Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 ✝ Sveinn Eyjólf- ur Tryggvason, oftast kallaður Eyfi, fæddist á Sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar 26. maí 1972. Hann lést af slysförum í Pat- reksfirði 30. maí 2021. Foreldrar hans eru Erla Þorsteins- dóttir, f. 8.8. 1945, og Tryggvi Eyjólfsson, f. 19.9. 1927, d. 30.7. 2017. Systkini: 1) Þorsteinn Gunnar, f. 21.5. 1971. 2) systir samfeðra, Guðrún Bar- bara, f. 15.2. 1958, maður henn- ar er Guðjón Sigurbjartsson, dætur þeirra eru Sigrún Lilja, f. 19.12. 1981, og Dóra Björt, f. 19.6. 1988. 3) systir sammæðra, Hrefna, f. 9.9. 1964, dóttir henn- ar og fv. manns hennar Nedim Duran er Erla Hezal Duran, f. 21.10. 1990. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Margrét Brynjólfsdóttir frá Stafholti í Borgarfirði, f. 19.6. 1970. Foreldrar hennar eru Ás- laug Pálsdóttir, f. 1.5. 1940, og Brynjólfur Gíslason, f. 26.12. 1938, d. 7.9. 2020. Systkini Mar- grétar eru: 1) Ásta, f. 5.1. 1965, maður hennar er Þorsteinn Jónsson, þau eiga samtals fjögur börn. 2) Guðný, f. 30.12. 1975, maður hennar er Stefán Haukur Erlingsson, þau eiga tvö börn. 3) bróðir sammæðra, Páll Jökull Pétursson, f. 18.12. 1959, kona hann lauk árið 1998, stundaði hann fullt nám til tæknistúd- entsprófs. Árið 1998 réðst hann til starfa við fyrirtækið Rafskaut á Ísa- firði og starfaði bæði þar og við útibúið á Patreksfirði til 2003 þegar hann leysti til sín meist- araréttindi. Hann vann áfram fyrir Rafskaut í ýmsum verk- efnum þar til hann stofnaði eigið rafvirkja- og rafeindavirkjafyr- irtæki, Eyfaraf ehf., 2005. Verk- efnin voru margvísleg og sí- stækkandi fyrirtækið þjónustaði stórt svæði á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrirtæki sitt rak hann óslitið til dauðadags og við það störfuðu þrír fastráðnir starfsmenn þegar mest lét. Eyjólfur var formaður björg- unarsveitarinnar Bræðrabands- ins í Rauðasandshreppi sl. 20 ár, jafnframt því að vera virkur liðsmaður i björgunarsveitinni Blakk á Patreksfirði. Hann var afar öflugur sig- maður og stundaði eggjatöku í Látrabjargi í tæp 30 ár, lengst- um við hlið vinar síns Kristins Guðmundssonar og fleiri, bæði frá sjó og með sigi. Eyjólfur var menntaður í svæðisleiðsögn á Vestfjörðum og eftirsóttur leiðsögumaður um torfærar slóðir svæðisins enda afar öruggur, fótviss, sterkur leiðtogi og sagnamaður. Þann 8.8. 2008 voru Eyjólfur og Margrét gefin saman af sr. Brynjólfi, föður Margrétar, í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi. Þau stofnuðu heimili í Sigtúni 4 á Patreksfirði með börnum sín- um sem urðu sjö. Útför hans fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, 12. júní 2021, klukkan 14. hans er Auður I. Ottesen, þau eiga samtals fjögur börn. Börn Eyjólfs og Margrétar: 1) Vilborg Líf, f. 8.10. 2005, 2) Tryggvi Sveinn, f. 22.7. 2007, 3) Hekla Mar- grét, f. 16.5. 2011, og 4) Dalrós Ása Erla, f. 25.2. 2014. Börn Margrétar úr fyrra hjónabandi: 5) Edda Sól, f. 2.7. 1997, 6) Saga, f. 28.1. 2000, og 7) Halldór Jökull, f. 26.5. 2002. Sveinn Eyjólfur ólst upp á Lambavatni á Rauðasandi ásamt foreldrum og systkinum. Að loknu grunnskólanámi við Heimavistarskólann í Örlygs- höfn árið 1987 nam hann við Héraðsskólann í Reykholti árin 1987-́89. Þá tók við búfræðinám við Bændaskólann á Hvanneyri 1989-́91 og síðar nám við grunn- deild rafiðna 1991-́92 við Iðn- skólann á Ísafirði. Hann lauk burtfararprófi í rafvirkjun við framhaldsdeild rafvirkja í Iðn- skóla Reykjavíkur árið 1994 og hlaut viðurkenningu fyrir frá- bæran námsárangur. Árin 1995-́ 97 starfaði hann meðfram