Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 4. SÆTI FYRIR FJÖLSKYLDUNA X-D SUÐVESTURKJÖRDÆMIGUDBJORG.IS Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Skemmdarverk voru unnin á sýningu listakonunnar Siggu Bjargar Sigurð- ardóttur í Gerðubergi í Reykjavík á fimmtudag. Gestkomandi maður úð- aði yfir allar myndir sýningarinnar með appelsínugulu spreyi úr brúsa. Sýning Siggu Bjargar heitir „Stans- laus titringur“ og hafði hún málað fjölda stórra mynda beint á veggina. Um er að ræða sumarsýningu Gerðubergs sem á að standa út sum- arið. Hún hafði verið opin í fimm daga er skemmdirnar voru unnar. Engin tenging við manninn Sigga Björg segist enga tengingu hafa við manninn og hún viti ekki hvað bjó að baki ákvörðun hans. „Ég er náttúrlega búin að hugsa mikið um það, hvað það getur verið. Þetta eru mjög sterk viðbrögð og það í sjálfu sér er áhugavert. Þó það sé glatað að hafa eytt svona mikilli vinnu í þetta, það tók náttúrlega mjög langan tíma að gera öll verkin á veggina, og ömurlegt að lenda í þessu, þá er það líka áhugavert að verkin hafi vakið þessi viðbrögð hjá einhverjum og ég væri mjög forvitin að vita af hverju eða hvað honum gekk til,“ segir hún. Sigga Björg hóf undirbúning verksins um áramótin síðustu og varði tveimur vikum í Gerðubergi í að mála verkin á vegg- ina. Listin er samtal Hún ætlar hins vegar ekki að taka sýninguna niður. „Ef ætlunarverkið var að eyðileggja sýninguna þá tókst það ekki. Listin er náttúrlega bara samtal og þarna er hann að gera árás, þetta eru mjög sterk viðbrögð og hann gerir þarna beina árás og ég sé þetta ekki þannig að honum hafi tekist að eyðileggja sýninguna, held- ur frekar að ég þurfi kannski að svara þessu einhvern veginn, sjón- rænt mögulega.“ Áfram verður hægt að sjá sýninguna, með skemmdar- verkunum, í Gerðubergi. „Það er kannski asnalegt að segja það, en kannski er verkið bara ekki búið, eins og ég hélt. Ég þarf greini- lega að halda áfram og svara fyrir þetta skemmdarverk. Það er alla vega þannig sem mér líður frekar en að ég ætli að pakka saman og láta þetta slá okkur út af laginu.“ Málið til rannsóknar Maðurinn sást á upptökum eftir- litsmyndavéla og lögregla rannsakar nú málið. Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri hjá Gerðubergi, segir að þetta verði ekki látið óátalið. „Við tökum þetta mjög alvarlega og það er mjög fátítt að eitthvað svona ger- ist hér. Alla jafna er fólk hérna mjög ánægt með allt sem er sett upp og þetta er ekki lýsandi fyrir andann í húsinu,“ segir Ilmur Dögg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málverk Sigga Björg segir að manninum hafi ekki tekist að eyðileggja sýninguna og að hún verði áfram opin. Skemmdarverk unnin á sýningu í Gerðubergi - Karlmaður úðaði málningu yfir öll málverkin Alls hafa tæplega 130 þúsund ein- staklingar verið fullbólusettir hér á landi og tæp 215 þúsund fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu- efni. Þá tilkynntu yfirvöld í gær að gert væri ráð fyr- ir að öllum lands- mönnum hefði verið boðin bólu- setning fyrir 25. júní. Stefnt er að frekari afléttingu sóttvarnaaðgerða og mega 300 manns koma saman frá og með 15. júní auk þess sem veitinga- og öldurhúsum verður heimilt að hafa opið til miðnættis. Fáar alvarlegar aukaverkanir Birtar hafa verið niðurstöður at- hugunar óháðra sérfræðinga á and- láti fimm einstaklinga í kjölfar bólu- setninga auk fimm tilfella þar sem einstaklingar urðu alvarlega veikir í kjölfar þess að vera bólusettir. