Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 LANDSBANKINN. IS Komum hlutunum á hreyfingu Við bjóðum hagstæðar leiðir til að fjármagna ný og notuð atvinnutæki og bíla sem henta rekstrinum þínum. fiskurinn er að koma inn – smálaxinn er ekkert farinn að sýna sig sem heit- ir,“ sagði Einar Sigfússon við Norð- urá. Þar hafa innan við tuttugu laxar verið færðir til bókar frá opnun fyrir viku. „Það hefur tapast talsvert af fisk- um, tökurnar eru grannar og ég held að meginskýringin á þessari hægu byrjun sé hvað vorið var kalt og vatnið er enn kalt. Laxinn gengur síður í árn- ar í mjög köldu vatni – það eru ekki ný sannindi. Ég á von á því að strax þeg- ar hlýnar eflist göngur.“ Einar er því bjartsýnn. „Ég er sannfærður um að þetta geti orðið ágætis veiðisumar. Ég bíð spenntur og ætla að vera bjartsýnn.“ Veiði hefst á næstunni í hverri lax- veiðiánni á fætur annarri og víða hef- ur sést til laxa, meðal annars í Langá á Mýrum og í Elliðaánum þar sem þeir fyrstu hafa farið gegnum telj- arann. Silungsveiðin víða fín Silungsveiðimenn hafa víða veitt ágætlega síðustu daga. Vorveiðin var frábær í Hlíðarvatni í Selvogi og sem dæmi hafa frá opnun 1. maí um 530 bleikjur þegar veiðst á þær tvær stangir sem veiðifélagið Árblik er með en það nálgast algenga sumarveiði þar á bæ. Fimm veiðifélög hafa stangir í vatninu og hjá öðru, Ármönnum, voru um 500 bleikjur færðar til bókar í maí en „venjulega“ er sú tala nær 300. Bleikjan er farin að taka fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum og þá hafa sumir sem hafa spreytt sig í vatninu í Hraunsfirði á Snæfellsnesi síðustu daga fengið stórar og fallegar sjó- bleikjur. Svo beinast augu margra að veiðinni á silungasvæðunum efst í Laxá í Aðaldal, sem kennd eru við Mý- vatnssveit og Laxárdal, en hún hófst að vanda fyrir mánaðamótin. Venju- lega veiðast fleiri fiskar á Mývatns- svæðinu en stærri og færri í dalnum. Það mátti sjá á opnunarhollunum þeg- ar 212 urriðar veiddust á eftra svæð- inu en 68 í dalnum. „Það hefur gengið frekar vel, urr- iðinn er feitur og þungur og menn ánægðir með þá fiska sem þeir fá,“ sagði Björn Gunnarsson, staðarhald- ari í veiðihúsinu Rauðhólum í Lax- árdal í gær. „Við erum með tvær veiði- bækur, fyrir austur- og vestur- bakkann, og það er nákvæmlega sama tala í þeim núna, 78 fiskar í hvorri. 156 í allt komnir í land. Og 116 af fiskunum eru 60 cm og lengri.“ Skylduslepping er á urriðanum, fara þeir nú sífellt stækkandi? „Mér sýnist það,“ svaraði Björn. „Fimm af fiskunum sem hafa veiðst eru 70 cm og stærri og sá minnsti 50 cm – fyrir utan einn 38 cm titt. Það er gaman að sjá þessa stóru, þetta eru þykkir, feitir, þungir gæjar.“ Fyrstu hollin veiddu um helming fiskanna á straumflugur, hina á púpur, en nú síðustu daga veiddist aðallega á púpur. Þrír hafa veiðst á þurrflugu. Erlendir fluguveiðimenn dásama urriðasvæðin í Laxá og eftir 23. júní taka þeir Laxárdal yfir í rúman mán- uð. Björn á eftir að segja þeim mörg- um til og spáir góðri veiði. „Þykkir, feitir, þungir gæjar“ - Laxveiðin fer ró- lega af stað - „Það eru engin læti“ - Stórir í Laxárdal Ljósmynd/Ingólfur Ásgeirsson Sumarkoma Þórarinn Sigþórsson tannlæknir með 84 cm lax sem hann veiddi á fyrsta veiðidegi í Kjarrá. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta hefur verið býsna rólegt hér í Blöndu eftir kalt vor og svo bjuggust menn nú ekki við miklu af stórlaxi eft- ir lélegt smálaxasumarið í fyrra. Við fylgjumst spennt með því hvað stóri straumurinn núna færir okkur,“ sagði Erik Koberling, staðarhaldari við ána, en í gær höfðu veiðimenn aðeins fært þrjá laxa til bókar síðan veiðin hófst fyrir sex dögum. Í byrjun er veitt þar á fjórar stangir. Augu jafnt starfsmanna við veiðiárnar sem áhugasamra veiðimanna eru á stóra straumnum sem var í gær og allir vona að hann fleyti laxagöngum í árn- ar. Erik sagði veiðimenn hafa séð fiska í gær sem þeir töldu nýgengna en byrjunin hafi vissulega verið róleg. Svipaðar sögur mátti heyra frá Þverá-Kjarrá; veiðar hófust fyrst á neðra svæðinu í Þverá og hafa veiðst þar nokkrir vænir tveggja ára laxar og þegar veiðimenn byrjuðu í Kjarrá á miðvikudag var þremur landað. Eins og oft áður var Þórarinn Sig- þórsson tannlæknir veiðnari en aðrir. Landaði hann tveimur laxanna, í Efri- Johnson og Réttarhyl, en sá þriðji veiddist á „fjallinu“, í þeim dulúðuga veiðistað Efra-Rauðabergi. „Það eru engin læti en tveggja ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.