Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 12
Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri S ýningin Terra fyrir herra verður opnuð á Iðnaðarsafn- inu á Akureyri á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. Terra fyrir herra var slagorð fyrrum saumastofu Gefjunnar, sem var ein af verk- smiðjum Sambandsins á Akureyri. Sýningin sem er inni í almennri sýn- ingu safnsins er sett upp til að heiðra minningu Jóns S. Arnþórssonar frumkvöðuls og stofnanda Iðn- aðarsafnsins. Síðar á þessu ári verða 90 ár liðin frá fæðingu Jóns. Hann lést árið 2011. „Við ákváðum að þema þessarar sýn- ingar yrði tengt fram- leiðsluvörum sauma- stofunnar Gefjunar, en fyrstu störf Jóns fyrir Sambandið voru einmitt þar,“ segir Þorsteinn E. Arn- órsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins. Á sýningunni má sjá karlmannafatnað, jakkaföt, frakka og fleira. Jón gegndi síð- ar ýmsum störfum fyrir Sambandið, var m.a. sölustjóri og markaðsfulltrúi og eins var hann fulltrúi for- stjóra, deildarstjóra og verk- smiðjustjóra. Hann var fram- kvæmdastjóri iðnsýningar samvinnumanna á árunum 1957 til 1973 og sá um verkefnið Hand- verk heimilanna sem síðar varð að Hugmyndabank- anum. Útibú stofn- að í Reykjavík Á Gefjun var framleitt fataefni og í þó nokkuð stórum stíl þegar umsvifin voru mest, en bili. Okkur þótti upplagt að nota þetta sem heiti sýningarinnar,“ segir Þor- steinn. Fékk fálkaorðuna Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2009 fyrir framlag til varðveislu íslenskrar verkkunnáttu og safnamenningar. Hann hóf markvisst að safna saman munum sem tengdust verk- smiðjurekstrinum árið 1993. Iðn- aðarsafnið var stofnað fáum árum síð- ar, á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1998. Það var í fyrstu til húsa í fyrrum fataverksmiðju Heklu á Gleráreyrum en flutti síðar í Sjafnarhúsið við Aust- ursíðu þar sem það hafði um 300 fer- metra sýningar- og geymsluhúsnæði til umráða. Jón og eiginkona hans, Gi- sela Rabe-Stephan, báru lengi framan af hita og þunga af rekstri safnsins og ráku það á eigin vegum með styrkj- um. Núverandi húsnæði Iðnaðar- safnsins er við Krókeyri 6 þar sem áð- ur var áhaldahús umhverfisdeildar Akureyrarbæjar. Þangað flutti safnið árið 2004 og var um leið gert að sjálf- eignarstofnun. Terra fyrir herra í Iðnaðarsafninu Sýningin Terra fyrir herra verður opnuð á Iðnaðarsafninu á Akur- eyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní og er þar vísað í slagorð saumastofu Gefj- unar sem framleiddi vin- sælan herrafatnað á sinni tíð. Morgunblaðið/Margrét Þóra einnig teppi og allt band. Þorsteinn segir að á saumastofunni hafi verið saumuð herraföt, jakkaföt, frakkar og stakar buxur. „Þessi fatnaður naut mikilla vin- sælda á sinni tíð, þeir voru ansi marg- ir karlarnir sem klæddust þessum föt- um“ segir hann, en sem dæmi um vinsældir fatnaðarins má nefna að útibú frá saumastofu Gefjunar á Ak- ureyri var sett upp í Reykjavík. Slagorðið Terra fyrir herra var notað um tíma, „ekki mjög lengi, en það má sjá þetta slagorð inni í flíkum sem saumaðar voru á ákveðnu tíma- Jakkar á allar kynslóðir Þorsteinn E. Arnórsson, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, með jakka sem Elín Sigríður Axelsdóttir frá Ásláksstöðum í Hörgársveit saumaði úr Gefjunarefni á son sinn, Þórð Ingimarsson, þegar hann var þriggja ára árið 1952. Sýningin Terra fyrir herra er til heiðurs Jóni E. Arnþórssyni, sem hóf söfnun iðnminja á Akureyri árið 1993, en mynd af Jóni er á veggnum fyrir aftan Þorstein. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Um helgina lýkur Barnamenningar- hátíð í Reykjavík með Ævintýrahöll, menningardagskrá fyrir alla fjöl- skylduna, á svæði Árbæjarsafns. Frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Fram kemur í tilkynningu, að á dagskránni eru m.a. Leikhópurinn Lotta, söngkonan Bríet, krakka- karókí, sögustund, Æskusirkus, Blaðrarinn, afródans, fuglasmiðja og öll stemmingin sem Árbæjarsafn býður upp á. Í húsunum á svæðinu verður hand- verk til sýnis og sölu og hægt að gæða sér á heitum lummum. Er fólk hvatt til að taka strætó, hjóla eða ganga því bílastæði eru af skornum skammti. Hátíð í tæpa tvo mánuði Barnamenningarhátíð var sett 20. apríl með opnun myndlistarsýningar í Listasafni Reykjavíkur. Fram kemur á vef Reykjavíkur- borgar, að vettvangur hátíðarinnar sé borgin öll en fjölbreyttir viðburðir hafa farið fram í grunnskólum, leik- skólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Árbæjarsafn Lokadagar Barnamenningar- hátíðar í Reykjavík um helgina Morgunblaðið/Eggert Barnamenning Lokadagar Barnamenningarhátíðar verða á Árbæjarsafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.