Morgunblaðið - 12.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Með því að heimsækja heimasíðu okkar
ferdaskrifstofaeldriborgara.is
þarftu aðeins að smella á „Sumarleikur 2021“
og þú tekur sjálfkrafa þátt í happadrætti þar sem
vinningar verða dregnir út vikulega í allt sumar.
Í boði eru 10 ferðavinningar að upphæð 25.000 kr.
hver í einhverja af þeim ferðum sem við stöndum fyrir.
Sumarleikur 2021
10 ferðavinningar í boði
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru ekki margar lausnir á þessu
vandamáli en það hefði verið hægt að
tímasetja þetta öðruvísi,“ segir Hörð-
ur Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Olíudreifingar.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu
í gær verður Mýrargata lokuð næstu
þrjár vikurnar vegna framkvæmda
Veitna í Vesturbæ Reykjavíkur. Það
hefur í för með sér að olíuflutningar,
sem alla jafna fara um Mýrargötu og
Sæbraut, færast yfir á Hringbraut.
Sú leið þykir ekki heppileg vegna
slysahættu.
„Við völdum á sínum tíma í samráði
við slökkviliðið að fara Mýrargötu og
Sæbraut enda er það hættuminnsta
leiðin með tilliti til íbúa. Ef eitthvað
gerist er viðbragðstími styttri þar.
Það er allt miklu erfiðara á Hring-
brautinni, þar eru byggingar alveg of-
an í veginum. Ég skil alveg að al-
menningur vilji ekki hafa
olíuflutninga þar. Það er allt annað að
lenda við hliðina á svona bíl á Hring-
braut en á Sæbraut, það er bara allt
önnur nálgun,“ segir Hörður.
Tugir bíla frá Olíudreifingu og
Skeljungi fara af Grandanum á hverj-
um degi. Hörður segir að verið sé að
skoða að breyta akstursáætlunum
Olíudreifingar með tilliti til umferðar-
álags. „En þessi Hringbraut er reynd-
ar bara alltaf full. Það bætir svo ekki
úr skák að þar eru minniháttar fram-
kvæmdir sem gera ástandið enn verra
en ella. Um leið og þú setur keilur út á
aðra akreinina er búið að skemma þá
akrein fyrir stór tæki eins og okkar.“
Hann kveðst hafa viljað sjá samráð
um þessar götulokanir og að þær
væru almennilega undirbúnar. „Ég
hefði viljað fá samtal. Við fengum til-
kynningu frá Veitum daginn áður en
lokað var en Vegagerðin gerir okkur
ekkert viðvart. Við hefðum viljað fá að
vita þetta með einhverjum fyrirvara
því svona breytingar geta kallað á
annað skipulag. Eins hefðum við vilj-
að leita samstarfs við slökkviliðið.
Þegar beina á allri umferð á Hring-
braut er lágmarkskrafa að hún sé eins
tilbúin að taka við umferðinni og hægt
er. Það er ótækt að minniháttar fram-
kvæmdir tefji frekar fyrir. Það er ekki
af neinu að taka þarna.“
Ekkert samráð um olíuflutninga
- Tugir olíubíla fara um Hringbraut
dag hvern vegna lokunar Mýrargötu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Olíutankar Tugir bíla frá Olíudreifingu og Skeljungi fara frá Grandanum á
hverjum degi. Þeir bætast við þunga umferð á Hringbraut næstu vikurnar.
Landsréttur staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Reykjaness yfir karl-
manni á sextugsaldri fyrir mann-
dráp. Héraðsdómur dæmdi manninn
þann 13. janúar til 14 ára fangelsis-
vistar fyrir að verða eiginkonu sinni
að bana á heimili þeirra í mars í
fyrra. Maðurinn neitaði sök bæði í
héraði og fyrir Landsrétti og bar
fyrir sig minnisleysi.
Konan lést á heimili þeirra hjóna í
Sandgerði 28. mars og var eiginmað-
ur hennar ákærður fyrir manndráp
24. júní árið 2020.
