Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Karl Gauti
Hjaltason, þing-
maður Mið-
flokksins í Suð-
urkjördæmi,
hefur tilkynnt
um framboð í
fyrsta sæti á lista
flokksins í kjör-
dæminu. Með því
skorar hann á
hólm þingmann-
inn Birgi Þórarinsson sem leiddi
lista flokksins í Suðurkjördæmi fyr-
ir síðustu kosningar og sækist
áfram eftir fyrsta sætinu.
Karl Gauti var kjörinn á þing fyr-
ir Flokk fólksins árið 2017 og var
þá oddviti þess flokks í Suður-
kjördæmi. Hann gekk til liðs við
Miðflokkinn á kjörtímabilinu. Valið
verður á lista Miðflokksins með
uppstillingu á næstu vikum. Fimm
manns skipa kjörnefnd, þrír voru
kjörnir af kjördæmafundi og tveir
af stjórn flokksins.
„Ég tel að ég hafi mjög góðan
hljómgrunn í kjördæminu og ég er
búinn að vera mikið á ferðinni í
kjördæminu allt kjörtímabilið,“
segir Karl Gauti. esther@mbl.is
Barist um odd-
vitasæti Miðflokks-
ins í Suðurkjördæmi
Karl Gauti
Hjaltason
Formannskjör verður á aðalfundi
Landverndar sem fram fer í dag.
Einn stjórnarmaður tilkynnti
óvænt í gærmorgun um mót-
framboð gegn sitjandi formanni.
Tíu menn eru í stjórn Land-
verndar. Á aðalfundinum í dag
verður kosið um formann stjórnar
til tveggja ára og fjóra stjórnar-
menn til jafn langs tíma.
Tryggvi Felixson sem verið hef-
ur formaður Landverndar undan-
farin tvö ár tilkynnti í febrúar að
hann gæfi kost á sér til endur-
kjörs. Í gærmorgun tilkynnti Páll
Halldórsson líffræðingur, sem á
sæti í stjórninni, að hann byði sig
fram til formanns. Í raun geta allir
kjörgengir félagsmenn boðið sig
fram á fundinum. Aðalfundurinn
verður í sal Ferðafélags Íslands,
Mörkinni 6 í Reykjavík, og hefst
klukkan 11.
Formannskjör í
Landvernd í dag
Þjóðskjalasafnið fær í ágúst til af-
nota 1.370 fermetra geymslu-
húsnæði þar sem prentsmiðjan Oddi
var áður til húsa. Til stendur að
bæta úr brýnni húsnæðisþörf safns-
ins á næstu árum. Þetta kemur fram
í frétt á heimasíðu Framkvæmda-
sýslu ríkisins.
Ríkiseignir og HB 5-7 ehf. hafa
undirritað samning um leigu á hús-
næði að Höfðabakka 7 í Reykjavík.
Það verður notað fyrir skjala-
geymslur Þjóðskjalasafns Íslands.
Samningurinn er til fimm ára með
framlengingarákvæði. Gera þarf
nokkrar breytingar á húsnæðinu, en
þær verða unnar af leigusala. Hús-
næðið verður nýtt undir sívaxandi
safnkost Þjóðskjalasafnsins og verð-
ur fyrsti áfanginn í uppbyggingu nú-
tímalegs geymsluhúsnæðis, að því er
fram kemur í fréttinni.
Framkvæmdasýslan hefur unnið
að húsnæðismálum Þjóðskjalasafns
undanfarin misseri og nú liggur fyr-
ir frumathugun um framtíðar-
húsnæðisskipan safnsins.
Þjóðskjalasafnið er nú með tvö
geymslurými á leigu, annars vegar í
Brautarholti 6 og hins vegar við
Laugarnesveg 91. Þar eru geymdir
samtals um 12.000 hillumetrar
gagna á 970 fermetrum.
Húsnæðið í Brautarholti er sagt í
slæmu ástandi og leigurýmið í Laug-
arnesi er sömuleiðis óhentugt. Þá er
það staðsett þannig að ganga þarf í
gegnum mörg önnur rými til að
komast að því.
„Hvorug geymslan uppfyllir
brunakröfur byggingareglugerðar
eða lög og reglugerðir um varðveislu
skjala,“ segir á vef Framkvæmda-
sýslunnar. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjóðskjalasafnið
fær inni hjá Odda
Esther Hallsdóttir
esthe@mbl.is
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann jókst um 2,6 prósent á fyrsta
fjórðungi ársins miðað við sama
tímabil í fyrra. Ráðstöfunartekjur
heimilanna jukust um rúm átta pró-
sent á tímabilinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofunni vega þar þyngst auknar líf-
eyrisgreiðslur, meðal annars vegna
úttektar séreignarlífeyrissparnaðar,
og félagslegar bætur sem skýrast
helst af auknu atvinnuleysi og að-
gerðum stjórnvalda vegna kórónu-
veirufaraldurins. Samanlagt jukust
þessar greiðslur um 23 prósent og
námu 18 prósentum af heildartekjum
heimilanna á tímabilinu.
