Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÆTLA RÉTT AÐ VONA AÐ ÞETTA SÉ EKKI GLASIÐ SEM ÞÚ GEYMIR TENNURNAR Í Á NÆTURNAR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fagna samverunni. ÞAÐ ER SAGT AÐ ALLT SÉ ÞEGAR ÞRENNT ER. JÆJA, ÞAÐ ER MÁNUDAGUR … ÞAÐ ER KALT… ÞAÐ ER BARA TIL KOFFEINLAUST KAFFI OG ÞAR KOM ÞAÐ ÞAÐ ÚTSKÝRIR EKKI HANA ÖMMU ÞÍNA! PABBI, HÉR STENDUR AÐ VÍKINGAR SÉU FALLEGTOG GOTT FÓLK SEM GUÐINNÓÐINN SKAPAÐI ER ÞAÐ SATT? JÁ, EN … JÆJA, HVAR ER KVIKNAÐ Í? ÞESSI ÖKUFERÐ ÁTTI EFTIR AÐ KOSTA BIRGI. ÉG BORÐAÐI TAÍLENSKAN hjá sýslumanninum á Ísafirði og síðar í Reykjavík, dóttir Jóns Jóns- sonar, leigubílstjóra frá Hunku- bökkum á Síðu, f. 9.11. 1896, d. 21.3. 1965, og eiginkonu hans Ás- bjargar Gestsdóttur, húsmóður og starfsstúlku, f. 10.2. 1909, d. 16.9. 1980. Börn Péturs og Gretu eru 1) Lára Pétursdóttir, f. 31.1. 1968, verslunarmaður í Reykjavík. Hún er gift Burkna Aðalsteinssyni prentara. Þau búa í Reykjavík. Þau eiga hvort um sig tvö börn frá fyrri hjónaböndum. 2) Bjarni Pétursson, f. 26.11. 1969, rafiðnfræðingur hjá Orkubúi Vestfjarða. Hann bý í Bol- ungarvík og á þrjú börn. Barnabörn Péturs og Gretu eru fimm og barnabarnabörnin þrjú. Systkini Péturs eru Halldóra, bóndi á Kvígindisfelli í Tálknafirði, f. 16.6. 1935, d. 27.4. 2012, og Birna Jónsdóttir, bóndi á Sveins- eyri í Tálknafirði, f. 3.1. 1949. Foreldrar Péturs eru Bjarni Pét- ursson, sjómaður á Bíldudal, f. 27.1. 1909, d. 17.2. 1943, og eiginkona hans, Hólmfríður Jónsdóttir, hús- móðir og verkakona á Bíldudal og í Tálknafirði, f. 3.2. 1911, d. 19.1. 2010. Stjúpfaðir Péturs er Jón Guðmundsson, smiður, sjómaður og bóndi á Sveinseyri, f. 14.4. 1905, d. 13.7. 1994. Pétur Bjarnason Halla Ingveldur Þorkelsdóttir húsfreyja á Kvígindisfelli í Tálknafirði Magnús Gíslason bóndi á Kvígindisfelli í Tálknafirði Halldóra Bjarney Magnúsdóttir verkakona og húsfreyja á Bíldudal Níels Jón Sigurðsson verslunarmaður og verkstjóri hjá P.J. Thorsteinsson á Bíldudal Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja og verkakona á Bíldudal og á Sveinseyri í Tálknafirði Guðrún Níelsdóttir húsfreyja á Hofsstöðum í Gufudal Sigurður Jónsson bóndi á Hofsstöðum í Gufudal, síðar á Bíldudal Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Ísafirði, síðar á Bíldudal Kristján Kristjánsson skipasmiður og hagyrðingur á Ísafirði, síðar á Bíldudal Valgerður Kristjánsdóttir húsfreyja á Bíldudal Pétur Bjarnason skipstjóri á Bíldudal Ólína Ólafsdóttir húsfreyja á Hærra-Vaðli á Barðaströnd og Dufansdal Bjarni Pétursson bóndi á Brjánslæk og Hærra-Vaðli á Barðaströnd og í Dufansdal Úr frændgarði Péturs Bjarnasonar Bjarni Pétursson sjómaður á Bíldudal Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Vopn í hendi vera kann. Vel í eldstó logar hann. Eldur líka er með sann. Ástir við menn kenndu þann. Eysteinn Pétursson svarar: Njáll víst aldrei brandi brá. Ég brand í arni loga sá. Brandur eldur er með sann. Ástar-Brand ég nefna kann. Guðrún B. á þessa lausn: Brandur sverð er svakalegt. Sviðinn brandur lá í stó. Bergþóra lést í brandi tregt. Brandur Ástar gjarnan hló. Bergur Torfason frá Felli leysir gátuna svona: Brandur í hendi bana vann, brandur í eldstó loga kann, brandur er eldur og með sann, Ástarbrand, þekktan Dalamann. Þá er það lausnin frá Helga R. Einarssyni: Brugðu kappar bröndum hér. Brand í arininn ég lét. Brandur nafn á eldi er. Ástar-Brandur var og hét. (Guðbrandur) Þessi er skýring Guðmundar á gátunni: Biturt vopn er brandurinn. Brandur glæða loga kann. Orðið brand um eld svo finn. Ástar-Brand menn nefndu þann. Þá er limra: Fótfimi rómuð hans Refs er, en raunar mér stórum til efs er, að framar hann standi Stuðlakots-Brandi, sem stekkur oft upp á nef sér. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Tíminn líður furðu fljótt, fyrr en varir kemur nótt, hvort góður dagur gefist mér, gáta sú mér hulin er: x Siðleysingja hýsir hann. Hringsnúast oft sé ég þann. Nafni þessu nefni mann. Nánast óður vera kann. Gömul vísa í lokin: Þó mig treginn þjái síst þess ég feginn beiði að sjórinn deyi og verði víst Vestmanneyja leiði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Brandur af brandi brennur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.