námi við Iðnskólann í Reykjavík við hlið læriföður síns, Leifs Sig- urðssonar rafvirkjameistara. Sveinsprófi í rafvirkjun lauk hann í júní 1997. Samhliða iðn- meistaranámi í rafvirkjun, sem Maí er mánuðurinn þar sem fegurð lífsins verður svo undurtær á Lambavatni. Sóleyjar og fíflar spretta upp úr jörð um leið og kartöflur fara í mold. Lömbin trítla um tún í fylgd mæðra sinna, og kunnugleg hljóð kríu, lóms og æðarfugls eru kær- komin sönnun þess að vorið sé komið með birtu og yl. Og maí er líka mánuðurinn þar sem fyrir hálfri öld fæddust tveir langþráðir ættarlaukar á Lamba- vatni. Þessir áþekku og samrýndu glókollar eru þó ekki tvíburar eins og sumir halda. Á milli Lamba- vatnsbræðranna Steina og Eyfa eru nefnilega heilir 370 dagar. Atorkusamir ungir bræður fara hratt yfir og hafa strax ýmsu að sinna. Jafnvel helst til of mörgu finnst eldri systur þeirra sem má hafa sig alla við að elta uppi sína fótfráu bræður sem þykja snemma með kraftmestu smábörnum sveit- arinnar. Náttúran, skepnurnar, fuglarnir og vélarnar fanga fljótt alla athygli. Það þarf að máta sig við öll bústörf þótt ekki séu pilt- arnir háir í loftinu. Eftir því sem árin líða fer Sveinn Eyjólfur, sá yngri, að auka hraðann og finna þörf til að taka forystuna án þess þó að vilja stinga fólkið sitt af. Ekki er annað hægt en fylgja honum eftir, smitast af einlægum áhuganum á öllu sem fyrir augu og eyru ber og læra að sjá ljósið. Strax pínulítill má hann til með að sýna öðrum það fallega sem hann hefur uppgötvað svo fleiri megi njóta. Ljósmynd í litlum ramma af svipmiklu sveinbarni í síðum skírnarkjól með einstaklega breitt bros stendur í hillu með öðr- um ljósmyndum. Þegar sól skín skært á suðurglugga tekur þriggja ára snáðinn myndina af sjálfum sér úr hillunni og setur í glugga- kistuna. „Af hverju ertu að fara með myndina af sjálfum þér út í glugga Eyfi minn?“ spyr mamma. „Af því ég vil að litla barnið sjái sól- ina“. Og þetta fallega guðsbarn átti svo sannarlega eftir að sjá sólina og endurvarpa birtu hennar á allt og alla. Í maí er fegurð lífsins svo undurtær á Lambavatni þegar náttúran vaknar eftir veturinn og lífið fer á stjá. Aldrei fyrr hefur myrkur hellst yfir í maí og sólin horfið eins snöggt og nú. Við stöndum máttvana í þessu þykka myrkri og syrgjum einstakan son og bróður sem var hrifsaður frá okkur á einu augabragði. Það eina sem við getum gert er að þakka fyrir að hafa átt þennan dásamlega dreng í 49 ár og mega fylgjast með honum lifa áfram í fallegu vel gerðu börnunum sínum sem sann- arlega áttu „besta pabba í öllum heimi“ eins og þau segja sjálf. Hjartans Eyfi okkar hvílir nú í bjartasta ljósi allra ljósa. Megi það umvefja hann um alla eilífð og lýsa okkur leið út úr myrkrinu svarta svo öll börnin stór og smá geti aft- ur séð sólina. Mamma, Hrefna og Þorsteinn (Steini). Ég hitti Svein Eyjólf „Eyfa“ í fyrsta sinn 1983 þegar við Guðrún Barbara Tryggvadóttir, konan mín og hálfsystir hans, komum í fyrsta sinn saman að Lambavatni á Rauðasandi með Sigrúnu Lilju dóttur okkar tveggja ára að heim- sækja Tryggva pabba Guðrúnar, Erlu, Hrefnu, Þorstein og Eyjólf hálfbræður Guðrúnar. Eyfi var þá 11 ára. Það var gott, áhugavert og skemmtilegt að koma að Lamba- vatni enda tengslin sterk, heimilis- fólkið fjölfrótt, náttúran fögur og margt hægt að gera og upplifa, enda urðu heimsóknirnar reglu- legar næstu árin. Það leyndi sér ekki að Eyfi var jákvæður, bjartsýnn, kraftmikill, óhræddur og næm mannvera sem lagði ævinlega gott til málanna og sleppti því neikvæða, eiginleikar sem nýtast vel í flestum aðstæðum og það