Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 22
Skatturinn flytur
í skrifstofuturn
Katrínartún 6 Byggingin er sú síðasta sem rís á Höfðatorgi í Reykjavík.
Teikning/PK arkitektar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ríkiseignir, fyrir hönd fjármála-
ráðuneytisins, og Íþaka fasteignir
hafa undirritað samning um leigu á
skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á
Höfðatorgi.
Samningurinn er til 30 ára og með
framlengingarákvæði en húsnæðið
er rúmlega 11.700 fermetrar.
Um er að ræða húsnæði ætlað
Skattinum og Fjársýslu ríkisins.
Uppbygging kallar á niðurrif
Katrínartún 6 er síðasta bygging-
in sem rís á Höfðatorgi. Flugfélagið
WOW air var með höfuðstöðvar í
byggingu á sömu lóð en það hús var
rifið síðastliðið vor. Undir Katrínar-
túni 6 verður bílakjallari sem verður
samtengdur bílakjallaranum undir
Höfðatorgi en þó lægri, eftir því sem
hann stallast upp í hlíðinni.
Þær upplýsingar fengust hjá
Íþöku fasteignum að Ríkiseignir
leigi alla bygginguna, að frádregnum
hluta kjallarans. Jarðhæðin fellur
þar með undir leigusamninginn en
jarðhæðirnar í öðrum byggingum
Höfðatorgs eru með atvinnurýmum,
svo sem veitingarýmum og hár-
greiðslustofum. En Skatturinn er
með afgreiðslu á jarðhæð í núver-
andi höfuðstöðvum á Laugavegi 166.
Afhent í árslok 2022
Áformað er að afhenda Katrínar-
tún 6 í desember 2022.
Þær upplýsingar fengust frá
Íþöku að endanlegum frágangi á
heildarlóð Höfðatorgs kunni að ljúka
haustið 2022 eða sumarið 2023.
Fram kom á vef Fjársýslu ríkisins
að með flutningunum sameinist
starfsemi í eitt hús sem nú sé dreifð í
þrjár byggingar á höfuðborgar-
svæðinu.
- Ríkiseignir gera 30 ára leigusamning
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
12. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.62
Sterlingspund 170.14
Kanadadalur 99.62
Dönsk króna 19.745
Norsk króna 14.521
Sænsk króna 14.58
Svissn. franki 134.57
Japanskt jen 1.1012
SDR 173.97
Evra 146.83
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.1401
Hrávöruverð
Gull 1882.0 ($/únsa)
Ál 2459.0 ($/tonn) LME
Hráolía 72.03 ($/fatið) Brent
« Landsbankinn
hefur fyrstur ís-
lenskra fjármála-
fyrirtækja mælt
kolefnislosun frá
lánasafni sínu.
Þetta kemur fram í
tilkynningu.
„Þetta er risa-
stórt skref í sjálf-
bærnivinnu okkar.
Bankar, líkt og önn-
ur fyrirtæki, þurfa að leggja sitt af
mörkum til að ná markmiðum Par-
ísarsamkomulagsins,“ segir Lilja Björk
Einarsdóttir bankastjóri í tilkynning-
unni.
Landsbankinn mælir
losun lánasafnsins
Lilja Björk
Einarsdóttir
STUTT
blaðið að 2,3 milljónir manna noti
vafrann í hverjum mánuði í yfir 200
löndum. Þeir eru stærstir í Banda-
ríkjunum, Japan og Evrópu. „Við
jukum notendafjöldann um 70% í
fyrra og við vonumst til að vaxa meira
á þessu ári,“ segir Jón.
Hann segir fyrirtækið ekki skila
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Ný uppfærsla á Vivaldi-vafranum
gerir fólki kleift að horfa á YouTube-
myndbönd án þess að safnað sé upp-
lýsingum um það á meðan.
Uppfærslan sem kom út á dögun-
um, frá íslenska hugbúnaðarfyrir-
tækinu Vivaldi, er sú stærsta frá upp-
hafi og heitir uppfærði vafrinn
Vivaldi 4.0. Vafrinn er í beinni sam-
keppni við risafyrirtæki líkt og Go-
ogle og Microsoft. Nýja uppfærslan
felur í sér innbyggt dagatal, tölvu-
póstkerfi og þýðingar á vefsíðum í
vafranum sjálfum. Vivaldi leggur
mikið upp úr því að vernda friðhelgi
notenda og er því með innbyggða
rakninga- og auglýsingavörn í vafr-
anum, eins og kemur fram í tilkynn-
ingu fyrirtækisins.
Jón von Tetzchner, stofnandi fyrir-
tækisins, segir í samtali við Morgun-
hagnaði en telur að það muni ná
hagnaði þegar notendafjöldinn nær
fimm milljónum. „Við erum að þéna
rétt undir einn Bandaríkjadal á mann
á ári. Við vorum komin yfir einn dal,
en svo kom Covid og það lækkaði
tekjurnar á mann. Við þénum meira á
notendum í ríkari löndum.“
Hindrar YouTube í
söfnun notendagagna
Vivaldi /teikning
Vafri Ný uppfærsla Vivaldi-vafrans er sú stærsta frá upphafi. Vafrinn
hefur um 2,3 milljónir notenda mánaðarlega.
- Vivaldi í samkeppni við stórfyrirtæki á borð við Google
Samstæða og móðurfélag 1912 högn-
uðust um 429 milljónir króna á síðasta
ári og jókst hagnaðurinn um 54% milli
ára en hann var 278 milljónir árið 2019.
Eins og fram kemur í ársreikningi
félagsins annast 1912 ehf. lagerhald,
skrifstofuhald og fjármálastjórn fyrir
dótturfélög sín, Nathan og Olsen og
Ekruna auk Emmessíss. Starfsemi
dótturfélaganna felst í innflutningi og
sölu til smávöruverslana og stóreld-
húsa auk framleiðslu og sölu á ís.
Eignir 3,2 milljarðar
Eignir samstæðunnar námu í lok
ársins tæplega 3,2 milljörðum króna
og jukust þær lítillega milli ára, en þær
voru 3,1 milljarður árið á undan. Eigið
fé samstæðunnar er nú 902 milljónir
króna og jókst töluvert milli ára. Það
var 623 milljónir árið 2019.
Eiginfjárhlutfall félagsins er 28%.
Rekstrartekjur samstæðu 1912 á
síðasta ári námu 10,3 milljörðum
króna og jukust um 10% milli ára, en
tekjurnar voru 9,4 milljarðar árið 2019.
Rekstrartekjur móðurfélagsins námu
828 milljónum króna á árinu.
Í ársreikningnum kemur fram að
áhrif Covid-19-faraldursins á starfsemi
samstæðunnar hafi verið óveruleg á
árinu 2020.
Stjórn félagsins leggur til að greidd-
ar verði 545 milljónir króna í arð til
hluthafa á árinu 2020 vegna ársins
2021. tobj@mbl.is
1912 hagnaðist um 429 m.kr.
- Covid-19 hafði óveruleg áhrif á starfsemina 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
HEILDARLAUSNIR
FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS
Hafðu samband í síma 580 3900. Sölufólk okkar aðstoðar þig
við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.