruggt skjól í fjölmörgum
húsum sem hann byggði flest frá
grunni. Afi var húsasmíðameistari
og löngu eftir að hann lagði ham-
arinn á hilluna var hann stórfjöl-
skyldunni ráðunautur þegar kom
að framkvæmdum. Afi var fag-
maður fram í fingurgóma.
Fornistekkur og hverfið þar í
kring voru athafnasvæði okkar
systkinanna þegar við vorum í
pössun hjá ömmu Önnu og afa
Ella sem krakkar. Sundferðirnar
með afa í Breiðholtslaug eru ljós-
lifandi í minningunni ásamt öllum
skiptunum sem maður fékk að
fylgja ömmu í vinnuna á leikskól-
ann Bakkaborg í Breiðholti. Þá
eru leiðangrar í Breiðholtskjör,
bíltúrar í jeppanum hans afa,
boltaleikir í garðinum og kassa-
bílasmíði fallegar minningar um
barnæsku í Breiðholtinu hjá afa
og ömmu. Minningar sem ylja og
gleðja.
Á fullorðinsárum mínum und-
um við afi okkur jafnan best við að
ræða um stjórnmál. Þá var iðulega
farið vítt og breitt yfir hið pólitíska
landslag – í fortíð og nútíð. Ég á
hægri ásnum en afi á miðjunni –
trúr samvinnuhreyfingunni og
Framsóknarflokknum. Áratuga-
langt samstarf Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins við
ríkisstjórnarborðið hefur oftar en
ekki verið gæfuríkt, en samband
okkar afa við eldhúsborðið í Fit-
jasmára var alltaf sveipað gleði og
gæfu. Allt fram á síðasta dag
fylgdist sá gamli ótrúlega vel með
því sem var að gerast í stjórnmál-
um og Alþingisrásin oftar en ekki í
gangi þegar ég kom við í heim-
sókn.
Afi var alla tíð duglegur að
fylgjast með því sem á dagana
dreif hjá mér í leik og starfi. Hann
var áhugasamur og lagði alltaf
gott eitt til þegar til hans var leit-
að. Í ófá skiptin fékk ég að geyma
hluti í bílskúrnum í Fitjasmára, en
eins og segir einhvers staðar: „Þar
sem er hjartarúm, þar er ávallt
húsrúm.“ Það átti svo sannarlega
við um afa, enda faðmurinn og bíl-
skúrinn ávallt opinn.
Fyrir rúmum 70 árum felldu afi
og amma hugi saman á Reykja-
lundi þar sem þau háðu baráttu
við berkla. Þau höfðu bæði betur í
þeirri baráttu og áttu alla tíð fal-
legt hjónaband. Afi missti mikið
þegar amma féll frá árið 2003, en
það er gott til þess að hugsa að
þau sameinist nú aftur á betri
stað.
Elsku afi minn – hjartans þakk-
ir fyrir samfylgdina, samtölin og
innilegu faðmlögin. Hvíldu í friði.
Þinn
Skapti Örn.
Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá
og brostinn er lífsins strengur.
Helkaldan grætur hjartað ná
því horfinn er góður drengur.
Sorgmædd sit við mynd af þér
og sárt þig ákaft trega.
Herrann helgur gefur mér
huggun náðarvega.
Tekinn var litríkur fífill frá mér
og ferðast einn um sinn.
Í kærleiksljósi leita að þér
og leyndardóminn finn.
Kyrrum klökkum tregarómi
kveð nú vininn hljóða.
Af sálarþunga úr sorgartómi
signi drenginn góða.
Farinn ert á friðarströnd
frjáls af lífsins þrautum.
Styrkir Drottins helga hönd
hal á ljóssins brautum.
Englar bjartir lýsi leið
lúnum ferðalangi.
Hefst nú eilíft æviskeið
ofar sólargangi.
Vonarkraftur vermir trú
og viðjar sárar brýtur.
Ótrúleg er elska sú
sem eilífðinni lýtur.
Í Gjafarans milda gæskuhjúpi
gróa öll mín sár.
Með sólargeisla úr sorgardjúpi
sendi þér kveðjutár.
(Jóna Rúna Kvaran)
Sendi Óla, Önnu Björgu, Atla
Þór, Hlyni, Trausta og öllum öðr-
um ástvinum Elísar innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Elísar
Gunnars Kristjánssonar.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Elís Gunnar
Kristjánsson
✝
Hans Joensen í
Líðini var
fæddur í Vági á
Suðuroy í Fær-
eyjum 19. janúar
1955. Hans lést í
Kaupmannahöfn 6.
júní 2021.
Hann lauk skip-
stjórnarprófi frá
Föroya Sjó-
mannaskúla árið
1979 og var eftir
það skipstjóri á færeyskum og
grænlenskum togurum fram yfir
aldamót. Þegar hann síðan fer í
land árið 2003 stofnar hann og
gerist fram-
kvæmdastjóri fyrir-
tækisins Rock
Trawldoors í Vági.
Hans var mjög virk-
ur í félagsmálum í
Vági og kom að
fjölda framfara-
mála byggðarlags-
ins. Eftirlifandi eig-
inkona hans er
Margrét Joensen í
Líðini frá Norðfirði.