gerðu þeir svo sannarlega kringum Eyfa. Eftir grunnskóla í sveitinni fóru þeir Eyfi og Steini í Búnaðarskól- ann á Hvanneyri. Síðar fór Eyfi í rafvirkjanám til Reykjavíkur. Að námi loknu réð Eyfi sig sem raf- virkja á Patreksfirði. Meðfram vinnunni stundaði Eyfi skokk með félögum á Patreksfirði. Það var að vonum því hann var eins og fleiri Vestfirðingar léttur á sér og ein- staklega úthaldsgóður í langhlaup- um. Skokkið á Patreksfirði var ekki bara gott líkamlega og andlega, það varð afdrifaríkt fyrir Eyfa. Meðal driffjaðra í hópnum var nefnilega verðandi konan hans hún Margrét Brynjólfsdóttir sjúkra- þjálfari. Þau vissu það ekki þá, en urðu fljótt góðir kunningjar. Síðar þegar aðstæður höfðu breyst í lífi beggja þurfti Magga á þjónustu rafvirkja að halda og leitaði eðli- lega til Eyfa sem veitti hana glað- ur, fúslega eins og ævinlega. Eftir nánari kynni fóru þau saman í ævintýraferð til Egypta- lands. Hápunktur ferðarinnar var trúlofun þeirra í heillandi fornum pýramída! Trúlofunin var heillaskref fyrir þau bæði. Margrét átti fyrir þrjú mannvænleg börn, Eddu, Sögu og Halldór. Á næstu árum komu börnin þeirra frábæru, Vilborg, Tryggvi, Hekla og Dalrós, hvert öðru myndarlegra og efnilegra. Foreldrarnir gátu ekki verið heppnari með börn og börnin gátu ekki verið heppnari með foreldra. Eyfa farnaðist vel atvinnulega enda duglegur og ósérhlífinn. Eftir nokkurra ára vinnu hjá öðrum stofnaði hann „Eyfaraf“ sem dafn- aði vel næstu árin með góðu sam- starfsfólki og nægri eftirspurn enda uppgangur á Vestfjörðum. Meðfram tók Eyfi þátt í bú- skapnum á Lambavatni. Stundum urðu dagarnir langir og lítið sofið sumar nætur. Eyfi var svefnléttur og gerði allt með bros á vör. Eyfi var öflugur félagi í Slysa- varnadeildinni Bræðrabandinu og seig oft með sveitinni í Látrabjarg. Þá leiðsagði Eyfi gönguhópum um hinn fagra Rauðasand og ná- grenni, meðal annars Látrabjarg, Sjöundaá, Skor og surtarbrands- námuna undir Stálfjalli. Við Guðrún Barbara og fjöl- skylda þökkum góða samfylgd og vottum Margréti og börnunum, stórfjölskyldunni allri og þeim fjöl- mörgu sem tengdust Eyfa, djúpa samúð við fráfall frábærs manns. Hans verður sárt saknað en minn- ingin lifir. Guðjón Sigurbjartsson og Guðrún Barbara Tryggvadóttir. „Erla, viltu koma og fá lýsi?“ Með þessum orðum vakti Eyfi litla úfna systurdóttur sína hvern morgun í mörg ár. Á meðan mamman svaf aðeins lengur skott- uðust þau tvö fram í eldhús og fengu sér lýsi eins og það væri helg athöfn. Þegar morgunverkum var lokið fékk sú úfna far með frænda sínum í gula bílnum alla leið úr Vesturbæ Reykjavíkur á leikskól- ann í Laugardal. Stundum voru þau komin á undan starfsfólki og það var eiginlega skemmtilegast. Þá biðu þau í bílnum og bjuggu sér til litla og ófyrirsjáanlega spennu- sögu. Þótt vetur væri slökktu þau á vélinni í bílnum líkt og stóð að ætti að gera á skilti fyrir framan leik- skólann. Svo byrjaði samtalið milli blíða brosmilda frændans og leik- skólastelpunnar: „Hvenær koma þær? Hver skyldi mæta fyrst? Ætli þær verði ekki undrandi að sjá að við erum komin á undan?