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum og annar sérfræð- inga nefndarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að það hefði komið sér á óvart hve fáar alvarlegar aukaverk- anir væru af bóluefnunum. Í einu tilfelli voru tengsl milli aukaverkana og veikinda metin lík- leg. Þar hafði maður, sem fékk bólu- efni AstraZeneca, fengið afar sjald- gæfa aukaverkun bóluefnisins sem veldur blóðflögufækkun með blóð- sega. Þetta er þekkt en ákaflega sjaldgæf aukaverkun. Sá einstak- lingur fékk viðeigandi meðferð. Þá var metið mögulegt en þó ólík- legt í einu tilfelli að dauðsfallið mætti rekja til bóluefnisins. Davíð segir að þar hafi verið um að ræða einstak- ling með langt gengið krabbamein. Slíkt eykur segahneigð blóðsins og þannig líkur á blóðtappamyndun. Í þess háttar tilfellum er erfitt að vera viss hvort það hafi verið blóðsegi sem myndast vegna krabbameinsins eða bóluefnið sem slíkt sem hafi or- sakað blóðtappamyndunina. „Niðurstöðurnar styrkja okkur í þeirri í trú okkar að alvarlegar auka- verkanir bólusetninga vegna Co- vid-19 séu afar sjaldgæfar,“ segir Davíð. 1m Breytingar á fjöldatakmörkunum frá 15. júní Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150 í 300 manns en börn fædd 2015 og síðarverða áfram undanþegin Nándarregla verður einn metri í stað tveggja Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00 Afgreiðslutími veitingastaða lengist um klukkustund eða frá kl. 23 til miðnættis Engin krafa um nándarmörk á sitjandi viðburðum* *Leikhús, íþróttaviðburðir, trúarathafnir, ráðstefnur og viðlíka Áfram grímu- skylda og að hámarki 300manns í hverju sótt- varnahólfi Allir verði bólu- settir 25. júní - Alvarlegar aukaverkanir sjaldgæfar Davíð O Arnar Síðustu ár hefur samfélagsmiðlasíð- um sem auglýsa og dásama ferðir til Íslands fjölgað mikið. Meðal síðna sem deila slíku efni er In- stagram-síðan Iceland Explore sem rekin er af bandaríska fyrirtækinu tripscout sem deilir alls konar ferðaefni. Instagram-síðan er með tæpa 500 þúsund fylgjendur. Fyrir nokkrum dögum birtist á síðunni færsla um nekt á Íslandi sem síðan fullyrðir að sé mjög eðlilegur hlutur hérlendis. Færslunni var hins vegar eytt nokkru síðar. Ekki yfirsýn yfir alla Að sögn Sveins Birkis Björns- sonar, forstöðumanns markaðssam- skipta hjá Íslandsstofu, vissi stofn- unin af tilgreindri færslu og hafði samband við eigendur síðunnar. Sveinn segist vita til þess að margir aðrir hafi gert það sama með at- hugasemdir um færsluna. Íslandsstofa annast ákveðið eft- irlit með auglýsingum varðandi Ís- land en að sögn Sveins hefur stofn- unin einfaldlega ekki tök á því að hafa yfirsýn yfir alla þá aðila sem eru að deila efni um Ísland á sam- félagsmiðlum. „Í sumum tilfellum höfum við samband við einstök fyrirtæki þeg- ar okkur þykir þau fara verulega af leið, en við náum ekki að halda yfir- sýn,“ segir Sveinn og bendir á að Íslandsstofa vinni með erlendum ferðaheildsölum á margan hátt, meðal annars með ýmiss konar námsefni um Ísland. Fylgjast með færslum um Ísland - Íslandsstofa gerir athugasemd Nekt Auglýsingin birtist á Insta- gram-síðu Iceland Explore.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.