Fram kemur í dómi Landsréttar
og hinum áfrýjaða dómi að maðurinn
hringdi ekki á Neyðarlínuna daginn
sem konan lést heldur gerði dóttir
þeirra það. Í dómi Landsréttar var
talið sannað að dánarorsök konunn-
ar hefði verið köfnun vegna kyrking-
artaks mannsins. Hefði hann mátt
gera sér grein fyrir alvarleika árás-
arinnar og að líklegt væri að bani
hlytist af henni. Ljóst þótti að um
ásetning væri að ræða.
Manninum hafði hins vegar verið
hleypt úr gæsluvarðhaldi í kjölfar
úrskurðar Landsréttar um að skil-
yrði gæsluvarðhalds væru ekki upp-
fyllt. Þá sagði matsgerð dómkvaddra
matsmanna frá 30. september mögu-
legt að konan „hafi látist af völdum
blöndunareitrunar af klórdíasepox-
íði, lífefna þess og áfengis“. Auk þess
hefði kraftbeiting gegn hálsi kon-
unnar sem hefði sést getað átt sér
stað allt að þremur dögum fyrir and-
lát hennar.
Landsréttur staðfesti 14
ára dóm í manndrápsmáli
- Þótti ljóst að um ásetning væri að ræða - Neitaði sök
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Maðurinn hlaut 14 ára
dóm fyrir að bana konu sinni.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hönnuð hefur verið ný gönguleið að
gosstöðvunum í Geldingadölum.
Hún liggur nálægt leiðinni sem
stundum hefur verið notuð og kölluð
er gönguleið B. Fannar Jónasson,
bæjarstjóri í Grindavík, tekur fram
að eftir sé að kostnaðargreina fram-
kvæmdina, kynna hana og leita fjár-
mögnunar.
Ef Geldingadalir fyllast getur
hraun flætt eftir gönguleið A og
vestur í Nátthagakrika. Erfitt er að
spá hvenær það getur gerst, hvort
það verður eftir vikur eða mánuði,
en ljóst er að núverandi aðalleið get-
ur orðið hættuleg gangandi fólki og
jafnvel lokast. Fannar telur þess-
vegna nauðsynlegt að útbúa nýja
leið í tíma.
Varanleg lausn
Fannar segir að ekki þyki skyn-
samlegt að leggja í kostnaðarsamar
breytingar á gönguleið sem svo gæti
farið að spillast eftir örfáa mánuði.
Niðurstaðan hafi verið að leggja til
nýja gönguleið, nálægt gönguleið B.
Hún liggur vestur fyrir Fagradals-
fjall og inn á útsýnisstað norðan eða
norðvestan við gosstöðvarnar.
Fannar segir nauðsynlegt að gera
göngustíg þarna til að draga úr
hættu á slysum. Tekur hann fram að
þessi leið sé heldur lengri og erfiðari
en leið A, undirlagið sé ekki eins
slétt, en með lagfæringum, svip-
uðum og gerðar voru á núverandi
leið, mætti gera hana ágætlega
greiðfæra.
Erlendir ferðamenn sækja mjög
að gosstöðvunum í Geldingadölum.
Fannar segir að menn meti stöðuna
þannig að það myndi ekki draga úr
áhuga þeirra að komast í návígi við
gosið þótt breytt yrði um leið. Hann
segir þó mikilvægt að ráðast í fram-
kvæmdir, áður en umferðin verði
enn meiri. Fannar reiknar með að
málið muni skýrast í næstu viku.
Jafnframt er verið að undirbúa að-
gerðir til að stýra hraunrennsli út úr
Nátthaga, þannig að það valdi sem
minnstu tjóni á Suðurstrandarvegi
og Ísólfsskála. Það verkefni er á
sama stigi og gönguleiðin, engar
ákvarðanir hafa verið teknar.
Ný gönguleið vestan Fagradalsfjalls
- Talin er hætta á að gönguleið A lokist vegna hraunflæðis á næstu vikum eða mánuðum
- Ný gönguleið sem verið er að hanna er lengri og erfiðari en leið A en hraunið nær ekki til hennar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldgos Glóandi hraun flæðir yfir sífellt stærra svæði í Geldingadölum og nágrenni og lokar gönguleiðum og bestu útsýnisstöðunum.