“ Þetta voru stuttar spennusögur, því svo opnaði leikskólinn og þau tvö héldu hvort í sína áttina. Mikið ósköp leit sú stutta upp til Eyfa frænda síns. Hún fékk að potast með honum í gula bílnum hingað og þangað meðan hann var í námi og vinnu í borginni og aldrei nokk- urn tímann leið henni öðruvísi en að hún ætti fullt erindi með honum hvert sem hann fór. Á sumrin dvaldi hún í sveitinni hjá ömmu og afa þar sem Eyfi var alla tíð með annan fótinn. Þegar hann kom yfir fjallið var líkt og sólin kæmi upp. Hann var nefnilega sem sól í lífi allra sem kynntust honum og breiddi gleði yfir þá sem á vegi hans urðu. Gleðin var honum áreynslulaus og einlæg. Það var bara ekki hægt að vera lengi í vondu skapi ef hann var nálægt, því þessi Eyfagleði var svo einstök. Hann hafði lag á að sjá hið góða í fólki og gera gott úr erfiðum að- stæðum. Það var líka sama hvert verkið var, það varð skemmtilegra og áhugaverðara með Eyfa. Um leið var hann vísindalega þenkj- andi, vildi þekkja staðreyndir áður en hann myndaði sér skoðun og kaus að gaspra ekki um mál sem hann þekkti ekki vel til. Að ætla að lýsa Eyfa í fáum orð- um, þessu sterka og mótandi nátt- úruafli, er ekki vinnandi vegur. Hann veitti frænku sinni öryggis- kennd í hvert sinn sem hún leitaði ráða hjá honum. Og þau skiptin hafa aldeilis verið ófá þau síðast- liðin þrjú ár sem úfna systurdótt- irin hefur búið á Lambavatni. Allt- af hægt að leita til Eyfa sem kom út í sveit þegar á þurfti að halda eða veitti ígrundaða símaráðgjöf á meðan mátti heyra hann vinna af kappi í sínum störfum. Hann hafði svar við öllu, lausnamiðaður og ör- látur á tíma sinn og visku, ósérhlíf- inn, umhyggjusamur og virkilega fyndinn. Eftir situr lítil úfin stelpa sem saknar frænda síns meira en orð fá lýst og veit að hún mun aldr- ei kynnast manneskju eins og Eyfa. Á bernskuárunum sló Eyfi tón- inn fyrir daginn svo meira að segja ein skeið af lýsi varð spennandi. Nú er komið að okkur sem eftir stöndum að breiða út þessa lífssýn. Ég skal gera mitt besta við að leið- beina litla syni mínum og öðru samferðarfólki við að lifa í ljósinu eins og elsku Eyfi minn. Erla Hezal. Elsku Eyfi okkar, dásamlegi, fallegi og góði frændi okkar er far- inn frá okkur allt allt of fljótt. Skarðið sem Eyfi skilur eftir sig ristir djúpt. Þetta er harmur fyrir samfélagið allt, fyrir vini, fjölskyld- una. Sérstaklega þó fyrir elsku Möggu okkar og börnin sjö. Fyrir mömmu okkar og systkinin sem missa yndislegan bróður sinn. Áfallið er mikið og skrefin þung. Því ná engin orð almennilega utan um hve mikill missir þetta er. Eftir situr tómleiki og margar spurning- ar. Stundum er sagt að fallegustu sálirnar hafi stærri erindagjörðum að sinna handan okkar tilveru og á stundu sem þessari yljar það. Hann Eyfi var jú algjörlega ein- stök mannvera. Tær og björt sál sem lýsti upp hversdag okkar hinna. Hlýr og einlægur með hlát- ur og bros sem gat hreyft við jafn- vel köldustu hjörtum. Ævintýra- gjarn, skemmtilegur, sagnamaður mikill eins og afi. Hjálpsamur með eindæmum, góður við alla, vinur vina sinna. Kannski var verkefn- unum bara lokið hér. Búið að koma glæsilegum og dásamlegum börn- um á legg, byggja brýr milli fólks. Skapa svo margt gott og ekki síst margar yndislegar stundir. Eyfi lifði lífinu sannarlega lifandi og af fullum krafti. Fulla ferð áfram, ekkert stopp! Í heimsókn einni á Patreksfjörð fannst honum það ágætisráðstöfun á tíma að fara, þegar gengið var fram yfir miðnætti, með gesti sín- um frænku sinni niður á höfn til að horfa á skipin landa fengnum, jafn- vel eftir langan vinnudag og mikið fjölskylduumstang. Það væri jú svo skemmtilegt að verða vitni að öllum þessum fisktegundum og skoða mismunandi útlit þeirra og munstur, stærð og gerð. Fá jafnvel eins og eina löngu og gera svo að henni í eldhúsinu þegar langt var liðið á nóttina. Fjörið og upplifunin í fyrirrúmi. Ekkert nema núið. Minningin birtir áfram upp skammdegið. Eyfi er enn með okk- ur. Í hjörtum okkar, allt í kringum okkur í afrekum sínum og anda. Það verður skrítið að heim- sækja ættaróðalið á