Þau eignuðust dæturnar Karinu,
Guðrúnu og Thildu. Útför hans
fer fram í Vági á morgun, sunnu-
daginn 13. júní 2021.
Lítil byggð í Færeyjum, Vágur
á Suðuroy, er harmi slegin. Einn
besti sonur byggðarinnar er horf-
inn á braut. Hans í Líðini var
kletturinn í hafinu, allt í öllu í að
byggja upp og skapa. Eftir far-
sælan skipstjóraferil þar sem
hann sótti sjóinn við Færeyjar,
Ísland, Grænland og Kanada, vel
þekktur af sjómönnum þessara
landa, hefst ótrúlegur ferill hans í
Vági árið 2003. Í heimi togara um
víða veröld eru færeysku Rock-
toghlerarnar þekktir (f. Rock
trollemmar). Allir sem hafa slak-
að Rock-hlerum í hafið vita að á
bak við þá stendur nafnið Hans í
Líðini, maðurinn sem vissi hvað
toghlerar eru mikilvæg tæki til að
tryggja að allt annað virki. Þess
vegna treysta skipstjórar í fimm
heimsálfum Rock-hlerum fram-
leiddum í 1.400 manna byggð á
syðstu eyju Færeyja.
Þó að þetta eitt nægði til að
halda nafni Hans í Líðini á lofti
fór því víðs fjarri að hann léti það
nægja. Hann var virkur þátttak-
andi í að gera heilnæmt vatn Suð-
uroyar að útflutningsvöru, ein af
driffjöðrum þess að byggja í Vági
sundhöll sem er ótrúlegt mann-
virki og jafnast á við þær bestu á
öllum Norðurlöndum byggt fyrir
þriðjung af áætluðu kostnaðar-
verði með mikilli sjálfboðavinnu
og örlátum framlögum margra.
Lionsmenn í Lionsklúbbi Suð-
uroyar þekkja vel hvernig Hans í
Líðini hafði forystu um að um-
breyta verðlitlu kjöti í milljóna
verðmæti sem gerði klúbbnum
kleift að vera sú hjálpandi hönd
sem honum er ætlað. Að gera
djásn úr skútunni Jóhönnu TG
326, byggðri á Englandi árið
1884, var eitt af verkum hans og
mikið stolt. Önnur áhugamál
hans voru listmálun, söngur í kór-
um og ekki síst sú aldagamla hefð
þjóðarinnar að eiga kindur í túni.
Það voru okkar forréttindi að
fá að kynnast Hans í Líðini. Hann
sýndi okkur, eins og íslenskum
sjómönnum áður, fram á að þegar
Íslendingar og Færeyingar ræða
saman þá talar hvor sitt tungu-
mál og það „gengur fínt“ eins og
hann orðaði það.
Að leiðarlokum viljum við
þakka þá ógleymanlegu gestrisni
sem við nutum á fallegu heimili
hans og Margrétar, hans indælu
íslensku eiginkonu frá Norðfirði,
er við heimsóttum Suðuroy á af-
mælishátíð Lionsklúbbs Suður-
oyar. Við sendum Margréti,
dætrum þeirra Karinu, Guðrúnu
og Thildu og öðru venslafólki
innilegar samúðarkveðjur.
Þeirra missir er mestur en sam-
félagið allt í Vági og á Suðuroy
syrgir þennan góða dreng. Megi
góður Guð varðveita minningu
allra þeirra verka sem Hans í
Líðini skilur eftir.
Ólafur Bjarni
Halldórsson og
Salbjörg Jósepsdóttir.
Hans Joensen
í Líðini
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum. Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
áður Skólabraut 3,
andaðist mánudaginn 7. júní á
hjúkrunarheimilinu Seltjörn Seltjarnanesi.
Útförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar afþakkað.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítala
Hringsins.
Ása Jónsdóttir Guðmundur Hannesson
Óli Hilmar Briem Jónsson Kristín Salóme Jónsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AÐALHEIÐUR SIGVALDADÓTTIR,
Mánatúni 9,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
þriðjudaginn 8. júní. Útför verður gerð frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 22. júní klukkan 13.
Gunnar Heiðar Guðjónsson
Anna Guðbjörg Gunnarsd. Daði Björnsson
Guðmundur Ingi Gunnarsson Patrizia Cipriani
Elín Heiður Gunnarsdóttir Davíð Jens Guðlaugsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBERG ELLERT HARALDSSON,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 9. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju
þriðjudaginn 22. júní klukkan 13.
Regína Birkis, Páll Guðbergsson
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN Á. HJÖRLEIFSSON
rafvirki,
Garðatorgi 17, Garðabæ,
lést á Landspítalanum 10. júní.
Útför verður auglýst síðar.
Lilja Jónsdóttir
Halldóra Jónsdóttir
Hjörleifur Már Jónsson Þóra Hafsteinsdóttir
Jóna Margrét Jónsdóttir Viktor Sighvatsson
Guðbjartur Jónsson Erla Einarsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir
Kristbjörg Lilja Jónsdóttir Helgi Harðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar end-
urgjaldslaust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargrein-
um til birtingar í öðrum miðlum nema að
fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar