Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Allra síðasta veiðiferðin, framhaldsmynd hinnar vinsælu gamanmyndar Síðasta veiðiferðin, er nú í tökum í Laxá í Aðaldal og gengur mikið á, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmyndum. Leikstjórar myndarinnar, líkt og þeirrar fyrri, eru Örn Marinó Arnar- son og Þorkell Harðarson sem framleiða hana einnig og skrifuðu hand- ritið og kvikmyndatökustjóri er Bergsteinn Björgúlfsson, jafnan kallaður Besti. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Halldór Gylfason, Þröstur Leó Gunnarsson, Sig- urður Þór Óskarsson, Jóhann Sigurðarson, Gunnar Helgason, Halldóra Geirharðsdóttir, Ylfa Marin Haraldsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir og eru aðalleikarar því að mestu leyti þeir sömu og í fyrri mynd. Hamagangur Hilmir Snær Guðnason kemur út úr partíbílnum með látum. Bergsteinn Björgúlfs- son kvikmyndatökustjóri myndar hamaganginn og ekki annað að sjá en að hann hafi gaman af. Flugnager Bergsteinn (lengst til hægri) leiðbeinir sínu fólki við tökur í vikunni. Greinarnar á höfði fólks eru til að losna við flugurnar sem mikið var af þennan dag í Aðaldal. Allra síðasta veiði- ferðin? Líklega ekki - Tökur hafnar við Laxá í Aðaldal á framhaldi Síðustu veiðiferðarinnar Ljósmyndir/Ólafur Jónasson Einbeittir Leikararnir Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason og Gunnar Helgason hlusta í andakt á Bergstein Björgúlfsson kvikmyndatökustjóra. Ekki fylgir sögunni um hvað Bergsteinn var að tala en mögulega var það lax. Drekkutími Sigurður Sigurjónsson, Hilmir, Halldór, Þor- steinn Bachmann og Jóhann Sigurðarson fá sér hressingu. Vangaveltur Guðmundur Garðarsson, Örn Marinó Arnarson, Þorkell Harðarson og Bergsteinn íhuga stöðu mála. Læti Hilmir Snær, Halldór Gylfason og Þröstur Leó Gunn- arsson í einhvers konar átökum, að því er virðist. Sýning skáldsins og myndlistar- mannsins Evu Schram, Orta III, verður opnuð í Ramskram Gallery að Njálsgötu 49 í Reykjavík í dag. Verður þar flutt þriðja og síðasta erindi sjónljóðsins Ortu, eins og segir í tilkynningu. Fyrsta erindi sjónljóðsins var flutt í Ljósmynda- safni Reykjavíkur sem útskriftar- verk Evu frá Ljósmyndaskólanum og annað erindið á einkasýningu hennar í Núllinu Gallery undir Bankastræti. Þriðja erindið sam- anstendur af níu myndum og einnig vídeóverki. „Í Ortu dvelur Eva á mörkum ljóð- og myndlistar. Hún er skuld- bundin tveimur listformum sem eiga dulúðina sameiginlega. Feg- urð ljóðsins felst í hinu óorðaða og óútskýrða og hið sama gildir um myndlistina. Orta er persónulegt verk sem segir sögu án þess styðja sig við línulega frásögn. Efniviður- inn er ekki síst samband Evu við föður sinn. Bæði standa feðginin á tímamótum. Eva kveður föður sinn sem er að glata minninu og hverfa inn í eigin huga en sjálfur kveður hann lífið sem hann áður þekkti og skildi,“ segir í tilkynningu og að samtímis séu Evu hugleikin tengsl- in milli kynslóða, hvað flétti þær saman og hvað togi þær í sundur. „Hvernig mætast þær og hvernig kveðjast þær. Það er ekki hægt að fyllilega skilja tengslin eða útskýra tímamótin, en það er hægt að skynja þau. Skynjunin kemur á undan skilningnum, og skynjunin lifir skilninginn. Verkið er leit eftir því að sættast við missinn og um- komuleysið sem felst í nándinni og ástinni. Við varðveitum tilfinningar okkar ekki með því að skilgreina þær, heldur með því að finna fyrir þeim. Öll sem elska þurfa að standa á tímamótum, og þurfa einhvern tímann að vera í kafaldsbyl og þoku. Það er áttleysið sem gerir hlutskipti manneskjunnar ljóðrænt. Hver einasta manneskja er ljóð,“ segir í tilkynningunni og að Eva sæki innblástur í kveðskap Steins Steinars. Opnunin verður í dag kl. 17. Eva Schram sýnir loka- erindi Ortu í Ramskram Í Ramskram Eva Schram sýnir lokaerindi sjónljóðsins Ortu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.