Rauðasandi og hafa engan Eyfa og engan afa heim að sækja. En við eigum hvort annað sem eftir lifum til að halla okkur upp að. Hlæja saman, gráta saman. Segja sögur af þínu ævin- týralega lífi þótt allt of stutt hafi verið, elsku Eyfi. Þú ert okkur öll- um innblástur. Nýtum tímann sem við höfum vel, lifum eins vel og þú. Elsku Margrét okkar og öll fal- legu börnin ykkar sjö, megi allir heimsins og jarðarinnar góðu straumar og vættir styrkja ykkur á þessum óbærilegu tímum. Elsku Eyfi okkar. Ljósið þitt mun ávallt vera með okkur. Minn- ingin lifir í hjörtum okkar og allt um kring. Knúsaðu afa fyrir okkur. Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir og Dóra Björt Guð- jónsdóttir. Lítill drengur ljós og fagur kemur hlaupandi á móti mér þegar ég kem í heimsókn á Lambavatn. Það er bara ár á milli þeirra bræðranna og þegar þeir voru litlir var oft líf í tuskunum. Eitt sinn leiddist þeim hvað frænka svaf lengi svo þeir gripu til sinna ráða, skutluðu í mig nokkrum pullum úr sófanum og hlógu dátt. Eyfi frændi minn var glókollur og alltaf brosandi og glaður. Brosið átti eftir að fylgja honum alla tíð. Bræðurnir uxu úr grasi og voru dugnaðardrengir. Seinna völdu þeir hvor sitt fagið, Eyfi fór í raf- virkjun en Steini tók vélvirkjun. Eyfi frændi stofnaði seinna sitt eigið fyrirtæki á Patró, Eyfaraf, sem blómstraði og dafnaði enda eftirsóttur og allir vildu fá hann í verkið. Eitt sinn man ég að Erla systir sagði mér frá bónda á Barðaströnd sem vildi fá Eyfa en þá var hann upptekinn. Erla sagði geturðu ekki fengið einhvern annan? Þá sagði bóndinn: Ef ég fæ ekki hann Eyfa þá vil ég engan. Eyfi hitti ástina sína líka á Pat- reksfirði hana Möggu og var það mikil gæfa og eignuðust þau 4 mjög mannvænleg börn. Þau eru öll bráðefnileg, spila á hljóðfæri og stunda íþróttir af kappi. Það hefur verið svo yndislegt að fá að fylgjast með þeim þroskast og dafna og hef ég oft hugsað hvað það er yndis- legt þegar lífið brosir við manni. Eyfi var mikið náttúrubarn og fór oft í ferðir með ferðamenn um þekktar þjóðleiðir milli byggða fyrir vestan. Hann seig líka í björg og var óhræddur að takast á við erfiðar áskoranir. Það var svo gott að vera í návist Eyfa, hann fann svör við öllu og hvatti mann áfram. Hann trúði á hið góða og tók að sér hvert verkefnið sem lífið bar hon- um. Börnum sínum var hann ein- stakur faðir og sinnti þeim af alúð og nærgætni. Eyfi hafði líka áhuga á því sem maður var að fást við og vildi fá að vita hvernig gengi. Man eftir yndislegum stundum úr fermingunni hennar Vilborgar Lífar, þá fór ég vestur og Eyfi fékk gistingu fyrir mig á Patró. Hugsaði fyrir öllu og mundi eftir öllum. Þessi stund lifir í minningunni, Eyfi og Magga svo stolt af dótt- urinni og kirkjan full af prúðbún- um veislugestum. Gleði og ham- ingja. Þessi stund verður geymd í minningunni og óskandi að þær hefðu verið fleiri. Það eru fáir sem eru jafnfjöl- hæfir og hann Eyfi frændi minn. Hann gat lagt rafmagn hvort sem er í hús eða skip. Gerði við alls kon- ar tæki og smíðaði hús. Leysti hvers manns vanda með bros á vör. Hittumst síðast þegar Eyfi kom með Erlu systur suður í smá heim- sókn og daginn eftir var farið að skoða gosið. Sveinn Eyjólfur Tryggvason Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 31. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartnæmar þakkir frá fjölskyldunni fær starfsfólk Sóltúns fyrir innilega alúð og umhyggju. Einar Baldvinsson Óskar Einarsson Baldvin Einarsson Lóa Steinunn Kristjánsdóttir Reynir Einarsson Brynja Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.