Þá jukust launatekjur heimilanna
um 4,3 prósent og skýrist það helst af
kjarasamningsbundnum launahækk-
unum. Þetta kemur fram í gögnum
Hagstofunnar. Skattar á laun jukust
um 4,5 prósent og tryggingagjöld at-
vinnurekenda og launafólks um þrjú
prósent. Vaxtagjöld heimilanna juk-
ust um 4 prósent.
Jákvæðar tölur
„Mín viðbrögð við þessum tölum
eru að þetta séu ágætis fréttir, að
kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann sé stærð sem ekki fellur. Það
er ljóst að sambland lífeyrisgreiðslna
og félagslegra bóta er að halda uppi
kaupmætti heimilanna. Það sýnir
bæði að velferðarkerfið okkar og að-
gerðir stjórnvalda hafi verið góðar.
Það er það sem ég tek úr þessu,“ seg-
ir Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hag-
fræðingur hjá ASÍ.
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, tekur undir að tölurnar séu já-
kvæðar en varar við hættumerkjum.
„Ástæðan fyrir þessari kaupmátt-
araukningu er fyrst og fremst að
miklar samningsbundnar hækkanir
hafa gengið hér yfir. Á sama tíma
hafa skattalækkanir, á lægstu laun,
og vaxtalækkanir aukið ráðstöf-
unartekjur margra heimila,“ segir
Ásdís.
„Það er jákvætt að tekist hafi að
verja kaupmátt heimila í gegnum
þennan faraldur. Það breytir því þó
ekki að við teljum að þetta geti ekki
verið sjálfbær staða til lengdar.
Launahækkanirnar á undanförnum
misserum eru algjörlega úr takti við
aðrar stærðir í atvinnulífinu. Á síð-
asta ári dróst landsframleiðsla saman
um 6,6 prósent sem er mikill tekju-
samdráttur í sögulegu samhengi.
Fyrirtæki hafa þurft að bregðast við
þessum launahækkunum með því að
hagræða og segja upp starfsfólki. Í
dag eru 17 þúsund manns enn án at-
vinnu sem dæmi.
Atvinnuleysi er þegar mikið og
verðbólga að aukast og við því hefur
Seðlabankinn brugðist með vaxta-
hækkun. Til að verja kaupmátt heim-
ila blasir við að hér verður að mælast
mikill hagvöxtur til að atvinnulífið
geti staðið undir þeim miklu launa-
hækkunum sem framundan eru,“
segir Ásdís.
Áhyggjur af atvinnuleysi
„Það er verulegt áhyggjuefni að
sjá hvernig nokkuð hátt atvinnuleysi
virðist vera að festa sig í sessi,“ segir
hún. „Forgangsverkefni fram á veg-
inn er að skapa skilyrði svo fyrir-
tækin geti vaxið út úr þessari kreppu
þannig að unnt sé að vinna til baka
framleiðslutapið og þau störf sem
hafa glatast eins hratt og hægt er.
Ísland er hálaunaríki í alþjóðlegum
samanburði og ef við viljum áfram
greiða há laun þarf verðmætasköpun
og þar með tekjur þjóðarbúsins að
aukast hraðar og meira. Að öðrum
kosti munum við aðeins upplifa mikla
verðbólgu, háa vexti og lakari lífs-
kjör,“ segir hún.
Aðspurður hvort hann hafi áhyggj-
ur af því að launahækkanir á síðustu
mánuðum muni þrýsta upp verðbólgu
segir Arnaldur að tölurnar frá Hag-
stofunni séu ekki til þess fallnar að
draga slíkar ályktanir. „Þá þyrftirðu
að skoða laun starfsfólks og verð-
mætasköpun hjá starfsfólki, og þá
þarftu væntanlega að skoða almenna
markaðinn út fyrir opinbera mark-
aðinn. Þarna ertu með allt í einum
potti, þannig að mér finnst þessar töl-
ur ekki gefa vísbendingar til túlkunar
á þessa vegu,“ segir hann.
„Ef þú skoðar launavísitöluna er
dágóð hækkun bæði hjá hinu opin-
bera og á almenna markaðnum en ef
þú skoðar almenna markaðinn er
náttúrlega launaskrið ofan á kjara-
samningsbundnar hækkanir og ég sé
ekki endilega að það sé hætta á að
það auki verðbólgu mikið, en það er
erfitt að spá um það,“ segir Arnaldur
Sölvi.
Kaupmáttur eykst milli ára
- Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 2,6% á fyrsta ársfjórðungi
miðað við sama tímabil í fyrra - Lífeyrisgreiðslur og bætur jukust um 23%
Ráðstöfunartekjur og kaupmáttaraukning á mann*
Frá 1. ársfj. 2015 til 1. ársfj. 2021
10%
8%
6%
4%
2%
0%
1.200
1.100
1.000
900
800
700
1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1.Ársfj:
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
*Bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunar-
tekjur heimilageirans samkvæmt
aðferðafræði þjóðhagsreikninga á
ársfjórðungsgrundvelli
Ráðstöfunartekjur, þús. kr.Breyting á kaupmætti,%
2,6%
1.063 þús. kr.
Hlutfallsleg breyting á kaupmætti ráðstöfunartekna
á mann miðað við sama ársfj. árið á undan (%)
Ráðstöfunartekjur á mann (þús. kr.)
Heimild: Hagstofa Íslands
Arnaldur Sölvi
Kristjánsson
Ásdís
Kristjánsdóttir